Alþýðublaðið Sunnudagsblað - 02.04.1939, Side 8

Alþýðublaðið Sunnudagsblað - 02.04.1939, Side 8
ALÞÝÐUBLAÐIÐ 8 Mpfiiikweðskapur. ---«-- Eins og kunnugt er strandaði - „Goða'foss“ hinn eldri á Straumnesi vestra rétt fyrir jólin 1916. Um sömu mundir kom út Ijóðabók Hann- esar Hafstein í aukinni og end- urbættri útgáfu. Þá gerði Matt- hías Jochumsson eftirfarandi vísu og sendi Hannesi: Þú hefir sent oss þjóðarhnoss, þú hefir létt oss mikinn kross. þú hefir kveðið þrótt í oss, þú hefir borgað Goðafoss. Séra Árni Jónsson, sem lengi var prestur á Skútustöðum, fór til Ameríku á yngri árum sín- um og dvaldist þar um tíma, en hvarf svo heim aftur, og þegar hann sá ísland rísa úr hafi, kvað hann þessa vísu: Gleði mín og gæfu þín gylfi stýrir hæða, sárin þín og sárin mín saman skulu blæða. Sigurður bóksali Kristjáns- son gerði þessa vísu þegar hann gaf út predikanir séra Páls Sig- urðssonar í Gaulverjabæ: Djöfla óðum fækkar fans fyrir góðum penna, unz á hlóðum andskotans engar glóðir brenna. Séra Matthías Jochumsson heimsótti eitt sinn Sigurjón bónda á Laxamýri. Þegar hann Miiiist merkis- dap i líli yðai með pvi að láta taká af yður nýja Ijósmynd á Ijósmyndastofu Sípröar GudmandssoiEar Lœkjajgötm 2. Sími 1980 Heimasími 4980. fór, skildi hann eftir á stofu- borðinu svohljóðandi vísu: Eina góða ósk eg hef, ef þér viljið trúa, að ég kynni að yrkja stef eins og þér að búa. Kristján Guðmundsson bóndi á Kirkjubóli í Önundarfirði kvað þessa vísu: Störf með áhug færa frið, fjótt svo líður stundin. Ánægjan er ekki við auð né völdin bundin. BJARTSÝNI. Ekki kvíða eigum vér, ei hið stríða oss felli, því hið blíða eftir er þótt á nú hríðin skelli. Rannveig Ólafsdóttir Briem frá Grund. Eftirfarandi vísur birtust í Þjóðólfi árið 1861, og hafi það verið réttmætar tíðavísur þá, þá eru þær það ekki síður núna. Nú er liðin gullöld góð gömlu íslendinga, þá í fullu fjöri stóð frelsi og löggjöf þinga. Síðan kom upp koparöld, kjarkinn dró úr öllum, mistu þýðing þeirra töld þings á fögru völlum. Þó er verri öldin ein upp að renna núna, sem að Fróni mesta mein og mæðu hefir búna. Brennivínsins bölvuð öld blessun alla deyðir, það eru sorgleg syndagjöld, sem hún af sér leiðir. a. Einar Jónsson bílstjóri frá Eyrarbakka hefir sent þessar vísur í vísnabálk Sunnudags- blaðsins: Kveðið er ég heyrði fyrst til lóunnar um vor: Blessuð lóan birtist mér, bráðum spóann vekur. Inn um móa og út við sker ástin gróa tekur. Þessi er um Bakkus: Hefir Bakkus hvofta tvo, höldum fláir reynast, gleður fyrst og grætir svo, gröfina býður seinast. Og hér er fyrri helmingur af vísu, sem Einar óskar eftir að fá botna við í Sunnudagsblað- inu: Eyðir, neyðir, þvælir þvær, þvingar, stríðir, kvelur. Hér kemur vísa, sem eignuð er Vatnsenda-Rósu, og er þess getið til, að það muni vera vís- an, sem Rósa kvað, þegar pilt- urinn spurði hana um álit hennar á kærustunni hans, sem var með skarð í vör. Samanber frásögn í Sunnudagsblaði Al- þýðublaðsins 5. marz í sam- bandi við vísuna — Það er feil á þinni mey. — En það upp- lýstist síðar, að sú vísa var ekki eftir Rósu, heldur eftir Natan Ketilsson, sbr. sögu þeirra eftir Brynjólf frá Minna-Núpi. En ef heimildin, sem þarna fylgdi vísunni hefði við nokkuð að styðjast, þá væri það ekkert ó- líkt Rósu, að hún hefði kveðið þetta. En vísan er þannig: Kant þú við, mér seg, þann sið. sem ég bið ei verði; að minnast hliðhalt verður við vafurs-iða-gerði. MORÐMÁLIÐ I VESTMANNA- EYJUM. Frh. af 5. síðu. Eyjólfssonar sem setudómara virðist gerð af ráðnum hug. Var hann mikill vinur amtmanns og annara Dana. Það er ekki ein- Ieikið, að í málinu er ekkert gert til þess að upplýsa þátttöku Pét- urs Vibe í morðinu, enda þótt framburður Steinunnar bendi ein- dregið til þess, að hlutdeild hans hafi verið svo áberandi, að full ástæða var til að höfða mál einn- ig gegn honum. Af því, hvernig Pétur Vibe hagar sér eftir að skriður komst á rannsókn máls- ins ,má vera ljóst, að hann hefir verið verulega hræddur um að hlutdeild sín mundi hafa ærið al- varlegar afleiðingar, og á það hefir hann ekki viljað hætta. Annars er það ekki einsdæmi í íslenzkri réttarfarssögu fyrri alda, að danskir menn slyppi vel við afbrot sín gagnvart Islendingum. — Mál þetta vakti mikla athygli, eins og vænta mátti, og hefir Péíur Vibe fengið sinn dóm hjá almenningi, þótt honum auðnað- ist að forða sér undan refsivendi íslenzkra dómstóla. Þvottaduft hinna vandlátu.

x

Alþýðublaðið Sunnudagsblað

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/53

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.