Alþýðublaðið - 05.09.1943, Blaðsíða 6

Alþýðublaðið - 05.09.1943, Blaðsíða 6
6 ____ IU»WUBUBK> Sunmidagur S. september 1943 ning, C3 Atvinnu- og samgöngumálaráðuneytið hefir, hinn 24. ágúst 1943, sent okkur svohljóðandi bréf: „Meðan á því stendur að koma í kring trygg- ingum fyrir farþega í flugvélum Flugfélagsins, vill ráðuneytið taka það fram, að það telur sjálf- sagt, að félagið bendi farþegum, sem ætla að ferðast með flugvélum þess, á það mjög ein- dregið um leið og fars er beiðst, að þar sem félagið geti ekki tryggt þá, sé þeim rétt, að reyna að fá sig slysatryggða á ferðinni hjá ein- íiverju félagi hér, áður en þeir leggja af stað í flugferð. Óskar ráðuneytið enn fremur að Flugfélagið auglýsi þetta hér í blöðum, þar sem erfitt getur verið fyrir fólk að útvega sér trygg- ingu, ef það fær fyrst að vita um það á síðustu stundu að það sé ekki slysatryggt af félagsins hálfu.í£ Samkvæmt þessu er væntanlegum farþegum okk- ar ráðlagt að útvega sér slysatryggingu hjá einhverju viðurkenndu vátryggingarfélagi áður en lagt er af stað í flugferð. Stjórn Flugfélags íslands h.f. Áskriítarsími Alþýðublaðsins er 4900. Tækif ærisverð. Seljum á morgun taubúta* Dreogja stattbaxnr frakka með 2So/° afslætti. SPARTA Laugavegi 10. HANNES A HORNINTJ Frh. af 5. síðu. ur fá vottorð. Sagði hann í vott- orði sínu, að nauðsynlegt væri að útvega okkur íbúð, ef hægt væri, og ekki hvað síst, þar sem ég væri vanfær“. starf sitt betur, þegar fólk leitar til þeirra í nauðum sínum“. HAliDA MENN EKKI að farið sé að sverfa töluvert að fólki, þegar það er orðið vonlaust og skrifar þréf eins og það sem ég hefi birt hér á undan? Hannes á horninu. FJigorra ára stríð. Frfa. af S. siðu. vísu heldur sókn kafbátanna bátanna. Að minnsta kosti til- kynna bandamenn, að síðustu þrjá mánuði hafi 90 kafbátum verið sökkt, og að fyrir hvert skip, sem kafbátar hafa sökkt, hafi einum kafbáti verið sökkt. Slíkt er vafalaust of dýru verði keypt fyrir Þjóðverja. Ekki verður enn sagt með vissu, hvort nýjar aðferðir verða fundnar í kafbátahernaðinum. eða hvernig þróunin verður þar á uisestunhi. Svo mikið er víst, að kafbátunum tókst ekki að hindra innrásina á Sikiley eða flutninga þangað. * | ANGVERST er þó aðstaða möndulveldanna í loft- hernaðnum. Á síðasta missiri hafa þau misst mikinn fjölda flugvéla, fleiri en svo, að þau geti fyllt í skörðin, einkanlega að því er snertir æfða flugmenn. Á öllum vígstöðvum hafa and- stæðingar möndulveldanna al- gera yfirburði í lofti. Þetta gild- ir ekki sízt um átökin yfir Þýzkalandi sjálfu. Loftárásirn- ar á Þýzkaland og ítalíu, á borg- ir, jðnaðarstöðvar og sam- göngumiðstöðvar hafa orðið æ tíðari og harðari. Að vísu er all- langt síðan farið var að gera harðar lóftárásir á einstakar þýzkar borgir, t. d. Köln. En á síðastliðnu missiri hefir árásun- um fjölgað mjög, og þær hafa harðnað. Einkum hefir Ruhr- héraðið, miðstöð þýzka iðnað- arins, verið hart leikið í loft- árásum. Þar voru einnig hinir mikilvægu stíflugarðar eýði- lagðir. Hamborg, næststærsta borg Þýzkalands, má heita í rústum. Sömu örlög vofa yfir Berlín (brottflutningur ó- breyttra borgara þaðan er á- kveðinn) og mörgum öðrum þýzkum borgum, sem litlar eða engar loftárásir hafa enn verið gerðar á. í lofthernaðinu meru nú árásartækin miklu öflugri en varnartækin, og er það geróiíkt því, sem er um kafbátahemað- inn. Það er augljóst, að fram- leiðsla Þjóðverja á herinaðar- nauðsynjum hefir orðið fyrir tilfinnanlegu tjóni í loftárásun- um, en hitt er þó ef til vill enn mikilvægara, að baráttuþrek þjóðarinnar á heimavígstöðvun- um hefir lamazt mjög. (Framhald í næsta blaði). Sjötuflurí dag: Stefðn Jih.GuðmaHdssofl verkam. Dverfisg. 68. STEFÁN JÓH. GUÐ- MUNDSSON, verkamaður, Hverfisgötu 68 er sjötugur í dag. Stefán er fæddur að Ósi á Skógarströnd 5. september 1873 Faðir hans drukknaði frá börn- unum, en móðir hans, sem var dugnaðarforkur fékk sér ráðs- mann og tókst henni með stakri róðdeild og sparsemi að halda heimilinu saman — og komst auk þess í þolanleg efni. Ekkjan ætlaði nú að endurbyggja bæj- arhúsin og sendi hún ráðsmann inn út í Stykkishólm með pen- inga til að kaupa efnisvið til húsagerðarinnar. En ráðsmaðurinn kom ekki aftur. Hann lagði lykkju á leið sína og „stakk af“ til Ameríku með fé ekkjunnar og barnanna. Þetta var erfitt og þungt áfall en ekkjan gafst ekki upp, al- drei þáði hún eyrisvirði af all- manna fé og tókst henni að koma 4 börnum sínum á legg. Stefán tók síðan við búi að Ósi og bjó hann þar þangað til jörðin, sem var eign ríkissjóðs var seld undan honum og hon- um byggt út. Flest árin meðan Stefán bjó sótti hann sjóróðra til Suður- nesja — og gekk hann allt af í verið, eins og að líkum lætur. Tók Stefán oft út miklar kval- ir við sjóróðrana, því að þó að hann væri þrekmaður, var hann alla tíð mjög sjóveikur, en menn urðu að gera fleira en gott þótti í þá daga. Sjálfur átti Stefán bát og annaðjst hann mjög oft flutninga til ' og frá kaupstað „ÉG FÓR SVO 'með vottorðið til húsaleigunefndar. Formaðurinn sagði að þeir hefðu enga íbúð, en nefndin skyldi láta okkur vita ef eitthvað rættist úr. Fór ég svo heim ánægð og treysti því að úr rættist. Við biðum eftir svari en árangurslaust. Svo fór mér að leið ast, fór margar ferðir til nefndar- innar, en þær báru engan árangur. Þegar ég kom í síðasta skiftið til nefndarinnar, var sama svarið og að undanförnu, að ekkert hefði ræzt úr með húspláss". „FORMAÐURINN skyldi neyð mína og vísaði mér til mæðra- styrksnefndar, um að fá inni á fæð ingarheimili, sem Þuríður Bárðar- dóttir ljósmóðir stjórnar og bærinn er búin að setja á stofn. En nú vil ég spyrja, hvað á að gera, eftir að tíminn er útrunninn, sem maður fær að dvelja á heimilinu?“ „ÉG BÝST við að viðbrigðin séu mikil eftir að maður er búin að fá góða hjúkrun, sem er veitt á svona stöðum, og ekki þá hvað síst fyr- ir barnið. Það er eins og manni hafi verið útskúfað — að maður sé réttlaus — og eina leiðin sé að ganga í sjóinn!!!“ „ÞAÐ ER SÆLEA að gefa en þiggja“, segir máltækið og það er satt — og þó er maður ekki að biðja um gjöf. Maður finnur þetta bezt þegar maður þarf að ganga þessa krossgöngu mánuð eftir mán uð og jafnvel ár eftir ár. Manni finnst að sumir menn gætu skilið Hún vill iáta varpa sprengjunni á Tokio Þessi kínverska dansmær, sem undanfarið hefir dvalið í Bandaríkjunum, sést á myndinni ■ sitjandi á sprengju. Hún lét svo um mælt um leið og hún ritaði nafn sitt á spregjuna, að hún vildi óska þess að sprengjunni yrði varpað á Tokio, höfuðborg Japans. Eldfastor steino og leir fæst nú aftur hjá Biering Langavegi 6, sími 4550. fyrir sveitunga sína og marga aðra t. d. bændur í Dölum vest- ra. Fór hann oft frá verki tii þessara starfa, jafn vel um há- sláttinn og tók sjaldnast nokk- urt gjald fyrir. Er þetta ótrúlegt saga nú á tímum, en þó sönn. Dvaldi og oft margt manna á heimili hans, t. d. þegar ekki var fært í Hólminn. Var Stefán talinn mjög gæt- inn — og þó áræðinn formaður. Þegar skip eitt fórst á Viðeyj- arsundi (Ingvar 1907) og eng- in tök voru á björgun, sagði Guðmundur Guðmundsson, þá- verandi læknir í Stykkishólmi, að óska vildi hann þess að Stefán á Ósi og tiltekinn Eyr- bekkingur hefðu báðir verið við , staddir, þeir myndu hafa getað bjargað ef nokkrir tveir menn hefðu getað það. Stefán hrökklaðist eins og áð- ur segir frá Ósi og fluttist til Stykkishólms. Bjó hann þar í 2 ár — og missti þar son sinn í sjóinn, sem var innan við tví- tugt. Var þetta hinn mesti efnis maður og skáld gott, svo að enn eru margar lausavísur hans á hvers manns vörum þar vestra. í Stykkishólmi komst Stefán í kynni við verkalýðshreyfing- una og segir mér svo hugur um að frændi hans Guðmundur Jónsson frá Narfaeyri kunni sögur að segja frá samstarfi þeirra á þeim árum í Hólmin- um. Um leið og Stefán fluttist í Hólminn hófst hlutskifti hans, sem verkamanns, leit að vinnu — vinnuleysi — og barátta fyr- ir réttindum stéttarinnar. Stefán hefur alla tíð verið Alþýðuflokksmaður og aldrei hefur hann legið á liði sínu, þegar flokkurinn hefur þurft á liðsmönnum sínum að halda. Þökkum við flokksmenn Stefáns honum ágætan stuðn- ing og mikið srtarf. Stefán á hina ágætustu mannkostakonu, sem hefur ætíð staðið örugg við hlið hans í blíðu og stríðu. Er það mikil gæfa að eignast slíkan lífsförunaut. Stefán Jóh. Guðmundsson er einn hinna staðföstu, öruggu og gjörhyggnu verkamanna. Aldrei hefur hann brugðist nein um manni — og aldrei skuldað neinum neitt. Hann hefur allt af haldið fram rétti stéttar sinn ar með festu og einurð — og aldrei dregið af sér við vinnu. Slíkir menn géfa unga fólk- inu gott og fagurt fordæmi til að fara eftir. Flokksfélagi. HVAÐ SEGJA HIN BLÖÐIN? Frh. af 4. síðu. ' vægustu verkefni, sem okkar bíða á komandi árum.“ Þessi orð gefa að sjálfsögðu ekki nema mjög ófullkomna hugmynd um hina ítarlegu grein búnaðarmálastjórans um þetta þýðingarmikla mál. En hún á það skilið að vera lesin af mörgum.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.