Alþýðublaðið - 05.09.1943, Blaðsíða 8

Alþýðublaðið - 05.09.1943, Blaðsíða 8
ALS»YÐUBLAÐIÐ Sunnudagur 5. september 1943 ■TJARNARBIðHg t bjarta oo hug (Always In My Heart) Amerískur sjónleikur með söng og hljóðfærasisetti. Kay Fraacis Walter Hustcn og söngmærin Gloria Warrea Borrah Minevitch og munnhörpusveit hans. Sýnd kl. 5 9. Mánudag kl. 5, 7 og 9 ÚR ÞOKUNNI (Out of the Fog) Ameríkskur sjónleikur Ida Lupino John Garifield Bönnuð fyrir börn innan 16 ára. SATT VAR ORÐIÐ! _ Tveir menn mættust á fjall- vegi og segir annar: ..Segðu mér nú eitthvað í fréttum, en Ijúgðu engu.“ Hinn kvað: Hvanndalabjarg er brunnið, Brokey sokkin til Lokins, Kjalvegur kú réð stela, Kaupinhöfn sást á hlaupi, Flatey í fylgsnum situr, fokinn er Eiríksjökull, Gunnólfsvíkurfjall grunna, gapandi til nam hrapa. í * í ÁSTARÆVINTÝRI byrjar og lýkur með vandræðakennd, sem grípur persónurnar, þegar jbær eru tvær einar. La Bruyére. -■ * * HLUNNINDUM Á REYK- HÓLUM á Barðaströnd er lýst í gam- alli vísu eftir Eirík Sveinsson á þessa leið: Söl, hrognkelsi, kræklingur, hvönn, egg, dúnn, reyr, melur, kál, ber, lundi, kolviður, kofa, rjúpa, selur. * * * „ÞESSI maður, sem þarna gengur, hefir haft af mér eina milljón króna.“ „Nú, hvernig má það vera?“ „Hann neitaði mér um dótt- ur sína.“ * ❖ ❖ HIARTA konunnar er jafn- mikil nauðsyn á að elska eins og lungum vorum er nauð- synlegt að fá ferskt loft. L’Abbé Constant. slraumi örlaganna að móðir þín vill, að þú lærir tónlist. Herra Dobsberg vildi líka, að þú lærðir tónlist, og hann horfir niður frá himnum og gætir þess, hvort þú gerir það, blessuð sé minnng hans. Ekkert gæti gert móður þína hamingjusamari, og þú villt að móðir þín verði hamingjusöm, er ekki svo? Auðvitað vildi ég gera móður mína hamingjusama. Þó var í mér einhver dulinn beygur við að verða tónlistarkona, enda þótt ég hefði löngun til þess í aðra röndina. Svona hafði það verið frá því ég mundi fyrst eftir mér. Herra Dobsberg, eins og Putzi vildi endilega kalla hinn látna afa minn, hafði ósk- að eftir því og beðið móður mína að sjá svo um að þeirri ósk yrði fram fylgt. Móðir mína hafði langað til þess sjálfa að verða tónlistarkona, en hún hafði verið of veiklynd og vilj- lítil til þess að fá því framgengt við ættingja sína. Þannig eru foreldrar alla jafna. Þeir vilja að börnin verði það, sem þeim auðnaðist ekki að verða sjálf- um. Það er mjög óeigingjörn tegund af eigingirni, en eigin- girni eigi að síður. — Auðvitað dettur engum í hug að segja þér fyrir um það, hvað þú eigir að verða, sagði Putzi kænlega. — Það er al- gerlega undir sjálfri þér kom- ið. Ef þú vilt verða ljónatemj- ari, dettur engum í hug að setja hindrun í veg þinn. Og ef þig langar til, skal ég fara með þig til Renz hringleika- hússins einhvern næstu daga. Ég á kunningja þar, og mér mun ekki verða mikið fyrir því að koma þér á framfæri. Þetta tók talsverðan vind úr seglum mínum. Ef Putzi hefði harðneitað því, að ég yrði ljóna- temjari, hefði ég orðið ljóna- temjari, því að væri mér neit- að um eitthvað, hætti ég ekki fyrr en ég hafði fengið því framgengt. Ég bíst við, að ég sé enn þá þannig, og oftar en þörf var á hefði ég villzt inn á for- boðnar brautir. — Ljónatamning er miklu hættulegri en fiðluleikur, sagði ég. Kjarkurinn var að gufa upp. Putzi íeit á mig, en sagði ekk- ert. Hann tuggði síðasta brauð- bitann sinn með saltinu. Svo teygði hann úr sér, stundi við lítið eitt og stóð á fætur af bekknum. Hann gekk að litla grasblettinum við perutréð og valdi vandlega eina af hinum ofþroskuðu perum, sem fallið höfðu af trénu. Hann kom aft- ur, brosti og lét peruna detta í kjöltu mína. — Jæja, Mustri. sagði hann. — Verið getur að ljónatamning sé ofurlítið hættulegri. En það er líka erfitt að leika á fiðlu — já miklu erfiðara. Saman- borið við fiðluleik er ljóna- tamning hreinn barnaleikur. Og þetta réði úrslitum. — Jæja, sagði ég. — Ef svo er, býst ég við, að ég vilji held- ur fiðluna. * í hvert skipti, sem eitthvað þýðingarmikið hefir skeð í lífi mínu. hefi ég fengið höfuðverk, hálsbólgu eða áblástur á efri vörina. Ég var með alla þessa kvilla daginn, sem móðir mín fór með mig til frænda minna til þess að útkljá málið. Frænd- urnir, afabræður mínir fimm, sátu við háborð fjölskyldunn- ar, tignarlegir öldungar, sem réðu öllu lífi okkar. Þeir voru allan daginn í stórri skrifstofu, þar sem þeir sátu á rándýrum leðurstólum. Á veggjunum hékk mynd af stofnanda fyrir- tækisins, Lopold Dobsberg, og myndir af þeim sjálfum, og á myndunum stóðu þeir allir við lítið kringlótt borð. Frændurir réðu tilveru allr- ar ættarinnar. Þeir ákváðu, hvað synirnir skyldu nema, hversu mikill heimamundur hverrar dóttur eða frænku skyldi vera: þær fallegu fengu lítið, meira ef þær voru ljótar eða gallaðar að einhverju öðru leyti; hversu mikið ekkjurnar skyldu fá í lífeyri, hvort tengda synirnir væru líklegir til að geta orðið fyrirtækinu að gagni eða ekki, hverjir væru svörtu sauðirnir í fjölskyldunni, sem þyrfti að senda til Suður-Am- eríku í einhverjum erinda- gerðum, þar sem þeir voru svo gefnir á vald örlögum sínum, og loks hvers skuldir ætti að borga einu sinni enn. En hvað móðir mín var grönn og smágerð, þar sem ég gekk við hlið hennar niður Hringbrautina til skrifstofu frændanna! Hún hafði svo litl- ar hendur og fæturnir voru smáir, og ég var haifinn af þeim, því að hendur mínar og fætur mínir voru klunnalegir. Móðir mín var alltaf með þunna hvíta hanzka úr geitarskinni, og alltaf var af þeim ofurlítill benzínþefur. Með vinstri hendi hélt hún uppi pilsunum sínum á svo kvenlegan hátt, að ég var viss um, að ég yrði aldrei fær um að leika það eftir henni, en í hægri hendi bar hún of- urlitla, ísaumaða tösku. Hún hafði svartan hatt á þöfði með strútsfjöðum í, og blæju fyrir andlitinu, sem bundin var und- ir hökuna, og í þessa blæju blés hún stöku sinnum, til þess að ýta henni ofurlítið frá andlit- inu, því að slæðan var stund- um fullmikið strengd. Hún var mjög stuttstíg, en ég stikaði á stórum, flathæluðum skóm og blygðaðist mín fyrir svartrönd- NÝJA Blð mOASWLA Blð StriðsfréUa- Á hálum ís ritarinn (Silver Skates). (Confirm or Deny) Amerísk söngva- og skauta- mynd. Don Ameche Joan Bennett Skautadrottningin Roddy McDowall Belita Patricia Morison Aukamynd: Kenny Baker FRAM TIL SIGURS (March of Time) Sýnd kl. 3, 5, 7 og 9. Sýnd kl. 3, 5, 7 og 9 Agöngum. seldir kl. 11 f. há Aðg.miöasala hefst kl. 11 f.h. s óttu baðmullarsokkana mína, sem stundum fóru í göndul á grönnum fótleggjunum, sem voru eins og spóafætur. — Þú hefðir átt að verða strákur, sagði möðir mín og stundi þungan. þegar hún sá útlit mitt, sem var gersneytt öllum yndisþokka og smágerð- um kvenleika. Ég leit eins á það mál. Og sannleikurinn var sá, að djúpt inni í sjálfri mér blundaði veik von um það, að einhvern __ daginn yrði ég að dreng. Á þeim dögum var miklu meira í það varið að vera drengur en að vera aðeins stúlk. — Svona, vertu nú ekki hrædd, Marion litla, sagði móðir mín, mjóróma og veik- róma, þegar við komum að húsi frændanna. — Hvers vegna ætti ég að vera hrædd? sagði ég manna- lega, en þó var ofurlítill skjálfti í hnjánum á mér. Ég hefi gefizt upp í hverri baráttu alla mína ævi, sagði 'móðir mín ofurlítið óstyrk, en í þetta skipti ætla ég að berj- ast til þrautar. Ég kenndi hræðilega mikið í brjósti um hana. Hún virtist algerlega ó- fær til þess að standa í ströngu. — Þú skilur það ekki enn þá, en ég vil að þú verðir ein- hverntíma sjálfstæð manneskja VÍKINGURINN. — Ég býð þér íþróttakeppni, til þess að útkljá þetta mál, Svarti Ike! hrópaði hann. — Allir fangarnir okkar — þínir jafnt sem mínir — skulu settir í einn bát. Báturinn skal festur við reipi miðja vegu milli skipa okkar. — — Skollinn sjálfur! æpti Svarti Ike frá skipi sínu. — Nú er enginn tími til íþróttaiðkana! Hvern skollann áttu við? — Tíu af mönnum mínum skulu toga í annan endann á móti fjórtán af þorpurum þínum! hrópaði Ned skipstjóri. Reipið má liggja frá stefni skipanna, og sá sem sigrar, held- ur báðum föngunum. Hvernig lízt þér á, þorpari? Tíu af mínum mönnum á móti fjórtán af þínum! Menn Vofuræningjans tóku glaðlega undir þetta boð hans. En reiðióp heyrðust frá þilfari Blóðsugunnar. Svarti Ike var ekki hrifinn af þessu boði. Hann vildi aðeins fá Horney króknef aftur, en honum var'sama um hina skip- verjana sína. Þegar hann fékk þá vitneskju, að Ned skip- stjóri vildi fá alla skipverjana, varð hann að hætta á það. Hann sá enga aðra leið út úr ógöngunum. — Jæja! hrópaði hann. — Hafðu það þá eins og þér sýnist, Ned skipstjóri. Ég geng að þessu. En það var grunsamlegur glampi í augum Ikes. Hon- um hafði skyndilega dottið prettur í hug, sem gerði hann öruggan um sigurinn. — Jæja, sagði Vofuræninginn og hafði ekki hugmynd um, hvað Svarti Ike hafði í huga. — Við skulum þá byrja keppnina. Og þegar í stað sendi hann einn af mönnum sín- um til þess að segja áhöfn sinni að koma með Sæfákinn austur fyrir Hauskúpuey svo fljótt sem unnt væri. . WAVE TWOSE öUWS SROUSHT IN CLOSER/ WHy ARSN’T THEY PIRING? NEVER MINO EXCUSES/ <50 TELL THE OPPICER. IN Tg|gj cwarge... AP Features TODT: Látið færa fallbyssurnar nær. Af hverju skjóta þeir ekki? Engar afsakanir. Allt í einu heyrist skothríð úr ann- arri átt. — Þýzkur hermaður: Skothríð! — Það eru Rússar!

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.