Alþýðublaðið - 28.09.1943, Qupperneq 2
Þriðjudagur 28. sept. 1943.
ALÞYÐUBLAÐIÐ
Eldsvoði i miðbænum
í gærkvðldi.
Kom upp f portl itiilli Útvegs-
bankans og Hafnarsfrsetis 18.
SLÖKKVÍLIÐIÐ var kvatt
á vettvang vegna elds-
voða kl. 22.14 í gærkveldi.
Komið hafði upp eldur í
skúrhyggingu, sem setuliðið
hafði reist og hafði til sinna
afnota í portinu milli Útvegs-
bankans og húseignarinnar
Hafnarstrætis 18.
Slökkviliðsstjóri skýrði
blaðinu svo frá í gærkveldi,
að samkvæmt þeim upplýs-
ingum, sem hann hefði feng-
ið, hefði eldurinn stafað frá
olíuofni, er logaði á í skúrn-
um.
Eldurinn olli nokkru tjóni.
Allt hrann innan úr skúrn-
um og auk þess læsti eldur-
inn sig í suðurgafl hússins
Hafnarstræti 18. Urðu tals-
verðar skemmdir af eldi á
húsgaflinum og inni urðu
skemmdir af vatni. í húseign
Útvegsbankans, Lækjartorg
1, sprungu tvær rúður og
eldur læsti sig í gluggakarm-
inn. Frekari skemmdir munu
ekki hafa orðið þar.
Slökkviliðið hafði ráðið
niðurlögum eldsins að hálfri
klukkustund liðinni frá því
að það kom á vettvang. Kom
hér enn í Ijós, að slökkvilið
borgarinnar er ágætlega
starfi sínu vaxið. En þarna
var mikið í húfi. Stórar
timburbyggingar eru þarna
þétt hver við aðra og hefði
orðið af mikill og tilfinnan-
Iegur eldsvoði, ef útbreiðsla
eldsins hefði ekki verið heft
jafn fljótt og raun varð á.
Á Hótel Heklu dvelur nú t.
d. mikill f jöldi af húsviitu
fólki, sem þar hefir verið
komið fyrir til bráðabirgða.
Nýtt frumvarp;
iætlon um sléttun alls
slœyjulands á lð átum.
Nanðsym á að átrýma áreltum
vlnnuaðferðum í landbánaðinum.
Allir framsóknar-
MENN í efri deild, þeir
Hermann Jónasson, Páll
Hermannsson, Jónas Jóns-
son, Bernharð Stefánsson
og Ingvar Pálmason, flytja
í deildinni frumvarp til laga
um breytingu á jarðræktar-
lögunum. Tilgangur flutn-
ingsmanna er „útrýming
þýfis á túnum og engjum,
útrýming hinna úreltu
vinnuaðferða. sem eru fylgi-
fiskar þýfisins ,og í stað þess
véltæk slægjulönd og ný-
tízku, hraðvirkar vinniicfS-
ferðir á hverju býli.“
Leiðina að þessu 'marki telja
flutningsmenn þá að styðja fé-
lagsræktunina. Gefa verði öll-
um þændum kost á að eignast
í félagi nýtízku jarðvinnsluvél-
ar til jarðaþóta og halda nægi-
lega mörg góð námskeið til
þess að þjóðin geti eignazt á
stuttum tíma nógu marga kunn-
áttumenn í meðferð hinna vél-
knúnu jarðræktartækja.
ÁKVÆÐI FRUMVARPSINS
Höfuðatriði í ákvæðum frum-
varpsins er það, að á stuttum
tíma, í allra lengsta lagi 10 ár-
um, skuli þessum framkvæmd-
um komið í kring. Hvert þun-
aðarsamband getur í því skyni
sett sér ræktunarsamþykkt og
ákveðið þar, að sambandið
hefji ræktunarframkvæmdir,
er miði að því að öflun heyja á
sambandssvæðinu geti að mestu
eða öllu leyti farið fram á vél-
tæku landi. Tilgangi þessum
skal náð sem hér segir: a) Með
sléttun gömlu túnanna. b) Með
þurrkun lands. c) Með nýrækt.
d) Með sléttun engjalanda, þar
sem sú tilhögun telst arðvæn-
legri en túnrækt. e) Með áveit-
um. f) Með öðru því, er nauð-
synlegt og tiltækilegt kann að
bykja.
Þegar búnaðarsamband hefir
hafið slíka starfsemi, á hver fé-
lagsmaður á sambandssvæðinu
kröfu á sambandið um að fá
gert á býli sínu véltækt hey-
skaparland á næstu 10 árum,
sem ætla má, að gefi af sér hey-
feng, sem jafngildi heyjum
þeim, sem aflað hefir verið á
jörðinni að meðaltali síðustu 10
árin, þó ekki yfir 500 hestburði
(100 kg.) hvert býli.
Styrkur ríkissjóðs til þessara
jarðabóta skal nema 4—500
krónum á hektara fyrir þúfna-
sléttun og nýrækt í túni og fyr-
ir sléttun á engjalöndum Í00
krónur. Verðlagsuppbót greið-
ist á styrki þessa. Styrkur fyrir
skurðagerð skal vera sam-
kvæmt eldri ákvæðum laganna.
Búnaðarfélagi íslands er ætl-
að að annast útvegun nauðsyn-
legra jarðvinnsluvéla og til-
heyrandi verkfæra. Skal ríkis-
sjóður greiða Vs af kostnaðar-
verði vélanna og tilheyrandi á-
halda sem styrk, en Ræktunar-
sjóður skal lána allt að % hlut-
um kostnaðarverðsins gegn
veði í vélunum og ábyrgð bún-
aðarsambandanna.
FYRSTA UMRÆÐA
Fyrsta umræða um frum-
varpið fór fram í efri deild í
gær. Fyrsti flutningsmaður,
Hermann Jónasson, fylgdi því
úr hlaði. Að lokinni framsögu-
ræðunni urðu nokkrar umræð-
ur um frumvarpið. Var því yf-
irleitt . vinsamlega tekið af
ræðumönnum. Haraldur Guð-
mundsson kvaðst vissulega vera
sammála aðalefni þessa frum-
(Frh. á 7. síðu.)
átmælis Ktistjáns konungs
hátíðlega mlnnzt i Rsife.
■ ♦ --------
Danir hofðu hátiðahöld i Gamla Bió.
Afmælisdagskrá í ríkisúfvarpinu*
Störtjön ð bðtnm ei
mannvjrkjnm við
Eyjafjðrð.
Hætta á að heyjum mnai
ekki takast að bjarga.
Frá fréttaritara Alþýðuhlaðsins
ÁNAR BLÖKTU
á stöngum víða í Reykja
vík á sunnudaginn a£ tilefni
afmælisdags Kristjáns kon-
ungs X.
Þennan dag minntist „Det
Danske Selskab“ hér í Reykja-
vík afmælis konungs á virðu-
legan hátt með samkomu í
Gamla Bíó, þar sem ræður voru
fluttar og ýms skemmtiatriði
voru.
De Fontenay sendiherra
minntist konungs með snjallri
ræðu.
Lýsti hann aðstöðu og fram-
komu Dana 9. apríl 1940 með
eftirfarandi dæmi úr æfintýri
Andersens um „Det gamle Pile-
træ“: „Hinn gamli og reyndi
pílviður sagði við bókhveitið:
Nú kemur stormurinn og óveðr-
ið æðandi, beygðu höfuð þitt
svo að þú verðir ekki brotin og
brennd eins og ónýt og dauð
jurt á akrinum.“ — Við beygð-
um höfuð vor til að koma í veg
fyrir að við yrðum troðin und-
ir, en við létum ekki brjóta
vilja okkar. Nú sjáum við að
við fórum rétt að. Eftir þriggja
ára erlenda stjórn í landi okk-
ar, sem bezt er haegt að lýsa
þannig, að verið hafí sambland
af fagurgala og_ hótunum, stönd
um við sterkari en nokkru sinni
áður — og við erum samtvinn-
uð í andstöðunni meðan þrumu-
veðrið geisar.“ Sendiherrann
lýsti konunginum sem tákn-
mynd dönsku þjóðarinnar.
Þá tóku sendiherrahjónin á
móti gestum og var mann-
kvæmt á heimili þeirra.
Ríkisútvarpið tileinkaði kon-
ungi nokkurn hluta dagskrár-
innar um kvöldið. Flutti dr.
Magnús Jónsson, formaður út-
varpsráðs, ræðu fyrir minni
konungs, Vilhj. Þ. Gíslason las
upp kvæði, Poul Reumert las
af hljómplötu konungskvæðið,
en auk þess voru dönsk lög
leikin.
SkðamtBnarseðlar
afhentir i dag og
næstn dagi.
Fyrir timabillð 1. október til
1. janúar.
AFHENDING matvæla-
skömmtunarseðla, fyrir
tímabilið frá 1. október til 1.
janúar hefst í dag og fer hún
að þessu sinni fram í Hótel
Heklu, litla veitingasalnum,
gengið inn um suðurdymar.
Afgreiðslutíminn er kl. 10—
12 fyrir hádegi og kl. 1—6 eftir
hádegi næstu daga.
Fólk er enn einu sinni minnt
á að seðlarnir verða því aðeins
afhentir, að komið sé með á-
letraða stofna gömlu seðlanna.
Matvælaskammturinn verður að
öllu leyti óbreyttur frá því, sem
hann var fyrir síðasta skömmt-
unartímabil. Þó er enn ekki að
fullu ákveðið hvort úthlutað
verður sérstökum kaffi- og syk-
urskammti vegna jólanna. Það
hefir áður verið gert og virðist
sjálfsagt að það verði enn gert.
Happdrætti hlutveltu Ármanns.
Þessi númer komu upp: 10504
íslendingasögur, 11925 málverk,
4494 stóll, 11952 Orðabók Sigfúsar
Blöndahls, 22885 Rykfrakki, 11867
Frakkaefni, 12142 skíði, 10914
Fataefni, 915 safn af barnabókum,
31767 Værðarvoð, 4181 Lituð ljós-
mynd, 8815 Bakpoki, 13819 Arf-
ur íslendinga, 12495 fimmtu kg.
hveiti, 10730 Katrín mikla. —
Vinninganna sé vitjað í körfugerð-
ina, sem allra fyrst.
Samhandlanst viö Rorðnr-
land vegna sfmabUnnar.
Vegna skorts á mannafla fyrir norðan
varð að senda viðgerðarmenn héðan.
—---------------♦
iyr JOG MIKLAR símabil-
■*■ anir urðu um síðustu
helgi all víða, enþó sérstak-
lega í Húnavatnssýslum og
Skagaf j arðarsýslu.
Höfðu á annað hundrað
Er þó reynt að hraða viðgerð-
unum eins og kostur er.
Það er mjög óvenjulegt að
svo miklar símabilanir verði
um þetta leyti árs, eins og nú
hefir raun á orðið.
símastaura annaðhvort hrotnað
eða fallið um koll.
Það var mjög örðugt fyrir
landssímann að fá skjótlega
gert við allar þessar bilanir,
einkum vegna þess að bændur
eru víðast fyrir norðan önnum
kafnir við að reyna að bjarga
heyjum sínum.
Landssíminn varð því að fá
menn annars staðar frá — og
fóru menn til dæmis héðan úr
Reykjavík norður til þessara
starfa. Þetta tafði vitanlega
mjög fyrir því, að aftur kæm-
ist á símasamband.
Á sunnudagskvöld komst. á
bráðabirgðasamband við Norð-
urland, en ennþá eru ýmsar
sveitir og héruð sambandslaus.
Ævisaga eins mesta
bragðarefs sðgnnar
kemnr f dag
Talleyrand eftir Dnff Cooper
‘E1 IN merkasta æfisaga, sem
•■ai rituð hefir verið, saga
Talleyrands, franska stjórn-
málarefsins, sem uppi vár á dög
um Napoleons og Lúðviks 18..,
eftir Duff Cooper, kemur út á
íslenzku í dag í þýðingu Sig-
urðar Einarssonár dósents.
Hér 'er u-i stórmerkilegt og
sögi.iegi rit uð ræða — og hefir
AKUREYRI í gær.
QTÓRKOSTLEGT tjón varð
é<_> á ýmsum stöðum hér norð-
anlands aðfaranótt síðastliðins
föstudags og þann dag allan.
Eru nú fyrst komnar nákvæm-
ar fregnir af þessu tjóni.
Fé fennti víða og hraktist í
læki, skurði og ár, þök. fuku af
húsum, bátabryggja brotnaði í
Hrísey og trillubátur týndist.
Á Litla-Árskógssandi braut
trillubát í spón, annar sökk og
tvo rak á land og brotnuðu þeir
mikið. Á Nolli á Svalbarðs-
strönd rak trillubát á land og
mölbrotnaði hann. Símaslit
urðu mikil og ljósalínur biluðu.
Kartöflur eru víða óuppteknar
hér á Akureyri. Mikil hey eru
enn úti.
Hafr.
Aipingi i gær:
Fruiv. nm eignar-
nðmsbeimild kvik-
mpdakísanna til 1.
nmr. í neðri deild.
17 RUMVARP þeirra Stefáns
Jóh. Stefánsonar og Sig-
fúsar Sigurhjartarsonar um
rekstur kvikmyndahúsa (eign-
arnámsheimild bæjar- og sveit-
arstjórna) var til 1. umr. í neðri
deild í gær. Sigfús Sigurhjart-
arson fylgdi frumvarpinu úr
hlaði- Frekari umræður um
frumvarpið urðu ekki að þessu
sinni. Var því síðan vísað til 2.
umræðu og allsherjarnefndar.
í efri deild fór fram 3. um-
ræða um frumvarpið um sliatt-
frelsi vinninganna í happdrætt-
um kirknanna. Magnús Jónsson
flutti þá breytingartillögu, að
þar sem talað er um tekjuskatt
og útsvar í frumvarpinu skyldi
standa: „skatta til ríkis og bæj-
ar eða sveitar“. — Var frum-
varpið samþykkt með þessari
breytingu og afgreitt til neðri
deildar.
Evenfélag Nessóke-
ar efnir til bazars.
Kvenfélag neskirkju
hefur ákveðið að efna til
bazars um miðjan næsta mánuð
Eru það því vinsamleg tilmæli
þeirra kvenna er fyrir þessu
standa, að, allar konur sóknar-
innar, ásamt öðrum sem vin-
veittir eru þessu, hjálpi til þess
að styrkja þennan bazar, sem
bezt, þeir sem vilja gefa muni,
til bazarsins eru beðnir að koma
þeim fyrir 7. október á eftir-
talda staði: Til frú Rakel
Þorleifsson, Blátúni, frú Hall-
dóru Eyjólfsdóttur, Bollagörð-
um, frú Mörtu Pétursdóttur,
Víðimel 38, frú Ólafíu Marteins
son, Baugsveg 26, frú Ingibjarg-
ar Eiríksdóttur, Grænumýri,
frú Dóru Halldórsdóttur, Þjórs-
árgötu 4, frú Sigríðar Árnadótt-
ur, Garðaveg 4, frú Lilju
Hjartardóttur, Þórsgötu 19, frú
Matthildar Petersen, Víðimel 45
Útgefandinn, Finnur Einarsson,
ekkert sparað til útgáfunnar.
Bókin ér 20 arkir lesmáls að
stærð, en auk þess fylgja henni
IV2 örk mynda.