Alþýðublaðið - 28.09.1943, Page 3
ALÞYdUBLAÐIÐ
I»riðjudagur 28. sept. T943.
Rússar komnir inn'ii Hvíta Rússland
• « íi
4
5. berinn befir rekið fiejg
inn í tlflllnn bjððverja.
8. herinn sækir fram á sogufrægum
slóðum á austurströnd ítaliu.
Það eru þýzkar leyniskyttur úr hinni frægu Herman Gör-
ing herdeild, se mBretar hafa tekið til fanga í bardögun-
um á Suður-Ítalíu. Þær eru særðar og Bretar eru að búa
um sár þeirra áður en byrjað er að yfirheyra fangana.
Bardagarnir um Napoli:
ir fangar á Ítalíu.
HERIR BANDÁMANNA Á ÍTALÍU hafa enn bætt að-
stöðu sína yfir helgina. Fimmta hernum hefir tekizt
að reka fleyg inn varnarlínu Þjóðverja austan við Napoli
og er útlit fyrir, að hann muni innan skamms hafa allar
hæðirnar við Napolisléttuna á valdi sínu.
Áttundi herinn er lcominn yfir Ofanto-ána og sækir fram í
áttina til Cannae og Foggia. Þjóðverjar hafa yfirgefið hina þrett-
án flugvelli við Foggia. Áttundi herinn hefir tekið borgimar
Muro, Cerignola og Margherita di Savoia. Frakkar hafa náð öll-
um flugvöllum á Korsíku á vald sitt.
Sókn bandamanna á vígstöðv
unum á Ítalíu hefir miðað vel
áfram frá því um helgi, þrátt
fyrir torfærur þær, sem fimmti
herinn hefir þurft yfir að fara
og óhagstæð veðurskilyrði.
Einkum hefir fimmta hernum
orðið vel ágengt austan við Na-
poli, en sunnan hennar halda
Þjóðverjar uppi vasklegu við-
námi. Þó er talið, að þess muni
ekki langt að bíða, að banda-
menn hafi allar hæðirnar við
Napolisléttuna á valdi sínu.
Fimmti herinn hefir nú rekið
fleyg inn í varnir Þjóðverja
austan við Napoli og mun tefla
meginþunga sóknar sinnar þar
fram næstu dægur.
Áttundi herinn, sem sækir
fast fram á austUrströndinni,
er nú staddur á sögufrægum
slóðum. Nálgast hann óðum
hæinn Cannae, þar sem
Hannibal háði hina miklu
orrustu við hersveitir Róm-
verja árið 218 f. Kr. og ger-
sigraði þær.
Er áttundi herinn nú kominn
yfir Ofanto-ána, sem Cannae
stendur við.
Fréttir í gær greindu frá því,
að Þjóðverjar hefðu yfirgefið
alla hina þrettán flugvelli við
Foggia og hörfi þaðan brott:
Flugvellir þessir hafa orðið
fyrir miklum skemmdum í loft-
árásum bandamanna og sem
gefur að skilja hafa Þjóðverjar
eyðilagt allt það, sem þeim
hefir reynzt framast auðið, áð-
ur en þeir héldu brott. En hins
vegar er talið, að góð skilyrði
séu fyrir hendi til þess að auka
og endurbæta flugvelli þessa á
skömmum tíma.
Fimmti herinn hefir sótt
fram um fimmtán km. til norð-
urs á Salernovígstöðvunum á
skömmum tíma. Heyir hann nú
harðar orustur í grennd við
Casano og er staddur um tutt-
ugu km. frá Avellino. Lengra
austur frá hafa bandamenn náð
borginni Calabrito á vald sitt.
Tuttugu og fjóra km. austur
af Calabrito hefir áttundi her-
inn tekið borgina Muro og nálg-
ast óðum strönd Adríahafsins.
Sækja fram með járnbrautinni
frá Smolensk til Minsk.
Heftr pegar tekízt að komast
yftr Dntepr á sjð stððam.
.... »--------
RÚSSAR HAFA BRQTIZT inn í Hvíta-Rússland norð-
vestan og suðvestan við Smolensk. Sækja þeir þar
fram í tveim fylkingarörmum. Stefnir annar þeirra í átt-
ina til Vitebsk, en hinn til Minsk. Sunnar beina þeir harðri
sókn til Gomel. Og enn sunnar standa yfir stórorustur á
hökkum Dnieprfljóts og hefir Rússum þegar tekizt að
komást á sjö stöðum yfir fljótið.
Russnesku hersveitirnar
sækja frarn af sömu hörku og
fyrr. Hafa þær brotizt inn í
Hvíta-Rússland norðan og sunn
an við Smolensk. Stefna þær
fram í áttina til Vitebsk og eftir
járnbrautinni til Minsk, en sú
borg stendur skammt frá landa-
mærum Póllands.
Nefna Rússar nyðri sóknina
Vitebsksóknina en hina syðri
Mohilevsóknina eftir borgum
þeim, sem þeir leggja mesta á-
herzlu á að ná á vald sitt.
Rússar leggja einnig ofur-
kapp á sóknina til Gomel, enda
er sú borg mjög mikilvæg. Aust
ur af Gomel eru víðáttumiklar
mýrar á leið rússneska hersins.
Eru þær venjulega mjög blaut-
ar og illfærar um þetta leyti
árs. Nú eru þær hins vegar
sagðar þurrar venju fremur og
munu Rússar hafa talið sig
miklu skipta að leggja þær að
baki áður en haustrigningarh-
ar byrjuðu fyrir alvöru. Eru
hersveitir Rússa nú á næsta
leiti við Gomel.
Harðar orrustur geisa einnig
á vígstöðvunum milli Kiev og
Dniepropetrovsk. Láta Þjóð-
verjar þar undan síga og hraða
liðflutningum yfir Dnieprfljót.
Sókn Rússa á Tamanskaga
heldur og áfram. Hafa þeir nú
tekið hafnarbæinn Temriuk en
þaðan hafa Þjóðvrjar flutt lið
sitt úr Kúbanhéraðinu yfir
Kershsund til Krím síðustu
daga. Er hersveitum Þjóðverja,
sem eftir eru á þessum slóðum
enginn kostur annar búinn en
gefast upp. Ólíklegt má líka
telja, að Þjóðverjar muni koma
liði sínu brott frá Krím nema
gjalda mikil afhroð.
Þjóðverjum hefur annað hvort
reynzt ógerlegt að verjast á
austurbakka Dniepr eða þeir
hafa kosið sér aðrar varnar-
stöðvar. Dniep er þriðja stærsta
fljót álfunnar, örðugt yfirferðar
og auk þess í miklum vexti á
þessum árstíma, svo að ætla
mátti, að varnarskilyrði þýzka
hersins væru þar góð. Eigi að
síður hafa Rússar unnið þann
sigur að komast yfir fljótið
vonum fyrr.
Flugher Rússa hefur sig mjög
í frammi. Hersveitir þeirra hafa
komið stórskotabyssur sínum
fyrir meðfram endilöngu
Dnieprfljóti og halda uppi ægi-
legri skothríð. Mun mega ætla
að Rússar brjótist yfir Dniept
á mun fleiri stöðum en orðið er,
ef ekki verða skjótar breytingar
í átökunum á austurvígstöðv-
unum.
Brezkur hernaðfræðingur lét
svo um mælt í gær, að Þjóð-
verjar hefðu nú aðeins þriðj-
ung lands þess á valdi sínu,
sem þeir hefðu tekið áf Rússum
þegar sókn þeirra stóð sem best.
Taldi hann einnig, að Þjóðverj-
ar muni hafa misst alls um
sex milljónir manna í orrust-
unum á austurvígstöðvunum
auk þess sem þeir hafi beðið
mikið hergangnatjón.
Sökn tili Finschaíei.
Hersveitir Ástralíumanna á
Nýju Guineu kreppa stöðugt
meira að Japönum og eru nú
staddar örskammt frá Finsc-
hafen. Sækja þeir að borginni
úr þrem áttum og telja sig
hafa innikróað hersveitir Jap-
ana, sem þar eru fyrir.
Eftir töku Barletta hafa her-
sveitir Montgomery náð borg-
inni Cerignola á vald sitt, sem
er skammt frá Bari-Foggia
járnbrautinni, svo og hafnar-
bænum Margherita di Savoia,
sem stendur á suðurströnd
Manfredoniaflóans, og sækja
hratt fram í áttina til Foggia.
Loftsókn bandamanna á ítal-
íu heldur sífellt áfram eftir
því, sem veðurskilyrði leyfa.
Yfir helgina voru gerðar harðar
loftárásir á borgir á Norður-
ítalíu. Var árásum þessum
einkum beint að þýðingarmíkl-
um járnbrautarmiðstöðvum svo
sem Bolzano, Verona og Bo-
logna.
ÐrottfÖr Þjóðverja frá ílug-
völlunum við Foggia er mikil
sigur fyrir bandamenn. Frá
flugvöllum þessum gefst ban Ja
mönnum kostur á að halda uppi
harðri loftsókn gegn stöðvum
óvinanna í Júgóslavíu, Albariu
og á vesturströnd Grikklands,
Einnig geta þeir sent þaðan
langfleygar sprengjuflugvélar
til árása á fjarri héruð Grikk-
lands, Búlgaríu, Rúmeníu,
Austurríki og Ungverjalanð.
Fregnir í gærkveldi sögðu
frá auknum sigrum skæru-
flokka Júgóslava. Höfðu þeir
náð fimm bæjum á vald sitt.
Hersveitir Frakka á Korsíku
hafa nú alla flugvelli eyjarinn-
ar á valdi sínu.
2
Sumner Welles.
Nýr virsoíanríkls-
rððherra Roosevelts.
Samner Welles hefur sagt af sér
rTl ILKYNNT var í Washing-
ton í gær, að Roosevelt
forseti hefði skipað nýjan vara-
utanríkismálaráðherra í stað
Sumner Welles, sem hefði sagt
af sér fyrir nokkrum vikum.
Hinn nýi varautanríkismála-
ráðherra er Edward Stettinus,
sem gegnt hefir starfi sem
framkvæmdastjóri láns- og
leigustofnunarinnar.
Roosevelt komst þannig að
orði jafnframt því, sem hann
skipaði hinn nýja varautanrík-
ismálaráðherra, að hann harm-
aði mjög, að Sumner Welles
skyldi hafa látið af starfi.
Hýtt met I herppa-
framleiðsln í D.S.A.
DONALD M. NELSON, for-
maður hergagnafram-
leiðslunefndar Bandaríkjanna,
gaf í fyrri viku mánaðar-
skýrslu um framleiðslu her-
gagna. f skýrslunni segir, að
hergagnaframleiðslan í ágúst
hafi reynzt 4% meiri en í júlí
og virðist framleiðslan því vera
farin að aukast að nýju.
Framleiðsla á flugvélum varð
meiri en í júlí, 3% að fjölda og
7% að þyngd. Framleiðsla flug-
véla á ákveðnum þyngdar-
grundvelli óx meira síðastliðið
hálft ár en á öllu árinu 1942. í
ágúst var hinn samanlagði
þungi framleiddra flugvéla
59 000 000 pund, en vélar flug-
vélanna voru þó ekki þar með
taldar. Síðustu fimm mánuði
hefir meðalaukning á saman-
lögðum þunga flugvélagrinda á
mánuði orðið 3 500 000 pund,
sem er meira en tvisvar sinn-
um meira en aukningin á mán-
uði árið 1942. Samkvæmt
skýrslunni settu Bandaríkin
nýtt met í ágúst með því að
framleiða 7612 flugvélar.
Mat, sem gert hefir verið tii
bráðabirgða á afköstum á skipa-
framleiðslunni, sýnir 4% aukn-
ingu á framleiðslu herskipa og
1 % aukningu á framleiðslu
kaupskipa frá því í júlí. Af-
hending herskipa náði nýju há-
marki með 234 000 smálesta
burðarmagni, sem er 40%
meira en í júlí. Afhending
fylgiskipa tundurspilla komst
20% fram úr áætlun.