Alþýðublaðið - 28.09.1943, Qupperneq 5

Alþýðublaðið - 28.09.1943, Qupperneq 5
Þriðjudagur 28. sept. ,1943. ALÞYÐUBLAÐIÐ ( Her páfans Það er að vísu ekki nema heiðursvörður en meðlimir hans \7erða að vinna páfa hollustu- eiÚ1, en hermenn yfirmönnum sínum. Á myndinni sjást nokkrir nýliðar í heiðursverðinum, sem eru að vinna hollustueið inn á torgi í Vatíkanborgarhlutanum í Róm. Japanir eru Hrekkjóttir viðskiptamenn. HÉR fer á eftir þekkt saga um Egypta nokkurn, sem flutti inn skófatnað. Hann lét senda vinstrifótar skóna til einn ar 'hafnarinnar og hægrifótar- skóinn til annarrar hafnar og lék þannig á tolleftirlitið, því að hvor sendingin um sig var verðlaus án hinnar. Þessi saga er vasaútgáfa af sögu, sem var í umferð í Japan fyrir um fjöru tíu árum. En þar var það toll- eftirlitið, sem vann leikinn. Um það leyti voru Japanir að byrja að apa fatatízku Evrópumanna. Þá var tízka að nota hanzka, en þeir voru erlend framleiðsla og þar af leiðandi voru háir tollar á þeim. Uppfindingasamur kaupmað- ur pantaði miklar birgðir af hönzkum, en hann bað umboðs mann inn að búa um vinstri handarhanzkana sér og hægri handar hanzkana sér. Hina fyrr nefndu átti að senda til Yoko- hama en þá síðarnefndu til Kobe. Kobesendingin kom fyrst, og innflytjandinn neitaði að veita sendingunni móttöku þar eð hún væri sér gagnslaus. Þá hélt tolleftirlitið uppboð á þeim og kaupmaðurinn fékk þá fyrir fáeina aura. Skömmu seinna kom Yokohamasendingin og fór á sömu leið um hana. En nú vildi svo óheppilega til, að einn af tollmönnunum frá Kobe hafði verið sendur til Yoko- hama, og honum þótti þetta ein kennileg tilviljun. Hann ræddi þetta mál, við starfsbræður sína, og þeir létu koma krók á móti bragði. Þegar vinstri hand ar hanzkarnir voru boðnir upp, buðu tollverðirnir svo ákaft á xnóti kaupmanninum, að hann varð ekki einasta að borga tvö faldan .toll, heldur talsvert meia til þess að fá að sleppa, Hann varð að kaupa vinstri handar hanzkana, því að hann hafði þegar borgað verðið erlends og annars hefði hann beðið algert tjón. Um þetta leyti voru Kínverj- ar, búsettir í Japan, slyngir smyglarar. Mikil eftirspurn var eftir Manilavindlum, en þar eð Japanir sjálfir reyktu ekki ekki vindla, var tollurinn geysi hár. Þess vegna var vindlunum smyglað. Aðferðin var sú, að út búa tvær tegundir kassa eða bögla í iShanghai, merkja þá á líkan hátt, senda þá með sama skipi, en á farmskránni var sín vörutegund skráð í 'hvorum kassa. í báðum kössunum voru taldar ýmsar tegundir kínversks kryddmetis. Kassarnir virtust vera eins, en sumir þeirra ó- greinilega merktir. Þegar kass- arnir komu, fór kínverski inn- flytjandinn til tollstöðvarinnar með pöntunarskrá yfir eina vörutegund. Kassar voru opnað JP FTIRFARANDI grein, sem fjallar um hrekk- vísi og sviksemi Japana í viðskiptum, er þýdd hér úr World Digest. ir og þar fundust hinar skráðu vörutegundir. Skjölin voru stimpluð. En uppskipunarmennirnir báru burtu þá kassa, sem voru sérstaklega merktir. Daginn eftir kom innflytjandinn enn á vettvang, gaf sig fram við ann- an tollvörð og sýndi honum hina pöntunarskrána. Enn voru opnaðir kassarnir, sem upphaf- lega voru opnaðir og að lokn- um venjulegum formsatriðum voru þeir fluttir á land. Þannig gátu kínversku veitingamennirn ir látið gesti sína fá vindla með skikkanlegu verði. Ekki voru Japanirnir sjálfir alveg lausir við hrekki. Bruna- og líftryggingar veittu dásam- legt tækifæri, en útlendingar, sem seldu japönskum kaup- mönnum, biðu oft tjón. Þegar þeir komu með reikningínn, var búið að breyta nafninu yfir búð ardyrunum. Fyrr á tímum’seldu brezkir kaupmenn þeim aðeins gegn staðgreiðslu. Þjóðverjar lánuðu þeim gegn ábyrð þýzka ríkisbankans, sem gekk svo aftur að japanska ríkis- sjóðnum sem var svo að greiða fyrir þá kaupmenn japanska, sem höfðu brögð í frammi. Margir gerðu sér mat úr bruná tryggingum, en ósæmilegasta fjársvikatilraunin, sem var reynd, var þó sú, þegar Japani nokkur reyndi að múta em- bættismanni með fáeinum skild | ingum til þess að gefa sér dán- arvottorð. Þegar Japanir voru að leita fyrir sér um markað í Kína, komust þeir að raun um, að Kínverjar keyptu enskar vörur af því að þær voru góðar. Jap- anir notfærðu sér þetta, gerðu eftirlíkingu af vörunni, sem auðvitað var þó miklu lakari 'en hin upprunalega vara og höfðu vörumerkin hin sömu að öðru leyti en því, að þeir létu fljóta með eina eða tvær staf- villur. Visþýframleiðslufélag eitt höfðaði mál gegn framleið endum hins syikna viskys. Það varð að borga stórfé fyrir að fá málið rekið fyrir japönskum dómstóli, þar sem fimm dómar ar felldu svohljóðandi dóm, að þetta væru ekki svik ,,af því að viskýið væri ekki eins á bragðið. Sá áðilinn, sem tapaði málinu, varð auðvitað að greiða málskostnað.1 * REZKI verzlunarfulltrú- inn í Japan undirbjó rann sókn þessara svika, en á þess- um tímum var álitið, að Japan ir gætu ekki haft neitt rangt Álit Evrópumanna var grund- vallað á Mikadoinum, Geisha og Madame Chrysanthemum, hrekkir þessarar einkennilegu þjóðar voru ekki teknir alvar- lega, þrátt fyrir aðvaranir manna, sem voru kunnugir og sögðu fyrir, hvað koma myndi. Þegar sannleikurinn rann loks upp fyrir mönnum var það orðið of seint. Kaupmenn, sem keyptu inn japanskar vörur, sendu ekki I pantanir, heldur keyptu vör- | ÓÁNÆGÐUR BORGARI skrif- ax- mér um símaleysið. Hann segir að þiisundir nianna hér í bænum vilji fá síma, en öllum sé kunnugt um að það sé ómögulegt, eins og stendur vegna þess að ekki sé hægt að fá nauðsynleg tæki flutt inn í landið. HANN SEGIR enn fremur að menn vilji ekki sætta sig við þetta og telji að ekki hafi verið lögð nógu rík áhersla á það, að útvega þessi nauðsynlegu tæki og sé það ófært. Hann spyr hve nær hægt sé að vonast eftir því að hægt verði að stækka stöðina. MÉR ER KUNNUGT um að mik- ið hefur verið gert til að útvega viðbót við stöðina, en allar tilraun ir í þá átt hafa strandað, enda eru talsímatæki mjög nauðsyn- legur hlutur í styrjaldarrekstrin- um. Við munum líkast til ekki fá stöðina stækkaða fyrr en eftir stríð. RÚNKI í RAUÐHÓLUM gerir það ekki andasleppt — svona láta gamlir menn þegar þeir upp- götva allt 'í einu að þeir eru rit- höfundar. Hann tvíhendir penna- stöngina og skrifar mér enn eitt bféf. Mér finnst ekki að ég geti stöðvað gamla manninn á fartinni. Hérna er þetta síðasta bréf hans: ÉG ER NÚ KOMINN til ára minna, orðinn áttræður, eða vel það; man ekki hvenær ég er fædd ur ,en held að Iangafi minn, sem bjó hér í Hólunum um aldamótin fyrri, hafi sagt mér, að ég væri fædur á Flóaréttadaginn, tveim eða þrem árum fyrir „ruglingsár- ið“, þ. e. eftir því sem fróðir menn una á staðnum — eftir ná- kvæma rannsókn. Silki var selt eftir vigt. en ekki eftir máli, og silkikaupmenn höfðu með sér rakamæla til þess að uppgötva að hve miklu leyti silkistrangarnir voru drýgðir með vatni. Það var þessi raki í silkínu, sem hrekklausir kaup menn' létu blekkjast til að kaupa, sem olli því, að japanskt silki rifnaði í tætlur eftir skamma notkun. Sumir kaup- menn, sem höfðu verið svo ó- varkárir að panta postulín ó- séð, fengu grjót í kössunum í stað postulíns. Hins vegar var ekki nærri því komandi að þeir fengju peninga sína aftur. REYNSLA innflytjenda í fyrri heimsstyrjöldinni er geymd en ekki gleymd. Jap anirnir seldu þeim blýanta með blýi í hvorum enda en engu blýi í miðjunni. Japanir álitu, að allir útlendingar væru fífl, og þegar þeir höfðu blekkt eina þjóð, gætu þeir haldið á- fram og blekkt aðra. En þeir gleymdu nútíma auglýsingaað ferðum. Fram að þeim tíma, er núverandi styrjöld skall á höfðu þeir enn mikil viðskipti við útlönd, ekki einasta við frumstæðar þjóðir heldur og við ýmsar Evrópuþjóðir. Þeir gerðust aðilar að Kongosátt- málanum um það leyti, er eng- ir tóku samkeppni þeirra alvar- lega, en viðskipti Evrópu- manna við þetta svæði hafa beðið mikinn hnekki fyrir bragðið. Menn eru að velta því fyrir sér, hversu hátt japanskar gerfivörur verði metnar í heimi nýsköpunarinnar. segja, þegar Flóaréttir færðust til um einn dag og farið var að halda þær á laugard., en ekki föstudegi. Við þetta miðuðu . margir gamlir menn fæðingarár sitt og til þessa röktu þeir ýms merkileg atriði í lífi sínu, sbr. það, er menn sögðu um veru sína hérna í Steininum: „Það var árið eftir að ég var í húsinu fyrir sunnan,“ sbr. og, að Múhamedstrúarmenn miða ártöl sín við flótta Múhameds frá Mecca til Medina og nefna það ,,Hegiro“, sem er 622 árum síðar en tímatal vort hefst, og ef við miðuðum við það, þá væri ártal vort 1321, en ekki 1943!! VÆRI NÚ FÆÐINGARÁR mitt miðað við Hegiro, mundi mega gera ráð fyrir, að það væri á 13. öld og sennilegt, að það bæri upp á 1262 Hegiro, en það ár (1262) var eftir tímatali voru allmerki- legt ár, því frá þeim tíma er „Gamli sáttmáli“ og ýmsir gjörn- ingar (og kanske galdrar líka) upprunnir. Af þessu sézt, að ég er á aldur við „Gamla sáttmála" og ýmsa atburði fornaldarinnar, eigi langt frá landnámi íslands né Njálsbrennu, sem mér fróðari menn segja mér, að borið hafi allt upp á sama árið. Ég ætti því að vera sæmilega sið mér í fornfræð inni, þótt aldrei hafi ég gengið á neinn skóla, aldrei farið á eða neitt þess konar og nái því aldrei með tærnar þangað, sem þeir hafa hælana.“ „BARÐI EÐA BJARNI HERJ- ÓLFSSON — ættaður frá Ref- stokki á Eyrarbakka — er fyrst- ur fann Ameríku og á undan Framhald á 6. síðu. Tómatar mikil verðlækkura. Sðlnfélag garðyrkpiiianiia. Húseign til sölu. Tilboð óskast í húseignina nr. 60 við Lindargötu. Ein íbúð laus í húsinu. Tilboðin sendist undirrituðum fyrir 30. þ. mán. Kristján Guðlangsson, hæstaréttarlögmaður. Hafnarhúsinu. — Sími 3400. Í&skriftarsími Alþýðublaðsins er 4900. Hversvegna fæst ekki sími? Hvenær verður stöðin stækkuð? Eitt bréf enn þá frá Runka í Rauðhólum. Fréttir úr Réttunum. , í.

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.