Alþýðublaðið - 01.10.1943, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 01.10.1943, Blaðsíða 2
ALÞYÐ'UBLAÐIÐ Föstudagúr 1. októbcr 1943. $. október að margni? Samþykkt við allsherjaratkvæða- greiðslu í Sveinafél. múrara. SVEINAFÉLAG M Ú R A R A hér í bænum sam- þykkti við allsherjaratkvæðagreiðslu, sem fram hefir farið undanfama daga, að hafið skyldi verkfall hjá öllum þeim atvinnurekendum, sem ekki hefðu gert samninga við félagið um kaup og kjör múrara að morgni þess 8. þessa mán. Atkvæði voru talin í allsherjaratkvæðagreiðslunni í gær. Höfðu 62 félagsmenn greitt atkvæði, þar af sögðu 60 já, en 2 seðlar voru auðir. Múrarafélagið sendi í gær tilkynningu um þetta til sáttasemjara ríkisins og þeirra aðila, sem verkfallið kann að ná til. Eins og kunnugt er hafa múrarasveinar þegar gert samninga við marga atvinnurekendur, en nokkrir eru eftir, sem ekki hafa viljað semja og eru meðal þeirra Múrara- meistarafélag Reykjavíkur, Almenna byggingarfélagið og Reykjavíkurbær. Flutningadagurinn: 250-300 mmm íá inni í ófnll- komtiii bráðabifflðahósBaBói. Neyðarástand húsnæðisieysingjanna er afleiðing þröngsýnl og vanrækslu. Umferðaslysin og samhúðin: -.....; 1 r .. .............. "" HJjar varnir verða teknar npp gegn umferðarslysum. ..— ■ ■ ■ -- Ágæt samvinna milii islenzkra lög- regluyfirvalda og setuliðsihs. .... Flest slysanna eru að kenna óaðgæzln. ------♦ ÓRI HJÁLMARSSON yfirmaður upplýsingardeildar bandaríska hersins hér á landi, en með honum starf- ar Valdimar Björnsson, hélt fund með blaðamönnum í gær, aðallega til að ræða við þá xun umferðamálin og hvernig best væri að koma í veg fyrir umferðaslys í framtíðinni. Mættir voru á fundinum auk blaðamanna horgarstjórinn í Reykjavík, Bjarni Benediktsson og lögreglustjórinn, Agn- ar Kofoed Hansen ,og ennfremur Colonel Green yfirmað- ur lögreglusveita hersins, Colonel White yfirmaður trygg- ingadeildar hersins og majór Fischer frá verkfræðideild hersins. Undanfarið hafa farið fram viðræður milli hersins og borg- arstjórans og lögreglustjórans um umferðamálin og er mikill vilji fyrir hendi um það að taka upp nýjar aðferðir og aukið eftirlit til þess að reyna með því að koma í veg fyrir umferða- slys. Lýstu þeir yfir því, bæði borgarstjórinn og lögreglustjór- inn, að hin ágætasta samvinna væri millum þeirra og setuliðs- ins í þessum málum og teldu þeir ákaflega nauðsynlegt, að ís- lendingar færu eftir þeim reglum, sem setuliðið og íslenzka lög- reglan setja og kunna að setja um umferð, enda miðuðu þær allar að því einu, að auka öryggi landsmanna og hermannanna, enda gat Colonell Green þess, að setuliðinu væri mjög umhugað, að forða slysum, fyrst og fremst vegna landsmanna sjálfra, en einnig vegna hermannanna, því að reynsla Bandaríkjamanna í ófriði væri á þá leið, að manntjón þeirra af völdum umferðaslysa væri ekki langt frá því að vera í líkingu við manntjón á vígvöll- um og þannig myndi reynsla annarra þjóða einnig vera. 1^ LUTNINGSDAGURINN I. október er í dag. — Þúsundir manna hér í bænum hafa kviðið fyrir þessum degi — og því miður hefir fáum tekizt að útvega sér húsnæði — þrátt fyrir daglega leit. Reykvíkingar hafa undan- farið fengið áþreifanlega að kynnast vandræðum og ang- ist hins húsnæðislausa fólks og hefur það hvað eftir annað komið opinberlega fram í aug- lýsingum í blöðunum. Upp á síðkastið hafa jafnvel birzt auglýsingar, þar sem foreldr- ar hafa beðið fólk að taka börn þeirra til fósturs, vegna þess að þau væru húsnæðislaus. — Geta allir gert sér í hugarlund hversu gífurleg neyðin er, þeg- ar fólk neyðist til þess að aug- lýsa börn sín þannig. Það er tilgangslaust að vísu að fjölyrða meira en gert hefur verið um þetta neyð- arástand. Nú eru Reykvíknig- ar að súpa seyðið af áratuga stjórnleysi og vanrækslu í hús- næðismálum höfuðstaðarins. Alþýðuflokkurinn barðist fyrir því að bærinn byggði ódýr og hentug hús og leigði þau ’síðan eða seldi. Þetta gerðu bæir um öll Norðurlönd. En Alþýðu- flokksfulltrúarnir í bæjar- stjórn töluðu fyrir daufum eyr- um. Því var svarað til, að hið opinbera mætti ekki taka fram fyrir hendurnar á einstakling- unum! Og ekkert var gert. Meðan atvinnuleysingjarnir gengu þúsundum saman um göturnar — og heimili þeirra sultu — barðist Alþýðuflokkur- inn fyrir því að hafizt væri handa um byggingar —■ en það var sama. Betra var að láta vinnuþrekið ónotað en að búa í haginn fyrir framtíðina með því að nota það til íbúðarhúsa- bygginga! Loks þegar allt var komið í eindaga — og raun- ▼erulega allt um seinan, var hafizt handa. Og allir þekkja útkomuna. Undanfarið hefir verið reynt að útvega bráðabirgðahúsnæði handa því fólki, sem nú er á götunni. Þetta hefir tekizt. í gær og í dag flytja húsnæðis- lausar fjölskyldur í þetta bráða- birgðahúsnæði, sem er þó betra en að vera úti, þó að það sé langt frá því að vera fullkomið. Gert er ráð fyrir að hægt sé að koma um 50 fjölskyldum, eða um 250—300 manns, í þetta húsnæði. Og er þó óralangt frá því að þetta hafi uppfyllt þörfina, eða dregið að ráði úr neyðarástand- inu. Skélar bæjarins ern settír í dag og næsto daga. Þeir ern fulisklpaðir — ofl meira en pað. C KOLAR bæjarins eru flest- ir settir nú um, mánaða- mótin. Eru þeir yfirleitt fúllskip aðir nemendum — og sumir meira en það. Gagnfræðaskóli Reykvíkinga verður settur í dag kl. 2. Nem- endur eru um 150 og er það raunverulega meiri nemenda- fjöldi en skólinn getur tekið á móti með góðu móti. Tvísett er í tvo neðstu bekki skólans. Kennaraskólinn verður sett- ur 5. okt. Um neinendafjölda er enn ekl.l vitað til fullnustu. Samvinnuskólinn verður sett- ur kl. 1 í dag. Nemendur eru nálega 60. Er skólinn þá þétt- ar setinn en góðu hófi gegnir. Frh. af 2. síðu. Yfirmenn hersins skýrðu frá því, að innan skamms myndu koma upp ýms merki á vegum úti, sem ætluð væru til þess að koma í veg fyrir slys. Skýrðu þeir frá því, að sett yrðu upp nákvæm merki á leiðinni frá Reykjavík til Selfoss um hættu og yrði þar farið eftir mishæð- um á vegum, beygjum o. s. frv. Sögðu þeir að séð myndi svo um að bifreiðastjórar setuliðs- ins færu eftir þessum merkjum í akstri sínum og nauðsynlegt væri að íslenzkir bifreiðastjór- ar færu einnig nákvæmlega eft- ir þeim. Enn fremur skýrðu þeir frá því að á vissum vegum, til dæmis á veginum upp að Ála- fossi og eins til Hafnarfjarðar og jafnvel víðar yrði máluð gul rönd í miðja brautina til þess að bifreiðar gættu þess að aka á sama vegarheilmingi. Einnig myndu koma uþp merki hér í bænum, meðal annars við öll götuhorn og við skólana. Verða merkin við skólana mýndir af börnum, sem bíða að komast yfir götuna og er reynt með þeim að fanga athygli barn- anna, svo að þau gæti sín sem allra bezt. Colonel Green upp- lýsti, að í ágústmánuði hefðu orðið 49 bifreiðaárekstrar, sem setuliðsmenn hefðu lent í, ann- aðhvort af völdum þeirra sjálfra, eða sem hefðu verið sök landsmanna. Kvað hann þetta allt of mikið og rannsókn hefði sýnt að ekkert af þessum slysum hefði verið óhjákvæmi- legt, heldur hefði einhver sök um óaðgæzlu verið hjá öðrum hvorum aðilanum. „Við megum ekki ganga fram hjá þessari staðreynd. Við verðum að reyna að koma í veg fyrir þetta, eins og okkur er frekast unnt,” sagði Col. Green. Hann sagði enn fremur, að það væri ákaflega eðlilegt, að meira bæri á árekstrum nú en áður í höfuðstað landsins. Hann hefði á örskömmum tíma breytzt úr lítilli borg í stóra borg. Hér í Reykjavík væru 2700 farartæki innlend og til viðbótar kæmu svo öll farar- tæki hersins. Hins vegar bæri að gera allt, sem mögulegt væri til þess að forða árekstr- unum, áetuliðið vildi gera allt, sem í þess valdi stæði til þess að það mætti takast. Honum væri kunnugt um það að ís- lenzk lögregluyfirvöld vildu gera allt, sem þau gætu, og þá kæmi að almenningi. Nauðsyn- legt væri að almenningur skildi hvert stefnt væri og vildi hann Frh. á 7. síðu. VERÐ Á SALTKJÖTI hefir nú verið ákveðið, og er það örlítið hærra en það var í fyrra. 112 kg. tunna af saltkjöti á að kosta kr. 786.00, en hálftunn- an 400 kr. í fyrra kostaði hálftunnan 390 krónur. En hefir ekki verið ákveðið verðið á saltkjöti í smásölu, en gert er ráð fyrir að það verði hið sama og í heiltunnum að viðbættum 15%, en þannig hefir vérðið áður verið ákveðið í smásölu. Þess skal getið, að af verði saltkjötstunnunnar eru um 80 krónur, sem liggja í umbúðum, Réttarhöldiii út af árúsiDBi á Iðgreginna. Stóðu allan daginu í gær. RÉTTARHÖLD stóðu allan daginn í gær í málinu út af árás þeirra Hrafns Jónssonar Sigurjóns Þórðarsonar og An- drésar Bjamasonar á lögreglu- mennina aðfaranótt þriðjudags. Aðeins einn lögreglumanna, Aðalsteinn Jónsson var svo hress að hann gat mætt við réttarhaldið. Hinum lögreglu- mönnunum tveimur líður eftir öllum vonum. AigýðnskáiiDB hefst 15. október. Kennsia fer fram að Mdini fimm kvðld] viknnnar. ALÞÝÐUSKÓLINN verður settur 15. þ. m. Verður hann til húsa í Stýrimannaskól anum eins og undanfarið. Kennslan fer fram að kvöldlagi5 kl. 8—10, fimm kvöld vikunn- ar. Námsgreinar eru íslenzka, danska, enska, reikningur og bókfærsla. Nemendum er frjálst að velja sér námsgrein- ar eftir eigin geðþótta. Skúli Þórðarson magister veitir skól- anum forstöðu. Nemendur vorii í fyrra 36 talsins. Alþýðuskólinn er stofnaður og starfræktur í því skyni að gefa fólki, er stundar vinnu að deginum, kost á að afla sér fræðslu á þeim tímum, sem því er unnt að sinna slíku. Skólinh veitir unglingum, sem eru bundnir við störf á daginn, á- kjósanlegt færi á að afla sér nokkurrar menntunar. Hafa margir unglingar notað þetta tækifæri til að afla sér undir- stöðuþekkingar áður en þeir hófu nám í gagnfærðaskólum, iðnskóla eða öðrum sérskólum. Tilkynnið flutninga í afgreiðslu Alþýðublaðsins, sími 4900 og 4906. söltunarkostnaði og flutnings- kostnaði. Saltkjötið mun koma á mark aðinn eftir tíu daga eða svo. Eins og kunnugt er fá bænd- ur verðuppbót á þetta kjötverð. Kartöfluverð hefir verið á- kveðið að nýju. Tók ríkisstjórnin fullnaðará- kvörðun um að lækka verðið á innlendUm markaði í smásölu, úr kr. 1.40 niður í kr. 1.00 kg. Tunnan af kartöflunum hefir kostað kr. 112,00, eri samkvæmt þessari nýju verðlagsákvörðun mun hún kosta rúmlega 80 kr. Ríkisstjórnin hefir eins og áður hefir verið skýrt frá, álcveðið að verðuppbæta kartöflurnar til framleiðenda. Ný verðlagsákvæði: Kjöttnnnan á að kosta 786 kr. og hálftnnnaa 466 kr. Marföfðuriiai* i SBnásölra 1. kr.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.