Alþýðublaðið - 01.10.1943, Qupperneq 8

Alþýðublaðið - 01.10.1943, Qupperneq 8
ALÞYÐUBLAÐIÐ -------------j— ÐtjarnabbiúM „Storm shoin Iteir nppskera“ (,.Reap the Wild Wind“) Stórfengleg mynd í eðlileg- xm litum, tekin af snillingn- um Cecil B. de Mille John Wayne . Ray Milland Paulette Goddard Sýning kl. 4, 6,30 og 9. Bönnuð fyrir börn innan 14 ára. LJÓTUR DRAUMUR. EINU sinni vaknaði kerling í rúmi sínu jyrir ojan lcarlinn sinn með gráti miklum. Karl leitaðist við að hugga hana og hvað að henni gengi spurði Kerl ing sagði, að v:g hefði dreymt ógnarljótan draum. ,,Hvað dreymdi þið, skepnan mín?“ spurði karlinn. „Minnstu ekki á það“, sagði kerlingin og fór að snökta. „Mig dreymdi, að guð ætlaði að taka mig til sín.“ Þá segir kal: „Settu það ekki fyrir þig, kelli mín, oft er Ijótur draumur fyrir litlu efni.“ ❖ * * EINKUNNIR KYNJANNA. KONUR segja um karlmenn: „Hægara er að finna saum- nál í sátu en kanna vegu karl- manna í kvennamálum.“ En um konur er þetta mælt: „Hægara er að passa hundrað flær á hörðu skinni en píkur tvær á palli inni.“ * . * * SAGT ER að Magnús Torfa- son, fyrrum sýslumaður, hafi íslenzkað þessa tvo málshætti: „Græddur er geymdur eyr- ir.“ (Á ensku:: A penny saved is a penny got). „í geitur þarf gamla keitu.“ (Á dönsku: Der skal skarp Lud til skurvede Hoveder). * * * MEÐÁN drykkjustofunum er haldið opnum, verður hliðum helvítis ekki lokað. * * * SÚ ER ástin heitust, sem með meinum er hundin. ísl. málsháttur í slraumi örlaganna andalega hófataks á steinum auðra, hljóðra strætanna, hvins ins í svipunni og baksins á öku manninum fyrir framan okk- ur. Enda þótt nóttin væri svöl og vindurinn napur, lét Charl- es taka skýlið ofan af vagnin- um eins og hann ætlaði að full- vissa mig um að hann hefði ekkert illt í hyggju. Að aka með karlmanni í lokuðum vagni, var kallað postulíns- akstur og stimplaði konuna ber synduga. Þess vegna var _ ég þakklát og fegin, þegar skýlið var fellt, og ég gat séð stjörnu- bjartan, heiðan og víðfeðman himininn yfir höfði mér. Klapp, klapp, klagp, klapp, sögðu hófar hestanna. Charles lagði handlegginn yfir herðarnar á mér, og við hölluðum okkur aftur á bak og horfðum upp í stjörnurnar — sem þá voru miklu bjartari en þær eru nú, því að þá voru strætin miklu dimmri. John sagði einu sihni, að gæf an væri eins og radium. Það er hlutur, sem aðeins er hægt að bera örlítið af, en Ijósorka hans þrengir sér gegnum allt. Ég á ekki við þessa hálfvolgu hamingju, sem aðeins er fólgin í því að vera ekki óhamingju- samur. Ég á ekki við ánægju, fullnægingu eða skemmtanir. Ég á við það að vera raunveru- lega hamingjusamur, þrunginn þeirri geislandi hamingju, sem stundum varir aðeins fáeinar mínútur eða mesta lagi hálf- tíma. Ef við, að ævilokum, legðum saman allar þær ham- ingjustundir, sem við höfum lifað. myndu þær aldrei fylla heilan dag. En þá hygg ég líka, að öllum mönnum sé gefin þessi hamingja í jöfnum mæli, og hvort sem þú finnur hana í trú, í slarki, í kynþrá, í fórn, eða í glæpi þá breytir það engu. Þessi ökuferð um svala stjörnusindrandi nóttina var ó- gleymanleg hamingjustund. Við ókum áfram og áfram. Við vorum heila eilífð að kom- ast að þessu húsi, sem ég hafði nefnt við Charles, en að lokum komumst við að þessu hverfi og ég lét vagninn nema staðar við hornið á Braganzagötu og bað Charles að lofa mér að ganga einni heim að húsinu. Hús Hinriks frænda stóð þarna í mánabjartri nóttinni, hvítt með dökkum skugga. Dimmt var í öllum gluggum, og ég þakkaði guði fyrir það, að eng- inn skyldi ver-a á fótum. Ljósa- vörður í hvítum frakka kom gangandi ofan götuna og slökkti á öðruhvoru götuljósi. Miðnætti. Það var sætur ilmur í lofti. Ég stóð þarna og var að velta því fyrir mér, hvernig ég ætti að komast héðan úr út- jaðri borgarinnar og inn í mið- borgina, þar sem ég átti heima. Ég vissi ekki heldur, hvernig ég ætti að fara að því að byrja aftur mitt fyrra líf eftir þessa nótt, þegar ég hafði orðið ást- fangin af Charles Dupont. Við skuggann minn á stígnum bætt- ist annar skuggi, og þegar ég sneri mér við stóð Charles Du- pont við hlið mína. — Mig langaði bara til þess að kveðja þig aftur, sagði hann. — Kærar þakkir, sagði ég. — Góða nótt! — Góða nótt, sagði hann. Þetta hefir verið töfrandi stund — Gharles, sagði ég. — Ég hefi skrökvað að þér. Ég á ekki heima hér Mig langaði aðeins til þess að vera ofurlítið leng- ur með þér. Geturðu ekki far- ið með mig inn í borgina aftur? — Ágætt, sagði hann hlæj- andi. — Ég myndi hvort sem var ekki hafa sleppt þér. Ger- irðu þér ljóst, að ég hefi ekki einu sinni kysst þig enn þá? Það er alltof snemmt að skilj- ast. Við fórum aftur upp í vagn- inn og ókum áfram. Nóttin líktist draumi. Ég var mjög þreytt, en mig langaði ekki til að sofna af ótta við að missa fáeinar af þessum dýrmætu mínútum. Öllum hlutum var horfinn raunveruleiki. Ekillinn svaf og hestarnir sváfu, en samt rann vagninn áfram í svefni. Klapp, klapp, klapp, sögðu hóf- ar hestanna Við námum staðar fyrir framan lága, hrörlega byggingu. — Komdu snöggvast inn í vinnustofu mína, sagði Charles. -— Stofan verður allt önnur, ef ég aðeins veit, að þú hefur komið inn í hana. Á morg un, þegar ég fer að vinna, finn ég til nálægðar þinnar, í loft- inu, í umhverfinu Nú, þegar ég hefi fundið þig, skal ég verða mikill málari, því lofa ég þér. — Ástin fitnar á orðum eins og þessum. Ég var orðin hrædd og hikandi. —* * Bíddu hérna, við komum eftir fimm mínútur, sagði Charl es við ekilinn um leið og hann hjálpaði mér niður úr vagnin- um og tók lykilinn upp úr vasa sínum. Ekillinn glotti af reynsluhyggindum sínum. — Vertu ekki hrædd, sagði Charl- es um leið og hann hleypti mér inn. — Ég myndi heldur láta lífið en vinna þér nokkuð mein. Ég fann lykt af málningu og terpentínu, sem ég átti eftir að venjast betur næstu vikur. Tunglskinið féll á þakrúðurnar. — Við kveikjum ekki á raf- magnsljósinu, sagði hann. — Þá finnst manni kaldara. Því næst bar hann logandi eldspítu að kertisskari. A veggjunum sá ég umgerðalaus málverk, á Föstudagur 1. október 1943. SB NÝJA BIO ,Kátir vorn karlar* (Pardon My Sarong) Söngvamynd með skop- leikurunum Bud Abbott og Lou Costello Sýnd kl. 5, 7 og 9. hillu stóð frumriss að málverki, og í einu horninu var strigi und in saman í ströngul. Þarna var lágur en breiður legubekkur og lítill sívalur járnofn, en upp úr honum lágu svört rör upp í loft- ið, og loks var þarna inni hátt skápborð með rósamálningu á hurðinni. — Horfðu ekki í kringum þig, hér er svo óþrifalegt, sagði Charles, — Þetta er reyndar gamallt hesthús, sem ég breytti í vinnustofu handa mér. Ég vildi aðeins að andardrátturinn þinn blandaðist því lofti, sem ég anda að mér. — Langar þig enn þá til þess að mála mig? spurði ég feimin. Ég hafði svimandi hugmyndir Oi GAMLA BÍÓ tS Dutlnngar ástarinnar. „Lady be good“ Metro-Goldwyn-Mayer söhg og dansmynd. Eleanor Powell. Ann Sothern Robert Young. Sýnd kl. 7 og 9. 3V2—6Y2. „Flying Blind“ Richard Arlen IJean Parker. Bannað fyrir börn innan 12 ára. um að færa stóra fórn, lofa honum að afklæða mig, horfa á mig og mála mig, og veita honum á þann hátt innblástur og gera hann að mesta málara samtíðarinnar. Ég fann að lík- ami minn titraði undir svarta kjólnum, og ég fann að brjóst mín voru lítil og óskaði þess, að honura geðjaðist að þeim, svona litlum og ungum. — Nei, Marion, ég mun aldrei mála þig, sagði hann og færði sig fjær mér. — Nei, sagði ég vonsvikin — Ég veit að ég er ekki falleg, en mér datt í hug. . . . — Ég get' ekki málað konu, sem ég elska. Ég elska þig, Marion. Hefirðu nokkurn sinni STEINI SLEGGJA væntingu og ótta eða horft á hann eins og hann myndi vera brjálaður maður. En Jock gat ómögulega komið aftur á fund Nippys án þess að hafa leyst þennan vanda. Hálendings- stoltið gat aldrei viðurkennt nokkurn ósigur. Nú var Steini sleggja orðinn alvarlega svangur, og þeg- ar hann sá veitingahús skammt frá höfninni, var hann ekki lengi að skoða huga sinn en gekk inn. Um leið og hann gekk inn, lagði angandi súpulygt fyr- ir vit hans. — Það leynir sér ekki, að hér er verið að sjóða skozka súpu, sagði Steini sleggja glaður í bragði. — Ég er viss um, að ég gæti slokað í mig úr fjögurra marka skál í einum gúlsopa. Hann gekk að einu borðinu, bað um súpuna og var að byrja að gæða sér á henni, þegar hann heyrði ólæt-i vinstra megin við sig. Stór svertingi og flækingur nokkur höfðu orðið saupsáttir, og þegar þeir stóðu á fætur til þess að skera úr deilumálinu, veltu þeir um koll borði, sem tveir sjómenn sátu við. Á sama augabragði voru mennirnir allir fjórir komnir í hár saman. — Hjálp! kallaði gistihúseigandinn. — Þeir eru að brjóta niður veitingahúsið. Og sjáið til, þessi maður hefir hníf. Flestir gestirnir höfðu annað hvort flúið út eða skrið- ið undir borðin. En Steini sleggja stóð á fætur og gekk til óf riðarsegg j anna. — Hvað ætlastu fyrir, þrjóturinn þinn? þrumaði hann, ... ÞOfZ JUST ONE SECOND/ TMEN, <3000 RIDDANCE/ MY PtANE CARRIES ONLY ONE PASSENGER...MYSELF/ 1 öngþveiti því sem skapað- ist við ósigur Þjóðverja reyndi Todt hershöfðingi að komast undan og til flugvélar þeirrar er hann hafði geymt til flótta síns. Wolf hefur stöðvað hann, og reynir að drepa hann. En Wolf er skotinn til bana áður en hann getur framkvæmt ætl- un sína. TOOT: Freda! Þú skaust Wolf! Freda: Ég — ég ætlaði ekki að skjóta hann, en þú sem þú átt fémætt. Ég ætla að varst......Todt: Allt í lagi! bíða hérna! Við verðum að komast á burtu — En aðeins í eina sekundu. hérðan! Flýttu þér og hlauptu Flugvélin ber aðeins einn far- upp í húsið og náðu í það þega — mig einan. SSn tme chaos op THE NAZI PEFEAT, TOOT MAKES FOR HIDPEN PLANE^. ME IS STOPPED BY CAPTAIN WOLF, WHO, MAD WTTH rjcy, toibs to kkjl HIM«.BUT VDOLP6 SHOT BEFQHE HS CANCARRY OUT HíS DCSION^ IT’S ALL RIGHT/ WE'VE GOT \ TO GET OUT OF HERE/ QUICK,] GO BACK TO THE HOUSE AND GET YOUR VALUABLES/T’LL HHU WAIT HERE.,. j,-----^ 7 FREDA/ \ ( I...I DIDN’T MEAN YOU SHOT \ l TO KILL HIM... BUT . WOLF/ ) V J YOU WERE... i )

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.