Alþýðublaðið - 03.10.1943, Side 4

Alþýðublaðið - 03.10.1943, Side 4
4 ALÞYOUBLAÐIP Stuuaudagur 3. *któber 1943» fUj$q5uMaM5 Útgeíaxdi: Alþýðnflobkarinn. Ritetjóri: Stefán Fétursson. Ritstjórn og afgreiðsla í Al- þýðuhúsinu við Hverfisgötu. Símar ritstjórnar: 4001 og 4002. Slmar afgreiðslu: 4900 og 4906. Verð í lausasölu 40 aura. Alþýðuprentsmiðjan h.f. Bin konmúoistiska forysti i repd. KOMMÚNISTAR hafa nú um nokkuð skeið haft þá aðstöðu í verkalýðshreifingunni 'hér á landi, bæði í einstökum verkalýðsfélögum og allherjar- samtökum þeirra, Alþýðusam- bandinu. að verkalýðurinn er farinn að fá nokkra reynslu af forystu þeirra, bæði út á við og inn á við. * Út á við hafa kommúnistar til dæmis haft samningsgerð með höndum fyrir verkamenn- ina í Dagsbrún hér í Reykjavík með þeim árangri, að Dags- brúnarmenn verða nú í fyrsta sinn í sögu félags síns að vinna við lakari kjör en stéttarbræð- ur þeirra norður á Akureyri, sem hlítt hafa forystu Alþýðu- flokksmanna. Þá tilheyrir og hið dæma- lausa samkomulag sex rnanna nefndarinnar um hækkun af- urðaverðsins og hlutfallið milli þess og kaupgjaldsins þeirri reynslu, sem verkafólkið og raunar allt vinnandi fólk í bæj- um og kauptúnum landsins hef ir þegar fengið af forystu kom- múnista út á við; því að í þeirri nefnd var það kommúnisti, sem fór með umboð Aiþýðu- sambandsins og komst að þeirri hagstæðu niðurstöðu fyrir verkalýðinn, éða hitt þó heldur, að kaup meðalbónda, og þar með verðið á kjötinu og mjólk- inni, bæri að miða við það, að meðalárstekjur verkamanna á landinu væru nú um 10.500 krónur! En fyrir þessa frammi- stöðu kommúnistans í sex manna nefndinni verður hið vinnandi |og neytandi fólk í landinu nú að greiða milljóna upphæðir í hækkuðu afurðaj- verði, umfram það, sem það áð- ur hefir greitt, sumpart beint, við dagleg innkaup sín á kjöti og mjólk, en sumpart óbeint í fjárframlögum ríkissjóðs til þess að halda útsöluverði af- urðanna í einhverjum skefjum. Það er mikil blessun, eins og menn sjá, sem verkalýðnum hefir þegar stafað af forystu kommúnista út á við — í við- skiptum hans við atvinnurek- endur og framleiðendur! * En einnig inn á við — í fé- lags- og skipulagsmálum verka lýðshreyfingarinnar sjálfrar — hafa verkamennirnir fengið nokkurn forsmekk' af ráðs- mennsku kommúnista. Það vantar ekki, að kommún istar hafa talað nóg um einingu og starf í verkalýðsfélögunum og allherjarsamtökum þeirra; því hafi þeir nú máske þá að- stöðu í þeim* sem raun ber vitni, að margir hafa trúað því hafa þeir nú máske þá að- kommúnistar myndu sýna þá ábyrgðartilfinningu, að vera ekki að gera verkalýðsfélögin og allsherjarsamtök þeirra að vettvangi flokkspólitísks áróð- urs fyrir sig. En hvernig hafa kommúnist- Baráftan um Sjálfstæðisflokkínn. I. AÐ getur varla hjá því farið, að menn stanzi við og hugleiði svo sem andar- taksstund jafn einkennileg um- mæli og þau, sem nýlega birt- ust í grein eftir Jónas Jónsson, formann Framsóknarflokksins, í blaðinu Degi á Akureyri. Ummæli J. J. eru þessi: „Þjóðin og þingið eru hægt og hægt að skipa sér í tvenn bandalög. Annars vegar eru kommúnistar og nokkur hluti Alþýðuflokksins og lauslynd- ustu mennirnir í stærsta þing- flokknum. Kommúnistar marka stefnu þessarar fylkingar. — — — Hitt bandalagið er að myndast. Út um allt land hafa þúsundir manna í sumar fylgt með athygli því, sem ritað hefir verið um þetta efni. Svo að segja um allt land koma fregnir um að sveitafólkið þoki sér saman. Það yfirgefur ekki sína flokka en það ætlast til af full- trúum sínurn, að þeir standi ein- huga móti kommúnistum og eyðileggingarstarfi þeirra. En sérstaklega heimta bændur, að fulltrúar þeirra vinni saman að verndun fra-mleiðslunnar; hvað sem líður persónulegum ríg og gömlum væringum.“ Eins og menn sjá, er hér ekki jafn greinilega sagt hverjir mynda hið síðara bandalagið. Um hið fyrra er ekki að vill- ast. Það eru kommúnistar, Al- þýðuflokksmenn (þó ekki allir) og „lauslyndustu menn“ úr Sjálfstæðisflokknum, því það er hann, sem er „stærsti þingflokk- urinn“. En hitt „bandalagið“, hverjir skipa það? Þar- er talað undir rós, en maður skilur þó að þar muni skipa sér: Framsókriar- menn (líklega þá allir), „fast- lyndir“ sjálfstæðismenn, og þá það brot úr Alþýðuflokknum, sem ekki fylgir kommúnistum. Allir vita nú, að slík skipting sem hér er boðuð, eða sagt að sé að myndast, er enn þá engan veginn komin á, en hins.vegar benda þessi ummæli, og raunar mörg fleiri, hjá J. J. á að sú er ósk hans og draumur, að svona verði þetta í náinni framtíð. All- ar greinar J. J. síðan hann hóf að rita í „Dag“ sýna, að hann stefnir ákveðið að því, að skipta þjóðinni í tvo flokka, er bérjist til úrslita um völdin í þjóðfélag- inu. Þessi breytta afstaða J. J. er mikillar athygli verð. Hún tákn- ar hvorki meira né minna en það, að Framsóknarflokkurinn verður að teljast horfinn frá því að vera milliflokkur, en það hefir hann talizt vera allt frá öndverðu. 9 Samkvæmt kenningu J. J. verður þá ekki lengur neitt pláss fyrir milliflokk í íslenzkum stjórnmálum, heldur aðeins um að ræða „tvenn bandalög“ — bandalag kommúnista og ým- issa lausingja annars vegar og bandalag bænda og annarra at- vinnurekenda hinsvegar. Sé þetta rétt ályktað — og annað verður í raun og veru ekki lesið út úr skrifum J. J. — er þetta mjög þýðingarmikil breyting í íslenzkum stjórnmál- um. t Það er einnig mjög greinilegt hvert J. J. hyggst að leita um samstarfsmenn í hinu nýja bandalagi sínu. Það er til Sjálf- stæðisflokksins. Um kommún- ista er ekki að ræða fyrir bandamenn — þeir eru höfuð- féndurnir — ekki heldur um Alþýðuflokkinn, nema þá lítinn hluta hans — og þá er Sjálf- stæðisflokkurinn einn eftir, og J. J. býst við meginhluta hans í bandalagið, öllum nema þeim ,,lauslyndustu“ eins og hann orðar það. Lengi hefir það verið kunn- ugt, að miklir dáleikar hafa verið með J. J. og Ólafi Thors, formanni Sjálfstæðisflokksins, og er ólíklegt að J. J. hafi ráð- izt í þetta fyrirtæki — hið nýja bandalag — nema þar um hafi verið fullt samkomulag. við Ó. Th. Bendir því margt til, að þetta séu samantekin ráð þeirra þó blöð Sjálfstæðisflokkins láti sér enn hægt. Þá styður það enn þessa skoð- un, að Morgunblaðið hefir upp á síðkastið mjög tekið að gera upp á milli manna í Framsókn. J. J. er sýnilega á hægra brjósti Mogga, við honum er þar aldrei blakað, en ráðizt hatramlega á Hermann Jónasson og Eýstein Jónsson í hverri greininni af ,annarri. Tíminn sýnist einnig vera í hálfgerðum vandræðum með sjálfan sig og málefni Framsóknar og er það að von- um, þar sem formaður flokksins virðist hafa yfirgefið hina fornu grundvallarstefnu Framsóknar að vera miðflokkur, og sækir nú á opnum vettvangi til samstarfs við afturhaldsöflin í Sjálfstæðis- f lokknum. II. En það eru fleiri en formaður Framóknar, sem gera sér títt um Sjálfstæðisflokkinn. Á hinu leitinu róa kommúnistar lífróð- ur til samstarfs við hann. Kem- ur afbrýðissemi þeirra í garð J. J. hvað átakanlegast fram í grein Einars Olgeirssonar í Rétti nýlega, er hann nefnir: „Barátt- an um tilveru íslendinga/ Grein þessi er að efni til rógur um ar farið með þennan trúnað verkalýðsins? Bandalag hinna vinnandi stétta, sem síðasta Alþýðusam bandsþing fól þeim, í krafti þess meirihluta, sem þeir hafa nú í stjórn Alþýðusambandsins, að ) stofna til eflingar alþýðu- samtökunum í landinu, hafa þeir undirbúið með þeim hætti, í von um flokkslegan ávinning fyrir sig, að ekki er útlit á öðru, en að Alþýðusambandið standi nokkurnveginn eitt uppi, þegar á stofnfund kemur. Að minnsta kosti hafa opinberir starfsmenn þegar afþakkað að vera dregnir í pólitískan dilk kommúnista undir yfirskini slíkrar banda- lagsstofnunar. Og ekki er viðhorfið glæsi- legra í fulltrúaráði verkalýðs- félaganna hér í Reykjavík, þar sem kommúnistar hafa síðan 1 fyrrahaust einnig haft meiri- hluta í stjórn. Þar hafa þeir notað aðstöðu sína 'til þess, að undirbúa stofnun nýrrar pólitískrar áróðursskrifstofu fyrir sig á kostnað verkalýðs- ins, með þeim hætti og með þeim árangri, að eini maðurinn í stjórn fulltrúaráðsins, sem ekki var kommúnisti — hinn þrautreyndi og vinsæli trúnað- armaður sjómanna, Sigurður Ólafsson — hefir ekki séð sér fært að vera lengur í stjórn fulltrúaráðsins, meðábyrgur um hið ábyrgðarlausa, pólitíska brölt hinna rússnesku erind- reka hér á kostnað verkalýðs- samtakanna, og því sagt sig úr hehni. Greinilegar hefði sundrung- ar- og skemmdarstarf komm- únista í verkalýðssamtökunum varla getað sýnt sig en í þeim pólitíska yfirgangi, sem gerði þessum fyrirmyndartrúnaðar- manni sjómannastéttarinnar og verkalýðsins yfirleitt ómögu- legt að starfa með þeim og knúði hann til þess að segja sig úr stjórn fulltrúaráðsins eftir þrettán ára starf þar. Bandaríkin, og skammir um Jónas Jónsson. Sést bezt af nið- urlagi hennar, hver ótti komm- únistum stendur af „sókn“ J. J. Þar segir: „Fasisminn á íslandi, Hriflu- mennskan, hefur hafið sína sókn. Hún beinist gegn lýð- frelsi, afkomu, menningu og sjálfstæði íslenzku þjóðarinnar. Fasismi þessi vill gera íslend- inga að verzlunarvöru, er ame- ríkst auðvald kaupi upp með sál og sannfæringu eins og Jón- as frá Hriflu væri að múta sak- lausum sveitapiltum með smá- bitlingum. Hriflumennskan vill gera ísland að stökkbretti ame- rísks fasisma í hugsanlegri árás hans á Evrópu, og stofna þannig sjálfri tilveru þjóðarinnar í hættu. Sigri þessi stefna, þá verður þetta tímabil í sögu ís- lendinga, Hriflungaöld, ef til vill lokaþátturinn í sögu vorri. Gegn þessari hættu tortíming- ar á öllu því, sem oss er kært, verður að mynda þjóðfylkingu allra íslendinga, hvar sem þeir annars standa í flokki eða stétt, — órofa einingu um frelsi, menningu og örugga afkomu allrar þjóðarinnar.“ Hér er svo sem ekki verið að skafa utan af hættunni, sem stafar af „Hrifluvaldinu“. Það* er hvorki meira né minna í veði en „frelsi, menning og afkoma“ þjóðarinnar, ef J. J. tekst, að koma á bandalagi sínu við Sjálfstæðisflokkinn. Og hér er sama skoðunin á ferðinni og hjá J. J. Það verður að mynda „þjóðfylkingu allra íslendinga“ (líklega þó ekki þar með taldir hinir hættulegu Hriflungar?) til I „DETTIFOSS" fer vestur og norður á ? þriðjudagskvöld. Vörumót- £ taka mánudag til Húsavík- » ur, Akureyrar og Siglu-1 fjarðar. Á þriðjudag til ísa- [ fja’rðar og Patreksfjarðar. i þess að bjarga „frelsi, menn- ingu og afkomu þjóðarinnar, — m. ö. o., að mynda ,,bandalag“ sem allra flestra móti „fasism- anum“ — Hriflungunum! Kommúnistarnir hér hafa pré- dikað þessa þjóðfylkingu síð- ustu tvö árin. Fyrir kosningarn- ar 1942 átti hún að verða til með þeim hætti að sameina þar Kommúnista-, Alþýðuflokk og Framsókn gegn Sjálfstæðis- mönnum — „höfuðfjanda ís- lenzkrar menningar“ — eins og það hét þá. En þegar til átti að taka, reyndist sú kenning kommúnista ekki annað en blekkingaskraf. Ekkert samstarf náðist eftir margra mánaða til- raunir. En það gerðist annað, sem var býsna athyglisvert. Það var, að mjög náið samstarf hófst með kommúnistum og sjálfstæðismönnum.. Flokkur ,,auðvaldsins“ hér tók komm- únistana opnum örmum og þeir una sér sýnilega prýðilega í þeim faðmlögum, þó hræðslan við J. J. geri þeirn við og við órótt innan brjósts. Framhald á 6. síðu. AÐ er ekki óeðlilegt, að blöðunum hér í Reykja- vík verði um flutningsdaga öllu tíðræðara um húsnæðis-: leysið en endranær. En ekki er það allt af óeigingjarnri um- hyggju fyrir hinum húsnæðis- lausu, eins og sjá má á aðal- ritstjórnargrein Þjóðviljans í gær, þar sem flutningsdagurinn er í þetta sinn gerður að tilefni til að ráðast -á Stefán Jóh. Stefánsson, formann Alþýðu- flokksins, og kenna honum um húsnæðisvandræðin í höfuð- staðnum!! Þjóðviljinn skrifar: „Frá því 1934 fluttu bæjarfull- trúar Kommúnistaflokksins í hvert sinn, er fjárhagsáætlun var samin, tillögu um aö bærinn byggði 100 nýjar íbúðir. íhaldið drap þessar tillögur alltaf, þangað til stríð og hernám gerðu neyðina svo ægilega að grípa varð til þessara úrbóta — og þá kostaði sú íbúð 50—60 þús. und, sem kostað hefði ca. 10 þús. und kr., ef byggt hefði verið, þeg- ar sósíalistar lögðu það til. Al- þýðuflokkurinn gerði ýmist að greiða atkvæði með þessum til- lögum eða sitja hjá. Stefán Jóhann sýndi hinsvegar hug sinn í garð húsnæðisleysingj- anna, þegar hann sem félagsmála- ráðherra þjóðstjórnarinnar 1939 gaf út bráðabirgðalög, til þess að hindra það, að Byggingarfélag alþýðu reisti á því ári íbúðir handa 40 fjölskyldum. — Hefðu þau hús þá verið byggð, þá hefðu það ver- ið færri fjölskyldurnar, sem búið hefðu við neyð undanfarið eða þurft að sæta allskonar afarkost- um til þess að fá þak yfir höfuðið. En ,sökum þess, að íhaldið hefir ár eftir ár hindrað íbúðarhúsbygg- ingu af bæjarins hálfu, — sökuna þess, að Stefán Jóhann af flokks- pólitísku ofstæki hindraði bygg- ingu verkamannabústaðanna árið 1939, verða nú tugir fjölskyldna að flytja inn í húsnæði, sem í raun- inni er óhæft sem mannabústaðir.“ Jú, það er nú eitthvað annað, sem forsprakkar kommúnista hafa afrekað fyrir húsnæðis- leysingjana hér í höfuðstaðn- um, en Stefán Jóhann! Þegar hann var að undirbúa löggjöf- ina um verkamannabústaðina og byrjað var að byggja þá í vesturbænum fyrir mörgum ár-. um síðan, kölluðu kommúnistar þá „okurstofnanir“ og hvpttu verkamenn til að kvitta fyrir þá með því, að yfirgefa Alþýðu- flokkinn! En nú þykjast þeir standa fremstir í flokki um bygg ingu verkamannabústaða hin síðari ár og saka Stefán Jóhann um að hafa tafið byggingu þeirra með stofnun hins nýja byggingarfélags verkamanna. En sannleikurinn er nú samt sá, að aldrei hefir bygging verka- mannabústaðanna _ gengið örar, en einmitt síðan hið nýja bygg- ingarfélag var stofnað, eins og hið myndarlega verkamanna- bústaðahverfi í austurbænum ber greinilega vott um. En hvað hafa kommúnistar afrekað í húsnæðismálunum á sama tíma? Jú, þeir hafa hrakið eina fjöl- skyldu burt úr húsnæði sínu við Skólavörðustíginn og breytt húsnæði hennar í áróðursskrif- stofu fyrir flokk sinn! Þeir geta svo sem djarft úr flokki talað, þessir herrar!

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.