Alþýðublaðið - 05.10.1943, Blaðsíða 5

Alþýðublaðið - 05.10.1943, Blaðsíða 5
Þriðjudagur 5. október 1943. AUWUBUMB Norskn siðmennlralr í baráttu fyrir endurheimt Noregs úr höndum nazista. A,jÞÝÐUBLAE>IÐ hefir fyrir nokkru birt tvo mjög at- hyglisverða kafla úr nýlega út komnum bæklingi eftir Hákon Lie, „Nazi i Norge“, sem gefinn var út í Ame- ríku af norska Alþýðusambandinu og norska Sjómannasam- bandinu í sameiningu. Fjölluðu báðir þessir kaflar um bar- áttu norska verkalýðsins heima í Noregi gegn hinum þýzka ínnrásarher. En hér fer á eftir útdráttur úr síðasta kafla íweklingsrns, sem segir frá baráttu Norðmanna erlendis fyrir jndurheimt landsins og segir sérstaklega frá þætti norsku sjómannanfía í henni. ENGINN NORÐMAÐUR ef- ast um, að land hans verði aftur frjálst. Hvort sem ixann býr heima eða erlendis veit hann, að Þjóðverjar verða hraktir burtu frá Noregi áður en lýkur. En mönnum verður það æ ljósara með hverjum deginum ,sem líður, að einungis með gríðarlegu átaki, getur þjóðin orðið frjáls, og þetta á- tak krefst geysimikilla fórna. Þyngstu byrðina ber fólkið heima, en afrek fjölda Norð- manna, sem erlendis dveljast, eru líka aðdáunarverð. Yfir- leitt eru náin víxláhrif milli baráttunnar heima og erlendis. Þeir, sem heima eru, horfa allt- af eftir ljósrák úti við sjón- deildarhringinn, og þeim vex kjarkur í hvert skipti, sem þeir fá fréttir af baráttu frjálsra Norðmanna. Hins vegar eru heimavígstöðvarnar grundvöll- urinn undir baráttuna utan norsku landamæranna. Hefði norska þjóðin gefizt upp í bar- áttunni við óvinina, hefðu eng- ir möguleikar verið á baráttu erlendis. Þannig hefir af sjálfu sér þróazt samræmd, norsk bar átta, sem borin hefir verið uppi af heitri samlíðun og þjóðernis- tilfinningu. í þessu sambandi hefir það haft eigi litla þýð- ingu, að baráttan bæði heima og erlendis hefir verið undir sameiginlegri yfirstjórn. Þetta hefir komið í veg fyrir upp- lausn og innbyrðisdeilur, sem auðveldlega hefðu getað komið fram eftir hinn hernaðarlega ó- sigur. Með atbeina konungsins og stjórnarinnar, höfum við getað haldið ákveðinni stefnu í stjórn vorri og baráttu. * * * En konungurinn og stjórnin •eru miklu meira en ytra tákn baráttu Norðmanna fyrir frelsi sínu. Þessir aðilar eru um þess- ar mundir miðstjórn víðtækrar starfsemi, sem stefnir að því marki að sameina alla Norð- menn til baráttu gegn Þýzka- landi Hitlers. Gagnstætt nærri því öllum stjórnum, sem hafa orðið að flýja út fyrir landa- mæri sín, getur norska stjórnin rekið starfsemi sína á gersam- lega óháðum grundvelli, einnig á hinu fjárhágslega sviði. Öll norsk starfsemi utan landamæra Noregs, er kostuð af NorðmÖnnum sjálfum, með sköttum á tekjunum af verzl- unarflotanum, sem er bakfisk- urinn í baráttu Norðmanna og er fjórði stærsti floti heims- ins, sem var með mestu nú- tímasniði. Strax fyrstu daga innrásar- innar hófst bacráttan um norska flotann. Þegar hinn 10. apríl var útvarpið í Oslo notað til þess að senda út skipanir í nafni útgerðarfélaganna um að tilnefnd skip skyldu fara til hlutlausra hafna. Þann 13. apríl svaraði brezka norsku skipstjórunum, að brezka stjórnin ábyrgðist öll norsk skip, sem væru á leið til franskra og norskra hafna gegn styrjaldar- og sjóhættu. Þann 15. apríl gat norska sendiráðið í Stokkhólmi, eftir nákvæmum fyrirskipunum frá stjórninni, sent út þá tilkynn- ingu, að skipanirnar frá útgerð- arfélögunum hefðu verið send- ar vegna ógnana Þjóðverja, og þess vegna bæri ekki að hlýða þeim. Hér eftir skyldi ekki hlýða öðrum skipunum en þeim, sem kæmu frá riorsku sendiráðunum og brezka út- varpinu. Þessari skipun var hlýtt, og ekkert einasta skip, sem statt var á rúmsjó eða í höfn, sem Þjóðverjar réðu ekki yfir, hlýddi hinum þýzku skip- unum. Afleiðingin varð sú, að eftir að Norðmenn gáfust upp gátu þeir lagt fram allt að þús- und skipum, samtals 4 milljón- ir tonna. Þessi floti, og sjó- mennirnir, sem sigldu honum, tryggðu hinn fjárhaglega grundvöll stjórnarinnar, jafn- framt því sem hann var hern- aðarlegur styrkur, sejn gerði okkur að stórveldi í sjóhernað- inum. í þessari styrjöld eru siglingarnar lykillinn að sigri bandamanna. * * * Skipulagning siglinga okkar hefir yfirleitt verið höfuðverk- efni stjórnarinnar. Þegar hinn 22. apríl 1940 samþykkti stjórn in bráðabirgðarreglugerð um norska verzlunarflotann. Norska stjórnin tók þá í sínar hendur notkunarréttinn á öllum norsk- um skipum, sem voru yfir 500 smálestir, og voru utan þýzks yfirráðasvæðis. Framkvæmda- stjóri siglingamálanna fékk um leið vald til þess að ráðstafa þeim skipum, sem stjórnin fékk til umráða. Um þetta leyti hafði norski sendiherrann í London, útgerðarmennirnir og sjómanna félögin, lagt grundvöllinn að því, sem nú er kallað Nortra- skip — Norska siglinga- og við- skiptanefndin — sem er lang- samlega stærsta útgerðarfélag í heimi. Vandamálin, sem siglingum okkar eru samfara, eru miklu fleiri og flóknari en- þau, sem einungis eru samfara útgerð- inni sjálfri. Vald okkar á sjón- um hvílir ekki einungis á mörg um nútímaskipum, heldur einn- ig á 25 000 sjómönnum, sem lifa í stöðugri hættu fjarri heimalandi sínu. * * * Sjómennirnir okkar standa enn á ný í fremstu víglínu, líkt og í fyrri heimsstyrjöldinni. Á þeim, öllum öðrum fremur, hvílir sú þunga byrði að færa norsku þjóðinni frelsið heim. Um þessar mundir er sjómað- urinn okkar fremsti hermaður, og Norska sjómannasambandið er einn sterkasti þátturinn í ert grobb þótt sagt sé, að bæði sjómennirnir og Sjómannasam- bandið hafa staðizt eldraunina. Sjómennirmr þekkja sjálfir sína eigin þátttöku, það þarf ekki að lýsa henni í bók, sem skrifuð er fyrir þá. Yfirlit yfir þau störf, sem þeirra eigin sam- tök hafa framkvæmt tvö síð- ustu árin, fá þins vegar sitt sjálfsagða rúm í yfirliti yfir það starf, sem hinir frjálsu Norðmenn hafa innt af hönd- um. Strax snemma á árinu 1940 hafði Norska sjómannasam- bandið haft viðbúnað, ef svo skyldi fara, að Noregur yrði hernuminn. Á ráðstefnu á Eng- landi var sú ráðstöfun gerð, að ef þannig færi gæti stjóm sam- , bandsins haldið starfsemi sinni áfram þar í samvinnu við Al- j þjóðabandalag sjómanna. Þeg- ar varaformaður Sjómanna- sambandsins kom til Lundúna í miðjum aprílmánuði hafði hann því áttað sig á því, hvern- ig skyldi snúa sér að þessu starfi. En erfiðleíkarnar urðu brátt meiri en hann gat látið sig dreyma um. Fjöldi norskra skipa lá við festar vegna vönt- unar á fyrirskipunum. Komm- únistarnir gerðu einnig sitt til þess að auka glundroðann. Strax þann 12. eða 13. apríl hafði Th. Sönsteby frá Stokk- hólmi sent hvatningu til sjó< mannanna um að vera á verðý og þessi hvatning var næstv daga endurtekin og endurtekiii í brezka útvarpinu. Ei að síð> ur streymdu inn skeyti á ölluir, tímum sólarhringsins um það hvernig skipstjórar og t skips- hafnir ættu að hegða sér. Menn fengu ekki heldur laun sín greidd, vegna hinnar miklu óvissu um það, hver réði yfir flotanum, og hvort yfirleitt ætti að borga nokkuð. Sumir skipstjórar lýstu því yfir, að nú þegar Noregur væri í stríði, ætti að greiða sjómönnunum hermannakaup. Meðal sjómann anna voru ennfremur hópar, sem vildu nota tækifærið, sem styrjöldin veitti, til beinna að- gerða. í allri þessari ringul- reið varð nú Sjómannasam- bandið að taka á öllu sínu til þess að koma á röð og reglu — og það tókst. Um þetta leyti var einnig norski hvalveiði- flotinn á leið til Englands með fullfermi af hvallýsi og fólki. Hvalsuðuskipum og hvalveiði- skipum var stefnt til Kanada, en hinir stigu á land á Stóra- Bretlandi. Til þess að koma reglu á allan glundroðann varð Sjómannasambandið raunveru- lega að taka að sér stjórn þéirrar deildar Nortraship, sem sá um allar ráðstafanir á mönnum. Það skipti mánuðum, áður en mál þetta var komið í það horf, að Nortraship gat sjálft tekið við þessari deild starfsemi sinnar aftur. Þegar formaður Sjómanna- sambandsins, Indvald Haugen, kom til Ameríku sumarið 1940 var ástandið þar ekki heldur glæsilegt. Mánuðum saman höfðu kommúnistarnir, gegnum skandinavísku sjómannaklúbb- ana herjað meðal sjómannanna, og skapað norskum siglingum hina mestu örðugleika. Víða lágu skipin við festar af því að áhöfnunum var haldið í landi. Á sama hátt og í Noregi héldú kommúnistarnir því fram að styrjöldin kæmi sjómönn- unum ekki við. Þeir ættu að ,,taka gersamlega hlutlausa af- stöðu... milli hinná tveggja útvarpið með því, að tilkynna baráttu Norðmanna. Það er ekk Á mynd þessari sézt austurhlið hinnar frægu St. Pauls dóm- kirkju í Lundúnum, sem varð fyrir skemmdum, er loftárásirnar á Bretland voru sem mestar. Við austurhlið kirkjunnar er leik- völlur og ungu stúlkurnar halda þangað til leiks að liðnum vinnudegi. norsku stjórna, Nygárdsvolds og Quislings, og ekki lengja stríðið með því að taka þátt í því.“ Það varð þreytandi og vanþakklátt starf að byggja upp það, sem sjómannaklúbbarn ir rifu niður. Já, það gekk meira að segja svo langt, að Ingvald Haugen var stolið eitt sinn er Framhald á 6. síðu. Heimsókn í bráðabirgðahverfi. — Fólkið, sem þar er fyrir. Harðyrði frá gömlum bardagamanni og gömlu syndirnar, sem nó svíða sárast. Gamall BARDAGAMAÐUR“ skrifar mér langt bréf og er reiður. Reiði hans er ekki ástæðu- Iaus, það skal ég játa, en bréfið er svo langt að ég gct því miður ekki birt það allt. Bréfritarinn er ekki ánægður með blöðin, honum finst þau taki allt of mjúkum höndum á „svínaríinu,“ sem á sér stað. Kenn- ir hann því um að nýlega hafi ver- ið gerðar breytingar á hengninga- lögunum, sem stýfli penna blaða- manna. SVO SEGIR BRÉFRITARINN: ,„Eg skoðaði hinar glaesilegu íbúð- arbyggingar bæjarins við Hring- braut með hinni andstyggilega illa- gerðu ruslarennu í anddyrinu, hví- lík „construktiori'! Einfallt járnlok ósléttaður og kantaður steypuhólk- ur, engin leið að verjast því að fýla komi og skorkvikindi úr bingnum streymi beint úti aðal- ganga íbúðanna! Það kvað eiga að láta ruslið í bréfpoka og henda því svo í svelginn. En þessi aðferð er aldrei notuð nema þar sem mis- tekizt hefir að koma fyrir rusl- svelg.“ „ÞETTA ER leiður galli á góð- um og vönduðum húsum og vit- anlega er ekki annar vandi en sá að loka strax fyrir svelginn, svo að hann verði aldrei notaður." ÞÁ VIL ég minnast á ‘hið nýj- asta í húsnæðismálunum — bráða- birgðahúsin. Eg fór f kvöld og kýnnti mér þessar vistarverur þar sem nú kvað eiga að „koma fyrir'* 100 fjölskyldum. Eg þekki að vísu þessar byggingar frá fyrri tíð, hafði unnið við byggingu þeirra á sín- um tíma og trúði vart umsögn- inni að við með alla okkar fólks- eklu og góðar mannúðarhugmynd- ir gætum samkvæmt opinberum ráðstöfunum, farið inn á þá braut, að koma fyrir verulegum hluta af 100 fátækum fjölskyldum. Það var að vísu litið farið að gera til umbóta í því veri, sem ég heim- sótti, þó voru þar komnir hengi- lásar fyrir hvern kofa, nokkrir málningakústar og dollur.“ „EIN FJÖLSKYLDAN var að flytja sig inn í þetta fordyri himna ríkis, og settist fyrir í fyrverandi „heldrimannastað“, trúlega treyst- andi því að þangað mundi sótt og dauði síðast sækja feng. Eg fékk leyfi til að líta inn í þetta skásta hýbýli þorpsins, húsmóðirin. gat þess við mig að útigangshross í Landeyjum myndu vart una slíku skjóli nema í verstu aftökum. Mér varð hugsað til fyrirmyndarheim- ilis í næstu sveit við, sem svelti niðursetninga, sem það tók að sér gegn gjaldi. Sagan er ljót en því miður sönn.“ „HVERNIG ER HÆGT að ætlast til þess að fjölskyldufólk geti lif- að við óskerta heilsu í kumböldum þessum? tÞó að fullhraustir karl- menn hafi kanske get^ð það um

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.