Alþýðublaðið - 05.10.1943, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 05.10.1943, Blaðsíða 2
ALÞTÐUBLAÐIÐ Þriðjudlagtíy 5. október 1943. Málshðfðnn nt af eitraða áfenginu f Evjnm. .. ♦ Fyrirskipað að hðfða mál gep þremur mðnnum. MÁLSHÖFÐUN hefir nú verið fyrirskipuð gegn þremur mönnum í Vestmannaéyjum vegna hinna hryggilegu atburða er gerðust á Þjóðhátíð Vestmannaeyinga í sumar. En að hátíðinni nýafstaðinni beið margt manna bana af völdum áfengisvökva, er í umferð hafði verið á hátíðinni, svo sem öllum mun enn í fersku minni. Menn þeir, sem málshöfðun er fyrirskipuð gegn, eru þeir Hjörtur Guðnason, Halldór Elías Halldórsson og Guðni Einarsson. — Mál þetta verður dæmt í Vestmannaeyjum. Tveir brezkir blaðamem á ferðalagi hér á landl. ♦ ... Þeir skrifa og taka Ijósmyndir fyrir fjölda blaða á Englandi og í Ameríku. P RÉTTAMÖNNUM út- * varps og blaða var í gær boðið á fund tveggja berzkra blaðamanna, sem dveljast hér á landi um þess ar mundir. Menn þessir eru Bemard L. Jacot ofursti og James Jarche. Jacot er frægur blaðamaður, sem nú gegnir starfa sem stríðs fréttaritari fyrir brezk og ame- rísk blöð og tímarit, sem alls koma út í mörgum milljónum eintaka. Meðal blaða þeirra eru heimsfræg blöð eins og London Hlustratéd Magazine, This Week, Life og New York Herald Tribune. Jarche er hinsvegar einhver mikilhæfasti ljósmynd ari Bretlands. Þeir félagar eru komnir hing að til lands til þess að kynnast herliði því, sem hér hefir nú aðsetur, einnig landi og þjóð. Mun Jacot rita um ísland í blöð þau og tímarit, er hann starfar fyrir, en Jarehe taka myndir, er birtast munu með greinum hans. Létu þeir fé- lagar hið bezta af kynnum sín- um af íslandi. Báðir tóku þeir félagar þátt í heimstyrjöldinni fyrri. Jacot gegndi þá starfi sem flugmaður. Var flugvél hans skotin niður í orustu yf ir Frakk landi og særðist hann alvarlega. Hann hefir einnig verið þátt- takandi í styrjöldinni, sem nú geisar, og særðist í byssustingja áhlaupi í orustunni um Dun- kirk. Hann hefir á ferðum sín- um séð heri Frakklands, Rúss- lands, Spánar, Bretlands og Ameríku. Jarche tók og þátt í heims- styrjöldinni fyrri. Hann hefir gegnt starfa sem ljósmyndari um 37 ára skeið. Hefir hann tekið ljósmyndir af ýmsum helztu tignarmönnum heimsins og má m. a. láta þess getið, að hann tók fyrstu myndina, sem tekin var af frú Simpson og Játvarði fyrrverandi Bretakon- ungi, saman Kaupendur Alþýðublaðsins eru beðnir að tilkynna af- greiðslu blaðsins, ef þeir hafa haft bústaðaskifM, ið hefor vetrar- star! sitt. Alþýðuflokksfélag- IÐ er að hefja vetrarstarf sitt. Heldur það næstkomandi fimmtudag kl. 8,30 fund í Bað- stofu Iðnaðarmauna fyrir trún- aðarmenn Alþýðuflokksins í Reykjavík (miðstjórn, stjórnir flokksfélaga og hverfisstjóra Alþýðuf lokksfélagsins). Fundurinn verður boðaður nánar með sérstökum fundar- boðum til hvers eins. Almennur félagsfudur mun verða haldin einhvern tíma í næstu viku. Arásin á iðgreglnna: Ekki hefir enn ver- ið hægt að taka skýrsta af Oeir Jðni fleigaspi. ArásarmonnBnum hefir veriö sleppt úr gæzln. LÆKNAR hafa ekki enn tal- ið ráðlegt, að tekin væri skýrsla af Geir Jóni Helgasyni lögregluþjóni, sem áverkana hlaut í óspektunum við Sýn- ingarskála listamanna. Liggur Geir Jón enn á sjúkrahúsi. Rannsókn málsins er lokið að öðru leyti en þessu. Hefir árás armönnunum þremur, Hrafni Jónssyni, Sigurjóni Þórðarsyni og Andrési Bjarnasyni, nú verið sleppt úr gæzluvarðhaldi. Ekki er unnt að vita enn, hvenær hægt muni að taka skýrslu af Geir Jóni Helgasyni. En vænt- anlega dregst uppkvaðning dómsins ekki lengi eftir að það hefir verið gert. Byggingarfélag verkamanna: Ein íbúð á hverjum 10 dög- um síðan í nóvember 1939! Þrátt fyrir geysilega erfiðleika eru íbúðirnar ódýrari en aðrar, byggðar á þessum árum. ÞJónnsta kommúnista við íhald- 10 i húsnæðismðlunnm. BYGGINGARFÉLAG VERKAMANNA hefir frá því að það hóf byggingastarfsemi sína í nóvembermánuði 1939 byggt 31 íbúðarhús með 124 íbúðum. Það lætur því nærri að félagið hafi byggt eina íbúð á hverjum 10 dögum síðan það hóf byggingastarfsemi sína. Þessi ágæti árangur af starfsemi félagsins er því athyglis- verðari, þegar það er athugað að félagið, eins og allir aðrir, sem hafa byggingastarfsemi með höndum síðan styrjöldin braust út, hefir átt við gífurlega örðugleika að stríða. Örðugleikarnir hafa verið'" margskonar. Það þefir vantað algeng byggingarefni og ýmis tæki, sem þurft hefir til „hús- anna svo að þau gætu talizt íbúðarhæf — og hefir jafnvel stundum orðið að bíða eftir slík um tækjum vikum og mánuð- um saman. Skorturinn á vinnu- krafti hefir og komið við félag- ið ekki síður en aðra — og hefir það einnig orðið til tafar. Byggingjarfélag verkamanna hefir því lyft grettistaki. Félagið var eins og kunnugt er, stofnað árið 1939. Aðdrag- andinn að stofnun þess var sá, að gamla byggingafélagið neit- aði að uppfylla skilyrði, sem sett voru fyrir láni úr bygging- arsjóði.. Félagið hafði ekki getað byggt vegna féleysis. En þegar þjóðstjórnin var mynduð setti Álþýðuflokkurinn það sem eitt skilyrði sitt fyrir þátttöku í henni og stuðningiívið'hana, að byggingarsjóði yrði fengið væn •legar fjárupphæðir til umráða svo að byggingarfélög verka- manna gætu hafizt handa um byggingar. Þetta fékkst. En Byggingarfélag alþýðu vildi ekki hlýða þeim skilyrð um, sem sett voru fyrir lán- um úr sjóðnum. Leit þá svo út sem engir verkamannabú- staðir yrðu byggðir meira í Reykjavík, þó að Hafnfirð- ingar, ísfirðingar og Akureyr ingar teldu sér ekkert að van búnaði um að ganga að skil- yrðunum. Var því ekki annað að gera en að stofna annað byggingarfélag og var það gert fyrir forgöngu ráðherra Alþýðuflokksins í þjóðstjórn inni. Félagið fékk mjög góðar und irtektir og menn flykktust í það. Samtímis var. fenginn ágætur staður fyrir nýja bústaði — og hafist handa. Var byrjað með byggingu 40 íbúða rétt um sama leyti og styrjöldin var að brjótast út og var lokið við þær og flutt í þær 1940. Þetta eru ódýrustu íbúðirnar, sem byggðar voru hér á landi það ár og eru mánaðargreiðslur manna fyrir þær 3ja herbergja) um 90 krónur. En nú fór að syrta í álinn. Dýrtíðin óx ægilega með hverri viku — og það var talið ískyggi legt, vegna afkomu vænianlegra kaupenda og framtíðar þeirra í íbúðunum að ráðast í nýjar, byggingar. ' Þá kom formaður Alþýðu- flokksins enn til skjalanna. . (Frh. á 7. síðu.) AtvinnnmálanefndlB: Shýrslnsðfnnn hjð at vinnnrehendnm er Nefndin óskar eftir skiótnm svornm. NEFND sú, er skipuð var samkvæmt ályktun bæjar stjórnar 2. sept. s.l. til þess að rannsaka atvinnuhorfur í Reykjavík á komandi vetri er nú tekin að viða að sér gögnum. Hefir hún snúið sér til atvinnu- rekenda hér í bænum og spurzt fyijir um breytingar þær, er kynni að verða á starfsmanna haldi þeirra næstu sex mánuði. Spurningar þær, er nefndin óskar eftir að fá svarað í þessu sambandi eru sein hér segir: .1. Hve margt starfsfólk hafið þér í þjónustu yðar, miðað við 1/10 — ’43? 2. Hve margt af því telur lögheimili sitt utan Reykjavík- ur? 3. Ef líkur eru til að þér fækkið starfsfólki á næstu 6 mánuðum óskast tilgreint: a) Tala þess, b) Orsök fækkunar innar. 4. Ef yður vantar starfsfólk fyrir núv. atvinnurekstur, hve mörgum mönnum mynduð þér bæta við á næstu 6 mán- uðum, ef starfsfólk fengist? 6. OEf þér hafið í hyggju að auka atvinnurekstur yðar á næstu 6 mánuðum, hve mörgu starfsfólki mynduð þér bæta við, þegar aukningin kemst í framkvæmd? •6. Ef einhverjar sérstakar á- stæður torvelda eða hindra fyr irhugaða aukningu atvinnu- rekstrarins, óskast þær tilgreind ar. Nefndinni eru og kærkomnar allar frekari upplýsingar. er at- vinnurekendur kynnu að vilja gefa henni. Með alla þá vit- neskju, ;er nefndin aflar sér á þennan hátt, verður að sjálf- sögðu farið sem trúnaðarmál. Það ríður á miklu fyrir starf nefndarinnar, að atvinnurekend ur bregðist vel við og láti henni í té umbeðnar upplýsingar Og Frh. á 7. síðu. Tfir 50 hdsnnd hr. sðfnnðnst í Rvih. Takmark S. t. B. láðlst FJÁRSÖFNUN Sambands berklasjúklinga hér í höf- uðstaðnum í fyrradag „gekk samkv. áætlun.“ Þeir, sem að fjársöfnuninni vinna, höfðu sett sér það mark að safna kr. 50 000. Þetta tókst. í Reykjavík komu inn fyrir blöð og merki, að viðbættum gjöfum, um 53 þús. krónur. Af fjársöfnuninni úti á landi hefir aðeins frétzt úr tveimur stöðum. í Vestmannaeyjum söfnuðust um 1300 krónur og um 4000 krónur á Akureyri. Árangur ' fjársöfnunarinnar hér er Reykjavík verður að telj- ast góður. Hefir almenningur sýnt það enn einu sinni, aS hann kann vel að meta þá við leitni í baráttunni gegn berkla- veikinni, sem kemur fram í förgöngustarfi S. í. B. S. En sambandið er sem kunnugt er að safna fé til byggingar vinnu- hælis fyrir berklasjúklinga. Óhjrrrt i hænnm um helgina. Olvun og rysbingar á al- mannafæri. ALLMIKIL ÖLVUN var í bænum um helgina og kom víða til óspekta. Voru 25 menn teknir „úr umferð“ fyrir ölvun á almannafæri á sunnu- dags- og mánudagsnótt. Til nokkurra ryskinga kom og milli íslendinga og setuliðsmanna. „Á laugardagskvöldið kom til átaka milli íslendings og setu- liðsmanna fyrir utan „Pennan“ í 'Hafnarstræti. íslendingurinn. sem var drukkinn var sleginn í höfuðið með bjórflösku og hlaut af nokkurn áverka. Var hann fluttur í læknavarðstof- una. — iLögreglunni tókst að hafa upp á árásarmönnunum. Sarna kvöld kom til handa- lögmáls milli íslendings og setu liðsmann á kaffistofunni í Tryggvagötu 6. Hlaut íslending urinn áverka á andliti og brák- að rif. Á sunnudagskvöld kom til ryskinga á veitingastofunni Gullfoss milli íslendings og am- erískra hermanna. íslendingur inn var undir áhrifum áfengis. Lögreglan skakkaði leikinn. Hákon J. Waage, verkstjóri í verksmiðjunni Sani- tas, andaðist í Landakotsspítala á sunnudagsmorguninn. Hann var sonur jþeirra hjónanna Enfemiu Waage og Jens heit. Waage banfera- stjóra.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.