Alþýðublaðið - 19.10.1943, Qupperneq 6

Alþýðublaðið - 19.10.1943, Qupperneq 6
9 ALÞYÐUSLAÐSf? Þriðjudagur 19. októker 1943. f S Ameriskar * s s s s s s \ s s Kápur á börn og unglinga Lífstykkjabúðin h.f. Hafnarstræti 11. Sími 4473. Bezl að auglýsa í Alþýðublaðinu. VEGGFOÐRIÐ komið pipmirar Fréttir frá i. S. f. Iý sambandsfélðg, aý met og nýir ibrðttamenn. NÝ SAMBANDSFÉLÖG: Nýlega hefir íþróttafé- lagið Þróttur, Nauteyrarhreppi, Norður-ísafjarðarhreppi, geng- ið í Í.S.Í. Tala félagsmanna er 20, formaður Jakob Jónsson frá Hallstöðum. Fleiri félög hafa sótt um inn töku í sambandið, en hafa eim ekki sent fullnægjandi upplýs- ingar um félögin eða skatt- greiðslu. Nú eru sambandsfélög Í.S.Í. 158 að tölu með um 21 þús. félagsmenn. Staðfest met: 60 st. hlaup 7,1 sek. Jóhann Bernhard KR sett 31/8 ’43. 300 st. hlaup, 37,2 sek. Brynjólfur Ingólfsson KR sett 28/8. ’43. 4X200 st. boðhlaup 1 mín. 36,4 sek. Knattspyrnu- félag Reykjavíkur 28/8. ’43. 5x80 st. boðhlaup kvenna 57.7 sék. Knattspyrnufélag Reykja- víkúr 28/8. ’43. Kringlukast beggja handa samanlagt 71.11 st. (41,51 og 29,660() Gunnar Huseby KR sett 28/8. ’43. Kúlu varp beggja handa samanlagt 26,48 st. (14,57 og 11,91) Gunn- ar Huseby KR sett 21/9. ’43. íþróttanámskeið var haidið í Keflavík að tilhlutun Í.S.Í. frá 2. til 26. september. Þátttak- endur voru 155 í knattspyrnu og handknattleik. Kennari var Axel Andrésson. Sunnudaginn 10. október sýndi sendikennari Í.S.Í. Axel Andrésson knattspyrnukerfi sitt í húsi Jóns Þorsteinssonar fyrir fjölda boðsgesta og við ágætar undirtektir. Hin nýju sambandslög Í.S.Í. ihafa nú verið send öllum sam- bandsfélögum ásamt umburðar bréfi. o fl. Ársskýrslueyðublöð- in ber þeim að útfylla og endur- senda upp úr áramótunum. Sendikennarar Í.S.Í. eru nú þessir: Anton B. Björnsson, er kennir frjálsar íþróttir, fim- leika o. fl. Axel Andrésson, er kennir knattspyrnu og hand- koattleik. Kjartan Guðjónsson, er kennir íslenzka glímu. Ósk- ar Ágústsson, er kennir fimleika og frjálsar íþróttir. Auk þessara hafa kennt á vegum l.S.I. Guð- mundur Þórarinsson (sund) og Hermann Stefánsson (frjálsar íþróttir og handknattleik) Enn fremur hefir sambandið veitt fjárstyrk ýmsum íþrótta- og ungmennafélögum, íþrótta- ráðum og héraðasamböndum til íþróttakennslu og námskeiða. HANNES Á HORNTNU Fx(h. af 5. síðu. inguna að mér fannst sjálfsagt að fá faglærðan mann til að prýða það.“ AÐ SJÁLFSÖGÐU hefir verið léttara að vissu leyti fyrir þennan duglega bónda að reisa hús sitt sjálfur, en gera má ráð fyrir að það reynist verkamönnum hér í Reykjavík og veldur þar aðallega um lóðaspursmálið, en það hygg ég, að ef ráðamenn bæjarins hafa góðan skilning á þessu máli, þá sé hægt að ryðja þeim örðugleikum og ýmsum öðrum úr vegi, svo að möguleikarnir opnist fyrir fjöld- ann. Og sérstaklega væri það mik ils virði fyrir menn ef bærinn réði í þjónustu sína einn eða tvo fag- lærða menn til aðstoðar við áþ, sem vilja byggja hús sitt sjálfir. HÉR ER um mjög þýðingarmik ið mál að ræða, sem verður að vænta að fullur gaumur sé gef- inn, og ég /hygg, að menn, sem hafa getað nurlað saman nokkr- um þúsundum króna undanfarin ár, geti varla varið þeim betur en að byggja sér hús af eigin ramm- leik, og trúað gæti ég því, að marg ur mundi finna til mikillar gleði og hamingju, sem nú er á hrakn- ingi, en gæti til dæmisj, næsta haust, sezt í eigin stofu, sem hann hefir sjálfur réist. ÉG VIL GJARNA halda þessu máli vakandi. Ég þakka „Hjalta“ fyrir bréf hans um daginn, og vildi gjarna fá fleiri bréf frá hon- um um þetta mál og eins öðrum. Komið með tillögur ykkar og at- hugasemdir, frá mér komast þær til þeirra, sem þessum málum ráða, og bezt er að sjónarmið, sem allra flestra komi fram. Hannes á horninu. Leikfélag Reykjavíkur sýnir Lénharð fógeta annað kvöld. Aðgöngumiðar seldir frá kl. 4 í dag. Þingmaður spyr um Rððstafaiir gegn syndinni! JÓNAS Jónsson hefir lagt fram á alþingi bráðskemmti lega fyrirspurn, sem nauðsyn- legt er að birta til gleði og skemmtunar fyrir lesendurna — með hinum alvarlegri mál- um. Er fyrirspurnin stíluð til rík- isstjórnarinnar og er „varðandi nauðsynlegt aðhald frá hálfu ríkisvaldsins, að því er snertir rétta breytni borgaranna í land- inu“. Fyrirspurnin er svohljóðandi: „Hvaða ráðstafanir hefir rík- isstjórnin gert til að koma í veg fyrir, að menn í hinum ýmsu stéttum þjóðfélagsins stundi ó- leyfilegar athafnir, sem koma í bága við borgaralegt siðferði?“ Að sjálfsögðu fylgir greinar- gerð þessari skemmtilegu fyrir- spurn og er hún 20 sinnum lengri en fyrirspurnin sjálf. Hún er á þessa leið: „Haraldur Guðmundsson al- þingismaður hefir nýlega tekið til meðferðar takmarkaðan þátt þess viðfangsefnis, sem frá er greint í þessari fyrirspurn. Fylgi ég um það efni frásögn Alþýðublaðsins 9. þ. m. Blaðið greindi þar frá í hátíðlegu máli, sem var lukt í sérstakri ujngerð á tilhaldsstað í blaðinu, að Har- aldur Guðmundsson hefði, utan dagskrár, snúið sér til ríkis- stjórnarinar með fyrirspurn varðandi hneigð bændastéttar- innar til ófrómleika. Fer blaðið um þetta efni svofelldum orð- um: „Fá bændur verðuppbót á kjötið, sem þeir nota til heim- ilisþarfa? .... Spurðist Haraldur fyrir um það, hvaða ráðstafanir ríkis- stjórnin hefði gert til að koma í veg fyrir, að kjötframleiðend- ur geti fengið greiddar verð- uppbætur á það kjöt, sem þeir nota sjálfir til heimilisþarfa. . . Það er vitaskuld hægur vandi fyrir kjötframleiðendur að leggja kjötið inn og fá greiddar á það verðuppbætur og taka það síðan út aftur við því verði, sem ákveðið er í útsölu. Sérstaklega liggur þetta vel við þar, sém auðvelt er um flutninga.“ Fyrirspyrjandi og blað hans gera bersýnliega ráð fyrir þrennu: 1. Að bændur, sem framleiða kjöt, eigi að fá vöruna dýrari til heimanota en samborgarar þeirra, sem ekki fást við þá framleiðslu. 2. Að bændur muni í svo stór- um stíl, að úr því verði þjóð- félagslegt vandamál, hafa í frammi það, sem fyrirspyrj- andi lítur á sem vítaverðan fjárdrátt. 3. Að það, sem fyrirspyrjandi lítur á sem fjársvik, muni að- allega blómgast þar, sem eru greiðar samgöngur á sjó eða landi. Þar sem hér’ er um að ræða að skora á ríkisstjórnina að hafa eftirlit með siðferði bændastétt- arinnar, einkanlega þar, sem vegakerfið er fullkomnast, þótti mér rétt, að málið yrði rakið á breiðari grundvelli og látið ná til allra stétta þjóðélagsns. Lítill vafi er á, að hneigð til synd- samlegra athafna er ekki bundin við eina stétt eða staði, þar sem létt er um bifreiðaakstur. Menn syndga á hinn fjölbreyttasta hátt. Sumir svíkjast um að | vinna, þótt þeir hafi hátt kaup, aðrir leyna eignum og tekjum, er þeir telja fram til skatts. Sumt heiðursfólk etur sælgæti, sem er eign verzlunarinnar. Menn, sem starfa í bönkum, taka stundum fé úr sparisjóðs- bókum annarra. Eigendur veiði- skipa breiða yfir nafn og núm- er og veiða í landhelgi. — Synd- in kemur fram í óteljandi mynd um. Þess vegna vekur það undr- un, þegar einn af helztu leiðtog- um verkamanna tekur bænda- stéttina út úr og heimtar ríkis- eftirlit með breytni, sem er á- reiðanlega mjög fátíð og auk þess vafasamt, hvort getur talizt til saknæmra athafna. Þó að gert sé ráð fyrir vegna röksemda, að íslenzkir bændur megi ekki selja kjöt í kaupstað, fá á það verðlækkun eða neyt- endastyrk og kaupa það síðan á opnum markaði, þá má telja fullvíst, að sá verzlunarmáti sé svo fátíður í landinu, að ríkis- stjórnin þurfi þar ekki að koma til skjalanna. Margra alda reynsla sýnir og sannar, að bændastéttin ber allra stétta mest fyrir brjósti hag þjóðfé- lagsins og er ábyrg gerða sinna. Ef bændastéttin álítur, að hún eigi að borða dýrara kjöt en annað fólk í landinu, þá sætta bændur sig við það og eru allra manna ólíklegastir til að reyna að hagnast á manfélaginu með óleyfilegu atferli. En það, sem Haraldi Guð- mundssyni og Alþýðublaðinu skjátlast hrapallega um, er sjálfur grundvöllur sektardóms þess, er þeir vilja fella. Sókn Haralds Guðmundssonar bygg- ist á því, að sveitafólkið eigi að borða dýrara kjöt en allir aðrir landsmenn. Þetta er hvergi á- kv'éðið í lögum, og engin skyn- samleg rök mæla með, að svo slculi vera. Mér er nær að halda, að eftir anda rétt framkvæmdra dýrtíðarlaga ætti að greiða bændum neytenda- eða verð- lækkunarstyrk á það kjöt, sem þeir nota til heimilisþarfa. Ef Stefán Jóhann og Haraldur Guðmundsson væru bændur á Hólsfjöllum, þar sem sauðféð er vænst, og teldu sig þurfa 50 dilka hvor til heimilisþarfa, sýnist auðsætt, að þeir gætu lagt inn alla sína dilka í næstu verzlun og fengið síðan hvor annars dilka út úr kjötbúðinni. Ég hygg, að slík framkvæmd væri ekki brot .á landslögum og ekki meiri synd en svo kallað heiðursfólk fremur af og til, á- tölulaust af þeim, sem vaka yfir góðum siðum. Tilgangur þessarar fyrirspurn ar er sá að benda á, að ef ríkis valdið á að hefja nýjar aðgerð- ir í siðbótarmálum, þá skortir grundvöll undir, að sérstök her- ferð sé hafin út af heimaneyzlu kjöts í sveitum. Jafnframt er haldið opinni leið, ef dóms- og kirkjumálastjórninni þykir á- stæða tl, að varpa leiðarljósi nýrra og hærri siðgæðishug- mynda yfir mannlegan veik- leika, eins og hann birtist í dag- fari fólks í öllum stéttum í land- inu.“ Alveg má gera ráð fyrir að ræður J. J. út af þessari fyrir- spurn muni að minnsta kosti taka nokkra tugi blaðsíðna í næstu þingtíðindum! Gamlir menn geta líka leikið sér eins og börn — og er það vel! Vinningar í happdrætti Styrktarsjóðs skipstjóra og stýri mannafélagsins Kári í Hafnarfirði: 1. Stofuskápur nr. 7880. 2. 1 tonn kol nr. 7401. 3. 100 kr. í peningum nr. 11598. 4. 1 tonn kol nr. 10256 5. Borðlampi nr. 10329. 6. 1 tonn i kol nr. 10427. 7. 100 kr. í pening- um nr. 8594. 8. 1 tonn kol nr. 5542. 9. 100 kr. í peningum nr. 4888 10. 1 tonn kol nr. 2138. 11. skrifborð nr. 11086. 12. Vz tonn kol nr. 8048. 13. 1 tonn kol nr. 11733. 14. stand- lampi nr. 4248. 15. 1 tonn kol nr. 5671. Vinninganna sé vitjað til Jóns Halldórssonar, Linnetsstíg 7. Eftir vinnutíma og yfirleitt hvenær sem þér hafið b stund til lesturs, þá er HEIMIL- • ISRITIÐ tilvalið. S Það kemur út mánaðarjega meðS léttar smásögur og úrvals smá-) greinar. Efnið er sérstaklega val-i ið til Iesturs í frístundum og) hvíldar frá störfum eða lestri) þyngri bóka. • Paö Mahogni- kommóður. Aðalstræti 6 B. sími 4958. jEnskar | \ oliukápur \ Grettisgötu 57. Minnist pess •— Mæður! Gætið barnanna, látið þau ekki leika sér á ak- brautinni. — Farið varlega í umferð- inni. Óvarkárni og kæruleysi getur valdið því að þér verðið fatlaður alla æfi. — Munið! að mismunurinn á að hemla bíl á auðri götu og í hálku er 1:3. Þrisvar sinnum lengra rennur bíllinn á hálk- unni. Ökumenn, farið varlega þegar hálka er. — Það er skortur á umferða- menningu að minka ekki ljósin ábílnum þegar mætt er farar- tækjum og vegfarendum. — Farið varlega þegar þið ak- ið bílnum aftur á bak. Þið sjá- ið ekki afturhjólin og lítil böm geta auðveldlega orðið undir bílnum. — Gefið gaum að börnum á akbrautinni, notið lítið flaut- una, en verið viðbúnir að stöðva bílinn samstundis. — Það er betra að aka ekk- ert, en aka illa. Umferðin krefst hæfra ökumanna.

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.