Alþýðublaðið - 29.10.1943, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 29.10.1943, Blaðsíða 3
ALÞYÐUBLAÐIÐ 9 F«studagoir 29. október 1943. Mynd þessi er af ítölskum stríðsföngum, sem bandamenn höfðu náð á vald sitt. Yar hún tekin í tilefni þess, er þeim bárust tíðindin um uppgjöf ættjarðar sinnar. Það dylst ekki, að þeim þykja tíðindin góð. Þeir eru glaðir og reifir, end$ er þess getið, að vel hafi farið á með þeim og bandamönnum. Fundur um mennla- mál í Bandaríkjunum Bandamenn hrekia Djóðverja ssfellí lessgra np@ I flalllendið. .♦ Kesselrisig stefnt til Beriínar vegna skoðanamunar við Rommel. ■ ♦ .... HERSVEITIR BANDAMANNA á Ítalíuvígstöðvunum hafa enn treyst aðstöðu sína síðasta sólarhringinn og náð nokkrum bæjum á vald sitt, m. a. Mafaldo og Riardo, svo og Torella, sem stendur úti við strönd Adríahafsins. Loftsóknin gegn Norður-Ítalíu og stöðvum Þjóðverja í hermmidu löndunum við Miðjarðarhaf heldur áfram. Voru í gær harðar loftárásir gerðar á járnbrautin frá Austur- ríki til Rómaborgar, svo og á staði í Júgóslavíu og Grikk- landi og á Tylftareyjum. T^T ÝLEGA komu fræðimenn ™ frá þrjátíu og einni þjóð saman til fundar í hinu frið- sæla fjallahéraði Iiarpers Ferry í Ve^tur-Virginíu í Bandaríkj- unu. Var efnt til fundar þessa í því skyni að leggja fram áætl- anir um endurskipulagningu menntamála um víða veröld og eflingu tengslanna millum há- skóla allra þjóða heims. Fræðimenn frá Bandaríkjun- um og öðrum hinna sameinuðu þjóða, voru boðaðir á fundinn af Alheimsmenntamálasamband inu til þess að ræða vandamál sín og leggja fram áætlanir um stofnun nefndar, sem allar þjóð ] ir heimsins eigi sæti í pg ann- ast skuli þróun menntunar og menningar. ■ Samþykkt var fundarálykt- Un, þar sem fundarmenn létu í ljós sanna aðdáun á hugrekki og hollustu kennara i hinum hernumdu löndum . Enn frem- ur var samþykkt að upprætt skyldi kennslukerfi óvinanna, sem kæmi í veg fyrir allar fram farir á vettvangi menntamála og menningar. Hins vegar var ákveðið að eigi skyldi haggað við kennsluaðferðum hinna sameinuðu þjóða, og hétu fund- armenn aðstoð sinni við endur- heimt alls þess, sem með þarf, til þess að halda uppi kennslu og endurheimt hinna lýðræðis- legu reglna í fræðslumálum. F REGNIR frá Tokyo í gær greindu frá landgöngu bandamanna á eina af Salomons eyjunum, og segjast Japanir hafa lagt til harðrar atlögu við ' landgöngulið þetta. Fréttir frá aðalbækdstöðv- um MacArthurs hershöfðingja Þýzku hersveitirnar hörfa hægt lengra upp í fjalllendið, þar sem þær hyggjast koma sér upp hinni nýju varnarlínu, sem fyrr hefir verið frá skýrt í fréttum. Bandamenn halda hins vegar uppi vasklegri loft- sókn gegn þeim á undanhald- inu. Miðar sókn hersveita bandamanna nú einkum að því að 5. og 8. herinn nái sem fyrst saman. Hafa þær treyst aðstöðu sína vel með töku bæjanna Mafaldo og Riardo. Einnig hef- ir 8. herinn náð á vald sitt bæn- um Torella, sem stendur úti við strönd Adríahafsins. Býst hann nú sem vendilegast um norðan Trignoárinnar og veitir þar sífellt betur í átökunum við þýzka herinn. Tefla báðir aðilar einkum fram stórskota- skýra frá mikilli loftsókn bandamanna gegn Rabul. Eyði- lögðu flugvélar þeirra 21 flug- vél fyrir Japönum á jörðu óg skutu að auki 37 niður í loft- orrustum í árás þessari. Ein flugvél bandamanna fórst í árás inni, en áhöfn hennax varð bjargað. liði á þeim slóðum. Flugher bandamanna er einnig athafnasamur norðan vígstöðvanna og gerði hann í gær einkum harðar árásir á járnbrautina, er liggur frá Rómaborg til Austurríkis með miklum árangri, svo og á ýms- ar stöðvar Þjóðverja á Norður- og Mið-Ítalíu. Einnig fór flug- her bandamanna við Miðjarð- árhaf í gær í árásarleiðangra á staði í Júgóslavíu, Grikklandi og á Tylftareyjum. í Grikk- landi var mest árás gerð á Saloniki, en á Tylftareyjum á Kos og Stampalíu. Þess var getið í fréttum bandamanna í gær, að Kessel- ring, yfirmanni þýzka hersins á vígstöðvunum á Suður-Ítalíu, hafi verið stefnt til ^erlínar. Er talið að því valdi skoðana- munur millum hans og Rom- mels, sem skipaður hefir verið yfirmaður hinna þýzku her- sveita á ftalíu og í Júgóslavíu. Er talið, að Hitler vilji gefa Rommel tækifæri til þess að rétta hlut sinn að nýju eftir ófarirnar í Afríkustyrjöldinni, enda sé Rommel einhver ötul- asti stuðningsmaður hans með- al þýzku hershöfðingjanna. Rássar sækja hratt framjfrá Pnleprbugðu 111 flzovshafs Eru í þann veginn að loka hringnum um Krivoirog. 13 ÚSSNESKU HERSVEITIRNAR eru í hraðri sókn á AL gervöllu svæðinu frá Dnieprbugðunni til Azovshafs. Miðar þeim einkum vel áfram vestur og suður af Melitopol og hafa alla járnbrautina frá Melitopol til Zaporoshe á valdi sínu. Rússar hafa einnig náð bænum Goriloya á vald sitt, en eftir fall hans hefir aðstaða þýzku hersveitanna á Krím versnað enn að miklum mun. Átökin um Krivoirog halda enn áfram. Gera Þjóðverjar þar hverja gagnárásina af annnari, sem Rússar hrinda þó jafnharðan. Rússar leggja ofurkapp á framsókn sína syðst á vígstöðv- unum og hyggjast auðsýnilega koma í veg fyrir undanhald þýzka hersins á Krím land- leiðis. Hafa þeir sótt fast fram suður og vestur af Melitopol síðasta sólarhringinn og náð á vald sitt bænum Goriloya og hafa þannig bætt mjög aðstöðu sína í tilraun sinni til þess að loka síðustu undanhaldsleið Þjóðverja frá Krím. Er sókn þeirra á þessum slóðum auð- sýnilega heitið til Perekop. Treysta þeir mjög aðstöðu sína á þessum slóðum með töku járnbrauta og annarra sam- gönguleiða. Þjóðverjar freista undan- halds úr Dnieprbugðunni sunn- an við Krivoirog, en gjalda mikil afhroð á mönnum og her- gögnum. Var þess getið í frétt- um í gær, að þýzku herirnir væru á hröðum og algerum flótta á gervöllu svæðinu frá Kremenchug til Azovshafs, og var talið líklegt, að Rússum myndi auðnast að innikróa þá innán skamms þannig að þeim yrði engrar undankomu auðið og ættu ekki annarra kosta völ en gefast upp eða stráfalia elia. Átökin um Krivoirog halda sífellt áfram og af sömu hórku og fyrr. Gera Þjóðverjar þar hvert gagnáhlaupið af öðru, sem Rússar hrinda þó jafn- harðan, og sækja rússnesku hersveitirnar fast fram í borg- inni. Jafnframt freista þær þess að slá hring um hana til þess að fyrirbyggja það, að Þjóð- verjum verði undankomu auð- ið. Voru þær í gærkvöldi sagð- ar vel á veg komnar með að loka hringnum um borgina og munu að því loknu efna til úr- slitaátakanna við þýzku her- sveitirnar inni í borginni. Fréttir frá hlutlausum lötid- um skýra frá því, að hrakíarir þýzka hersins á austurvígstööv- unum og hin mikla loítsókn bandamanna á Þýzkaland hnfi mjög brotið siðferðisþrótt þýzku þjóðarinnar. Láta þær þess getið, að Göbbels hafi nú hafið nýja áróðursherferð og fullyrði, að engin líkindi séu til þess að samkomulag náist á þríveldaráðstefnunni í Moskva. Á hann að hafa gefið í skyn, að svo kynni að fara, að þýzki herinn tæki þann kost að hörfa til landamæra þeirra, sem voru áður en styrjöldln á austurvígstöðvunum hófst og kynni þá svo að fara að leitað yrði sérfriðar við Rússa. Er Ráðstefnan við Hiller 19. júHvarð Mussolini að falli Frásögn Badoglios marskátks ■DREZKA blaðið „The.Man- A-® chester Guardian“ hefir nýlega birt frásögn Pietro Ba- doglios marskálks um faE Mussolinis. Segir Badoglio að Mussolini hafi ákveðið að segja af sér á fundi, sem haldinn var í stórráði fasista í Feneyjahöll- inni í Rómaborg hinn 24. júlí, en þar hafði Mussolini mætt harðri gagnrýni. Grandi, Ciano og Bottai voru leiðtogar and- stöðunnar og lögðu áherzlu á það, að Mussolini hlyti að víkja frá völdum. Fundurinn stóð vf- ir í tíu klukkustundir og féllu þar mörg orð og þung. . Badoglio taldi aðalástæð- una fyrir andstöðunni gegn Mussolini innan stórráðsins hina siðferðislegu uppgjöf hans eftir ráðstefnu þá, er hann sat með Hitler hinn 19. júlí. Mus- solini hafði farið til ráðstefn- unnar með þá ætlun í huga að tjá Hitler, að Ítalíu væri ó- mögulegt að halda styrjöldinni áfram. Hitler lét móðan mása í tvær klukkustundir og raus- aði um nýlendur og þar fram eftir götunum. Að lokum skorti Mussolini svo siðferðilega dirfð til þess að taka af skarið. Morguninn eftir hinn sögu- fræga fund í stórráðinu gekk Mussolini á fund konungs til þess að afhenda honum lausn- arbeiðni sína. Konungurinn gerði þegar boð eftir Badoglio og fór þess á leit við hann, að hann tækist stjórnarforustuna á hendur. Var hervörður látinn gæta Mussölinis til þess að tryggja það, að honum yxði eigi grand búið, en tíðindunum um fall hans var almennt fagn- að í Rómaborg og yíðs vegar urn ftalíu. Næstu nótt ritaði Mussolini Badoglio bréf og tjáði honum þakkir fyrir vernd þá, er hann hafði fengið honum. Mussolini var svo fluttur til eyjunnar Ponza, þaðan til Maddelena á Sardiníu og loks í gistihús á Abruzzi, en þaðan námu Þjóð- verjar hann á brott. þetta talið bera glöggt vitni um viðhorfin meðal þýzku þjóðar- innar heima fyrir.,

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.