Alþýðublaðið - 29.10.1943, Qupperneq 8
8
ALÞYÐUBLAÐIÐ
Föstudagur 29. október 1943.
TJARNARBfÓ
Byssa til leigu
(THIS GUN FOR HIRE)
Ameríski lögreglumynd.
Veronica Lake,
Robert Preston,
Alan Ladd.
Sýning klukkan 5, 7 og 9.
Bönnuð fyrir börn innan
16 ára.
Aukamynd:
NORSKT FRÉTTABLAÐ
(m. a. frá Akureyri).
ÓHEIÐARLEG SAMKEPPNI
„Það var einu sinni, að prestr
einn í Manchester átti að gefa
hjón saman. Brúðhjónin voru
komin og boðsfólkið, en rétt í
því er ganga átti til hjónavígsl-
unnar, víkur prestur sér að
brúðurinni og biður hana að
tala við sig einslega. Síðan fer
brúðurin til brúðgumans og
segir honum upp. Það varð
ekki af brúðkaupinu, en
skömmu síðar giftist hún prest-
inum. Söfnuðurinn kærði prest
inn fyrir biskupi fyrir þetta at-
hæfi.
* * *
Gömul og guðhrædd hefðar-
kona segir við milljóxiamæring:
„Ég er kominn í nafni ,Félagsins
til trúarboðseflingar á meðal
heiðingja‘; ætli þér vilduð láta
nokkuð af hendi rakna að
styrkja þetta góða málefni‘?“
Milljónamæringurinn: „Með
ánægju, — en hvað á það að
vera, frú mín góð, — peningar,
— bíblíur — eða skotvopn?“
* * *
HJÁLP í NEYÐ
„Hvers vegna liggur svo illa
á þér, Eyjólfur minn?“
„Æ, minstu ekki á það, það
eru þessar bannsettar tvö
hundruð krónur sem ég skulda
honum Ólafi í Gröf og get ekki
borgað. Hann eltir mig á rönd-
um og heimtar þær núna, svo
að ég veit engin sköpuð ráð.
Bara hann vildi láta mig hafa
mánaðargjaldfrest, þá létti mér
fyrir hjartanu.“
„Heldurðu þá að þú gætir
borgað honum til þess tíma?
„Ónei, síður en svo en ég
verð þá kominn til Ameríku“.
f íCKl'A®AOM: i wíasssí" ^
í sfraumi örlaganna
skyldur. Tré voru gróðkirsett
meðfram götum, en þau höfðu
komizt til lítils þroska og höll-
uðust upp að staurum, sem þau
leituðu stuðnings hjá. Þetta var
kaldur og sólbjartur febrúar-
morgunn og gjörvallur sandur-
inn, sem var samankominn á
hinum forsögulega sjávarbotni
virtist rjúka eftir götunum.
Hann lamdist inn í andlitið á
mér og tók sér síðan bólfestu
i augum mínum. Hverfið virt-
ist vera vel skipulagt og hrein-
legt, en eigi að síður var það
ekki sambærilegt við hinn
gamla og vingjarnlega hluta
borgarinnar. Að baki húsanna
voru matjurtagarðar og í sér-
hverjum garði voru þvottasnúr-
ur, þar sem nýþveginn þvottur
blakti í storminum. Þar gat að
líta fatnað alirar fjölskyldunar:
skyrtur húsbóndans og síðar
uliarnærbuxur, millipils hús-
freyjunnar og nærföt barnanna,
mismunandi að stærð og gerð,
allt niður í voðir og baðmullar-
skyrtur hvfttvoðjungsin^. Fjöl-
skyldurnar í Giessheim voru
barnmargar og það var mikið
að þvo.
F 12 var tveggja hæða hús,
byggt úr rauðum tígulsteini.
í grenndinni voru mikil vöru-
geymsluhús og nýtt skólahús
hinum megin við götuna. Ég
nam staðar og hikaði ofurlítið
við. Ég sléttaði úr jakkanum
mínum og setti upp hvítu
hanzkana mína. Á þessum tím-
um voru hvítir hanzkar ómiss-
andi fyrir unga og snotra
stúlku. En ég hafði samt sem
áður óljósa hugmynd um það,
að þeir ættu ekki sem bezt við
í þessu umhverfi. Á gangstétt-
inni hinum megin götunar voru
þrír smá drengir að leik sínum.
Þeir kölluðu eitthvað til mín,
sem ég skildi ekki og hlupu því
næst flissandi brott. Ég gekk
inn í F 12.,
Hér var nýstárlegur þefur
innan dyra. Það var lykt af
prentsvertu. Gegnum opnar
dyr til hægri handar sá ég inn
í herbergi, þar sem gamall mað-
ur með græna augnahlíf var
að sýsla við eitthvað verk. En
drengur snéri handknúinni
prentvél. Til vinstri handar
voru dyr og á hurðinni var
skilti er á stóð ,,Ritstjóri“. Ég
drap á dyr og gekk inn. Ungur
maður gyðinglegur útlits, leit
upp úr bók, sem hann var að
lesa í og glápti á mig f jarrænu
augnaráði. Hann var snögg-
klæddur og sat ekki við skrif-
borð sitt, heldur á skriflislegum
stóli úti við gluggann.
— Ég heiti Marion Sommer.
Ég fékk bréf frá yður — hóf ég
máls. ,
— Erað þér vélritunarstúlk-
an? spurði hann og horfði á mig
á þann hátt. að mér fannst, sem
mér hlyti að vera ákaflega áfátt
í öllu tilliti. Ég kinkaði kolli og
bjóst til að taka upp bréfið.
— Upp á loft, sagði hann og
benti með 'þumalfingrinum,
sem angaði af bleki, upp í loftið.
Ég lokaði dyrunum, dró ofan
hanzkana og lagði á stað upp
stigann.
Howard Watson féll mér vel
í geð þegar við fyrstu sýn. Útlit
hans, klæðaburður. hreyfingar,
framkoman. vöxtur og karl-
mannleg íturmennska, allt féll
mér þetta vel í geð. Hvernig
hann hló. Hvernig hann dans-
aði. Hvernig hann kyssti.
Mér féll Walter Brandt illa í
geð allt frá þeirri stund, er ég
sté fæti inn í skrifstofu hans í
fyrsta sinn. Hann var hirðu-
levisislegasti lehlstaklingur í
;h|rðulieysisleigasta umlhverf-i1,
sem ég hafði nokkru sinni séð.
’Hvert sem litið var, blöstu við
hlaðar af bókum. tímaritum og
gömlum handritum, á gólfinnu.
á legubekknum, á stólnum, sem
hann bauð mér sæti á. Hann
sópaði sumum af þeim niður og
um leið og þær féllu á gólfið
gaus upp rykmökkur. En á
nokkrum hluta bókanna sat ég,
og það var ekki hægt sæti. Gólf-
ið var þakið í pappírsblöðum,
úrklippum úr blöðum og vindl-
ingabútum. Grár, feitur köttur
svaf á þerripappírnum á miðju
borðinu. Og það var kækur
Brandts að ýta kettinum í sí-
fellu til hliðar. meðan hann tal-
aði. En kötturinn dró sig stöð-
ugt á sama blettinn aftur, án
þess svo mikið sem opna augun,
þó að hann yrði fyrir þessu
ónæði. Legubekkurinn stóð að-
eins á þremur fótum-. Undir
fjórða hornið hafði verið skotið
tómum ávaxtakassa. Gluggarn-
ir voru gisnir og Giessheim-
stormurinn blés inn um þá. í
einu horninu var ofurlítil elda-
stó. rauðkynnt. Ketill með sjóð-
andi vatni stóð á stónni og gus-
aðist í sífellu ofurlítið úr hon-
um út á eldstæðið. Breyttist það
þar í gufu og rauk upp í loftið
með reiðilegu hvæsi. Mér var
skapi næst að snúa þegar til
baka og halda heimleiðis aftur.
En ég þarfnaðist atvinnu og lét
það því ekki eftir mér.
— Ég heiti Marion Sommer.
Ég fék-k iþetta bréf frá yður
sagði ég aftur og otaði bréfinu
framan í manninn, sem sat bak
við skrifborðið. Hann var snögg
klæddur og flibbalaus. Grósku
mikill, jarpur hárlubbi huldi
NÝJA Blð
„Glettur".
(You’ll never get Rich).
Dans- og söngvamynd
með FRED ASTAIRE
og RITA HAYWORTH.
Sýning kl. 5, 7 og 9.
höfuð hans og djúpir drættir
voru sitt hvoru megin við munn
inn.
— Þér komið tíu mínútum of
seint. sagði hann. — Fáið yður
sæti. — Það var engin klukka
í herberginu, en síðar komst ég
að raun um, að Walter vissi
hvað tímanum leið með því að
fýlgjast , með skólabjöllunhi
hinum megin götunnar. — Mér
þykir það leitt. sagði ég. — En
ég átti í dálitlum erfiðleikum
með að finna staðinn. Ég hefi
aldrei áður komið í Giessheim.
— Ég þykist sjá það, sagði
hann. Og mér fannst hin dökki
búningur minn brenna mig á
bakinu eins og ég væri yfir eldi.
Það fór illa um mig í sætinu
ofan á bókunum og handritun-
GAMLA BSÓ SS
Fórnarlambið.
LOUISIANA PURCHASE
Amerísk gamanmynd, tek-
in í eðlilegum litum.
Bob Hope,
Vera Zorina.
Sýnd klukkan 7 og 9.
kl. 3.30—6.30:
BÓF AFORIN GINN
(Bad Man)
Wallace Beery.
Bönnuð börnum innan 14
ára.
um. — Mér þykir þetta leitt,
sagði ég aftur.,
—■ Ég er Walter Brandt. sagði
hann. — Hafið þér heyrt mín
getið? — Nei — nei, ekki svo að
ég muni, stamaði ég. — Ég hefi
ekki verið lengi hér í Bergheim,
bætti ég við.
— Ég þykist sjá það. Hvaðan
bar yður að?
— Frá Austurríki, Vínarborg,
svaraði ég og velti fyrir mér
jafnframt, hvort það mundi
ekki líka vera ásökunarefni á
hendur mér.
Brandt leit á mig. — Þér eruð
mjög fjarri heimili yðar, sagði
hann. — En hvað hann hafði
skemmtileg augu, hugsaði ég.
Þau voru svo undursamleg fjör-
leg og kringlott. lík.t og fugls-
BASSIJ„BOLLA“j
Bassi og setti upp sakleysissvip hinn mesta. — En Mick hef-
ir gert enn eina skömmina af sér. Apar eru svo sem alltaf
apar.
Börkur leit hvasst á Bassa og var svo sem ekkert árenni
legur.-Hann átti óhægt með að sjá hvenær Bassi hafði gert
sig sekan um yfirsjónir, eða ekki fyrr enn honum hafði
hlotnazt frekari vitneskja. Því olli sakleysissvipur hans.
— Þú getur látið dýrin í búr sín, þrumaði hann. — Og
svo er bezt að þú snautir heim.
Bassi varð dapur í bragði. ,
— Svo að þér vitið þá allt af létta! mælti hann undr-
andi. — Það hefur þá einhver sagt yður sólarsöguna!
Dýrakaupmaðurinn leit á hann, og var sem eldur brynni
úr augum ’hans. ,
— Ég veit það eitt, að ég er tekin að þreytast á þessum
atvinnuvegi, mælti hann. — Ég á nú ekki mörg dýr óseld, og
ég fæ engin keypt í staðin, svo að ég þarf ekki á aðstoðar-
manni að halda úr þessu.
Bassa brá í brún. Þetta var í fyrsta sinn, sem Börkur
hefði'gefið það greinilega í skyn, að uppsögn hans væri svo
sem ákveðin. Börkur hafði auðsýnilega þagað yfir þessu þar
til á síðustu stundu, svo að Bassi gæti ekki haft framkvæmd-
--AND NOT MANY AIR MIUES AWAV,
ANOTHER .PLANE IS WÍNGINO
TOWARD AN IMPORTANT MISSION.
WELL AHEAD
SIR ! WE'VE
GOT A HOT
. TAILWIND/
ARE WE KEEPING
ON SCHEDULE, .
LIEUTENANT? 1
'After APJp°-
GENERAt TODT
ESCAPES, THE
AIR-BASE FALLS INTO
RUSSIAN HANOS, AND
E-CORCHY, ARCHIE
AND LUSYA 'INA
REFÍTTEO PLANE
HEAO eACK.ro
COMPLETE THEÍR
MISSION
-íðíWK,
Eftir flótta Toots hershöfð-
ingja, náðu Rússar yfirhönd-
inni á flugvellinum. Örn og
Lusya fundu Archie út í skóg-
inum, en síðan leggja þau öll
þrjú af stað í flugvél til að
Örn: Þarna eigum við að
taka benzín. Þeim hefir verið
skýrt frá komu okkar. Nei, sjá-
ið þið bara hversu höfðinglegar
móttökurnar era!
--------En í nokkurra mílna
fjarlægð er og önnur flugvél á
flugi og hefir líka þýðingar-
miklu hlutverki að sinna.
— Hvernig gengur ferðin
undirforingi? Haldið þér að við
getum haldið áætluninni? —
Já, herra, vð erum heldur á
undan áætlun. Vindurinn stend
ur í skottið á okkur!
halda áfram ætlunarverki sínu.
/