Alþýðublaðið - 02.11.1943, Síða 4
ALÞYÐ UB LAÐ iÐ
Þnðjudagur 2. aóvember 1943.
trtgefandi: Alþýauflokkurinn.
Ritstjóri: Stefán Pétursson.
Ritstjórn og afgreiðsla í Al-
þýðuhúsinu við Hverfisgötu.
Símar ritstjómar: 4901 og
4902.
Símar afgreiðslu: 4900 og
4906.
Verð í lausasölu 4G aura.
Alþýðuprentsmiðjan h.f.
Ferðafélaiið m
Ferðafélag íslands
hefir unnið mikið og þjóð-
legt starf síðan það var stofn-
að. Öllum er kunnugt, að það
hefir svo að segja leitt fólkið
út í náttúruna, því að áður en
það hóf starfsemi sína, kvað
mjög lítið að ferðalögum í sam-
anburði við það, sem nú er orð-
ið. Að vísu má segja að bættar
samgöngur, betri og fleiri vegir,
fleiri brýr og bætt nýtísku far-
artæki hafi átt hér mestan þátt-
ínn í. En vakti ekki Ferðafé-
lagið þörf fólksins fyrir því að
kynnast landi sínu betur en áð-
ur var, og gaf því marga mögu-
leika til þess, sem það hafði
ekki áður? Ferðafélagið hefir
undanfarinn hálfan annan ára-
tug efnt til ferðalaga svo að
segja um landið þvert og endi-
langt og ekki hefir verið kostur
á ódýrari skipulögðum ferða-
lögum en á vegum þess.
Þetta starf hefir verið braut-
ryðjendastarf. í kjölfar þess
hefir komið meðal annars bar-
átta verkalýðsfélaganna fyrir
því að afla félögum sínum sum-
arleyfa, og þá fyrst og fremst
til þess að verkafólkið gæti not-
ið þeirrar gleði og þeirrar hvíld-
ar, sem náttúran getur veitt
borgarbúunum. En þessi við-
leitni gekk stirðlega. Nauðsyn-
legt var að slík gæði væru
tryggð með löggjöf öllum vinn-
andi mönnum, og þetta tókst
Alþýðuflokknum að fá fram
með samþykkt orlofslaganna í
fyrra.
En þessi nýju lög, sem veita
næsta sumar þúsundum manna
sumarleyfi í fyrsta skipti, vekja
ný viðfangsefni. Það þarf áð
skipuleggja sumarleyfin, svo að
fólk geti notið laganna vel og
á réttan hátt, og svo ódýran,
sem frekast er kostur. Verka-
lýðsfélÖgin hafa nú þetta mál
með höndum og undirbúa starf-
ið. En þetta er ýmsum erfiðleik-
um bundið, eins og gefur að
skilja með svo veigamikið
byrjunarstarf.
En getur ekki hafizt samstarf
milli Ferðafélags íslands og
verkalýðssamtakanna, og þá
einnig til dæmis Verzlunar-
mannafélags Reykjavíkur um
þetta mál? Allt virðist mæla
með því. Ferðafélagið hefir
reynsluna og þekkinguna eftir
margra ára starf, og það hefir
marga starfshæfa og ötula ferða
menn, sem hafa á undanförnum
árum unnið að skipulagningu
ferðalaganna fyrir félagið.
Um þetta var nokkuð rætt
upp í Skíðaskála á sunnudaginn
var, en þangað bauð stjórn
Ferðaíélagsins, og tvær starfs-
nefndir þess, blaðamönnum.
Það kom í ljós, að Ferðafélagið
hefir mikinn áhuga fyrir þessu
máli, og ættu því að minnsta
kosti að geta hafizt viðræður
milli stjórnar þess og samtaka
orlofsfólksins'um það.
Nauðsynlegt virðist vera að
koma á fót skrifstofu, sem
starfi allt árið að skipulagningu
þessara mála, og verður kostn-
aður við starfrækslu hennar að
greiðast af samtökunum, þeim,
Jón Blðndal:
Borgarsfjórinn á undanhaldinu
I.
Bjarni BENEDIKTSSON
borgarstjóri kallar síðustu
grein sína ,,tvö sjónarmið".
Hann segir að sjónarmið þeirra
hraðskilnaðarmannanna sé það,
að íslendingar einir eigi rétt
til íslands, að þeir einir eigi að
setja sér lög, en sjónarmið okk-
ar hinna sé allt annað, við vilj
um viðurkenna rétt annarra
þjóða til yfirráða á íslandi.
En um hvað er deilt? ísland
er fullvalda ríki, að svo miklu
leyti, sem fullveldi þess er ekki
skert af Bretum og Bandaríkja-
mönnum. ísland hefir fram-
kvæmd allra sinna mála, einnig
utanríkismálanna í sínum eigin
höndum, og við þurfum ekki og
ætlum ekki að, láta hann aftur
af hendi. Eina hættan á því er
sú, að við hegðuðum okkur svo
ógætilega gagnvart samnings-
skuldbindingum okkar, að við
yrðum dæmdir til þess af gerð-
ardómi, að láta utanríkismálin
aftur í hendur Dana um 3 ára
skeið. Sama máli gegnir um
hina æðstu stjórn.
En þáð er mjög mikill mis-
skilningur á orðinu fullveldi,
sem fyrrverandi lagaprófessor
ætti ekki að gera sig sekan um,
að þalda því fram, að það leyfi
einhverri þjóð að gera það, sem
henni sýnist í viðskiptum við
aðrar þjóðir, m. a. að rjúfa
gerða milliríkjasamninga.
Fullveldi (suverænitet) er
réttur þjóðar til þess að ráða
sjálf málum sínum, án þess að
vera réttarlega háð öðrum þjóð-
um, innan takmarka hins al-
menna þjóðaréttar. En ein af
meginreglum þjóðaréttarins er
að samninga beri að halda. Og
engum er það jafnmikil nauð-
syn og smáþjóð eins og íslend-
ingum, að halda gerða samn-
inga út í yztu æsar. Þetta verð-
ur ekki of oft sagt.
Bjarni Benediktsson lítur á
sambandslögin 1918, sem færðu
íslandi fullveldi sitt, sem kúg-
unarbond, „leyfar margra alda
áþjánar“, sem þjóði-n eigi að
„hrista af sér“ hvað sem öllum
samningum og þjóðarétti liði.
Við andstæðingar hans í
þessu máli, lítum á sambands-
lögin sem áfanga á leiðinni að
langþráðu frelsistakmarki ís-
lenzku þjóðarinnar, en jafn-
framt sem milliríkjasamning,
sem eigi að halda út í yztu æsar
af okkar hálfu.
Þetta eru hin tvö sjónarmið,
en ekki þau, sem Bjarni Bene-
diktssón talar um.
II.
í hinum aígeru rökþrotum
sínum reynir Bjarni Benedikts-
son að gera mig og Jón Ólafs-
son lögfræðing tortryggilega
fyrir það, að við höfum ráðizt
á ályktanir alþingis 10. apr.
1940, og talið að þær byggðust
ekki á réttum grundvelli. En
við höfum einmitt báðir sér-
staklega undirstrikað, að þessar
aðgerðir alþingis hafi verið ó-
umdeilanlega réttar. Þessar á-
lyktanir tala að vísu aðeins um
ómöguleika af hálfu Dana til
að fara með hið æðsta vala og
utanríkismálin. En við höfum
bent á. að ómöguleikinn (eða
vanefhdirnar eins og Bjarni kall
ar hahh) hafi verið gagnkvæm-
ur. íslendingar hafi heldur ekki
getað náð til danskra stjórnar-
valda, þó þeim hefði verið
kleift að annast skyldur sínar.
Þetta stangast vitanlega ekkert
á við samþykktir alþingis, þótt
þær taki þetta ekki fram bein-
um orðum, en að dómi Bjarna
virðist það ganga landráðum
næst, að vekja athygli á því, að
ómöguleikinn hafi verið gagn-
kvæmur, því þá geta auðvitað
ekki reglurnar um „einhliða
vanefnd" („einseitige Nichter-
fullung“ eins og Anzilotti kall-
ar það) komið til greina.
En nú vill svo til, að við Jón
Ólafsson erum ekki þeir fyrstu,
sem bentu á þetta. M. a. hefir
maður að nafni Bjarni Bene-
diktsson gert það í Andvara
1940, bls. 26. Þar stendur:
„.... Ákvörðunarvaldið
um hvert einasta útlausnar-
efni er í höndum íslenzkra
stjórnarvalda, og úr því þeim
er ómögulegt að ná til
danskra stjórnarvalda og
segja þeim, hverjar ákvarð-
anir eru teknar í íslenzkum
utanríkismálum, er ljóst að
Danmörk getur ekki, meðan
svo stendur, farið með utan-
ríkismál íslands“. (Leturbr.
J. Bil..).
Þetta var að vísu áður en
Bjarni fann upp vanefndakenn-
inguna og hann gat því leyft
sér að ræða hlutdrægnislaust
um málið, en nú nálgast það
landráð að hans dómi að halda
fram sams konar sjónarmiðum.
Að vísu mætti skilja hin ofan-
greindu ummæli Bjarna 1940
þannig, að „vanefndirnar" væru
fyrst og fremst íslendinga meg-
in, þ. e. eins konar öfug van-
efndakenning, en það skiptir
mínnstu máli þó Bjarni hafi
komizt svona ógætiléga að orði.
*
Þá birtir Bjarni fyrri hluta
af setningu úr grein eftir mig
25. ág. 1943, til þess að sanna
að ég hafi skipt um skoðun gagn
vart ályktunum alþingis 17. maí
1941. En hér er sami heiðarleik-
inn í vinnubrögðum eins og
annars staðar, framhald setning
arinnar í grein minni var svona:
„. . a. m. k. trúi ég því ekki
að þeir menn skipti hundruð-
um, sem ekki eru sammála
þeirri stefnu, er þar var mörk-
uð. Hún var sú, að ekki yrði
um að ræða endurnýjun á
sambandlagasáttmálianum, .að
stofnað skyldi frjálst og óháð
lýðveldi, en að ekki yrði gengið
frá formlegum sambandsslitum
að svo stöddu, vegna „ríkjandi
ástands.“
Með ríkjandi ástandi hlaut
að vera átt við hernám Dan-
merkur og.íslands annars hvors
eða hvors tveggja.“
Þarna sést greinilega hverju
ég var samþykkur, og þessi
sömu sjónarmið hefi ég ítrekað
í svo að segja hverri grein, sem
ég hefi ritað um sambands-
málið. Þar er ekki um neitt
undanhald eða stefnubreytingu
að ræða.
III. .
Hins vegar er borgarstjórinn,
sem gerir sér svo tíðrætt um
undanhaldsmenn, sjálfur á mjög
svo ‘ átakanlegu undanhaldi.
Hann er sýnilega farinn að
finna að vanefndakenning hans
þyki hvorki smekklegur né
traustur grundvöllur að byggja
á lokasporið í skilnaðarmálinu.
Þess vegna segir hann þvert of-
an í margendurteknar yfirlýs-
ingar Morgunblðsins undan-
farnar vikur og mánuði:
„Sannleikurinn er sá, að
þótt vanefndareglurnar vit-
anlega haldi gildi sínu, þá
hafa íslendingar (þ. e. Bjarni
og Moskvaklíkan) þó ákveð-
ið að byggja sambandsslita-
rétt sinn ekki fyrst og fremst
á þeím, heldur á ákvæðum
sambandslaganna sjálfra um
gildistíma sinn.“
Þar með liggur fyrir yfirlýs-
ing Bjarna um að þeir hrað-
skilnaðarmennirnir hafi kistu-,
lagt vanefndakenninguna. Hvíli
hún þá í friði, þangað til Bjarni
vekur hana upp aftur í næstu
rökþrotum sínum.
En hvernig ætlar Bjarni
Benediktsson svo að byggja það
á ákvæðum sambandslaganna,
að alþingi geti einhliða sam-
þykkt skilnað strax eftir ára-
mót 1943?
Bjarni segir:
„Því að í sambandslögunum
sjálfum er íslendingum heimil-
að að slíta þeim einhliða eftir
árslok 1943. Heimild þessi er að
vísu því skilyrði bundin, að
þremur árum áður hafi verið
gerð krafa um að byrjað yrði
á samningum um endurskoðun
sambandslaganna. En allan tím-
ann frá árslokum 1940 fram á
þennan dag hefir verið ómögu-
legt að fullnægja þessu á-
kvæði.“ (Leturbr J. Bl.).
Og síðar
„Sannleikurinn er hins vegar
sá, að íslendingar hafa aldrei
gert kröfu um endurskoðun,
eins og sambandslögin áskilja.
Þegar af þeirri ástæðu, að það
hefði verið hin freklegasta ögr-
un við Dani gð krefja þá við-
ræðna um sambandsmálið allan
tímann frá 9. apríl 1940.“
Kemisk-hreinsun.
Fatapressim.
Fljót afgreiðsla.
P. W. Biering,
Traðarkotss. 3. Sími 5284.
(Við Hverfisgötu).
Undirföf!
^ Náttkjólar frá 23.00. §
5 Nátttreyjur, 24.85.
Náttföt 31.00.
Grettisgötu 57.
Við skulum nú athuga þessar
fullyrðingar Bjarna í ljósi stað-
reyndanna.
1. Var hægt að koma á fram-
færi kröfu um endurskoðun eft-
ir árslok 1940? Vitanlega var
það hægt, og það var líka gert
eins og síðar skal sýnt (sjá
tölulið 3.).
2. Hefði það verið frekleg
móðgun við Dani af því að land-
ið var hernumið? Maður getur
ekki annað en undrazt brjóst-
heilindi Bjarna, að halda fram
þvílíkum rökum. Það á að vera
móðgun við Dani að segja að
við krefjumst endurskoðunar á
Frh. á 6. síðu.
sem njóta starfseminnar, og
ríkis- og bæjarsjóði. Með þessu
fyrirkomulagi verður kostnað-
urinn ekki tilfinnanlegur fyrir
neinn af þessum aðilum.
Nauðsynlegt er, að nú þegar
verði farið að vinna að þessu
máli, því að strax, næsta sumar,
er full þörf á að búið verði að
skipuleggja orlofsferðir um
landið, og það er allinikið verk.
*.*
UNDANFARIÐ hafa þeir
Jónas Jónsson, formaður
Framsóknarflokksins, og Þórar-
inn Þórarinsson, ritstjóri Tim-
ans, verið að karpa um það,
Jónas í „Degi“, en Þórarinn í
„Tímanum“, hvort Framsókn-
arflokkurinn ætti heldur að
taka sér til fyrirmyndar Ófeig
í Skörðum eða Þorgeir Ljós-
vetningagoöa í þeim átökum,
sem ættu sér stað og enn væru
fram undan í íslenzkum stjórn-
málum. Hefir þessi ritdeila vak-
ið þó nokkra athygli og gaman-
semi og var hún meðal ann-
ars gerð að umtalsefni í Akur-
eyrarbréfi, sem birt var í Morg-
unblaðinu í gær. Þar segir:
„Það er gaman að fylgjast með
skrifum Jónasar frá Hriflu í
,,Degi“ annarsvegar og Þórarins
Tímritstjóra hinsvegar. Jónas hef-
ir, sem kunnugt er, haldið því
fram í skrifum sínum undanfarnar
vikur að allir framleiðendur'
skipuðu sér saman í flokk, er
legði hnefann í borðið frammi
fyrir launþegum, og segði að dæmi
Ófeigs í Skörðum: „Hversu lízt
þér hnefi sá“? Þórarinn hefir í
Tímanum varað við þessari
„tveggja flokka“ stefnu og talið
hana líklega til að auka átökin
um þjóðfélagsvöld. — Hefir hann
hvatt sína menn til að brevta eft-
ir Þorgeiri Ljósvetningagoða og
reynt að sína fram á, að Fram-
sóknar flokkurinn hafi alla
jafna verið í hlutverki hans. Jón-
as er ekki sem ánægðastur með
kenningar Þórarins og fyrirmynd-
ina hans. Segir hann í ,.Degi“ 21.
október, að þessi maður, sem
Þórarinn hafi haft að leiðarstjörnu
undanfarin. ár, hafi á alþingi ár-
ið 1000 brugðist ,,trú sinni og
þjóðskipulagi“. Og hann lýsir
framkomu og verknaði Þorgeirs
með svofeldum orðum:
„Hann gafst upp fyrir útlenda
valdinu, fyrir kúguninni og
grimd Noregskonungs. Hann
bjargar engu í höfn fyrir mál-
stað sinn og sinna samherja,
nema því, að þeir megi eta hrossa-
ket og bera út börn. — Þannig
er saga Þorgeirs á Ljósavatni á
Þingvöllum árið 1000. Það er
sagan um stórfeldustu svik gagn-
vart málstað samherja og skoð-
anabræðra, sem saga íslands
hermir frá. Þau einu hlunnindi,
sem hann tryggði trúbræðrum
sínum, voru í sjálfu sér glæpsam-
leg, þar sem um útburð barna er
að ræða“. Og síðar sigir hann:
„ .... Bændastéttin hefir um
tvo vegi og tvö fordæml að velja.
Hún getur tekíð upp vörn með
framsýni í andlegum úrræðum og
skipulegri hagnýtingu valdsiná og
sigrað eins og Ófeigur í Skörðum.
En hún getur líka tekið sér til
fyrirmyndar Þorgeir á Ljósavatni.
Hún getur lagst flöt, breitt feld
yfir höfuð sér og lýst yfir, að hún
vilji ekki verjast, þó að hún eigi
tilveru sína og si-nna í augljósri
hættu“.
Fyrir 5 árum síðan birtist x Tím-
anum ræða, er hátt skrifaður
Framsóknarmaður í Þmgeyjar-
sýslu hafði haldið, þar sem hann
ræðir mjög nauðsyn þess, að
Framsóknarflokkurinn talci upp
merki Þorgeirs Ljósvetningagoða
Telur hann, að úrskurður Þor-
geirs á ■ alþingi hafi verið „afar
glæsilegur vitnsburður um vits-
muni og framsýni norræns ánda“.
Þórarinn Tímaritstjóri telur
Framsóknarflokkinn hafa leikið
hlutverlc Þorgeirs undanfarið og
Frh. á 6. síöu.