Alþýðublaðið - 02.11.1943, Qupperneq 6

Alþýðublaðið - 02.11.1943, Qupperneq 6
0 hefir fengið einkaumboð á íslandi fyrir nokkrar hinar ágætustu svissnesku úraverksmiðjur, svo sem Við gerum stærstu úrainnkaup, sem þekkst hafa hér á landi. — Hið lága verð hefir vakið undrun almennings. Félagar vorir eru þessir; Arni B. Björnsson Filippus Bjarnason Halldór Sigurðsson Haraldur Hagan Jóhann Árm. Jónasson Jóhann Búason Jón Hermannsson Magnús Ásmundsson & Co. Magnús Sigurjónsson Sigurður Tómasson Sigurjón Jónsson Sigurþór Jónsson Þorkell Sigurðsson Einar Þórðarson. Kristján Halldórsson Stefán Thorarensen f REYKJAVIK; f HAFNARFIRÐI: Á AKUREYRI: Skúli K. Eiríksson Þórður Jóhannsson J. F. Michelsen Á SAUÐÁRKRÓKI: Fagmennirnir ábyrgjast vandaða vöru, HANNES Á HORNINU (Frh. af 5. síðu.) ekki víst að nokkur friður sé til að hlusta á útvarp, því allir við- urkenna að laugardagskvöld eru ó- næðissömustu kvöld vikunnar. Þá má helzt reikna með gestum í heim- sókn, unga fólkið að útbúa sig til að fara ,,út í lífið“, heimilisfólkinu langar til að fara í leiki eða þrautir spila á spil o. s. frv. Það verður að taka tillit til þess, að vilji mað- ur hlusta á leikrit og hafá gaman af, verður að ríkja algjör kyrrð og ró, en flests annars útvarpsefnis er vel hægt að njóta þótt verið sé að skemmta sér annað um leið, t. d. spila á spil.“ „MIG LANGAR TIL að heyra þitt álit á þessu, Hannes! Hvort þér finnst ekki, eins og mér og svo mörgum öðrum, alveg sjálfsagt, að hafa útvarpsleikritin helzt þau kvöld, þegar sem flestir geta hlust að (öll kvöld geta komið til greina nema laugardags- og shnnu dagskvöld). Útvarpið hefur svo fjöldamargar leiðir til þess að skemmta þeim á laugardagskvöld- um, sem vilja skemmta sér við að hlusta á útvarp: Upplestur gamansagna, einsöngur, harmoniku spil, gamanvísur o. s. frv.“ ÉG HEFI OFT ÁÐUR minnst á þetta með leikritaflutninginn á laugardagskvöldum og óskað eftir því að leikritin væru flutt á eitt hvert annað kvöld. Rök mín fyrir þessu hafa að mestu verið þau eömu og höfundarins. En það eru „mektarbokkar“, sem stjórna útvarpinu, eins og þið sjáið! . .EN AF ÞE.SSU TILEFNI vil ég minnast á Macbeth. Fyrsta ganga bins nýja leikritaráðunauts var ekki ágæt. Hér er um stórbrotið leikrit að ræða, en ég veit að mikl- um- þorra útvarpshlustenda hefur þótt það of sterkt. Hinum — og ég er einn þeirra — þótt músikin allt of sterk. Kvenraddirnar heyrð ust mjög illa og stundum alls ekki og oft þurrkuðust setningar Þor steins Ö. alveg út í nið hljómsins. „BERGUR í BLÁFELLI skrifar Ríkisstjórnin gaf út leiðbeiningar ásamt áskorun til bifreiðastjóra um að spara gúmmí og benzin, eins og hægt væri. Eftir þessum boðskap að dæma skyldi maður ætla að allt væri gert til að halda við vegunum, svo að þeir væru ak- færir. En það hafa þeir ekki verið síðan umferðin varð svona mikil, þó unnið væri allt árið í nágrenni Reykjvíkur og aðalvegunum í Ár nessýslu. Nú skipar ríkisstjórnin svo fyrir að öll vegavinna skuli hætta um næstu mánaðarmót.“ ÞEIR sem unnið hafa í vegun- um verða atvinnulausir, ,ekki þýð ir að leita til Reykjavíkur, þó að vinna þar sé nóg ennþá, því að ekki er húspláss þar handa þeim sem fyrir eru hvað þá fleir um. Sumir af þessum vegamönn um fóru í veginn í vor aðeins af því að þeimi var gefin von af verkstjóra að vinna yrði í vetur líka. Á sama tíma eru kröfur um að einni stétt sé tryggð fjárhags- leg afkoma og styrkt með fleiri miljónum úr ríkissjóði. Ég held að við vegavinnumennn hlöfum verið illa sviknir með þessari stöðvun vegavinnunar.“ VEL MÁ ÞETTA rétt vera hjá bréfritaranum, en er ekki ógjörn ingur að halda uppi vegavinnu á vetrum? Væri það verk ekki lít- ils virði, sem yrði unnið á veg- um úti í vetrarveðrum og hinum sífelldu umhleypingum? ALÞYÐUBLAÐiÐ »qui3A9U 'z anScpnfgu^ BoroarstjóriDD á DDdC' Flmmtugur í dag: Frh. aí 4. síðu. sambandslögunum, samkvæmt ákvæðum þeirra sjálfra, en það er engin móðgun við Dani að segja að við slítum sambands lögunum einhliða, þvert ofan í ákvæði þeirra, vegna vanefnda af þeirra hálfu! Kröfuna um endurskoðun mátti setja fram að efni til þannig: Við ætlum að nota rétt okkar samkvæmt samþandslög- unum, til að kref jast endurskoð- unar. Við vitum að samningar geta ekki farið fram sem stend- ur, en við vonum, að þeir geti ]Dað áður en 3 ár eru liðin, m. ö. o., að þið verðið þá lausir undan hlekkjum ykkar. Þetta hefði sannarlega ekki verið nein móðgun eða ögrun. 3. Er hægt að skoða samþykkt alþingis 17. maí 1941 jafnframt sem kröfu um endurskoðun? Vegna orðalags tillögunnar fannst mér við fyrstu athugun, að það gæti verið vafasamt, en við athugun á skjölum málsins áá ég að á því getur enginn vafi leikið. Bjarni segir sjálfur, að Danir hafi talið yfirlýsinguna frá 17. maí 1941 kröfu um endurskoð- un. Þetta sést ótvírætt af svar- bréfi Staunings 31. maí 1941, og þurfum við Bjarni þá ekki frek- ar um það að deila. En einnig íslenzka stjórnin hefir í svarskeyti dags. 23. júní 1941, við þessu bréfi, ekki aðeins látið hjá líða að mótmæla þessum skilningi Staunings, heldur beinlínis á'ýótvíræðan hátt látið í ljósi, aS hér væri um að ræða kröfu um endur- skoðun samkvæmt sambands- lögunum. í skeytinu segir svo um álykt unina 17. maí 1941: „Tids- punktet er netop det i Forbunds loven forudsatte for Tilkende- givelsen af Fremtidsforsætter, hvilke Forsætter saavel som Fnemsættielse straks'primo 1941 for Islands' Vedkorhinende be- budet ved Altingsvedtagelser 1928 og 1937.“ Á íslenzku: „Tíminn er einmitt sá, sem gert er ráð fyrir í samhands lögunum til þess að gefa til kynna framtíðarfyrirætlan- ir, en þessar fyrirætlanir og það, að þær yrðu lagðar ar fram í ársbyrjun 1941, voru af íslands hálfu boð- aðar með alþingissamþykkt- um 1928 og 1937.“ Nú vita allir, að það hefir enga réttarlega þýðingu, þótt alþingi hafi 1928 og 1937 boðað kröfu um endurskoðun í árs- byrjun 1941, heldur einungis hvenær krafan er sett fram eftir árslok 1941. Og tilvísun ís- lenzku stjórnarinnar í sím- skeytinu til sambandslaganna getur í þessu sambandi ekki þýtt annað en að hún skoði sam þykktina jafnframt sem kröfu um endurskoðun. En nú segja sambandslögin ó- tvírætt, að samþykkt á einhliða sambandsslitum geti ekki farið fram á alþingi fyrr en 3 árum eftir að krafa um endurskoðun kom fram, þ. e. 3 árum eftir 17. maí 1941, eða nánar tiltekið 20. maí 1941, því þá var ályktun- in tilkynnt dönsku stjórninni. Eftir er þá að fullnægja því ákvæði sambandslaganna, að samningar fari fram. Það er hægt að gera meira að segja á einum degi eftir að Danmörk verður aftur frjáls, ef svo ólík- lega skyldi til vilja, að danska stjórnin féllist ekki þegar á sambandsslit með frjálsu sam- komulagi. B jarni Benediktsson gerir sér tíðrætt um þjóðhollustu mína, og samherja minnaT þessu máli, og telur hana ekki upp á marga fiska. Ég tel mig þar í betri fé- lagsskap, en hann með sína Moskvakadindla. Ég ætla ekki að bera honum á brýn skort á ¥ DAG verður Óskar Jónsson, prentari í Eddu, 50 ára. Ekki er þó á honum að sjá, að hann hafi lagt þenna árafjölda að baki, því að hann er enn sem fyrr hvatur í spori, lipur og bjartsýnn, glaður og reifur, á- hugamaður og ötull til starfa. Að félagsmálum prentara hef ir Óskar unnið vel og lengi, enda er hann einlægur fylgis- maður menningarhugsjóna verkalýðsins. Hann er og prýði- lega máli farinn,- gjörhugull og sannfærandi í ræðu, sanngjarn í dómum um menn og málefni log 'hinn úrræðabezti í öllum vanda. Það eitt kynni stéttar- bræðrum hans að þykja á skorta að hann væri hlédrægur um of til þess að standa jafnan í fylk- ingarbrjósti, en þess ber að* minnast, að þeir, er þar hafa staðið jafn vel og lengi sem Óskar, eiga sanngjarna kröfu um hæfilega hvíld, og svo hins að Óskar mun að eðlisfari frem- ur vera friðarins maður og sættir manna en gunnreifur bardagamaður. Fæstir menn munu svo ham- ingjusamir, að lífsstarf þeirra fullnægi þeim að öllu leyti, fylli hverja auða stund og sé í sam- ræmi við þrár þeirra og hæfi- leika. Þá velja menn sér oft tómstundasýsl við sitt hæfi. Þar hefir Óskar ekki valið af verri endanum. Það er hljómlistin sjálf, sem hann helgar tóm- stundir sínar. Fyrst var hann í lúðrasyeittinni Hörpu, og síðan 1 Lúðrasveit Reykjavíkur og Hljómsveit Reykjavíkur og er einn af stofnendum þeira beggja Hefir þann starfað af fádæma áhuga og fórnfýsi í þessum sveitum báðum, og er óhætt að fullyrða, að hljómlistarmenning höfuðstaðarins á honum margt og mikið að þakka. Óskar Jónsson er vinsæll maður mjög, og þess mun hann verða var í dag, er heillaóskir vinanna streyma til hans. Fyrst og fremst munu þó prentarar og hljómlistarmenn hylla hann sem einn af sínum beztu mönn- um. Og Óskar á alla þessa vina hylli skilið, því að hann er fyrst og fremst drengur góður. Þ. H. Litlu telpunni, sem lenti í biíeiðarslysinu líður vel. LITLU TELPUNNI Ásu Esther, sem varð fyrir flutningabifreiðinni á Gríms- staðaholti fyrir helgina, líður nú vel. Var hún flutt heim til sín, þegar hún hafði verið rann- sökuð í Landsspítalanum. Það skal tekið fram, að telp- an hljóp yfir götuna aftur und- an strætisvagninum, en bifreið in, sem ók yfir hana hafði kom- ið á móti honum. föðurlandsást, þótt hann þykist ekki vita af þeim eiginleika hjá mótstöðumönnum sínum. En hann hefir látið tilfinningar sínar og flokkspólitískt ofstæki blinda sér sýn um það, hvað múni affarasælast fyrir fram- tíðarhagsmuni íslands. Hann heldur að hamingja íslands, sem algerlega sjálfstæðrar þjóð ar, mælist á mælikvarða, sem er aðeins brot úr hans eigin ör- stuttu æfi. Ég hefi þá trú, að þjóð minni vegni því betur, sem hún treystir meir á reglur drengskapar og velsæmis í við- skiptum við aðrar þjóðir, og því meir, sem hún virðir þær skuld- bindingar, sem hún hefir tekið á sig af sínum eigin frjálsa vilja. Óskar Jónsson. Nýtt heimspekirit: Yandamái mannlegs lífs. Effir próf. Ágúsf H. Bjarnason. NÝTT HEIMSPEKIRIT er komið út eftir prófessor Ágúst H. Bjarnason og heitir „Vandamál mannlegs lífs“ og er það fylgirit með árhók Há~ skóla fslands 1937—1938. í inngangsorðum fyrir ritinu segir prófessorinn meðal annars „Þau vandamál mannlegs lífs, sem hér eru tekin til meðferð- ar, eru öll hin mikilvægustu. Eru þau hugsuð og rædd út frá ákveðnu siðferðilegu ajónar- miði, því, að mannlífinu á þess ari jörð fari fram, en ekki aft- ur, og út frá þeirri sannfæringut að vissir siðferðilegir eiginleik- ar og siðferðileg breytni séu nauðsynleg skilyrði ekki ein- ungis fyrir heilbrigði lífsins, heldur og fyrir framþróun þess, vexti og viðgangi. En til þess að þetta megi takast, verða menn að kynna sér sem best allt það, er lýtur að erfðum og uppeldi, temja sér mannkosti eins og hófstillingu og hugrekkl og góðan vilja, þroska góðvit sitt, og sýna sig að heiðarleik,. góðvild og réttlæti.“ HVAÐ SEGJA HTN BLÖÐIN? (Frh. af 4. síðu.) eiga að gera það íramvegis, eins og þingeyski Frmsóknarmaðurinn hvatti svo eindregið til um árið, en formaður flokksins lýsir nú fyrirmyndinni sem hinum stór- feldasta svikára, sem íslands- sagan hermir frá. Þykir mörgum. mikið bera á milli, sem vonlegt er. En þó er það ekki þessi á- greiningur, sem mesta eftirtekt vekur, heldur áminning sú, til Tímaritstjórans, sem lesin verður milli línanna og þeir skilja bezt, sem fylgst hafa með pólitík Her- mannsdeildarinnar í Framsóknar- flokknum. Það er daðrið við kom- múnismann, sem J. .1. hefir í huga, þegar hann varar við uppgjöf- inni fýrir útlenda valdinu. Og hann ætlast til að Þórarinn skilji það, að hverskonr sáttagerð eða, samningar, sem fram færi miili Framsóknar og komniúnista, myndi verða jafnað við stórfeld- ustu svik íslandssöguonar.“ Það lætur nú að líkindum, að Jónas hafi ekki aðeins verið að hugsa um löngu liðna menn og atburði, þegar hann byrjaði að skrifa um þá Ófeig í Skörðum og Þorgeir Liósvetningagoða. Ófeigur í Skörðum — það er Jónas sjálfur En „svikarinn“ — Þorgeir Ljósvetningagoði — það er Mermann!

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.