Alþýðublaðið - 12.11.1943, Side 3

Alþýðublaðið - 12.11.1943, Side 3
.Föstudagur 12. nóvember 1943. ALÞYÐUBLAÐIÐ I Myndin sýnir Brenner-skarðið á landamærum Ítalíu og Aust1ir^:.g ________ ^itt sinn voru þar ítölsk herfylki til þess að vérja Austurríki gegn áleitni Þjoð^^ Nú eru þar þýzk herfylki til þess að verja Austurríki gegn „áleitni11 bandamanna. Nú hafa bandamenn gert skæöa árás á járnbrautina, sem liggur um skarðið, en um það flytj& þjógVerjar kol, eins og sést á myndinni, og aðrar nauðsynjár handa her sínum á ítalíu. Brenner-skarð. Oagnáhlaup ÞJóðverja í rénun. SÓKN BANDAMANNA Á ÍTALÍU gengur nú greiðar en áður. Harðastir voru bardagarnir í gær á vígctöðv- um 5. hersins, en hann sótti nokkuð fram og tók tvær hæðir í grennd við Cassino. ÞjóðVerjar gerðu nokkur gagnáhlaup, sem öllum var hrundið. Eru bandamenn n úaðeins um 4 km. frá Mignano. Suður af Venafro hafa bandamenn sótt fram um 16 km. Loftherinn hefir mjög látið til sín taka undanfarinn sólarhring. meðal annars varpað sprengjum á Bolzano á Brenner-brautinni, borgina Modane Frakklandsmegin landa mæranna, við Mont Cenis-jarðgöngin og járnbrautina milli Genua og Nizza. Svo virðist, sem Þjóðverjar eigi nú í vök að verjast víða á Ítalíu-vígstöðvunum. — Sókn bandamanna er öruggari en undanfarna daga. Fregnir í gærkveldi hermdu, að þeir væru víða komnir að Sangro- ánni, sem er mestur farartálmi á þessum slóðum. Bandamenn leggja nú allt kapp á að rjúfa járnbrautir og aðrar samgönguleiðir að baki Þjóðverjum með heiftarlegum loftárásum. Flugvélar frá Bret- landi taka einnig þátt í þeim. Eftir brautinni um Mont Cenis jarðgöngin fer þungaflutningur frá Frakklandi, fallbyssur, s.krið drekar og ýmislegar vélar frá verksmiðjum Frakklands. Síð- ast var gerð árás á Modane 16. septémber s.l. og hafa verka- menn í nauðungarvinnu unnið að því að gera við skemmdirnar sem þá urðu. Árás hefir einnig verið gerð á Bolzano og var ný- búið að gera við brautina, þeg- ar flugvirki gerðu hina skæðu árás í gær. Er talið, að skemmd- ir hafi orðið miklar. Flugsveitir fóru einnig til á- rása á Torino í þriðja skipti á fáum dögum. Talið er, að á- standið sé ískyggilegt í borg- inni og þúsundir manna hús- næðislausar. Veldur þetta að sjálfsögðu miklum truflunum á eðlilegu athafnalífi borgarinn- ar, en þar er mikill iðnaður, einkum véla- og rafmagnsiðn- aður. 30 þýzkar orrustuflugvel- ' ar reyndu að ráðast gegn fiug- vélum bandamanna, en ára ig- urslaust. Tyær hinna þýzku flugvéla voru skotnar niður. Lundúnafregnir herma, að Þjóðverjar séu byrjaðir að sprengja upp mannvirki i barg- unum Livorno og Pescara. Með- al annars var gamalt ítalskt beitiskip sprengt í loft upp. Loftárásir voru einnig geröar á Durazzo í Albaníu, Split í Jú,- góslavíu, eyjarnar Kos og Rho- dos og á Krít féllu sprengjur á olíugeyma og urðu þar mikiar skemmdir. Loks er skýrt frá því, að brezkir tundurspillar réðust á skipalest undan Valona í Ai- baníu og ollu miklum spjöllum. T GÆR. fóru flugvirki Banda- •®- ríkjamanna til árása á Múnster í Þýzkalandi. Fregnir um árangurinh hafa enn ekki verið birtar. 4 virkjanna og 3 orrustuflugvélar komu ekki aft- ur til bækistöðva sinna. Árásir voru einnig gerðar á ýrasa staði á Cherbourg-skaga og á flug- velli í Norður-Frakkiandi og Belgíu. Okyrrð í Libanon TUf IKIL ÓKYRRÐ er nú í Libanon, og hefir orðið að grípa til harðhentra ráðstaf ana. Stjórnin í Libanon krafð- ist nýrrar stjórnskipunar, en' Þjóðfrelsisnefnd Frjálsra Frakka hafnaði kröfunni á þeim grundvelli, að það væri ekki unnt fyrr en Frakkland væri frjálst og kosningar látn- ar fram fara. Stjórnarforsetinn í Libanon og 3 ráðherrar hans hafa verið handteknir. Herlög hafa verið sett og franskt herlið hefir orð- ið að beita skotvopnum til þess, að halda uppi reglu. Flugvélasmíði bandamanna LU GMÁL ASÉRFRÆÐ- INGUR Daily Herald skýr- ir frá því, að síðan árið 1938 hafi bandamenn smíðað 270 000 flugvélar af ýmsum gerðum. Þá segir hann, að möndul- veldin smíði um 3000 flugvélar á mánuði, en að í ágústmánuði hafi Bandaríkjamenn einir smíðað 7600 flugvélar. Talið er, að Bretar smíði 2000—3000 flugvélar á mánuði, og sé það meir en Þjóðverjar fái smíðað. Woollon fær nýff ráðuneyti Ymsar BREYTINGAR hafa verið gerðar á brezku stjórninni, að því er tilkynnt var í London í gær- kveldi. Meðal annars hefir Woolton lávarður verið gerður að ráðherra endurreisnarmála, Þjóðverjar hörfa hraft undan vestur af Kiev Dniepr-herinn þýzki í vaxandi hæfiu HERSVEÍTIR RÚSSA sækja fram á 200 km. breiðu svæði og hörfa Þjóðverjar undan vestur á bóginn. Rússar tefla fram nýju og óþreyttu liði. Getur farið svo, að sumar hersveitir Þjóðverja verði hraktar út í Pripet-mýrarflák- ana, norðaustur af Kiev. Rússar eru komnir yfir ána Tete- rev, sem fellur í Dniepr, en hún er síðasta alvarlega tor- færan á leið Rússa til pólsku landamæranna. Á Gomelvíg- stöðvunum hafa Rússar hafið nýja sókn mið miklu liði. Á Krímskaga er enn barizt af mikilli heift, og tilkynna Rússar að þeim hafi borizt liðs- auki á Kerchtanga og sækja að Kerch-borg úr tveim áttum. Vetur er nú genginn í garð á norður- og miðvígstöðvunum og torveldar það hernaðaraðgerðir. Sagt er, að Rússar hafi að nokkru leyti séð við þessu óhag- ræði með því, að útbúa skrið- dreka sína á sérstakan hátt, svo þeim verði beitt í fannkynngi. Þjóðverjar hafa orðið fyrir gífurlegu manntjóni. Til dæmis er þess getið, að af 113. fót- gönguherfylkinu, sem í voru 16 000 menn, séu nú aðeins 1200 eftir. Herfylki þetta var flutt frá Brest í ágústmánuði síðastliðnum. Foringja þess hef- ir verið vikið frá. ■ Rússar halda áfram hinni hröðu sókn sinni norðvestur, vestur og suðvestur af Kiev. Hersveitirnar suðvestur af Kiev hafa náð sambandi við rúss- neska herinn á Pereyaslavl-víg- stöðvunum og ógna æ meir þýzka hernum, sem enn hefst við í Dniepr-bugnum. Hefir hættan aukizt enn við það, að Rússar hafa tekið Gredyenki, sem er aðeins 16 km. frá Bve- laya Tserkov, 80 km. suður af Kiev. Norðvestur af Kiev sækja Rússar í áttina til Korosten og áttu um 40 km. ófarna til oorg- arinnar, þegar síðast fréttist. Þegár Rússar sóttu yt'ir Tete- rev, urðu Þjóðverjar að skiija eftir mikið af hergögnum sín- um og margt manna féll af iiði þeirra fyrir framsveitum Rússa. Frétlir frá Noregi I Mannljén Þjéðverja í loftárásum Brela OKTÓBER s. I. voru all- margir menn handtekn- ir í Þrándheimi. Síðan varð nokkurt hlé á handtökunum, en nýlega hófust þær á ný, og sitja nú .um 200 manns í haldi. Eru það einkum meðlimir úr Félagi ungra verkamanna þar í borg svo og allmargt ungra íþróttamanna. Nýlega var gerð tilraun til þess að ráða nafnkunnan quisl- ing í Þrándheimi af dögum. Maður þessi, Rinnan að nafni, hafði, að því er talið er, átt mik- inn þátt í aftökunum þar í grennd. Hafði hann slegið eign sinni á hús Stöstads ráðherra. Kvöld nokkurt var barið að dyrum í húsi þessu og er hurðin var opnuð, kvað við skamm- byssuskot. Skotið hæfði þann, er opnaði, en síðar kom á dag- inn, að það var bróðir quislings- ins. Ekki hefir hafzt unp á til- ræðismanninum. $ $ $ Ríkislögreglan norska hefir að jafnaði einhvern starfsmann sinn í kirkjunum, er prestar flytja messu. Ef stólræða þvkir snerta um of atburði líðandi stundar, er presturinn fluttur á lögreglustöðina til yfirheyrslu. Er lögreglan mjög gröm út af því tiltæki prestanna að biðja fyrir biskupum Noregs. * & * Hið svonefnda atvinnumála- ráðuneyti í Noregi hefir fyrir- skipað,. að loka skuli flestum viðtækjaverzlunum í Oslo og að starfsmenn þeirra slculi settir í þvingunarvinnu Quislings. Rík- isútvarpið norska mun taka við tækjum þeim, sem til eru og annast sölu þeirra. í september lögðu Þjóðverjar enn hald á mikið af viðtækjum. ENSKA blaðið Daily Herald greinir frá því, samkvæmt upplýsingum Þjóðvérja sjálfra, að alls hafi 102 486 manns far- izt í loftárásum Breta á 12 þýzkar borgir á tímabilinu 1. apríl til 25. október. Tala þeirra, sem fórust í hm- um ýmsu borgum, er sem hér segir: Hamborg 28 350, Köln 18 146, Dortmund 15 008, Han- nover 6320, Diisseldorf 6205, Bochum 4289, Duisburg 4763, Wuppertal 4635, Mannheim 4368, Nurnberg 3947, Frankfurt 3184 og Kassel 2731. en hann var áður mátvælaráð- herra. Orrusfan um Bougainville BOU GAINVILLE-E Y JU geisa harðir bardagar, en Bandaríkjamenn halda velli. f gærkveldi bárust fregnir um, að þeim hefði borizt álitlegur liðsauki, bæði fótgöngulið og skriðdrekar. Fréttastofan þýzka greinir frá mikilli sjóorrustu í grennd við eyna, en segir ekkert frekar um gang hennar. Bandamenn hafa engar fregnir birt um þessi mál.

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.