Alþýðublaðið - 17.11.1943, Blaðsíða 5

Alþýðublaðið - 17.11.1943, Blaðsíða 5
Miðvikudagur 17. nóv. 1943. ALÞYÐUBLAÐEÐ Rodolf Ress i varðhaidinn á Enelandi. GREIN þessi, sem fjallar um Rudólf Hess líðan hans og háttu í varðhaldinu í Bretlandi, birtist upphaf- lega í brezka blaðinu Daily Mail. — Síðar hirtist hún í ameríska tímaritinu Life. Hér er greinin þýdd úr blað- inu Daily Post, sem gefið er át hér í Reykjavík. BRENDAN BRACKEN svar aði á fundi, er hann hélt með amerískum blaðamönnum fyrir tveim mánuðum, fjölmörg um spurningum um Rudolf Hess. Það duldist eigi að þögn- in um Hess var nú rofin, því að ella hefði hinn brezki útbreiðslu málaráðherra vart verið svo fús til að gera mál þetta að um- ræðuefni og raun bar vitni. Síð ar birti brezka hlaðið Daily Mail ítarlega frásögu um líðan og háttu þessa frægasta stríðs- fanga, sem Bretar hafa náð á vald sitt í styrjöld þeirri, sem nú er háð. Hér fer á eftir frá- saga Daily Mail með ýmsum fyllri upplýsingum fréttaritara ameríska tímaritsins Time. . STRAX og Rudolf Hess hafði lent á Skotlandi, krafðist hann þess að ná fundi Georgs konungs og „hertog- anna“ hið fyrsta. Erindi hans var að skýra þeim frá því, að Þjóðverjar væri í þann veginn að efna til innrásar í Rússland og gefa Bretum kost á friðar- samningum og sameiginlegri að fór að ríki Jósefs Stalins. Hess var þess fullviss, að ef konung- urinn og hertogarnir gengju að þessu tilboði Þýzkalands, mundi friður verða saminn á saimri stundu. Fulltrúar brezku stjórnarinn- ar, sem ræddu við Hess, sann- færðust brátt um það, að því fór alls fjarri, að hann hefði afneitað nazismanum. Hann var í hvívetna haldinn þeim firrum, sem hinn þýzki áróður hefir svo mörgum skapað. Af samræðum við Hess duldist það eigi heldur, að jafnvel hinir mestu áhrifamenn Þýzkalands hafa glepjazt látið svo mjög af hinum nazistíska áróðri, að þeim er gersamlega vant sjálf- stærða skoðana ái mönnum og málefnum. Fulltrúar brezku ríkisstjórn- arinnar freistuðu þess í fullri vinsemd að skýra viðhorfin í Bretlandi fyrir hinum tröll- riðna þýzka valdamanni. Þeir kváðu Breta telja Þýzkaland mun hættulegri andstæðing en Ráðstjórnarríkin, og jafnvel þótt konungurinn og hertog- arnir vildu semja frið við Þjóð verja, myndi brezka þjóðin aldrei fallast á slíkt. En Hess kvaðst eigi trúa því, að „auð- mennirnir" og „auðvaldslýðræð ið“ myndu gerast samherjar og vopnabræður hinna rússnesku kommúnista, eða að leiðtogar stórveldis eins og Bretlands létu almenning ráða afstöðu þeirra né stjórnmálaskoðunum hið minnsta. Þar kom þó að lokum, að Hess sannfærðist um, að hann hafði farið algera erindisleysu til Bretlands. Þá ákvað hann að fljúga aftur heim til Þýzka- lands. Þegar brezk yfirvöld bönnuðu honum brottför, brást hann reiður við. Slíka ókurteisi taldi hann eindæmi. II. HRSS lét dólgslega í varð- haldinu, æddi fram og aft- ur og steytti hnefana. Honum var fengið viðtæki til afnota og mátti hlusta að vild sinni og á hvaða land, sem hann' æskti. Þegar hann hlustaði á fréttir brezka útvarpsins, stillti hann víðtækið svo lágt, að vart heyrðist. í Þýzkalaridi telst það dauðasök að hlusta á fréttir brezka útvarpsins. Þegar hánn hlustaði á fréttir þess, hrópaði hann löngum reiðilega: — Lýgi — helber lýgi! Hess lét þau orð falla, að hann gæti skýrt fulltrúum brezku ríkisstjórnarinnar frá öllu því, sem þeim léki hugur á að vita um stjórnmál Þýzka- lands, og eigi síður þau stjórn- málaviðhorf, sem skapazt hefðu eftir komu hans til Skotlands. Hann kvaðst í hvívetna hugsa eins og Hitler. Hann taldi sér því auðvelt að vita, hvaða rás viðburðirnir tækju, éf hann vissi aðeins viðhorf og aðstæð- ur allar. Hann kvað eigi bregð ast, að ráðagerðir sínar og Hitlers væru í hvívetna hinar sömu. Eftir því , sem fram liðu stundir, reyndist Hess örðugri viðureignar. Þegar rætt hafði verið við hann skamma stund, missti hann vald á skapi sínu og fór hamförum. Stjórnarfulltrúi nokkur hítti Hess einhverju Sinni einan síns liðs og ákvað að efna til vinsamlegrar samræðu við hann. Hann hóf mál sitt á þessa lund: — Eitt er það, sem lengi hefir verið mér undrun- arefni. Það er hið furðulega ó- samræmi í fréttum Breta og Þjóðverja af orrustunni um Bretland. Bretar tilkynna, að Þjóðverjar hafi misst tvö þús- und og fimm hundruð flugvél- ar, en við aðeins sjö hundruð og fimmtíu. En í tilkynningum ykkar er þessu svo að segja snúið við. Þar er fullyrt, að við höfum misst tvö þúsund flug- vélar, en þið aðeins sex hundr- uð og fimmtíu. Hvaða skýringu viljið þér nú gefa á þessu ósam ræmi? Hess: — Þýzka tilkynningin er auðvitað rétt. Við skutum niður tvö þúsund flugvélar, en misstum aðeins sex hundruð og fimmtíu. Stjórnarfulltrúinn: — En segið mér, herra Hess. Hvað haldið þér, að flugvélakostur okkar hafi verið mikill, þegar orrustan um Bretland var háð? Hess: — Þið hafið í mesta lagi haft þúsund flugvélum á að skipa. Stjórnarfulltrúinn: — Finnst yður nú ekki gæta nokkurrar missagnar, þegar þið segizt hafa skotið niður tvö þúsund- j flugvélar fyrir okkur, en full- i ýrðið jafnframt, að við höfum j ekki haft nema í mesta lagi • þúsund flugvélum á að skipa? í Hess: — Þér eruð að reyna i að veiða mig í gildru! Út með j yður! III. FYRIR styrjöldina var Hess ' orðinn miður sín og hafði ákveðið að setjast að í Bæ- versku-Ölpunum. Þar hugðist hann njóta hvíldar og næðis og styrkja taugar sínar. Þegar hann hafði dvalizt í varðhald- inu á Skotlandi nokkra mán- uði, fór þess að verða vart, að eins konar æði hnígi á hann. Þetta ágerðist eftir því, sem fram liðu stundir. — Þeir ætla að kyrkja mig, hrópaði hann. Hann bar hendurnar að kverk- um sér, æddi um og óskapað- ist. Loks tókst sálfræðingi nokkrum að uppgötva, hverjir þessir „þeir“ væru. Það voru í- búar Evrópu, sem Hess átti við. Hess hrópaði: — Þeir vaxa eins og gras, hærra og hærra. Þeir halda, að við séum þeim fjand- samlegir ,og þeir leggja haturs- hug á okkur. Styrjöldin dregst á langinn, og þeim vex ásmeg- in. Þeir grípa fyrir kverkar okkur. Þeir hyggjast kyrkja okkur. Nú er Hess sjúkur maður. Hann er eirðarlaus, telur sig heyra yfirnáttúrlegar raddir og heldur að reynt sé að byrla sér eitur. Hin eina dægrastytt- ing hans er að kasta skutlum. En þegar hann er að þeirri iðju sinni, ægir honum þó ávallt sú ímyndaða hætta, að einhver muni kasta skutli í bak honum. IV. ESS klæðist að hætti ó- breyttra borgara og hef- ir til umráða rúmgott og vist- legt herbergi. Utan við glugga hans er stór grasflöt, og blóm hafa verið gróðursett meðfram húsinu. Um þetta leyti árs eru þau þó fölnuð og bliknuð, en á vorin og sumrin eru þau augna yndi hið mesta. Eikartré, álm- viðartré og beykitré getur þar og að líta. í fjarska rísa fagrar hæðir. Þar er Hess er höfuðsmaður að nafnbót, fær hann sex sterlingspunúa mánaðárlaun. Hans er gætt dag og nótt, en honum er leyft að ávarpa varð- mennina sem einkaþjóna slna. Hann rís úr rekkju klukkan tíu og gengur til náða eftir lág- nætti. Hann les blöð og bækur, sem honum eru sendar frá Þýzkalandi fyrir milligöngu Rauða-krossins, og enskar bæk ur. Hann skrifar Klöru konu sinni bréf, heldur dagbók, klambrar saman ljóðum og fæst við teikningar, enda ber hann gott skynbragð á bygging arlist. Hann iðkar og leikfimis- æfingar dag hvern. Stundum iðkar hann leikfimi sína innan húss, en honum er einnig heim- ilt að fara í gönguferðir að vild sinni. Hess hefir sama fæði og aðrir stríðsfangar, en honum gezt bezt að því, að maturinn sé ó- brotinn. Hins vegar óttast hann mjög að reynt sé að byrla sér eitur, og krefst þess því, að aðrir bragði á réttunum, áður en hann neytir þeirra. Hann neytir engra áfengra drykkja, og hefir vanþóknun á slíku. Hann reykir ekki heldur, og af- staða hans til tóbaksins er hin sama og áfengisins. Ef einhver varðmannanna virðist tregur til að verða við tilmælum hans, hrópar Hiess æstur í skapi. — Þessa óska ég. Þetta eru fyrirskipanir mínar. Hið sjúklega hatur hans á Gyðingum og Rússum vex fremur en minnkar. Tveir frægir taugasérfræð- ingar annast Hess og koma í reglubundnar heimsóknir til hans. Heilsu hans hrakar á- vallt, og læknar hans eru von- lausir um afturbata. V. nESS hefir ekki minnzt á ófriðinn eftir að Þjóðverj- ar yoru hraktir brott úr Túnis. Eftir fall Sikileyjar hefir hann ekki hlustað á fréttir. Síðast er hann ræddi um styrjöldina, var hann enn sannfærður um, að Þjóðverjar myndu bera sigur af hólmi. Hann gat þess, að Þjóðverjar framleiddu ellefu kafbáta á viku, máli sínu til rökstuðnings. Hess gerir mest að því nú orðið að rekja harma sína. Hann harmar það, að för hans skyldi verða erindisleysa. Hann harmar heilsu sína og saknar konu sinnar, barna sinna, Þýzka lands og foringjans. — Hinn sjúki maður heyrist iðulega mæla fyrir munni sér, er hann telur engan vera nærstaddan, sem mál hans heyri: — Ef við verðum ofurliði bornir að þessu sinni, heyjum við þriðju styrj- öldina — og þá skal sigurinn verða vor. Brezkar verkakonur. Konur í Bretlandi vinna nú margvísleg störf, sem áður voru talin í verkahring karlmanna. Eru það ein áhrif hild- arleiks þess, sem nú er háður. Hér á myndinni sjást þrjár brezkar konur á leið til vinnustaðar. Konan í miðið er frú Lyttleton, kona framleiðslumálaráðherra Bretlands. Vaxandi vöruþurð. Yfirlýsingar erlendra framleiðslu sérfræðinga. Ilvað getum við gert til að búa okkur undir skortinn? KONA segir í bréfi til mín, að hér í Reykjavík sé mjög farið að bera á vöruskorti, sér- staklega sé tilfinnanleg vöntun á fatnaðarvöru. Eins og kunnugt er hefir í langan tíma verið ómögu- legt að fá gúmmískófatnað á börn, en nú eru aðrar vörutegundir einn ig ófáanlegar. Það er hætt við því, að enn meiya muni bera á vöru- þurrð þegar tímar líða og er það afleiðing styrjaldarinnar. ERLENDIR stjórnmálamenn og framleiðslusérfræðingar hafa hvað eftir annað undanfarna mánuði látið þá skoðun í Ijós, að nú myndi fara mjög að bera á vöruþurð — og hafa þeir jafnvel lýst yfir því, að mikill skortur fæðutegunda myndi gera vart við sig í Evrópu og Ameríku á næsta ári og úr því yrði alls ekki bætt það sem eftir er styrjaldarinnar, og ekki fyrV en framleiðslan yrði aftur komin í friðarhorf, en það yrði ekki fyrr en alllöngu eftir að styrjöldinni lýkur. ÞEIR HAFA ÞÓ EKKI talið að þessi vöruþurrð myndi hafa hung- ur í för með sér, vegna þess að framleiðslan og eyðslan yrði skipu lögð og takmörkuð, enda væri það eina leiðin til þess að koma í veg fyrir hungur meðal þjóðanna. Það hefir ekki verið skortur hér á landi undanfarin styrjaidarár, okk ur hefir ekkert vantað. En að sjálf sögðu mun koma að því hér að vöruþurrð verði og að jafnvel muni verða tilfinnanleg vöntun á ýmsum erlendum fæðutegund- um. Og undir þetta eigum við að búa okkur. VIÐ GETUM EKKI búið okkur undir það með því að safna í korn- ■hlöður erlendum fæðutegundum, því að þær fást ekki nú, nema til daglegrar eyðslu, en það er hægt á ýmsan annan veg. Matvæla- skömmtun sú, sem verið hefir hér á landi undanfarin ár, hefir í raun og veru ekki verið nein skömmt- un, nema hvað hún hefir líkast til komið í veg fyrir hömsírun mat- væla. En hún hefir verið svo ríf- leg, að engan sparnað hefir þurft. Það hefir verið yfirfljótanlegt a£ öllu. KUNNUR MAÐUR, sem dvaldi nýlega í London sagði mér, að þar teldu allir víst að nú fyrst færi verulega að bera á vöruskorti. Væri ekki reynandi fyrir okkur, ef það er rétt að ástandið sé svona alvarlegt, að takmarka skömmt- unina meira en gert hefir verið til þessa, með því, að reyna að treina okkur sem lengst það, sem við getum fengið af erlendum mat- vörum? ÉG SLÆ ÞESSU aðeins fram, vegna þess, að það er ekkert ráð nema í tíma sé tekið og það er nokkuð seint að fara að gera ráð- stafanir, þegar lokað hefir verið fyrir sölumiðstöðvar hinna erlendu vara, og þær flytjast ekki til lands ins. Það er ekki nóg að hafa pen- inga í höndum, maður er jafn- soltinn fyrir þeim, ef varan fæst ekki. Og minnist ég þá ummæla gamla kartöfluframleiðandans, sem komst í Bretavinnu í Kaldaðarnesi og reif upp meira af peningum en hann hafði nokkru sinni séð á sinni æfi. Hann sagði, þegar ég spurði hann hvers vegna hann hefði liætt vinnunni í miðju kafit „Ég ét ekki þessa eldrauðu banka- seðla. Ég ét kartöflur og fisk og kjöt. Ég ætla að fara í garðana mína.“ (Frh. á 6. síðu.)

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.