Alþýðublaðið - 21.11.1943, Blaðsíða 3
Sunnudagur 21. nóvember 1943
alþyðublaðið
Loftséknln heldur áfram:
Hörð árás var gerð á Lever-
kusen i íyrrinótt.
Fall Leros.
Gífnrlegf t|ón í loftárás-
inni á Berlin
BANDAMENN halda enn sem fyrr uppi harðvítugri loftsókn á
þýzkar borgir. Það er nú upplýst, að í loftárásinni á Berlín
uðu geysimiklar skemmdir, og margt manna mun hafa beðið bana.
Talið er, að um 1000 flugvélar hafi farið til árásanna á Ludwigshaf
en og Berlín. Voru það fjögurra hreyfla Lancaster- og Halifax-
sprengjuflugvélar. í fyrrinótt var enn gerð hörð árás á iðnaðarborg
í Rínarbyggðum. Að þessu sinni varð Leverkusen, skammt frá
Köln fyrir loftsókn Breta. Aðrar flugvélar réðust á borgir í Vestur-
Þýzkalandi í björtu í gær, en nánari fregnir af þeim árásum hafa
enn ekki verið birtar.
--------------------------------«
FYRIR NOKKRUM DÖGUM
flaug sú fregn út um allan
heim, að vörn Breta og hinna
ítölsku vopnabræðra þeirra
á Leros, væri þrotin, og haka-
krossfáninn blakti yfir sund-
urskotnum rústum þessa litla
eylands. Eins og venja er til
um stríðsfréttir, bar frásögn
Þjóðverja og bandamanna
ekki saman um aðdraganda
þessa atburðar og viðureign-
ina almennt. Þýzka útvarpið
skýrði frá því, að hugprúðar,
arískar fallblífahersveitir
hefðu svifið til jarðar og ger-
sigrað hin engilsaxnesku ves-
almenni, enda þótt liðsmunur
hefði verið mikill. Hins veg-
ar hermdu Lundúnafregnir,
að fallnir og særðir Þjóðverj-
ar hefðu verið fleiri en allt
setulið bandamanna, og að
flugvélakostur bandamanna
hefði ekki komið að haldi, þar
sem bækistöðvar hans væru
svo langt burtu, en Þjóðverja
á næstu grösum.
HVERNIG, sem þessu kann að
vera háttað, er ekki ósenni-
legt, að skýringar banda-
manna séu öllu trúlegri, enda
ekki örgrannt um, að upplýs-
ingamálaráðuneyti Göbbels
hafi lagfært sannleikann of-
boð lítið, svo sem venjá er til,
samanber söguna um að ís-
lenzkir skæruflokkar verðust
í fjöllunum, er Bretar her-
námu landið 1940. Þýzka út-
varpið hefir verið óvenju
kampakátt undanfarna daga,
vegna þessa mikla sigurs og
flugumenn og fyrirlesarar
þeirra Dietrichs og Göbbels
hafa keppzt við að birta fá-
fróðum umheiminum ítarleg-
ar fregnir af þessum síðustu
og verstu hrakförum hins al-
þjóðlega gyðingaauðvalds. —
Þeir ,sem gerzt kunna skil á
þessum málum, munu þó líta
svo á, að fall Leros skipti
ekki sköpum í hildarleiknum
mikla, þótt þeir á hinn bóginn
játi, að bandamönnum sé
nokkur hnekkir að þessu.
SN FREGNIN UM FALL Ler-
os orkaði á forráðamenn
þýzku þjóðarinnar á svipaðan
hátt og full fata af Gvendar-
brunnavatni á örmagna ferða
lang á miðri Sahara. Þýzka
þjóðin, maðurinn á götimni,
hefir nefnilega tekið að ó-
kyrrast vegna ýmissa at-
burða, sem gerzt hafa á víg-
stöðvunum síðastliðið ár, og
meira segja kveður svo
rammt að þessu, að sumir eru
farnir að efast um her-
kænsku hins óSkeikula for-
ingja og úrslitasigur Þjóð-
verja.
STALINGRAD - ORRUSTAN
kom illa við kaunin á mörg-
um Þjóðverjanum. Ekki
bætti það úr skák, þegar
fregnir tóku að berast um,
Frh. á 7 síðu.
Macárttar.
Á myndinni sést MacArthur,
hinn vinsæli yfirhershöfðingi
bandamanna á Suðvestur-
Kyrrahafsvígstöðvunum.
—
KNOX SEGIR:
Kyrrahafsstfrjöldin
gengur veí.
¥> ANDARÍKJAMENN hafa
að undanförnu haldið uppi
harðvítugri loftsókn á Kyrra-
hafssvæðinu. Meðal annars hafa
þeir ráðizt á Marshall- og Gil-
berteyjar 6 daga í röð og vald-
ið miklu tjóni á mannvirkjum
Japana þar á eyjunum. Band-
ríkjamenn skutu niður 7 jap-
anskar orrustuflugvélar í síð-
ustu árásinni í fyrradag, en
misstu enga sjálfir. Á Suð-vest
ur Kyrrahafi skutu Bandaríkja
menn niður 20 japanskar flug-
vélar. Þá gerðu þeir árás á
Buka og vörpuðu niður 71 smá-
lest af sprengjum. Talið er, að
tjón hafi orðið verulegt. Á
Bougainville ganga hernaðarað
gerðir að óskum.
Engar fregnir hafa verið
birtar í Washington, um skipa-
tjón það, sem Japanar segjast
hafa valdið Bandaríkjunum..
Hins vegar lýsti Knox flota-
málaráðherra yfir því í gær, að
engin japönsk herskip hefðu
orðið á leið Bandaríkjaflotans
síðan í september.
í Leverkusen eru margar
hergagnaverksmiðjur, en eink-
um efnaverksmiðjur I. G.
Farbenindustrie og skotfæra-
verksmiðjur. Bandamenn misstu
fimm flugvélar í þeirri árás, en
ekki hafa borizt nánari fregnir
um tjón af völdum hennar. í
fyfradag voru einnig gerðar
margar árásir á ýmsa staði í
Norður-Frakklandi. Var varp-
að sprengjum á ýmsar herstöðv
ar Þjóðverja, einkum flugvelli.
Stokkhólmsblaðið Aftontidn-
ingen, sem talið er frekar
hlynnt, Þjóðverjum greinir frá
því, að járnbrautarsamband um
Berlín hafi raskazt mjög mikið
og gífurlegt tjón hafi orðið á
j árnbrautarvögnum og birgða-
skemmum á járnbrautarstöðv-
um.
Bandamenn hafa nú greini-
lega yfirráð í lofti yfir Vestur-
Evrópu. Sést það bezt á því, að
lítið er um orrustuflugvélar til
varnar, er flugvélar banda-
manna fljúga inn yfir stór-
borgir Þýzkalands. Þó er það
vitað, að Þjóðverjar leggja nú
allt kapp á smíði orrustuflug-
véla, en láta sprengjuflugvél-
arnar heldur sitja á hakanum.
„Rkbelieu" á Mið-
jarðarhafi.
ILKYNNT er í London, að
franska orrustuskipið
Rechelieu, sem er 35 þúsund
smálestir að stærð sé nú á Mið-
jarðarhafi og taki þátt í hern-
aðaraðgerðum bandamanna.
Orrustuskip þetta, sem var
eitt öflugasta skip franska
flotans, laskaðist mikið í viður-
eign við herskip bandamanna
í Dakar, en er Þjóðverjar réð-
ust inn í óhernumda hlutá
Frakklands, tóku bandamenn
skipið í sína vörzlur og var gert
við það í Bandaríkjunum.
Tilkynnt er í Washington, að
flugvélaframleiðsla Bandaríkj-
anna fari dagvaxandi. í októ-
bermánuði voru smíðaðar sam-
tals 8000 flugvélar ýmissa teg-
unda. Mest áherzla er lögð á
smíði fjögurra hreyfla sprengju
flugvéla, vel vopnum búnar og
hraðfleygar.
5
SAMOIHRaK
liMNOSÍ
chio: j
úmtrí>
j- . 105
IfROÁ
/ '
Xasteli
C.íinc',-,
Frá Eyjahafi.
Myndin sýnir ýmsa þá staði, sem mikið hafa komið við sögu
í styrjöldinni. Á miðri myndinni, til hægri, er Aþena, en á
flugvelli þar í grennd, hafa verið gerðar margar harðar loft-
árásir undanfarna daga. Neðarlega, til hægri, eru Tylftar-
eyjarnar Kos, Leros og Rhodos.
Hðrfa ÞJéðverjar frá
EsfstrasafltslðndnnHm ?
Engar meiriháttar breytingar
á vigstððvunum.
ENGAR mikilvægar breytingar hafa orðið á vígstöðvunum í
Rússlandi síðan Zhitomir gekk úr greipum Rússa. í fregnum
frá London í gærkvöldi, var sagt að þjóðverjum hefði ekki orðið
frekar ágengt á þeim vígstöðvmn, og má þvf gera ráð fyrir, að
Rússar hafi tekizt að hefta framsókn þjóðverja. Rússar hafa hins
vegar náð á sitt vald bæ norður af Zhitomir.
ITALÍA:
III veöráila hindrar
bernaöaraögerðir.
A ÍTALÍU BER FÁTT til tíð-
-*~^-inda, að því er tilkynnt var
í London í gærkveldi. 8. herinn
hefir sótt fram um 8 km. við
Adríahaf og tekið bæ einn við
Sangro-dalinn. Aðstæður á víg-
stöðvum 5. hersins eru erfið-
ari, sökum óhagstæðrar veðr-
áttu, en hann hefir samt bætt
aðstöðu sína í grennd við Vena
fro.
Loftbardagar hafa einnig
verið með minna móti. Ráðizt
var á ýmsa staði í Júgóslavíu og
eyjar á Eyjahafi, svo og kaup-
skip Þjóðverja á þeim slóðum.
Orrustuflugvélar réðust á flutn
ingalestir Þjóðverja að baki
víglínunni og skutu úr vélbyss-
um á herflokka.
8 herinn hefir nú komið sér
fyrir í öruggum stöðvum á suð
urbakka Sangrofljóts og lætur
stórskotahríðina dynja á stöðv
um Þjóðverja handan fljótsins.
Þjóðverjar hafa hins vegar öfl-
ug, vel falin vélbyssuhreiður, og
verður því erfitt fyrir banda-
menn að brjótast yfir fljótið
þegar þar að kemur.
. Þá hefir Rússum tekizt að
1 komast yfir Dniepr á fleiri stöð-
um. í Dniepr-bugnum kreppir
æ meira að Þjóðverjum, og í
fyrradag féllu um 2000 Þjóð-
verjar þar. Við Pripet-mýrarnar
verður Rússum vel ágengt, en
aðstaða Þjóðverja fer versnandi.
Fregnir hafa borizt um. að
Þjóðverjar séu nú famir að
legja drög að því, að hörfa und-
an á norðurvígstöðvunum í Rúss
landi, enda er aðstaða herja
þeirra þar ískyggileg. Er sagt,
að byrjað sé að flytja á brott
herlið og óbreytta borgara frá
Eystrasaltsríkjunum og Pól-
landi. Fyrir nokkru fóru sænsk-
ir þegnar að flytja frá Eistlandi,
og þykir það styrkja þann grun,
að íÞjóðverjar hyggi á meiri-
háttar undanhald á þessum slóð
um.
Libanondeilan.
ATROUX hershöfðingi er
nú í Libanon og vinnur
að því að jafna deilur lands-
manna við þjóðfrelsisnefndina
frönsku. Hefir hann átt tal við
forustumann Múhameðstrúar-
manna í Libanon, en annars
hafa litlar fréttir borizt um það
hvernig honum gangi að koma
á sáttum. Catroux hefir látið
svo um mælt, að ekki komið
til mála, að nefnd bandamanna
verði látin fjalla um málið.