Alþýðublaðið - 21.11.1943, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 21.11.1943, Blaðsíða 2
2 ALÞYÐUBLACMÐ Sunnudagur 21. nóvember 194S Grein í íslenzku blaði veldur gremju í Færeyjum. Óvandaðar blaðagreinar mega ekki spilla vinfengi Islendinga og Færeyinga. Frá fréttaritara Alþýðublaðsins. Þórshöfn í Færeyjum í gær. GEEMJA er ríkjandi hér út af villandi grein og ó- sannsögulli, sem hirtist í ís- lenzka hlaðinu Tíminn 3. sept. s.l. um færeysk stjórnmál og sérstaklega um afstöðu flokka og einstaklinga til sjálfstæðis- máls Færeyinga. í blaðinu ,,Tingakrossur,“ sem er málgagn Sjálfsstjórnar flokksins, gerir forstöðumaður lýðháskóla Færeyja grein þessa að umtalsefni og mótmælir efni henriar. Vítir hann sérstak- lega þann anda greinarinnar, að miklum hluta Færeyinga er lýst sem svikurum í starfi þeirra fyrir land og þjóð. Læt- ur forstöðumaðurinn hryggð sína í ljós yfir því, ef að órök- réttar og villandi blaðagrein- ar verði til þess að spilla vin- áttutengslum milli íslands og Færeyja. Héraðslæknirinn leggur nýja heil- brigðissamþykkl fyrir bæjarsljórn Gamla heilbrigðissamþykktin er frá árinu 1905, og því algerlega úreii fyrir löngu. N Y HEILBRIGÐISSAM- ÞYKKT hefir verið lögð fyrir bæjarstj. Reykja- víkur og hefir héraðslæknir- inn Magnús Pétursson unnið að því að semja hana á und- anförnum árum og notið í því efni aðstoðar dr. Júlíusar Sigurjónssonar. Er ekki vanþörf á því að Reykjavíkurbær fái nýja heil- brigðissamþykkt, því að til þessa hefir verið { gildi heilbrigðis- samþykkt frá árinu 1905! Að sjálfsögðu er hún fyrir löngu orðin algerlega úrelt — og nauð synlegt að hin nýja samþykkt komist. til , framkvæmda. hið ( allra fyrsta. Bæjarstjórn og heilbrigðis- nefnd bæjarins hafa frumvarp héraðslæknis nú til athugunar, en það er í 26 köflum, auk skýr- inga og athugasemda. í athugasemdum sínum við uppkastið að heilbrigðissam- þykktinni segir héraðslæknirinn meðal annars: Reykvfskur lögregluþjónti sendir M sér slúra skáMsóp. Um sveifir og kaupsfaði, — og iífsskilyrði félksins í landinu. WÍÝ SKÁLDSAGA eftir íslenzkan höfund kem- ur út innan fárra daga. Höf- undurinn er einn af lög- regluþjónum bæjarins, Ár- mann Kr. Einarsson, en áð- ur hafa komið út 4 barna bækur frá þessum höfundi. Alþýðublaðið sneri sér til hins unga rithöfundar í gær og spurði hann um þessa nýju þók hans: — Hvað margar bækur hafa komið út eftir þig? „Þessi nýja skáldsaga verður fimmta bók mín. Áour hafa komið út eftir mig fjórar bæk- ur.“ — Hvenær kom fyrsta bók þín út? „Hún kom út 1934 og hét ,.Vonir“, það voru smásögur. Þegar ég skrifaði þær var ég aðeins ,18 ára gamall.“ — Um hvað f jalla hinar bæk- urnar, sem út hafa komið? Það hafa alll verið æfintýri fyrir börn og unglinga. Þeim var mjög vel tekið; seldust strax upp. Það er gaman að skrifa fyrir yngstu lesendurna.“ — Hvenær kom síðasta æfin- týrabókin út? „Hún kom út 1940 og hét „Gullroðin ský“. — Saga Jónmundar í Geisla- dal er fyrsta stóra skáldsaga I þín? . I ,,Já. Hún er tæpar 18 arkir að stærð. Alls er hún í tuttugu og sjö kapítölum. Ef til vill kemur ■út framhald þessarar bókar síð- ar. En samt er þessi bók sjálf- stætt verk út af fyrir sig. Ég hef lengi unnið að henni í frí- stundum mínum; — um annað er ekki að tala“. — „Hvert er aðalefni skáld- sögunnar? „Hún lýsir lífsbaráttu manns. sem trúir á mátt móður jarðar, a-ammíslenzks kjarnakvists, sem , spr-T™ bognar ekki né botnar fyrir hrammi vdlltra nátitúruafla. Jónmundur í Geisladal er karl í krapinu, sem lætur sér ekkert fyrir brjósti brenna. En rás við- burðanna, hinn þungi straumur tímans og óvæntir atburðir, högg hinna órannsakanlegu ör- laga, slá þó að lokum þennan stóra og sterka mann til jarðar — en af skiljanlegum ástæðum, get ég ekki skýrt nánar frá efni bókarinna“ T'ónlistarf élagið. Kathryn Oversfreel. HP ÓNLISTARFÉLAGIÐ efn- ■*■ ir til hljómleika í dag í Gamla Bíó fyrir meðlimi sína. Ungfrú Kathryn Overstreet — píanósnillingurinn í banda- ríska setuliðinu, — leikur á þessum hljómleikum og verða viðfangsefni hennar eftir Paganini, Brahms, Shopin og Bach. 12. febrúar 1940 voru stað- fest ný lög um heilbrigðis- nefndir og heilbrigðissamþykkt ir. Var þá gert ráð fyrir að alls staðar yrði hafizt handa um samning nýrra heilbrigðissam- þykkta í samræmi við þau lög. Heilbrigðsnefnd Reykjavíkur hafði nokkru áður falið mér að undirbúa slíka samþykkt, enda var ekki vftnþörf á því, þar sem telja má, að Reykjavík hafi um langan aldur verið raunverulega án heilbrigðissam þykktar svo úrelt, sem núgild- andi samþykk er og í ósam- ræmi við tíma og ástand, þó á sínum tíma væri góð, enda öðl- aðist hún gildi 1. apríl 1905 og er því nærri 40 ára gömul. Þess ber þó að geta hér, að nokkrar tilraunir- höfðu verið gerðfar til þess að bæta ein- stöku eyður eða galla á heil- brigðissamþykktinni. Svo sem eins og með reglugerð um sölu á rjómaís og reglugerð um fisksölu. Slíkar umbætur hafa átt erfitt uppdráttar í bæjar- stjórn, sem marka má á því, að reglugerðin um sölu á rjómaís var næstum 2 ár á leiðinni frá því hún fór frá mér og fisk- sölureglugerðinni var alveg stungið undir stól. Margt af þeim ákvörðunum og fyrirmælum, sem heilbrigð- isnefnd nú á síðari árum hefir gefið út, hafa því verið alger- lega ólögleg, þar sem þau hvergi hafa átt stoð í lögum né .reglugerðum og því aðeins ver- ið þegnskap bæjarbúa að þakka, að mark hefir verið á þeim tekið, enda er það vitan- legt að heilbrigðisnefnd hefir aldrei leyfi til að fara út fyrir eða í bág við gildandi lög og reglur. Við þetta var því ekki lengur unandi, enda mæla áðurnefnd lög svo fyrir, að nýjar heil- brigðissamþykktir séu samdar í samræmi við þau. Þar sem vitanlegt var, að samningur slíkrar samþykktar var mikið verk, bæði tímafrekt og að ýmsu vandasamt þá ósk- aði heilbrigðisnefnd leyfis bæj arráðs til þess að ég mætti fá að- stoð við undirbúninginn. Fulln aðarsamþykki um þetta, hefir að vísu aldrei komið frá bæjar- stjórn eða bæjarráði, en ég taldi það svo sjálfsagt mál, að ég leyfði mér að leita aðstoðar þess manns, er ég taldi fær- astan í þessum efnum, dr. Júlí- usar Sigurjónssonar, kennar- ans í heilsufræði við Háskól- ann og þá formanns Matvæla- eftirlits ríkisins. Það skal góðfúslega viður- kennt að uppkast þetta hefir verið of lengi 1 smíðum, en sannleikurinn er sá, að héraðs- læknirinn í Reykjavík er svo störfum hlaðinn meðfram vegna of lítillar aðstoðar við heilbrigð isstörf, að þetta hefir orðið að vinnast með ígripum. Til þess að tryggja, að sem minnstar misfellur og ágrein- ingur yrði síðar um þetta upp- kast hefir landlæknir sýnt mér þá velvild að lesa yfir og gera síðan athugasemdir og leiðrétt- ingar við mestan hluta þess. Um kaflann um mjólk- og mjólkursölu, hefi ég einnig leitað umsagna Sigurðar Pét- urssonar gerlafræðings og for- stjóra mjólkurvinnslustöðvar- innar í Reykjavík, Péturs M. Sigurðssonar. Þá hefir íþróttafulltrúi Þor- steinn Einarsson lesið yfir og Frh. á 7. síðu. Tíu ára afmælishátíð Pöntunarfélags verkamanna á Grímsstaða- holti í hinni nýju búð félagsins. Framkvæmdastjóri félagsins, Stefán Árnason, er að halda ræðu. Pðnfunarfélag verkamanna á Grímsslaða- holfi opnar nýja veglega sölubúS. -------------------------- Og hsldur saBntímgs upp á 10 ára afirsæli sitt. T E IN U af úthverfum Reykjavíkur — á Grím- staðaholti starfar merkileg- ur félagjsskapur, sem hefir hagnýta þýingu fyrir félags- menn, jafnframt því sem hann er lyftistöng fyrir menn ingarlegt félagslíf íbúanna og ryður brautir fyrir góða sambúð þeirra og sameigin- leg áhugamál heimilanna. Þetta er Pöntunarfélag verka manna á Grímstaðaholti, sem varð 10 ára á þessu ári og flutti í fyrradag í ný húsa- kynni, veglega sölubúð, bjarta og rúmgóða — og minntist um leið 10 ára starfs síns með mjög fjölmennu samsæti í búð- inni. Framkvæmdastjóri Pöntun- arfélagsins hefir verið frá upp- hafi Stefán Árnason, fyrrver- andi ökumaður og nýtur hann vaxandi traust í starfinu. Tíðindamaður Alþýðublaðs- ins heimsótti hina nýju verzl- unarbúð Pöntunarfélagsins í gær, og hitti Stefán Árnason að máli. „Hjá okkur er góður félags- skapur og hefir alltaf verið. Það hefir aldrei borið á neins konar ósamkomulagi, enda nýt- ur félagið góðs trausts meðal félagsmanna,“ segir Stefán. „Það var Björgvin Stefánsson, sonur minn, sem var aðalhvata- maður að stofnun féla'gsi.ns. Hann var duglegur drengur. Hann vann síðast hjá KRON, en hann lézt fyrir nokkrum árum. Við stofnuðum félagið 27. janúar 1933 — og stofnfundur- inn var haldinn á litlu heimili hérna á holtinu. Það var ekki hátt á okkur risið þá. Við höfð- um ekki einu sinni stóla fyrir alla stofnendurna og þó voru þeir ekki nema 16. Nú eru fé- lagsmennirnir orðnir 90 og 30 eru á biðlista. Nú getum við farið að taka þá inn, því að nú er orðið rúmbetra um okkur. Við byrjuðum starf okkar í gömlum bifreiðaskúr, ög vóg- um vöruna þar út til félags- mannanna í 4 ár. Þá fengum við okkur litla búðarholu og þar höfum við starfað þar til nú. Við störfum aðeins hér 1 þessu byggðarlagi og hugsum ekki um að fara út fyrir það — það nægir okkur. Við hlöS- um ekki upp miklum sjóðum. Sjóðirndr lenda hjá félagsmönn um — og þeir eru nær allir fjöl skyldufeður hér á holtinu. Við höfum aldrei lagt meira en 8% á vöruna. Við höfum ekki reist okkur hurðarás um öxl. Þetta hús okkar höfum við byggt á þeirri tiltrú, sem þessi samtök okkar njóta meðal félagsmanna — ég hygg líka að mér sé ó- hætt að segja, að fjölskyldun- um hér á Grímsstaðaholti þyki vænt um félagið. Við héldumj kaffisamsæti hér í búðinni, síð- atliðið laugardagskvöld. Það; Frh. af 2. síðu. Ameríska seluliði opnar veg- lega íþréttamislöð. Yfirhershöfðinginn vígöi hana í gærkveidi aÖ viösföddn miklu fjölntenni. GÆRKVELDI var * dpnaður til afnota í- þróttaskáli setuliðsins hér í Reykjavíls. Er skálinn helgað- ur minningu Andrews hers- höfðingja, sem fórst í fliigslysi hér á landi, og verður skálinn íþróttamiðstöð hersins hér. William S. Key, hershöfð- ingi, yfirmaður Bandaríkja- hersins á íslandi, minntist liins látna hershöfðingja, en auk hans voru viðstaddir ýmsir háttsettir íslenzkir embættis- menn, foringjar úr landher og flota. Bandaríkjahermenn sýndu hnefaleika og nokkrir íslenzkir glímumenn sýndu glímu. Athöfnin, sem var hin hátíð- legasta, hófst á ávarpi Key’s hershöfðingja. Lagði hann á- herzlu á auknar íþróttaiðkanir meðal setuliðsmanna á íslandi og sagði: „Góðir íþróttamenn eru góðir hermenn.“ Hann rakti feril Andrew’s hershöfð- ingja, og harmaði lát hans, en hann fórst, ásamt 13 mönnum — er flugvél hans hlekktist á hér á landi síðastliðið sumar. Þeir, sem þá fórust, eru allir jarðsettir í hermannagraf- reitnum í Fossvogskirkju- garði. Er Key hershöfðingi hafði l Framh. á 7. síðu.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.