Alþýðublaðið - 21.11.1943, Blaðsíða 5
Sunnudagur 21. nóvember 1943
ALÞYÐUBLAÐIÐ
«
••
Oryggið á höfunum.
ENN er mér sú bernsku-
minning rík í minni, þeg-
ar ég var staddur í kirkjunni
heima sunnudagsmorguninn
næsta eftir að Titanic hafði far-
izt úti á Atlantshafi. Um fimmt
án hundruð manns létu lífið,
þegar hið mikla farþegaskip
seig í djúpið eftir að það hafði
rekizt á hafísjaka. Farþegar og
skipverjar, karlmenn, konur og
börn stóðu í þyrpingu. uppi á
háþiljum, er skipið tók að
sökkva og sungu einum rómi:
„Hærra minn guð til þín“. —
Sunnudagsmorgun þennan var
sálmur þessi sunginn af öllum
þeim, er hlýddu guðsþjónust-
unni í kirkjunni heima. Ég var
þá enn á barnsaldri. Ég komst
í mikla geðshræringu við fregn
þessa og minningarathöfn, enda
þótt ég gæti eigi gert mér alls
kostar fulla grein fyrir því,
sem gerzt hafði. — Ég hafði lítt
þenkt um guð qg eilífðarmálin
á þeim árum sem gefur að
skilja, í sögubókunum mínum
lyktaði skiptapa ávallt þannig,
að hinir skipsreika farmenn
bjuggu sér til fleka í skyndingu
og fengu borgið sér heilu og
höldnu íil eyðieyjar. Mér var
það því óskiljanlegt, að fjöldi
manna skyldi láta lífið, þótt
skip sykki. En þeirra, sem með
Titanic fórust, var raunveru-
lega hefnt. Titanicslysið mark-
ar tímamót í sögu aukins ör-
yggis á sjó. — Þjóðir hins
menntaða heims voru slegnar
ógn. er fréttin um þennan voveif
lega skiptapa barst þeim. En
Titanic-slysið varð tilefni þess,
að þeirri skyldu var á komið,
að hvert skip hefði björgunar-
báta, sem gætu rúmað alla far-
þega þess og áhöfn.
Tuttugu og sjö árum síðar, í
upphafi styrjaldar þeirrar, sem
nú geisar, var Atheníu sökkt, er
hún var leið til Kanada með
konur og börn. enda þótt mann-
tjónið þar væri fjarri því að
vera eins mikið og þá Titanic
fórst, minntist ég sunnudags-
morgunsins forðum í kirkjunni
heima, er minningarathöfnin
um þá, sem hurfu úr tölu lif-
enda með Titanic, var haldin.
Svo hófst kafbátahernaðurinn
fyrir alvöru. Blöðin tóku að
birta sögur af sæförum, sem
hrakizt höfðu á flekum um
höfin sólarhringum saman eftir
að skipum þeirra hafði verið
sökkt. Þar var og greint frá
því, að margir hinna skipreika
manna hefðu nær því látið lífið
af hungri og þorsta, og hefðu
verið alls kostar ósjálfbjarga,
þá þeir fundust. Mér varð um
það hugsað, að enn myndi á
skorta, að skip vor hefðu ‘björg
unarbáta, sem gætu rúmað all-
ar áhafnir þeirra, og að úr þessu
yrði að bæta hið fyrsta. En við
nánari athugun sannfærðist ég
um það, að hið mikla manntjón
af völdum sjóslysa orsakaðist
engan veginn aðeins af því, að
svo mjög skorti á kost björgun-
arbáta. Oft voru engin tök á
því, að skípverjar kæmust í
björgunarbátana1 áður en skipið
sykki. Iðulega urðu og svo
miklar skemmdir á björgunar-
bátunum, að þeir voru alls
fjarri því að vera sjófærir eða
vatnsföng og matarbirgðir
gengu til þurrðar áður en hjálp
barst eða landi var náð. Mikils
hugrekkis og harðfengis þurfti
með í mannraunum þessum.
Mér var um það kunugt, að
til þess að unnt væri að koma
mannbjörg við í sjóslysum,
þurfti margt til að koma. í
fyrsta lagi það, hversu koma
ætti mönnum frá borði oft á
náttarþeli og í niðamyrkri. í
öðru lagi öryggið í björgunar-
bátunum, sem oft urðu að hrekj
ast á ólgusjó sólarhringum sam-
an. í þriðja lagi útbúnaður
GREIN þessi, sem er eftir
Sanford Lock og þýdd
úr brezka útvarpstímaritinu
The Listener, fjallar um
framfarir þær, er orðið hafa
á vettvangi öryggismála far-
manna eftir að styrjöldin
hófst.
björgunarbátanna og það,
hversu þeim yrði haganlegast
fyrir komið í skipunum, þannig
að tryggt yrði að þeim væri
ekki hætt við skemmdum, og
unnt reyndist að losa þá við
skipið í skyndingu. Eftir að
styrjöldin hófst hefir mikil
áherzla verið íögð á að koma
málum þessum í sem bezt horf
og tryggja þannig öryggi sæ-
fara sem vendilegast. Þannig
hefir tekizt á ótrúlega skömm-
um tíma að minnka að miklum
mun manntjónið af völdum
skiptapa. Framfarirnar á þess-
um vettvangi hafa verið svo
stórstígar, að eindæmi mega
teljast. Þetta sést gleggst af frá
sögnum blaðanna, sem skýra
nær daglega frá skipbrots-
mönnum, sem bjargað hefir
verið eða komizt að landi. Nú
orðið þykja slíkir atburðir lítt
fréttnæmir, en áður fyrr hefðu
þeir talizt til mikilla tíðinda.
Áður fyrr rötuðu skipbrots-
menn í mannraunir hinar
mestu, en nú orðið er það hins
vegar sjaldgæft, að fréttir ber-
ist af teljandi sjóhrakningum.
Vér erum hætt að undrast það,
þótt áhafnir skipa komist allar
lífs af, eftir að farkostum þeirra
hefir verið sökkt, því að slíkt
teljast nær því daglegir at-
burðir. —■ Opinberar skýrslur
greina frá því að áhafnir áttatíu
og sjö hverra hundrað skipa.
sem farast af völdum hernað-
araðgerða óvinanna, komist lífs
af heilu og höldnu.
Mikil áherzla hefir verið á
það lögð, að búa björgunarbáta
og björgunarfleka sem bezt.
Slíkt hefir þó reynzt miklum
erfiðleikum háð, en hin fengna
reynsla hefir þó auðveldað það
umbótastarf að miklum mun. í
hvert sinn, sem skip ferst, er
skipbrotsmönnunum gert að
gefa hlutaðeigandi yfirvöldum
sem nákvænfasta skýrslu um
allt það, sem fyrir þá hefir bor-
ið, eftir að þeir urðu að hverfa
frá borði skips síns. Yfirvöldin
draga heldur alls ekki dul á
það, að umbæturnar á sviði ör-
yggismála sjófarenda, sé far-
mönnunum sjálfum fyrst og
fremst að þakka. Reynsla þeirra
og tillögur hefir verið Jögð til
grundvallar með hinum undra-
verðasta árangri.
Ég mun láta hér fylgja frá-
’sögn af vélamanni nokkrum,
sem barg félögum sínum frá
hungurdauða, eftir að skipi
þeirra hafði verið sökkt, og þá
hrakið um hafið langa hríð.
Þeir höfðu að sönnu nokkrar
birgðir af kexi meðferðis, en
þorsti hafði leikið þá svo hart,
að þeir máttu eigi matar neyta.
Vé imanninum tókst þó að
sn la óbrotið eimingaráhald.
Þann'T auðnaðist honum að
eima sjó og gera úr honum hið
girnilegasta drykkjarvatn. —
Iiann gat nú slökkt þorsta sinn
og félaga sinna. Eftir það gátu
þeir neytt kex þess, er þeir
höfðu meðferðis, og þannig var
lífi þeirra borgið. Þetta varð
svo til þess, að eimingaráhöld-
um hefir verið fyrir komið í öll
um björgunarbátum og björg-
unarflekum, sem hefir orðið til
þess, að margir hafa komizt lífs
af, sem ella hefði verið bani bú
inn, því að iðulega glatast vatns
birgðir skipbrotsmanna með ein
hverjum hætti.
En nýmælin í þessum efnum
eru mun fleiri. — í sérhverjum
björgunarbáti og björgunar-
fleka er áttavita fyrir komið og
ýmsum þeim hlutum öðrum,
sem nauðsynlegir hljóta að telj
ast. Þeim fylgir og leiðarvísir,
ritaður á pappír, sem ekki get-
ur skemmzt af völaum vatns
eða seltu. Björgunarbátarnir
eru og búnir rauðlitum segl-
um og jnálaðir gulir ao lit, því
að lit:r þessir eru nauosynlegt
mótvægi gegn bláma hafs og
himins. Einnig hafa þeir sendi-
tæki að geyma, svo að skipbrots
mönnunum er þess auðveldur
kostur, að senda frá sér neyðar
skeyti, sem heyrast í mörg
hundruð sjómílna fjarlægð.
Eftir að styrjöldin hófst,
hafa fjölmörg stór hafskip
horfið í djúpin. Oft hefir tala
farþega þeirra og skipverja
numið mörgum hundruðum.
Eigi að síður eru þess mörg
dæmi, að öllum þeim fjölda
hafi verið bjargað heilu og
höldnu, enda þótt venjulega
hafi aðeins verið örfáar mínút-
ur til stefnu. Hafskip með full-
fermi sökkva á svipstundu, en
eigi að síður hefir venjulega
mannbjörg orðið. Farmenn vor
ir ganga að hinum hættumikla
starfa sínurn hugdjarfir og hik-
lausir. — Það, hversu mjör ör-
yggi þeirra hefir aukizt, skapar
joeim aukiim dug og dirfð. —
Forustumenn stéttar þeirra
hafa einnig oft og mörgum sinn
um þakkað þann stuðning og
skilning, sem þeir hafa notið.
Eigi alls fyrir löngu varð
brezkt skip fyrir árás skammt
frá erlendri höfn. Áhöfn þess
auðnaðist að sigia því þangað
heilu og höldnu. Er rannsókn
hafði fario fram á skemmdum
skipsins, lýstu skoðunarmenn-
irnir því yfir, að skipið væri
alls ósjófært og töldu það undr-
un sæta, að það skyldi hafa náð
landi. í höfn þessari var þess
enginn kostur að annast við-
gerð á skipinu. Öll rök virtust
að því hníga, að það yrði að
liggía Þar sem það var komið
til ófriðarloka. — Einhverjum
kann nú að virðast, að ahöfn
skipsins hefði haft frekari á-
stæðu til þess að fagna þessu
en harma. Sú var þó eigi raun-
in Þörfin fyrir skip var næsta
brýn. — Ahöfn kins laskaða
fars ákvað því að sigla því heim
til Bretlands, enda þótt það
hefði verið dæmt ósjófært. Þeir
Jögðu úr höfn og komust heim
heilir á húfi eftir langa útivist.
Þar var svo gert við skemmdir
skipsins hið fyrsta. Þarna voru
að verki dyggir og iryggiyndir
drengir. Þeirn svipaði um það
mjög til Bo'sun Frasers. — Bo’-
sun Fraser er nú maður mjög
við aldur. Hann hefir verið í
förum um fjörutíu ára skeið.
Uann hefir siglt um flest heims
his höf. Tveii.. mánuðum eftir
að styrjöldin hofst, í öt sember-
mánuði árið 1939, varð hann
fyrir slysi og missti fót-
inn. En hann fékk sér staur-
fót og réðist í farmennsku á ný
strax og hann var gróinn sára
sinna. Skipi hans var brátt
sökkt af kafbáti. En þess var
skammt að bíða. að hann legði
úr höfn einu sinni enn. Enn var
skipi hans sökkt. Ég veit ekki
hvar hann elur aldur sinn nú,
en ég veit bara, að hann er ein-
hvers staðar í förum. Þegar
hann var .spurður þess hvað
ylli þessu ofurkappi hans, svar-
aði hann: — Vér þörfnumst
skipa til þess að geta unnið
styrjöldina. En vér verðum
jafnframt að manna þessi skip
vor. — Slíkir menn verðskulda
það vissulega, að nöfn þeirra
verði í annálum skráð.
Hún skemmtir hermönnunum.
Eins og kunnugt er af fréttum eru ýmsir hinna frægustu
kvikmyndaleikara gengnir í herinn, en kvikmyndaleikkon-
urnar hins vegar valið sér það hlutskipti að ferðast um og
og veita hermönnum unun, skemmtun og augnayndi með
list sinni og fegurð.
Bifreiðastjóri svarar skeytum 'frá blaði, Maður í vand-
ræðum skrifar um hámarksverð, vöruskort, strætis-
vagna og börn.
BIFREIÐARSTJÓRI skrifaði
mér í gær á þessa leið: „Blað
eitt hér í bænum gerði í gær að
umtalsefni slæma meðferð á mat-
vörum og átti þar við uppskipun
og flutning frá skipshlið á mjöl-
vöru í geymslu. Réðst blaðið á okk
ur bifreiðastjórana og telur að hér
eigum við sök J. — Ég vil geta
þess að við stjórnum ekki uppskip
un við höfnina og liöfmn aldrei
gert. Mjölvaran er tekin upp úr
lestunum bó að slagveðursrignig
sé, og látin á bifreiðarnar, þó að
þær séu blautar.“
„MENN' SJÁ ÞVÍ að árás blaðs-
ins á okkur bifreiðastjórana er al-
gerlega ástæðulaus. Ef ástæða er
til þess að finna að við einhvern,
þá ber að stefna skeytunum að
þeim, sem eiga vöruna og ráða
meðferð hennar, en af skiljanleg-
um ástæðum lætur blað þetta hlut
þessara manna í málinu alveg
kyrran, en kastar skít að okkur
hinum.“
„ÞRÍBOGI“ skrifar mér á þessa
leið: „Eftir miklar vangaveltur og
heilabrot leita ég til þín með á-
hyggjur mínar, í trausti þess að
þú hafir við hlið þér álitlegan hóp
nefnda eða sérfræðinga (í þessu
tilfelli landbúnaðarframleiðslu-
skipulagsnefnd), því ég tel litla
von til þess, að þú getir sjálfur
leyst úr vanda mínum. En það sem
aðallega veldur áhyggjum mínum,
er hámarksverð verðlagsnefndar.“
„ÉG HEF TEKIÐ EFTIR ÞVÍ,
að um leið og sú ágæta nefnd á-
kveður vérð á ýmsum landbún-
aðarvörum, þá hverfa þær um leið
af opinberum markaði, og þó sér-
staklega ef um verulega lækkim
er að ræða frá fyrra verði. Ágætt
dæmi um það er íslenzka smjörið,
sem nú hefir verið algerlega ófáan
legt um lengri tíma. Satt getur það
verið, að dregið hafi úr smjöríram
leiðslu, en fyrr má nú rota en dauð
rota, en slíku smjörleysisfyrir-
brigði sem þessu man enginn eftir,
sem ég hefi talað við. Sama er um
eggin að segja, þó skortur þeirra
sé eklti eins tilfinnanlegur. Kart-
öflur hafa verið illfáanlegar í allt
haust, nema þá í smáskömmtum
við og við. Kartöfluuppskeran
mun hafa verið rýr, en það er
ekki fullnægjandi skýring. Ein-
hverjar kartöflubirgáir hljóta að
vera til í landinul“
„OG HVERNIG VAR með gul-
rófuuppskeruna? Var hún ekki
enn þá rýrari? En á sama tíma
sem kartöflur eru ófáanlegar, eru
gulrófur seldar svo að segja í
hverri matvöruverzlun — en með
okurverði þó. Hver er ástæðan?
Er það vegna þess að ekkert há-
marksverð hafi verið sett á gul-
rófur? Ég hefi undanfarið verið að
reyna að finna einhvern botn í
þessu, með því að lesa skrif blað-
anna um slík mál, en ekki tekizt
það, og er þá um annað tveggja
að ræða: skilningsleysi mitt eða
ófullnægjandi skýringar hlutaðeig
andi aðilja. í vandræðum sínum
(Frh. á 6. sí8u.)