Alþýðublaðið - 26.11.1943, Blaðsíða 4
ALÞYÐUBLAÐIÐ
Föstudagur 26. nóvember 1943
Eldhúsræða Finns Jónssonar:
Samvinna verkamanna og bænda hefði
tryggt endurnýjun skipastélsins
Kommúnistar vildu ekki
slíka samvinnu.
Niðurlag.
ÞINGMAÐUR S.TRANDA-
MANNA, sem talaði hér
á undan mér, lýsti dýrtíðinni
unum með mjög svörtum lit-
um. Hann talaði einnig um
tóman ríkissjóð. Eg er honum
sammála um, að í hvorutveggja
þessa ríkir hið mesta hörm-
ungarástand. En ég get ekki
komizt hjá að benda honum á,
að það var hann sjálfur, sem
dró dýrtíðarlokurnar frá hurð-
um og hleypti dýrtíðarflóðinu
yfir landið á meðan hann var
forsætisráðherra. Ég get heldur
ekki komizt hjá, að benda hon-
um á, að það var hann sjálfur,
sem sfendur fremstur í flokki
um að tæma ríkissjóðinn í upp
bætur svo tugum milljóna skipt
ir. Ásakanir hans hitta því
hann fyrstan allra manna. Og
þó að mér sé ekki hlátur í hug
verð ég að telja það næsta skop
legt, að heyra þennan háttvirta
þingmann vitna um syndir sín-
ar frammi fyrir alþjóð í ríkisút
varpinu úr sölum alþingis.
Þröngsýni komm-
nnista.
Kommúnistum hefir tekizt
með blekkingum að læða þeirri
villu inn hjá kjósendum, að
þeir væru róttækasti flokkur-
inn í landinu. Fjöldi kjósenda
hefir alveg misskilið orðið rót-
tækni. Kömmúnistaflokknum
er, eins og allir vita, stjórnað
af hinni mestu þröngsýni, og
honum eru sendar ,,línur“ til
að starfa eftir, annars staðar
frá. En hvorki getur það að
taka við fyrirskipunum erlend
is frá né þröngsýni þeirra, sem
stjórna Kommúnistaflokknum
samrýmst sannri róttækni. Rót
tækur flokkur hlýtur að taka
á hverju máli þannig að hafa
leyfi til að velja og hafna, en
það getur enginn flokkur, sem
fer eftir erlendum fyrirskipun
um. Róttækur flokkur tekur
með víðsýni, hlýju og skiln-
ingi á hverri nýrri hugsjón. En
ofstækisflokkarnir eru fyrir-
fram ákveðnir á móti því, sem
ekki samræmis þeirra eigin of-
stæki. í stað þess að leita sam-
vinnu við Alþýðuflokkinn um
að framkvæma heildaráætlun
til þess að leggja grundvöll að
réttlátu framtíðarskipulagi á
lýðræðisgrundvelli, hefir kom-
múnistafl., sem kallar ' sig
Sósíalistaflokk, tekið það ráð
að berjast af hatri og ofstæki
á móti Alþýðuflokknum alveg
sérstaklega, og þá hvorki spar-
að ill orð né hrein vísvitandi
ósannindi.
Gerðardómslögin voru óvin-
sælustu lögin, sem sett hafa
verið hér á landi. Ráðherra
Alþýðuflokksins Stefán Jóhann
Stefánsson rauf samstarfið í
þjóðstjórninni vegna þeirra.
Alþýðuflokkurinn barðist af
öllum kröftum gegn þessari
löggjöf, en þrátt fyrir það þó
að þetta sé öllum vitað hefir
i blað Sósíalistaflokksins gengið
svo langt í hatri sínu á Álþýðu
i flokknum, að það hefir hvað
; eftir annað sagt, að Alþýðu-
flokþurinn hafi staðið að gerð-
! ardómslögunum. Orðrétt er
þessi ósvífna lygasaga sögð í
Þjóðviljanum, 30. okt. 1943 og
hljóðar þannig með leyfi for-
seta.
„Ýmsar innri aðstæður
gerðu samvinnu þjóðstórn-
arflokkanna um kúgunarlög
in erfiða og snemma veturs
1942 mun ótti við kjósendur,
óttinn við vaxandi fylgi
„kommúnista“ og sundrung
innan allra þjóostjórnar-
flokkanna, hafa sannfært þá
um að gerðardómslögin voru
óframkvæmanleg.“
Taki menn eftir: „Snemma
veturs 1942 voru þjóðstjórnar-
flokkarnir sannfærðir um, að
gerðardómslögin voru ófram-
kvæmanleg.“ En gerðardómslög
in voru sett hinn 8. jan. 1942
með bráðabirgðilögum, eftir að
fram hafði komið krafa um lít-
ilsháttar launahækkun frá
nokkum iðnfélögum og sagði
ráðherra Alþýðuflokksins tafar
laust af sér, þegar sýnt var að
hann gat ekki hindrað þessa
ranglátu löggjöf.
Sánnleikanum er þannig
gersamlega snúið við í Þjóðvilj
anum.
Og mér er spurn, fyrir hvaða
fólk er skrifað svona? Og vissu-
lega skjátlast ritstjórum Þjóð-
viljans, ef þeir halda að allir les
endurnir taki slíka blaða-
mennsku fyrir góða og gilda
vöru.
Þá er í Þjóðviljanum þ.1 31.
október 1943 gerð tilraun til að
blanda- Alþýðuflokknum inn í
fW|n)Öublöðið
Útgefandi: Alþý3uflokkurinn.
Ritstjóri: Stefán Pétursson,
Ritstjórn og afgreiSsla í Al-
þýðuhúsinu við Hverfisgötu.
Símar ritstjórnar: 4901 og
4902.
Símar. afgreiðslu: 4900 og
4906.
Verð í lausasölu 40 aura.
Alþýðuprentsmiðjan h.f.
Hin mikla „rausn“
kommúnista.
Brynjólfur Bjarnason sagði
í útvarpsræðu sinni í
fynrakvöld, að fulltrúi komraún
ista í sex-manna-nefndinni
hefði verið svo rausnarlegur
við bændur, að fallast á að
þeim væru ætluð helmingi
hærri laun en tekjur verka-
manna úti á landi næmu, þar
sem aðstaða væri lakari. Þetta
þótti Brynjólfi hrósvert og ber
hér enn að sama brunni um
það, að kommúnistar hæla sér
af niðurstöðum þeim, er sex-
manna-nefndin komst að. Mun
það þá nægilega upplýst, að
þær voru meira en vafasamar
— svo að ekki sé sterkara að
orði kveðið.
En gefum þessu nánari gaum.
Kommúnistum þykir það vel að
verið, þegar þeim er fengin
hlutdeild i nefnd, sem á að
finna réttláta tekjuskiptingu
milli bænda annars vegar og
verkamanna og sjómanna hins
vegar, að sýna þá ótíníabæru og
skaðlegu „rausn“, sem hér er
um að ræða. Framsóknarmenn
og Sjálfstæðismenn virðast
vera á einu máli um, að sýna
bændum þá „rausn“ að verja
á tveimur árum um 30 milijón-
um króna í úppbætur til
bænda. Kommúnistar koma til
liðs við þá með þeirri afstöðu,
sem fulltrúi þeirra í 6-m.-nefnd
inni tók og hækkaði uppbæt-
urnar um milljónir króna.
Og þessi „rausn“ er ekki að-
eins á kostnað verkamanna og
sjómanna, sem þó svo mjög er
hallað á. Hún er einnig á kostn-
að allrar þjóðarinnar. Hinum
miklu og óvæntu tekjum, sem
þjóðinni hafa borizt i hendur, er
sóað í skipulagslausa og fánýta
styrki til eins af atvinnuvegum
landsmanna, án þess að við sé-
um nokkru nær því en áður að
færa þennan eða annan atvinnu
rekstur þjóðarinnar á öruggari
grundvöll. Tugmillj. króna
af tekjuafgangi ríkisins
er kastað í landbúnaðinn, án
þess að sjávarútveginum, horn-
steininum, sem öll afkoma
þjóðarinnar byggist á, sé nokk-
uð veitt hér á móti.
Ef nokkur stefna, nokkur
framsýni eða skipulag. réði í
meðferð þessa fjár, þá hefði því
á skipulegan hátt verið skipt
milli landbúnaðar óg sjávarút-
vegs í því skyni að efla báða
þessa atvinnuvegi varanlega
og skapa þjóðinni efnalegt ör-
yggi á ókomnum árum.
*
Engum eru þessar staðrevnd-
ir ljósari en verkamönnum og
sjómönnum. Og nú hagar ein-
mitt svo til, að þessar stéttir
eiga marga fulltrúa á alþingi.
17 talsmenn þeirra sitja nú á
þingbekkjum. En þeir evu skipt
ir í tvo fiokka, 7 Alþýðuflokks-
menn og 10 kommúnista. Ef 17
Alþýðuflokksmenn hefðu nú
átt sæti á alþingi, þá hefði þar
verið sterkur flokkur og áhrifa
ríkur, sem hefði haft á sinu
valdi að móta ráðandi stefnu í
landsmálum. En með því að
senda aðeins 7 Alþýðuflokks-
menn og 10 kommúnista inn í
þingið hafa þessar stéttir slegið
vopnið úr sinni eigin hendi. —
Kommúnistar vilja ekki eiga
hlut að myndun vinstri stjórn-
ar. Þeir vilja ekki taka þátt í
þjóðfélagslegum umbótum.
Þeirra eina hlutverk er að
skapa glundroða í þinginu og
gera það óstarfhæft.
Afleiðingarnar tala sínu máli,
eins og sést á því, þegar kom-
múnistar eru settir til að dæma
á milli bænda og verkamanna.
Þá er dómurinn byggður á .
þeirra venjulegu uppboðspóli-
tik, sem Brynjólfur kallar
„rausn.“
Framsóknarflokkurinn hefir
snúizt á þá sveif að reka ein-
hliða, þröngsýna bændapólitík,
er kitlar lægstu hvatir umbjóð-
enda þeirra. Bændaíhaldið í
Sjálfstæðisflokknum hefir kom
ið hér til liðs við Framsókn. —
Árangurinn af því samstarfi
sést í skefjalausum fjáraustri,
sem á sér engan þjóðfélagsleg- J
an tilgang. Kommúnistar láta
sér sæma að dansa með í þess- I
um leik að meira eða minna
leyti. Þeir hæla sér meira að
segja af ,,rausn“ sinni í garð
bændastéttarinnar.
Nú stánda málin þannig, að
það er alls óvíst, hvort alþingi
fellst á þær tillögur Alþýðu-
flokksins, sem miða að liís-
nauðsynlegum framkvæmd-
um: Endurnýjun og aukningu
skipastólsins, sem öli efna-
hagsleg framtíð þjóðarinnar
veltur á. Og þó er sú fjárhæð,
sem hér um ræðir, 12 millj.
krónum lægri en tyeggja ára
uppbætur á landbúnaðaraf-
urðir. Ef alþingi hindrar bað á
örlagastundu, að tryggt. verði
efnalegt öryggi þjóðarinnar á
komandi tímum, hefir fengizt
dýrkeypt en ótvíræð revnsla af
því, hver ofrausn það hefir ver-
ið af vinnustéttum landsins að
senda 7 Alþýðuflokksmenn og
10 kommúnista á þing í stað 17
Alþýö uf1 okksmanna,
hið svonefnda eiðrofsmál þeirra
Ólafs Thors og Hermanns Jón-
assonar. Segir þar svo, með leyfi
hæstv. forseta:
„Það fer ekki hjá því, að
„margur stanzi við og hugsi um
„hinn merkilega „heitrofsþátt“
„úr sögu þjóðstjórnarflokk-
„anna. Sú keðja fullkominna
„svika og fullkominna óheil-
„inda, sem leiðtogar þ r i g g j a
„stjórnmálaflokka hafa hnýtt,
„er þess eðlis, að hún knýr til
„umhugsunar."
Hvaða skynsamleg ástæða er
til þess að blanda Alþýðuflokkn
um í þetta mál?
Gerðardómslögin voru sett
hinn 8. jan. 1942. Þann sama
dag rauf ráðherra Alþýðu-
flokksins þjóðstjórnina og
sagði af sér, og fékk formlega
lausn frá embætti hinn 17.
jan., en einmitt þann dag
segja þeir Hermann og Ey-
steinn, að heitið hafi verið
gefið. Heitorðin voru gefin
vegna þess, að Alþýðuflokk-
urinn var farinn úr þjóð-
stjórninni, en ekki til þess að
hann færi þaðan. Þetta er rit
stjórum Þjóðviljans eins vel
Ijóst og öllum öðrum, en samt
leyfa þeir sér að hera hið
. gagnstæða fram fyrir lesend-
ur sína.
Hvað finnst mönnum um
svpna bardagaaðferð? Ber hún
þéss vott, að hér sé róttækur
flokkur, með fangið fullt af
DÁGBLAÐIÐ „Vísir“ ræðir
í forustugrein í gær um
þau verkefni, sem framundan
eru fyrir þjóðina. Blaðið segir
m. a.:
„Sýnilegt er aö framundan bið-
ur atvinnule.ysi og neyð, ef ekki
er hafizt handa um undi'rbúning
er miðar að þvi að afstýra hvoru-
tveggja. Óarðbær atvinna er engin
lausn á málinu. Snjómokstur og
klakahögg getur verið gott og
nauðsynlegt út af fyrir sig', eii það
er engin lausn atvinnumálun-
um. Atvinnutæki og nýjar atvinnu
greinir þarf að byggja upp í land-
inu, þótt það k.osti í senn fé og
fyrirhöfn. Viðleitnin á að beinast
að því, að hér ve.rði lcomið upp
framleiðslu, þannig að þjóðin geíi
verið sjálfri sér nóg í scm flestum
greinum, og þurfi sem frest til ann
arra að sækja, ef út af ber ‘
Þetta er aiveg rétt hjá Vísi.
„Atvinnutæki og nýjar atvinnu
greinir þarf að byggja upp í
landinu.“ Að því miða líka til-
lögur Alþýðufiokksins um end-
urnýjun og nýsköpun skipa-
stólsins. — Það verður fróðlegt
fyrir „Vísi“ að sjá hvaða af-
stöðu flokksmenn hans á al-.
þingi taka í þessum oínum.
Þjóðviljinn fárast (yfir því í
;gær, hvílíkum fjárhæðum sé
varið úr ríkissjóði í uppbóta-
greiðslur til bænda. Blaðið
segir:
„Alþingi hefir enn ekkert gert
í dýrtíðarmálunum. Hriflungalýð-
urinn vinnur hins vegar á taak við
tjöldin að því að hindra aðgerðir
gegn dýrtíðinni, ausa fé úr ríkis-
fögrum hugsjónum á ferðinni?
Og eru ekki næg ágreiningsefni
milli verkalýðsflokkanna, þó-
ekki sé verið að skrökva þeim
upp frá rótum?
Meðan hagsmunir alþýðunn-
air í landinu eru að nokkru leyti
háðir baráttuaðferðum Komm-
únistaflokksins, hljóta hinir
mörgu kjósendur hans, sem
standa nærri Alþýðuflokknum í
skoðunum, að óska þess, að
svona baráttuaðferðir séu lagð-
ar niður.
Ofstækisfullir kommúnista-
leiðtogar bera hatur í brjósti tií
lýðræðissinnaðra jafnaðar-
manna og eins og Þjóðviljinn
er ritaður, ber hatrið oftast
hærri hlut en hagsmunir
verkalýðsins eru settir skör
neðar. Þessi tvö dæmi er ég
nefndi, eru tekin af handahófi
af mörgum slíkum. Sósíalista-
flokknum er ennþá stjórnað af
kommúnistum og lýðræðisjain-
aðarmenn komast ekki upp
með moðreyk í þeim herbúðum.
Min erlenda pjónknn
kommánista.
Þó er enn verra hve hinna
erlendu áhrifa gætir mikið £
, afstöðu flokks þessa. Hann er
ekki sjálfráður gerða sinna
og skoðana. Meðan Hitler og
Stalin voru vinir, lét Þjóð-
viljinn svívirðingarnar dynja
á bandamönnum, einkum
Framháld á 6. síðu.
sjóði í uppbætur og hindra raun-
hæfar ráðstafanir gegn dýrtíð-
inni.“
Öðrum fórst en ekki þér! má.
segja við skriffinna Þjóðviljans
— og er þeim þá fullsvarað.
Þátttaka kommúnista í sex
manna nefndinni sælu, varð til
þess að hækka þessar uppbóta-
greiðslur um milljónir króna
án þess að þjóðin væri nokkru
nær því að vinna bug á dýr-
tíðinni.
*
Jónas frá Hriflu sendir frétta
manni hjá Morgunblaðinu,
ívari Guðmundssyni, skeyti í
„Degi“ nú nýlega. Jónas skrif-
ar:
„Árni Pálsson prófessor varð
þess var, að alltaf þegar hann ætl-
aði að skrifa eitthvað fyrir Mbl.,
þá var eins og heimska ein settist
að þar, sem greindin bjó endra-
nær. Alveg sömu reynslu hefir
starfsmaður við blaðið. Hann heit-
ir ívar Guðmundsson, og verður
að skrifa svona fyrirkallaður alla
sex daga vikunnar. í vor varð
hann óstjórnlega hrifinn af Hall-
grímskirkju Guðjóns Samúelsson-
ar. Nokkrum vikum síðar ritaði
hann sótsvarta ádeilu um sömu
teikninguna, sem hann dáðist mest
að skömmu áður. í mörg ár hefir
henn býsnazt yfir, að Alþýðuflokk
urinn skyldl lána bænum jafnlé-
legt leikhús og Iðnó. Nú þegar tíð-
rætt er um að fullgera Þjóðleik-
húsbygginguna, vill hann fá út-
lending til að gera verkið. Þegar
ívar skrifar þetta, hefir alveg dott
ið úr honum, að Þjóðleikhús Guð-
(Frh. á 6. sí®u.)