Alþýðublaðið - 26.11.1943, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 26.11.1943, Blaðsíða 3
JPöstudagur 26. nóvember 1943 ALÞYÐUBLAÐIÐ 3 Hlutskipti Finna SJALDAN EÐA ALDREI hefir samúð íslendinga með erlendri þjóð verið látin í ljós á jafn ótvíræðan hátt og 1. desember 1939, þegar sú fregn barst hingað, að Rússum hefði þótt sæma að ráðast með fólskulegum hætti á norræna smáþjóð, Finna. Áður höfðu ýmsar ,,samningaumleitanir“ farið fram og Molotov, utanríkis- ráðherra Rússa, hafði gefið í skyn, að Rússum, sem eru um 200 milljónir að tölu, stafaði veruleg hætta af Finnum, sem eru tæpar fjór- ar milljónir. Yar látið í veðri vaka, að Leningrad væri inn- an skotmáls frá finnsku landamærunum og Finnland væri heppileg innrásarbæki- stöð fyrir fjandsamleg stór- veldi. Hins vegar upplýstist aldrei, hvers vegna Rússar hefðu nú fyrst komið auga á hina viðsjárverðu landfræði- legu aðstöðu Finnlands, og höfðu þeir þó haft meira en tvo - áratugi til þess að átta sig á þessari óheppilegu stað- reynd. ÓÞARFT ER að rekja gang styrjaldarinnar þá, en öllum fannst mikið til um hetjuleg^ vörn Finna, nema einstaka mönnum, sem erfitt eiga með að skapa sér sjálfstæðar skoðanir, en hafa erlenda menn í fjarlægu landi til þess að hugsa fyrir sig og segja sér fyrir verkum. Yfir- leitt eru nefnilega íslending- ar þannig gerðir, að þeir taka málstað lítilmagnans, og skiptir ekki máli, hver svo sem á hann ræðst. Sann- gj örnum mönnum verður á að hugsa sem svo, að ,,samn- ingaumleitanir‘ ‘ Paasikivi og Molotovs séu mjög áþekkar viðræðum Hitlers og Schuss- niggs áður en Austurríki hvarf úr tölu sjálfstæðra ríkja eins og menn mun reka minni til. AÐSTAÐÁ FINNA í DAG er mjög örðug og að ýmsu leyti er erfitt að átta sig á henni. Þeir eru nú í, bandalagi við þá menn, sem skeleggastir hafa reynzt til þess að kúga og undiroka frjálsa menn, þar á meðal tvær bræðra- þjóðir Finna, Dani og Norð- menn. En hins vegar er vit- að mál, að Finnar vilja teljast til frjálsra Norðurlandaþjóða enda bundnir þeim menning- arlegum og sögulegum tengsl um. Má vel vera, að ekki verði full-ljóst fyrr en að styrjöldinni lokinni, að hve miklu leyti Þjóðverjar hafa ráð þeirra í hendi sér. Þó má öruggt telja, að yfirgnæfandi meirihluti finnsku þjóðar- innar sé andvígur nýskipan Hitlers og hyggi ekki á lánd- vinninga í skjóli Þjóðverja. Þessu til sönnunar má geta þess, að ekki alls fyrir löngu bárust hingað fregnir um það, að miðstjórn Alþýðu- flokksins finnska hefði birt ályktun, þar sem lýst er þeim vilja flokksins, að Finnar ættu að semja frið, heiðarlegan frið. Myndin sýnir Karl Gústaf Mannerheim, yfirhershöfðingja Finna, Adolf Hitler Keitel, yfirmann herforingjaráðs Þjóðverja. S s s s s s s s s s s i og Wilhelm tw BaDdamean hefjast handa d Italin. 8. herinn brauzt yfir Sangro- fljót í gær. ------» —---- FREGNIR FRÁ ÍTALlUVÍGSTÖÐVUNUM í gærkveldi hermdu, að 8. her Montgomerys hefði hafið sókn og brot- izt yfir Sangro-fljót, skammt frá mynni fljótsins við Adríahaf. Hefir 8. herinn nú nokkra landspildu norðan fljótsins á valdi sínu. Segja fréttaritarar, að sókn þessi hafi komið Þjóðverjum mjög á óvart, og hafi Þjóðvetjar ekki getað hindrað bandamenn í því að koma flotbrúm á fljótið. Á vígstöðvum 5. hersins er allt með kyrrum kjörum, enda slæmt veður og erfitt um hernaðar- aðgerðir. Loftárásir hafa verið gerðar á Toulon og Cannes í Frakk landi, Sofia í Búlgaríu og Torino á Norður-Ítalíu. Undanfarna fjóra daga hefir 8. her Montgomerys verið að undirbúa sókn við Adríahaf og hafa verkfræðingasveitir nú komið brúm á fljótið. Er svo að sjá, sem Þjóðverjar hafi verið óviðbúnir og búizt við því, að bandamenn biðu þar til veður batnaði. Var fyrst haldið uppi mikilli stórskotahríð, en síðan þustu fótgönguliðar, studdir skriðdrekum og vélknúnum hergögnum yfir brýrnar og tókst þeim að koma sér fyrir norðan fljótsins. Flugvélar Á HINN BÓGINN er skiljan- legt, að Finnar séu tor- tryggnir í garð Rússa. Allt frá dögum Péturs mikla hafa Rússar haft hug á því að færa út yfirráðasvæði sitt í vestur, þeir hafa verið erfða- fjendur Finna í meira en tvær aldir. Finnar hafa ekki P gleymt kúgun og ofsóknum hinna rússnesku zara og þeim eru enn í fersku minni aðgerðir Kuusinens, undan- fara Quislings. Eins má líka gera ráð fyrir, að Finnum sé vel kunnugt um „atkvæða- greiðsluna“ í Eystrasaltslönd UHum, sem samþykktu með 90% meirihluta.að fá að ger- ast hlutgengir aðilar í ríkja- héldu uppi skæðum árásum á stöðvar Þjóðverja og herflokka. Er nú mikill reykjarmókkur yfir orrustusvæðinu og segja fregnritarar, að erfitt sé að átta sig á hverju fram vindur. Ekk- ert markvert hefir gerzt á víg- stöðvum 5. hersins amerí&ka. Fljúgandi virki gerðu harða árás á flotahöfnina Toulon í Suður-Frakklandi. Var árásinni einkum beint gegn kafbáta- byrgjum og vopnabúrum og urðu mikil spjöll af. Þá var og ráðizt á járnbrautarbæinn Can- sambandi Rússa, enda þótt þau hefðu unnið að því baki brotnu um árabil að losna undan yfirráðum þeirra. ALLIR ÞEIR, sem unna nor- rænni samvinnu, hljóta að harma það, að rás viðburð- anna skuli hafa hagað því svo, að Finnar berjast nú j með fjepdum alls þess, sem heitir frelsi og menning á norræna vísu. En sennilegast er, að Þjóðverjar hafi öll ráð Finna í hendi sér í bili, og geti knúið þá til þess að veita sér brautargengi. Þýzki herinn í Finnlandi er hættu- legt vopn, hann er svipan, sem knýr Finna áfram, nauð- uga viljuga. nes á Rivieraströndinni, en um þann bæ flytja Þjóðverjar lið og hergögn frá Frakklandi til Ítálíu. Sprengjuflugvélar af Liberator-gerð réðust á Sofia, höfuðborg Búlgaríu, en Wcll- ington-flugvélar á Torino. í fregnum frá London er tek- ið fram, að bandamenn séu ekki komnir áð hinni svokölluðu vetrarlínu Þjóðverja, og má því búast við harðari bardögum er þeir komast að henni nú á næstunni. Montgomery. Á myndinni sést Montgomery, hinn sigursæli foringi 8. hersins brezka. URTIN, forsætisráðherra Ástralíu, hefir skýrt frá því, að bráðlega verið farið að smíða stórar sprengjuflugvélar í Ástralíu. Fyrst um sinn verða smíðaðir hreyflar og varahlutar í flugvélar. Verður bandamönnum mikið hagræði að þessu, þar sem skip- rúm sparast. Fram til þessa tíma hafa Ástralíumenn einung- is smíðað smærri flugvélar, en orðið að flytja inn flugvélar frá Bandaríkjunum og Bretlandi. við iZhitomir brnndið. jO ÚSSAR virðast hafa stöðv- að sókn Þjóðverja við Zhitomir, enda þótt hinir síðar- nefndu tefli þar fram ógrynni liðs og fjölmörgum Tigris-skrið- drekum og stórum fallbyssum. Við Gomel þrengja hersveit- ir Rokossovskys æ meir að setu- liði Þjóðverja, og er játað í Ber- línarútvarpinu, að bardagarnir um borgina séu mjög harðir. Rússum verður einnig allvel ágengt suður af Kremenchug og í Dniepr-bugnum. Þjóðverj- ar tilkynna hins vegar, að þeir hafi hrundið hörðum árásum við Nikopol og fyrir vestan Kiev. Þá segjast þeir hafa eyði- lagt fyrir Rússum 199 skrið- dreka, 554 fallbyssur og 166 bifreiðir, og tekið allmarga fanga. Enn ein árás á Berlín Wí OSQUITO-FLUGVÉLAR ■*■ ■“■ fóru til árása á Berlín. í fyrrinótt og í björtu í gær. 1 flugvél týndist í leiðöngrum þessum. Samkvæmt fregnum frá Stokkhólmi hafa margar stjórnarskrifstofur í Berlín ger- eyðilagzt í hinum heiftarlegu loftárásum undanfarið, þar á meðal bygging ráðuneytis dr. Speers, og hafa ýmsar stjórn- ardeildir verið fluttar á brott úr borginni. í gær fóru margar flugvélar til árása á herteknu löndin handan Ermarsunds. Boston-, Mitchell- og Typhoon-flugvélar réðust á hafnarmannvirki í Cherbourg, flugvelli í Hollandi og Norður-Frakklandi og fleiri hernaðarstöðvar Þjóðverja. 4 japönskum tundur- spillum sökkt T WASHINGTON er tilkynnt, •*■ að komið hafi til sjóorrustu undan Nýja Bretlandi á Kyrra- hafi, er hafi lokið með sigri Bandaríkjamanna. Fjórum jap- önskum tundurspillum var sökkt, en hin skipin lögðu á flótta. Bandaríkjamenn misstu ekkert skip. Japanar hafa ekki enn birt neina tilkynningu um þessa við- ureign. Bandamenn eru nú í sókn á Bougainville og hafa fært út kvíarnar við flóa Ágústu keis- aradrottningar. Japanar hafa orðið fyrir tilfinnanlegu mann- tjóni í átökum þessum. Loftá- rásir hafa verið gerðar á birgða- skip Japana á þessum slóðum með miklum árangri. Á Nýju Guineu eru ástralsk- ar hersveitir komnar að Saddle- burg, en þangað hörfuðu Japan- ar frá Lae. Hins vegar hafa Japanar öflugt setulið skammt frá Finschhafen og er búizt við snörpum orrustum við það áður en lýkur. Frá Gilbert-eyjum berast þær fregnir, að Bandaríkjamenn hafi á sínu valdi Makin- og Apemama-eyjar og gangi hern- aðaraðgerðir mjög að óskum. Er talið að hertaka þessara eyja séu upphaf mikillar sókn- ar á Kyrrahafi.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.