Alþýðublaðið - 26.11.1943, Blaðsíða 5

Alþýðublaðið - 26.11.1943, Blaðsíða 5
Föstudagur 26. nóvember 1943_____ALÞYÐUBLA9IÐ .____________ _____ I Atlanfshafsdraumurinn mikli > Fræg brúðhjón. Mynd þessi var tekin af brúðhjónunum Rita Hayworth, leik- konu og Orien Welles, kvikmyndaleikara og leikstjóra, skömmu eftir að þau höfðu verið gefin saman í heilagt hjóna band í Santa Monica. Welles er, auk þess að vera frægur leikari, einhver mikilhæfasti leikstjóri Ameríku. Rita Hay- worth hefir oft leikið undir stjórn hans — og gerir efalaust í framtíðinni. ALDARLANGT hafa menn lagt áherzlu á að stytta fjarlægðirnar millum Bretlands og Ameríku í lofti og á legi. Löngum var það þó aðeins draumur. Menn spöruðu hvorki krafta sína/né hugkvæni í baráttunni við það að gera draum þennan að veruleika: Þeir hafa farið marga frækilega leiðangra yfir Atlantshafið, fyrst í litlum tré- fleytum, þá í gufuskipum og loks í hinum nýtízku hafskipum, sem nú eru í förum. Nú eru og flugvélarnar komnar til sögu, sem leggja leiðir sínar yfir hið mikla úthaf. , Það var þó eigi fyrr en árið 1941, sem fastar flugferðir á öllum árstímum hófust millum Bretlands og Ameríku. Flugvél- ar eru nú daglega í förum mill- um Bretlands og Kanada. Áður hafði aldrei verið flogið yfir Atlantshafið að vetrarlagi. — En reynsla síðustu tveggja ára hefir sannað, að eftir styrj- öldina mun verða haldið uppi ferðum á flugleið þessari á öll- um árstímum. Viðleitni manna að færa sam- an Bretland og Ameríku hefir nú borið slíkan árangur, að þess mun skammt að bíða að það geti almennt talizt, að viðskipta- frömuðir snæði dagsverð í Lundúnum en morgunverð í New York. Þá muni menn gera mikið að því að bregða sér til Vestur- heims um helgar Slíkt mun eigi kref jast meiri tíma né f jár en venjulegar skemmtiferðir nú á dögum. En sagan af þeirri baráttu mannanna að leggja leið sína yfir Atlantshafið á sem skemmst um tíma er í senn viðburða- rík. og skáldleg allt frá því að fyrsta gufuskipið sigldi frá Bretlandi til Vesturheims fyrir meira en einni öld. Þegar ég virði fyrir mér forn- fálega mynd af litlu skipi, sem var í senn knúið gufuvél og búið seglum, minnist ég þess, er gerðist hinn tuttugasta og ann- an dag aprílmánaðlar árið 1838. — Þá kom þessi skringi- legi farkostur til hafnar í New York. Á þilfari skipsins getur mannþyrpingu að líta. Um hverfis það er fjöldi róðrar- báta. — Allir veifa höfuðfötum sínum að því er virðist í kveðju- skyni. Mynd þessi er af gufuskipinu Sirius, og af henni má glöggt ráða undrun New Yorkbúa, er það sigldi inn á höfn borgarinn- ar, án þess að nokkur ætti þess von. \ Far þetta var eigi til langferða ætlað. Það hafði aðeins verið notað til ferðar með ströndum fram og verið lengst af í förum millum Lundúna og Cork. — Sir ius var lítið skip. aðeins 703 smálestir að stærð. Það var því talin vitfirring hin mesta að ætla að sigla slíkri fleytu vest- ur yfir Atlantsála. Það var sízt að undra, þótt skipshöfnin yrði slegin ótta, þeg- ar Sirius hreppti mótbyr og stórsjó. — Hvers vegna áttu menn að gera skipstjóranum það til geðs að sigla í opinn dauð- ann? En Róberst skipstjóri var eigi að síður sannfærður um það að Sirius myndi komast heilu og höldnu vestur um haf. Sú varð - og raunin. Sirius náði til hafnar í New York með fjörtíu farþega innan borðs, án þess að hið minnsta slys hefði að höndum borið. Því var tekið með fögnuði miklum, er til New York kom. — Blöðin fluttu söguna um dáð þess á áberandi stöðum. — Ævintýri þetta var á allra vörum. Daginn eftir sigldi annað skip inn á höfnina í New York. Það REIN þessi er eftir Ner- ina Shute og fjallar um sögu samgangnanna yfir At- Iantshafið í lofti og á legi. Nú er þannig málum komið, að hinn forni Atlantshafs- iraumur hefir rætzt og flug- vélar leggja leiðir snar yfir úthafið mikla vetur og sum- ar. Greinin er þýdd úr Strand Magazine. hafði og lagt í haf frá Bret- landi — Ekki er ótrúlegt, að brosi hafi þá brugðið fyrir á ásjónu Róberts skipstjóra. Skip þetta var helmingi stærra en Sirius, sterkbyggt og vandað gufuskip byggt í Bristol í þeim sérstaka tilgangi að flytja far- þega til New York. Skipi þessu hafði verið valið heitið Hin mikla Vestmörk. En Hin mikla Vestmörk beið ósigur. Hið litla og óásjálega skip Sirius varð fyrsta gufuskipið, sem sigldi yfir Atlantshafið. — Frægðin og heiðurinn hlotnaðist bví. — New Yorkbúar fögnuðu því eins og siður er, þegar skip koma að landi úr frækilégum leiðangrum. Róbert skipstjóri var hylltur í líkingu við Lind- bergh ofursta áratugum síðar. Atburðir þessir gerðust fyrir meira en einni öld. En hetjudáð Siriusar mun aldrei í fyrnsku falla. Afrek það, sem skipstjóri þess og áhöfn innti af höndum, er hliðstætt þrekvirki því, sem flugmenn vorir hafa drýgt hin síðustu ár og raunverulega und- anfari þess. En sjóferðirnar yfir Atlants- hafið voru hinar torsóttustu langa hríð eftir að Sirius hefði farið hina fyrstu för. Árið 1842 tókst Charles Dick- ens ferð á hendur vestur um haf með skipinu Britannia. Erindi hans var það að afla sér efnis í skáldsögu sína Martin Chuzzle- wit. Hinum brezka skáldjöfri gazt hið versta að ferð þessari og fór hörðum orðum um aðbúð- ina í skipinu síðar. För þessi til Vesturheims og heim aftur tók Charles Dickens fjórtán daga og átta klukku— stundir. í dag er leið þessi farin loftleiðis á fjórtán klukkustund um. Hinum auknu samgöngum millum Bretlands og Ameríku tók að fleyta fram eftir að heim- styrjöldin 'hin fyrri hafði verið til lykta leidd. Mqnn og konur áttu sér þann draum að fljúga yfir Atlantshafið. Skömmu fyr- ir styrjaldarlokin hafði flugbát- ur verið byggður í Vesturheimi. Tveir Englendingar, þeir J. C. Porte flugstjóri og Hallett sjó- liðsforingi ákváðu að fljúga hon- um yfir Atlantshafið og vinna tíu þúsund sterlingspunda verð- laun þau sem Northcliffe lá- varður hafði heitið þeim, er fyrstur drýgði dáð þessa. 'Flug Johns Alcockands höf- uðsmanns og Artburs Whitten- Browns liðsforingja árið 1919 var fyrsta flugið, sem farið var í einum áfanga yfir Attantshaf- ið. Áður höfðu þeir Harry Haw- ker og Mackenzie Grieve efnt til hinnar sömu tilraunar, án þess að hún bæri tilætlaðan árangur. j Árið 1927 varð svo Lindbergh ofursti fyrstur manna til þess að fljúga einn síns liðs frá Long Island til Parísar eins og al- kunna er. Árið 1928 urðu svo Hermann Kohl höfuðsmaður, von Hune- feld barón og írlpndin.gurinn Fitzmaurice ofursti fyrstir mann til þess að fljúga vestur yf-ir Atlantshafið. Mikla athygli vakti og flug Amelíu Earharts, en hún var fyrsta konan, er drýgði þá dáð að fljúga ein síns liðs yfir At- lantshafið. Fáir þeirra, sem glímt hafa við hið erfiða viðfangsefni að ráðast til farar yfir Atlantshaf- ið, hafa gengið að því, af slíku , kappi og raunin var um ungfrú j Amelíu Earhart. — Afreks hennar mun því lengi minnzt, og nafn hennar mun skráð stór- um stöfum í annálum baráttun- ar við Atlantshafið. Hún lærði að fljúga á kvöld- in og sunnudögum eða á þeim tíma, sem aðrar konur verja til þess að nema matreiðslu og spilamennsku. Því næst flaug hún austur yfir Atlantshafið í stormi, slyddu og þoku. Hún lenti flugvél sinni á írlandi. I En hún var eigi aðeins fyrsta konan, sem flaug ein síns liðs yfir Atlantshafið. Hún setti og nýtt met á flugleíðinni yfir norð urvert Atlantshafið. Hún flaug vegalengd, sem nemur 2.206 enskum mílum á nær því þrettán og hálfri klukkustund. Um tuttugu ára skeið hafa menn og konur háð stranga baráttu við hið erfiða við- fangsefni að gera leiðirnar yfir Atlantshafið í lofli og á legi sem fljótfarnastar og greiðfærast ar. — Þó var' það eigi fyrr en árið 1940, að flogið var yfir At- lantshafið að vetrarlagi. — Þeir, er réðust í ferð þeisaia, voru nokkrir yfirmenn brezka flug- flotans, svo -og þrír flugmenn. A. S. Wilcockson höfuðsmaður hafði stjórn fararinnar með höndum. Wilcockson höfuðsmaður er nú hættúr flugstjórn, en hefir hins vegar horfið að iðju í op- inberri skrifstofu. Hann hefir sagt mér síðasta þátt sögu sam- gangnanna yfir Atlantshafið. — Frásaga hans fer hér á eftir: -—- Árið 1940 fullyrtu, flestir, sem ég ræddi við, að það væri alls kostar ómögulegt að fljúga yfir norðurvert Atlantshafið að vetrarlagi. Ég gat þó eigi fallizt á þá skoðun. Eg lagði svo leið mína til Kanada ásamt þeim Bennett, Ross og Humphrey Page höfuðsmönnum. Ég var að sönnu vanur flugferðum og sömu sögu var að segja um fé- laga mína. En um íiug að vetrar- lagi vissi ég þó fatt annað en það, að veðurskiiyi'tjm voru slæm. En við ákváðum eigi að síður að ráðast í flugferð yfir Atlantshafið í trausti þess, að hún myndi ganga að óskum. Ég fer svo íljött j/fir sögu undirbúningsins, en læt þess þó getið, að við æíðum hóp ungra flugmanna um nokkra hríð. Svo var ráðizt í för þessa sem fyrr um getur. Tuttugu og ein sprengjuflugvél tók þátt í henni Allar iiema ein þeirra komust heilu og höldnu til Bretlands. Eftir þetta var áherzla lögð á að skipuleggja sem bezt flug- ferðir yfir Átlantshafið að vet- rarlagi. Nú fljúga flugmenn vorir frá Bretlandi til Mont- real í einum áíanga, og scinu leiðis frá Montreal til Bretlands, á öllum árstímum. Ferðin veslur um haf tekur jafnaðarlega um seytján klukkustundir. Hins vegar er austurleiðin venju- lega farin á um þrettán klukku- stundum. Þess eru þó mórg dæmi, að flugferðir þessar séu farnar á skemmri tíma, ef veð- urskilyrði eru hagfelld venju fremur. Efalaust munu flugferðir á leiðum þessum aukast aö mikl- um mun eftir að úrslit hildar- leiksins hafa verið ráðin. Er fylsta ástæða til þess að ætla að aukinna framfara sé þá von á vettvangi samgangna þessara. Wilcockson lét þau ummæli falla, að hann væri þess full- viss að flugferðirnar yfir norð- anvert Atlantshafið rnyndu reynast mikilvægur þáttur þess að tengja Bretland og Ameríku j Tu1 INS OG ÁÐUR hefir verið minnzt á nokkrum sinnum í þessum pistlum mínum, opnar liita veitan mikla möguleika fyrir gróð urhúsarækt við lieimilin hér í Reykjavík, þannig að menn geta ræktað grænmeti og ávexti í kjöll urum sínum við hverahita eða þá í smáhúsum við hús sín. Um þetta skrifaði Jón Gunnarsson loftskeyta maður einu sinni margar greinar hér í blaðið og vöktu þær mikla athygli. ÞETTA VÆRI stórkostleg fram för og mikið hagsmunamál bæj- arbúa. Allt mælir með því að hið opinbera hafi hér einhverja hönd í bagga, leiðbeini fólki og aðstoði það eftir megni, án þess þo að gefa því neitt. Hjalti, sem oft hef- ir skrifað mér og virðist vera einn tillögusnjallasti aðstoðarmaðurinn, sém ég á við þessi pistlaskrif skrif / aði mér í gær um þetta efni og er bréf hans á þessa leið: „ÉG Á EFTIR að skrifa þér nokkur bréf um garðborgina, en að þessu sinni langar mig til að benda á nauðsyn þess að bæjar- stjórnin okkar taki til athugunar gróðurhúsabyggingu.‘! „ÞÓTT FJÖUDI EINSTAKL- INGA komi sér að sjálfsögðu upp gróðurskálum, í húsum sínum eða görðum, strax á næsta sumri, fer því fjarri að slíkt grænmetis- ræktun fullnægi þörf almennings, er eigi hefir efni á að kaupa hina rándýru framleiðslu gróðurhúsa- sem traustustum tengslum.Oss ber því vissulega að fagna mikillega afrekum flugmanna vorra. eigendanna, sem aðeins er handa því fólki er hefir fullar hendur ■fjár.“ „FYRIR STRÍÐ var það svo að gróðurhús borgaði allan stofnkostn áð og rekstur á einu ári, ef rækt- uð voru blóm, en á tveim árum ef tómatar voru ræktaðir. Síðan hef- ir verð á allri gróðurhúsa-fram- leiðslu margfaldast, þó að úr hófi keyri einkum verð á vinberjum. Heyrst hefir að eirm gróðurhúseig- andi í Hveragerði hafi selt vinber á sl. sumri fyrir 60 þús kr., úr einu húsi.“ „EN ÞAÐ ERU tómataarnir handa almenningi, sem þurfa að lækka stórkostlegá í verði, og það er hreinasti óþarfi að grænmeti sé hér margfalt dýrara en í nágranna löndunum, þar sem hitunarkostn- aður er hér sam sem enginn.“ „EINA RÁÐIÐ til úrbóta — nema verðlagseftirlit vekist upp og taki í taumana er að bæjarfélagið komi sér upp mörgum og stórum gróðurhýsum, og selji framleiðsl- una við hóflegu verði. Verði það i ráð tekið, er þess að gæta í upp- hafi að bærinn kaupi gler og ann- að byggingarefni beint frá fram- 'leiðslulandinu, því heildsölum mun enn haldast uppi að hirða 30—40% ágóða af glersölunni, og smásala-álagning mun nema öðru eins eða meiru.“ NOKKUÐ HEFIR VERIÐ rætt undanfarið um Kleppjárnsreykja- Frh. á 6. síðu. Möguleikarnir, sem hitaveitan skapar. Grænmetis- og ávaxtarækt í gróðurhúsum. Athyglisvert bréf frá Hjalta.- Vitlaus björgunarstarfsemi. Útskúfun vinnunnar.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.