Alþýðublaðið - 27.11.1943, Side 6
€
Stærsta stríðskortið.
• Þetta kort af Evrópu og Norður-Atlantshafi, sem er 20 X 30
,fet að flatarmáli, er sagt vera stærsta stríðskortið, sem til er
fí heiminum, og er í aðalbækistöð þess hluta brezka flughers-
1 ins, sem hefir strandgæzlu með höndum. Menn taki eftir
'stiganum og manninum, sem stendur efst í honum. Af hon-
um má nokkuð marka stærð stríðskortsiris.
JVLÞYÐUBM|Oia-------------
Ræða Stefáns Jóhanns.
EANNES Á HORNINU
(Frh. af 5. síðu.)
!Ég veit ekki hvernig það er með
„Mikka Mús,“ hvort hann hefir
náð aldurstakmarki eða ekki.“
„ÉG HEFI VERH) að velta -því
fyrir mér hvort ekki væri mögu-
leiki á fyrir kvikmyndahúseigend
ur að útvega dálítið meira af
amyndum sem lausar eru við
þennan sífelda áróður. Gaman-
myndir eða fræðimyndir, svo að
^menn geti létt sér upp eina kveld-
stund eftir strit og erfiði dagsins.
Eitt enn, væri ekki hægt að hafa
sérstaka barnasýningu tildæmis kl.
S á sunnudögum, alveg eins og í
gamla daga, þegar ég var ungur að
alast upp?“
BODDI BODDASON skrifar mér
þetta gamanbréf: „Jæja, Hannes
minn! Ég fór niður í þing í gær. Ég
var í óvenjulegum erindagjörðum.
Eg var að skyggnast um eftir for-
•seta lasm —! Ég er nú í rauninni
á möti því að sækja hann í þingið
og alveg sérstaklega ef þeir ætla
að velja hann sjálfir blessaðir
jþingmennirnir okkar. Það vil ég
láta stranglega banna!“
ÉG LEITAÐI f KRÓK OG
KRING, vóg og mældi alla frá
toppi til táar. Mig hryllti við sum-
um. Ég nefni ekki nöfn. Þú veizt
jþað kannske eins vel og ég hverjir
það eru, Hannes minn. Aðra leizt
mér vel á, en mér fannst við
mættum ekki missa þá. Þetta eru
elju og mestu dugnaðarmenn í
fremstu víglínu. Við fátæklingarn-
ir með mörgu börnin og ljótu hús-
in megum alls ekki missa þá.“
„ÉG ÆTLAÐI AÐ FARA við svo
búið. En þá var eins og undarleg
rödd hvíslaði að mér. „Hvaða
dauðans vitleysa er þetta í þér
maður. Það er naumast þú ert
vandlátur, þvu! Líttu á þennan
þarna. Heldurðu að hann sómi
sér kannske ekki vel í forseta-
stólnum?“
„ÞARNA SAT HANN prúður og
höfðinglegur, þetta hæga, gáfaða,
glæsimenni. Ég fór að hugsa málið
betur. Marga kosti hefir hann til
að bera sem prýtt gæti forseta hins
Islenzka lýðveldis. Ég leit sem
snöggvast yfir hjörðina aftur. Nei,
það komu ekki fleiri til greina í
þessu húsi. Síðar ætla ég að
skyggnast um í fleiri húsum. En
Ixver var hann?“
„MÉR ÞÆTTI VÆNT UM, ef þú ,
gætir frætt mið um það, Hannes
minn, hvort engin takmörk eru
fyrir því, hvað opinberum stofn-
unum er leyfilegt að okra á al-
menningi- Maður skyldi ætla, að
nú á þessum tímum verðlagseftir-
lits og hámarksálagningar, væru
einhver takmörk fyrir því, en svo
virðist þó ekki vera, og ætla ég að
segja þér frá viðski|tium mínum
við eina slíka stofnun til sann-
indamerkis.11 Þetta segir verzlunar
maður í bréfi til mín.
„Á SÍÐASTLIÐNUM vetri keypti
ég útvarpstæki i Viðtækiaverzlun
ríkisins. Það kostaði kr. 875.00, en
sá galli var á því, að bylgju-
lengd útvarpsstöðvarinnar var ekki
í á tækinu, en mér var sagt i Við-
j tækjaverzluninni, að ég mundi
geta fengið því breytt fyrir
bylgjulend Reykiavíkur ef þörf
gerðist.“
„EFTIR NOKKRA MÁNUÐI á-
kvað ég svo að láta breyta útvarps
tækinu þannig, og snéri mér af
því tilefni til Viðgerðarstofu út-
varpsins, en fékk þar þær upp-
lýsingar að Viðtækjasmiðja út-
varpsins hefði einkarétt á að fram-
kvæma þessa breytingu á útvarps-
tækinu og var mér ráðlagt að fara
með það hingað. Ég gerði það og
fékk tækinu breytt fyrir Reykja-
vík og kostaði það kr. 175.00 —
Eitt hundrað sjötíu og fimm kr.“
„NÝLEGA HITTI ÉG kunningja
minn, sem á samskonar útvarps-
tæki og barst í tal milli okkar ,um
breytinguna á tækjunum. Sagði
hann mér, að hann hefði fengið
efnið, er þurfti til breytingarinnar
keypt í Viðtækjaverzlun ríkisins,
og kostaði það innan við 20,00.
Síðan fékk hann mann sem hann
þekkti, og var fróður urn þessa
hluti, til þess að breyta tækinu, og
reyndist þetta vera 2—3 klukku-
stunda vinna og borgaði hann
manninum kr. 40,00 fyrir verkið
og þóttist borga það vel.“
. „NÚ VIL ÉG SPYRJA ÞIG,
Hannes mihn, hvað þér finst um
þetta. Er ekki okrið orðið gengd-
arlaust, þegar teknar eru kr. 150
eða þar yfir, fyrir 2—3 tíma
vinnu? Og hverjir bera ábyrgð á
því, að þessi stofnun fær einokun-
áraðstöðu, og beitir henni á þenn-
an hátt?(t
'THannés á horninu.
Leikfélag Reykjavíkur
sýnir leikritið „Ég hef komið
hér áður“ annað kvöld. Aðgöngu-
miðar seldir frá kl, 4 í dag.
Frh. af 4. sífSu
sé þá ekki óeðlilega háður
valdbeitingu alþingis. Um
þetta kunna að verða skiptar
skoðanir, en Alþýðuflokkur-
inn mun leggja áherzlu á
þafÁ Vað búa sem bezt og
tryggilegast um þennan
merkilega þátt í stjórnskip-
unarlögum landsins, og gæta
þess um leið, að lýðræðis-
skipulagið geti öðlast þá
festu og styrkleika, er geri
því hæft að festa djúpar og
öruggar rætur meðal þjóðar-
innar.
En val og valdsvið forset-
aris er aðeins einn þáttur, þó
mikilsverður sé, í stjórnskip-
unarlögum landsins.
Fyrir dyrum sténdur gagn-
gerð endurskoðun á stjórnar-
skránni, og er bað mjög þýð-
ingarmikið atriði í íslenzkum
stjórnmálum, að vel, tryggiiega
og á réttlátan hátt verði búið
um stjórnskipunarlög landsins.
í hinum nýju og endur-
bættu stjórnskipunarlögum,
þarf að setja ótvíræð og ör-
ugg ákvæði um aukin rétt-
indi allra þegna þjóðfélags-
ins. I stjórnarskrá þeirri, sem
nú gildir, er svo fyrir mælt,
að sá skuli eiga rétt á styrk
úr almennum sjóði, sem ekki
sé fær um að sjá fyrir sér
og sínum. f nýrri og endur-
bættri stjórnarskrá þarf
einnig að tryggja öllum
vinnufærum mönnum rétt
til atvinnu, aukins félagslegs
öryggis, nauðsynlegrar al-
mennrar menntunar og
jafnra áhrifa á meðferð og
stjóm þjóðfélagsmálefna.
Þessi atriði, ásamt öðrum og
fleiri, þarf að festa í stjórn-
skipulögum landsins sem um-
gerð lýðræðisskinulagsins, er
þarf að reisa á styrkura grund-
velli. Og einmitt til eflingar
lýðveldisskipulaginu, og ti.l
varnar gegn hvers konar-árás-
um og ofbeldi einræðisstéfna,
þarf stjórnarskráin að hafa að
geyma örugg ákvæði.
Lýðræðið og frelsið eru fjör-
egg, sem íslenzka þjóðin þarf
að meta og varðveita. 'f ilvist
sína og heiður, sem menning-
arþjóð, á hún ekki hvað sízt
undir því, að þess sé vandlega
gætt. Ástandið í islenzkum.
stjórnmálum gefur sérstakt til-
efni til þess, að lýðræðisskipu-
lagið í öllum stjórnarháttum,
verði verndað og aukið. En til
þess að það megi verða, þarf
einnig að skapa félagslegt ör-
yggi allra þegna þjóðfélagsins
og tryggja öllum almenningi
nægilega atvinnu og nauðsyn-
lega menntun.
jRkkert atTÍnnuleysi
efitir stríftiö l
Heimstyrjöld sú, er nú
geisar og rannsóknir þær,
sem gerðar hafa verið um
atvinnuskipulag að stríði
loknu, hafa fyllilega leitt í
ljós, að það er hægt að út-
rýma atvinnuleysinu með
öllu, ef vilji og skilningur
stjórnarvaldanna er fyrir
hendi. Og krafa og takmark
íslenzkrar alþýðu hlýtur ó-
hjákvæmilega að vera, að
eftir stríðið megi ekkert at-
vinnuleysi vera.
Fýrir þessum stórfelldu um-
bóturii vill Alþýðuflokkurinn
berjast í samræmi við stefnu
sína og viðteknar starfsaðferð-
ir.
Samstarfi verka~
manna og bænda.
En þá mætti spyrja, hvaða
leiðir væru líklegastar til þess
að hrinda þessum málefnum í
framkvæmd. Auðvitað er greið
asta og bezta leiðin til þess að
styrkja og efla Alpýðuflokk-
inn. En á næstu tímum má bú-
ast við að til framkvæmdanna
þurfi samstarf flokka og
stétta.
Alþýðuflokkinn skipa fyrst
og fremst verkamann, sjómenn
og menntamenn, sem aðsetur
hafa aðallega í bæjum lands-
ins og við sjávarsíðuna. En
mikill hluti þessa fóiks er kom
ið út sveitum landsins, ýmist
fyrir skömmum eða löngum
tima síðan. Það hefir því full-
an skilning og samúo með
störfum og lífsbaráltu islenzkra
bænda og sveitafólks. Og Al-
þýðuflokkurinn hefir alltaf, af
sinni hálfu, viljað auka sam-
starf bænda og launafóiksins
við sjávarsíðuna, svo mjög
sem áhugamál þeirra geta fail-
ið saman, ef að er gáð. Flokk-
urinn hefir því gert tilraunir,
hvað eftir annað til þess að
bændur og alþýðan við sjóinn
hafd með sér samstarf, miklu
réttlátara og eðlilegra en það,
sem hv. 5. þingm. Reykvíkinga,
Brynjólfur Bjarnasc-ri, var að
dásama í sambandi við ákvarð-
anir sex-manna-nefndarinnar,
sem hv. þingm. Hafnfirðinga,
Emil Jónsson, hefir og réttilega
skýrt og rakið. Með mjólkur-
skipulaginu var það yfirlýst
ætluri Alþýðuflokksins og
Framsóknarflokksins, að á-
vinningur sá, er af skipulaginu
fengist, gengi bæði til bænda
og neytenda, þantiig, að hverj-
ir tveir aurar, er spöruðust við
bætt skipulag, skiptust jafnt á
milli neytenda og bænda. Og
það var ekki sök Aiþýðuílokks-
ins þó úr því yrði ekki. Of-
stopi og yfirráð Framsóknar-
flokksins spilltu þar góðu máli.
Og í gengislögunum frá 1939,
voru kjör bænda og launastétta
samofin, og réttlátt hlutfall
skapað þeirra á milli. En eins
og hv. þm. Hafnfirðinga. Eniil
Jónsson, hefir rækilega lýst,
var það samkomulag algerlega
rofið og að engu gert af Fram-
sóknarflokknum.
En allar slíkar tilraunir til
samstarfs bænda og launa-
stétta hefir verið reynt að tor-
tr.yggja af hálfu kommúnista,
og eiga þeir, ásamt Framsókn-
arflokknum, sína sök á því,
hvernig farið hefir.
En þrátt fyrir allt þetta
viM Alþýðuflokkurinn enri
sem fyrr, benda á hve nauð
synlegt og eðlilegt geti ver-
ið samstarf hænda og verka-
manna til sameiginlegra á-
taka um bætt kjör íslenzkr-
ar alþýðu, aukna menningu
hennar, viðhald og eflingu
lýðræðisskipulagsíns og sjálf-
stæðis þjóðarinnar. En til
þess að svo megi verða,
þurfa stjórnmálaerindrekar
bænda að breyta til, hverfa
frá íhaldssamri og þröng-
sýnni stórbændapólitík og
auka skilning sinn og stuðn-
ing við áhugamál alþýðunn-
ar við sjávarsíðuna. ög íil
þess þurfa launastéitirnar
einnig að snúa baki við ein-
ræðis- og oisíopakenningum
kommúnista og losa sig úr
læðingsfjötrum Sjálfsíæðis-
flokksins, sem stjórnað er af
höfuð auðhringum landsins.
Með því móti væri hægt að
Laugardagur 27. nóv. 1913.
ATHYGLISVERÐ BÓK:
Saga og dutspeki
eftir Jónas Guðmundsson.
Nokkur eintök af þessari
I sérstæðu og merkilegu bók
fást nú hjá bóksölum.
Bókaútgáfa
Guðjóns Ó. Guðjónssonar.
j Sanpam tuskcir
hæsta verði. $
J HAsgagnavInnnstofanJ
j Baldnrsgðtn 30.!
í /
mynda eðlilegt og traust sam-
starf alþýðunnar í landinu, til
sköpunar nýs og betra þjóðfé-
lags, eftir leiðum lýðræðis og
þingræðis, til öryggis og hags-
muna fyrir íslenzku bióðina.
Að þessu vill Alþýðuflokkur-
inn vinna.
EldMsnsiræðnroar
og dýrtfðarináliD.
(Frh. af 4. síðu.)
únistaflokkurinn hafi snúizt á
sveif með Alþýðuflokknum í
verðlags- og dýrtíðarmálunum
eins og ætla hefði mátt um
flokk, sem þykist vera verka-
lýðsflokkur, hefir hann þvert á
móti tekið það ráð, að eda
Framsóknarflokkinn og Sjálf-
stæðisflokkinn í kapphlauninu
um kjörfylgi bænda, eins og
hin dæmalausa frammistaða
hans í sex manna nefndinni
sýnir.
Það var margra manna von.
að með störfum þeirrar nefnd-
ar myndi takast að skapa heil-
brigt hlutfall milli afurða-
verðsins og kaupgjaldsins á ný
og leggja þar með grundvöil
að varanlegum ráðstöfunum
gegn dýrtíðinni; en því meiri
hafa vonbrigðin orðið ytir
þeirri furðulegu útkomu af
störfum hennar, að hlutfallið
skuli enn hafa versnað stór-
kostlega verkalýðnum og launa
stéttunum í óhag, og afurða-
verð bænda hækkað með þeim
afleiðingum, sem allir eru nú
íSjónarvottar að: gengdarlausari
fjársóun úr ríkissjóði, en
nokkru sinni áður hefir þekkst,
til þess að halda — ekki dýr-
tíðinni, heldur dýrtíðarvísitöl-
unni niðri.
*
Og af þessari útkomu var
Brynjólfur Bjarnason að hæla
sér fyrir hönd Kómmúnista-
flokksins í eldhúsumræðurxum
í miðvikudagskvöldið. Hann
talaði um þá ,,rausn,“ sem
bændum hefði verið sýnd af
sex-manna-nefndinni, ekki
hvað sízt fyrir tilverknað
þeirra kommúnista, sem þar
áttu sæti, en það mátti líka vel
á honum skilja, að hann vænti
nokkurra launa í staðinn í
auknu kjörfylgi Kommúnista-
flokksins meðal bænda við
næstu kosningar.
Það er rétt, að kommúnistar
sýndu bændum mikla „rausn“
í sex-manna-nefndinni — á
kostnað verkalýðsins og allra
neytenda í bæjunum; og má
vel vera að einhverjir bændur
sjái það við þá síðar meir við
kosningar. En dýrtíðarmálin
eru ennþá fjarr því að vera
leyst en nokkru sinni áður. —
Dýrtíðarflóðið heldur áfram að
stíga og atvinnuleysið að
nálgast dyr verkalýðsins með
ískyggilegum skrefum. Svik
kommúnista í sex-manna-nefnd
inni eiga ekki hvað minnstan
þáttinn í því.