Alþýðublaðið - 10.12.1943, Qupperneq 4

Alþýðublaðið - 10.12.1943, Qupperneq 4
4 ALÞYÐUBLAÐIÐ Föstudagur 10. desember 1943, Finnur Jónsson: Eru níu réttlátir til? Sjálfstæðlsflokkurlun árskuröar —■-----------------» ...— 9,5 miilj. í skipabyggingar eða 10 millj. í uppfoætur á útfiuttar afurðir foænda. --------------- '«»----!-- FULLTRÚAR S j álf stæðisf lokksins og Famsókarflokksins í fjárveitingarnefnd hafa nú svarað tillögu Alþýðuflokksins, um að veria kr. 9.500.000 — til skipakaupa, með annari tillögu um að setja kr. 10.000.000 — í verðuppbætur á útfluttar afurðir bænda, sem framleiddar voru á árinu 1943. að gera nú þegar ráðstafanir til að tryggja framtíðar atvinnu landsmanna. Hið fyrsta, sem gera þarf, eru skipabyggingarnar. Það verður nú þegar að gera ráð- stafanir í þeim efnum. Það mál þola enga bið. Alþýðuflokkurinn hefir feng ið nýjar upplýsingar um að á- standið í Svíþjóð hafi tekið þeim breytingum, að nú sé unnt að fá byggð skip þar, fyrir helm ing þess verðs, sem það kostar að byggja skip hér á landi. Síð- an þessi tíðindi voru birt hafa ýmsir komið að máli við mig, sem áhuga hafa fyrir þessu þ. á. m. nokkrir menn, er hafa fengið samskonar upplýsingar. Þetta tækifæri verður að nota. Jafnframt þarf að byggja það, isern unnt er af skipum hér- lendis. Ríkiö verður að beita sér fyr- ir jþessu. Til þess að gera skipin ódýr- ari þarf að búa til standard upp drætti af skipum af nokkrum stærðum og smíða skipin síðan í flokkum. Ennfremur er rétt að hafa aðeins einn kaupanda, ríkið, er semji við hina sænsku skipasmíðastöðvar eftir því, sem þáttaka fæst hjá útvegsmönn- um, eða öðrum, sem vilja eign- ast skip. Á þann hátt er unnt að ná hagkvæmustum sámning um. Ríkisstjórnin mun þegar hafa rannsakað þetta mál nokk- uð og er nú komið til kasta al- þingis að sýna hvort það hefir vilja og skilning á því sem gera þarf og gera ber í þessu máli. \ Mmm y®ur bíB þá hringið í síma 16 3 3. BifreiðastöSin Hreyfiii S.F. Alþýðuflokkurinn hefir lagt fram tillögur sínar. Sósíalista- flokkurinn mun sennilega geta fylgt þeim, með nokkrum breyt ingum. Þar eru komnir 17 þing- menn. Á alþingi, eru nú 51 mað- ur (minnsta kosti einn er veik- ur). Sjálfstæðisflokkurinn þarf því ekki að leggja til nema 9 þingmenn til þess að tryggja samþykkt tillagna Alþýðuflokksins um 914 milljón króna til skipabygg- inga. Þegar þess er gætt, hve ör- látt alþingi hefir verið í upp- bótagreiðslum til landbúnaðar- ins og hverjir kiosið hafa Sjálf- stæðismenn á þing, má furðu gegna, ef flokkur þessi getur ekki lagt til, það sem þarf, til þess að fó þessar lágmarkskröf ur og lágmarksréttindi handa sjávarútveginum samþykkt. Haldi alþingi hins vegar á- fram að mismuna stéttunum í fjórveitingum sínum, svo sem verið hefir, og skeyti engu um að tryggja mönnum atvinnu að ófriðnum loknum, er málum landsins stefnt í hið mesta ó- efni. Landsmenn munu þess vegna fylgja iþví með eítirvæntingu og athygli, hver úrslit mál þetta fær. Finnur Jónsson. fty|»i|ðiibUðÍð tTtgefandi: Alpýíiuflokkurúm, Ritstjóri: Stefán Pétursson, Ritstjóm og afgreiðsla í Al- þýðuhúsinu við Hverfisgötu. Símar ritstjómar: 4901 og 4902. Símar afgreiðslu: 4900 og 4906. Verð í lausasölu 4G aura. Alþýðuprentsmiðjan h.f. Ttenn sjóssmið. EKKI skip — heldur upp- bætur, ekki endurreisn og varanlega nýsköpun atvinnu- lífsins — heldur tilgangslausa fjársóun í meðgjöf með landbún aðinum, sem ekki færir hann feti nær því að vera arðgæfur og samkeppnisfær atvinnuveg- ur. Þetta eru þær lífsreglur, sem meiri hluti alþingis virðist hafa sett sér. Framsóknarmenn og Sjálfstæðismenn virðast vera alráðnir í því að halda áfram tugmilljónagreiðslum til upp- bóta á afurðir bænda. Meiri hluti fjárveitinganefndar, sem ekki gat fallizt á þá tillögu Al- þýðuflokksins að verja 9Vz millj. króna til skipabygginga á næsta árí, hefir nú lagt til, að á. fjárlögum næsta árs verði á- kveðið 10 millj. króna framlag til að greiða uppbætur á útflutt ,ar landbúnaðarafurðir, fram- leiddar á árinu 1943. Og það er ekkert launungarmál, að ef fylgja á fram vilja sex manna nefndarinnar, eins og meiri hluti fjárveitinganefndar ætl- ast til, þá nægir etki þessi upp- hæð til greiðslu á uppbótunum. Sú upphæð, sem til þess barf, er einhvers staðar á milli 10 og 16. millj. króna. Þessi fyrirhugaða fjársóun verður vafalaust framkvæmd fyrir tilstilli þeirra 28 þing- manna Framsóknarflokksins og Sjálfstæðisflokksins, sem strax í þingbyrjun létu handjárna sig með skriflegum yfirlýsingum þess efnis, að þeir mundu tryggja bændum tekjur sam- kvæmt niðurstöðum sex manna neíndarinnar. Svo kemur ríkistjórnin í kjöl farið með nýtt frumvarp um stórkostlegar og tilfinnanlegar álögur á almenning — ekki til þess að tryggja öryggi þjóðar- innar um ókomna framtíð, heldur til þess að borga með landbúnaðarafurðum á innlend um markaði — til þess að kaupa niður • vísitöluna og lækka tekjur launþega. Hver afdrif þetta frumvarp fær, er en ekki séð. Framsóknarflokk- urinn fylgir því vafalaust og innan Sjálfstæðisflokksins eru að verki sterk öfl, sem óðfús munu styðja að því, að það nái fram að ganga. * ❖ Ef það verður endanlega of- an á á alþingi að hafast ekki að um raunhæfar aðgerðir til eí'lingar atvinnulífinu í landinu — svo sem með byggingu nýrra skipa í stórum stíl — heldur verði öllu því, er ríkissjóður getur við sig losað, og meira til, sóað í því skyni að tryggja efna hagslega afkomu einnar vinnu stéttar í landinu, þá mun án efa draga til meiri tíðinda. Fiski- menn munu krefjast uppbóta úr ríkissjóði á vöru sína, sem ekki hefir hækkað í verði á erlend- um markaði þrátt fyrir stór- aukinn tilkostnað við útgerð- ina. Launastéttirnar munu og án efa kréfjast hækkunar á grunnkaupi, ef fara á þá leið að Skattleggja þær sérstaklega í Hverfur greiðslujöfnuður fjár lagafrumvarpsins þá alveg í uppbótaihítina og enginn veit hvort þessi stóra upphæð nægir. Kunnugir menn tielja, að alls þurfi til þessara frámunalegu útgjalda einhversstaðar milli 10 og 16 milljónir króna. Með þessu er stefna meiri hluta Alþingis sennilega mörkuð. Það á að halda áfram að kasta ríkisfénu í uppbæt- ur, skuldir ríkissjóðs eru eigi greiddar, nema þær, sem ekki verður komizt hjá að greiða, en ekkert er hirt um það að leggja allsherjargrundvöll að heilbrigðum atvinnurekstri. Dýrtíðin er borguð niður til málamynda og bráðabirgða, en engar varanlegar ráðstaf- anir gerðar að ófriðnum lokn um. Þetta virðist ganga glæpi næst. Það er þegar farið að halía undan ýæti fyrir atvinnuvegun- um. Útgerðarkostnaður hefir samkvæmt ítarlegri athugun stígið síðan 'í fyrra isumar, er fisksölusamningurinn var gerð- ur, um 45%, en fiskurinn hefir ekki hækkað í verði. Það er því full ástæða fyrir 'hlutarsjómenn og smáútgerðar- menn að horfa með kvíða til vertíðarinnar, fáist fiskverðið ekki hækkað mjög verulega. Atvinnuleysið siglir síðan í kjölfar þessa ófremdarástands Ailþýðuflokkurinn hefir marg sinnis krafizt, að ríflegt fram lag verði veitt til endurbygg- ingar skipiastólsins. SkipastóU- inn hefir minnkað um 2500 smá- lestir síðan í árslok 1939. Skip- in og vélarnar hafa gengið úr sér og einstakir menn hafa ekki fjármágn til þess að endurnýja hann, hvað þá auka hann eins og með þarf. Meiri hluti Alþingis dauf- heyrist við þessum kröfum. Og í stað þess að skipta fé iþví, sem ríkissjóður hefir til umráða, rétt látlega milli atvinnuveganna, er allt, sem ríkissjóður getur við sig losað,' látið í uppbætur á landbúnaðarafurðir. Alls verða þessar uppbætur sennilega minnst 30—40 milljónir króna á þrem árum. í sambandi við þessa risaf járhæð e.r vert að at- huga hvað uppbótamennirnir skammta sjávarútveginum. Á síðasta Alþingi voru veittar 2 milljónir króna til Fiskveiða- sjóðs til skipabyggingar og nú liggur fyrir tillaga um heimild fyrir ríkisstjórnina til þess að verja 5 milljónum króna úr fr^mikvæmdarpjóði ríkisins til skipabygginga' eftir reglum, því skyni að halda'niðri þeirra eigin kaupi. En hvort skyldi nú verða happasælla fyrir framtíð þjóð- arinnar, að sameinast í vold- ugu átaki til 'að tryggja efna- hagslega afkomu sína á ókomn- um árum með stórfelldri efl- ingu atvinnulífsins í landinu, eða efna til togstreitu vinnu- sem Alþingi setur. Framkvæmd arsjóður ríkisins er aðeins 8 milljónir króna og átti að vera til framkvæmda vegna atvinnu- veganna að ófriðnum loknum. Eftir þessu er Alþingi betur gef- ið að eyða en safna. Á sama tíma og greiddar eru 30—40 milljónir í upp- bætur á útfluttar landbúnað- arafurðir af eyðslufé ríkis- sjóðs, fær sjávarútvegúrinn til nýbyggingar — 2 — tvær mllljónlir króna, af eyðslu- fénu og væntalega 5 milljónir af því, sem átti að spara til mögru áranna. Slík er réttsýni fulltrúa Sjálfstæðisflokksins og Fram- sóknarflokksins, þegar þeir eru að skipta á milli atvinnu- veganna. Fólkið við sjóinn á lítinn hlut að því að koma fuiltrúum Fram- sóknarflokksins á Alþing. Hins vegar eiga margir fulltrúar Sjálf stæðisflokksins þingsæti sin und ir fylgi þeirra, sem við sjóinn búa. Skyiui nú ekiíi vera komið mál di að krefja þessa fullírua Sjálfstæöisílokk 51'i.i um reikn- ingsskf!? Hvernig lýst smáútvegsmönn um á íramkomu Sjálfstæðis- flokksins í þessu máli? Hvar er flokkurinn, sem talið hefir sig fultrúa sjávarútvegs ins og forsjón hans? Er Sjálfstæðisflokkurinn svona hræddur við að missa bændafylgið, en hefir hann eng an beyg og engar skyldur við kjósendur sína við sjóinn? Fáist fiskverðið ekki hækk að verulega, er það sama og stór kauplækkun hjá hlutar- sjómönnum og smáútvegs- mönnum. Ef þeir koma til alþingis og heimta uppbót á útfluttar vörur eins og bænd ur ,eða fullírúar þeirra gera, hverju svarar þá Sjálfstæðis flokkurinu? Slíkt væri aðeins dægurmál, en þó fullkomið réttlæti. Og hvað er svo um verka- menn og iðnaðarmenn þegar at- vinnan minnkar? Sex manna nefndin hefir tryggt bændum 15500 kr. árstekjur, — þeim, sem eiga meðalstór bú og öðr- um meira. Hver tryggir verka- mönnum tekjur? Eðlilegast er að ríkið tryggi þeim þær, á sama hátt og bændum. En þetta eru dægurmál, þótt það ættu að vera réttlætismál. Hitt er miklu meira um vert stéttanna um styrktarfé úr rík- issjóði? Almenningur er áreið- anlega ekki í neinum vafa um svarið. Reynslan sker svo úr um það næstu daga, hvaða skoð un meiri hluti alþingis hefir í þessum efnum. En til annars af þessu tvennu hlýtur óhjá- kvæmilega að draga. X x ❖ FYRIR NOKKRU birtist grein í. ,,Bóndanum“, eft- ir Egil Thorarensen, forstjóra kaupfélags Árnesinga og einn af helztu forustumönnum Fram sóknarmanna í Árnessýslu um margra ára skeið, þar sem hann telur nauðsynlegt að stofnaður verði nýr flokkur framleið- enda í landinu, sem nú séu skiftir milli Framsóknarflokks- ins og Sjálfstæðisflokksins. Morgunblaðið hefir við og við sent ,,Bóndanum“ hnútur, en Tíminn hefir látið hann að mestu afskiftalausan, þar til í blaðinu, sem út kom í gær og er tilefnið grein Egils í Sig- túnum. ■—- Á fyrstu síðu blaðsins birtist grein eftir bónda, sem heitir: „Bændur þurfa ekki nýjan flokk. — En þeir eiga að sam- einast enn betur um Framsókn- arflokkinn.“ Er greinin hvatn- ing til bænda að snúast til and- stöðu við hina nýju flokks- hugmynd. En á 2. síðu blaðsins er 5 dálka grein með risastórri fyrirsögn og heitir hún: ,Fimmti flokkurinn. — Aðvörun rétt fyrir slys.“ Er í grein þesásri veitzt mjög að Agli Thorarensen fyrir grein hans í Bóndanum og seg- ir þar meðal annars: ,,í næst seinasta blaði Bóndans, fer Egill Thoarensen kaupfélags- stjóri í Sigtúnum á stúfana og leggur til að stofnaður sé fimmti stjórnmálaflokkurinn, Sameiti- ingaflokkur framleiðenda eða at- vinnurekenda, eins og hann orðar það. Þar sem stofnun slíks flokks er m. a. rökstudd með því, að Framsóknarflokkurinn hafi lent í höndum ævintýramanna, sem helzt megi telja verkfæri korn- múnista og láti persónulegan ríg og sársauka hindra eðlilega og sjálfsagða samvinnu við stórat- vinnurekendur landsins, þykir rétt að ræða það nokkuð nánar, jáfn- framt og hugleitt er, hvort bænd- ur og stóratvinnurekendur kaup- staðanna hafi þá samstöðu, er’geri pólitíska sameiningu þeirra eðli- lega. Er þetta nauðsynlegt, e£ vera mætti að slík aðvörun gæti af- stýrt því slysi, sem hér virðist stofnað til.“ Og enn fremur segir í sömu grein eftir að rökræddar hafa verið tillögur Egils og rök- semdir hans fyrir nauðsyn á stofnun nýs flokks: „Þannig mætti lengi telja. En því skal sleppt hér. En við lok þessara hugleiðinga, þykir rétt að benda Agli Thorarensen á, ef hann skyldi halda, að ráðandi meiin Sjálfstæðisflokksins hefði eitthvað lært og einhverju gleymt síðan á dögum mjólkurverkfallsins og hugur þeirra ti'l sveitanna og samtaka bænda sé orðinn breyttur og betri, þá ætti hann að lesa vandlega mjólkurtillögur Gunnars Thoroddsen, sem er yfirlýst, að Gunnar hefir flutt í samráði við meiri hlutann af þingmönnum Sjálfstæðisflokksins. Honum mætti þá vera ljóst, að það er annað og meira en hinn nppdiktaði sárs- auki Hermanns og Eysteins, er tálmar samvinnu Framsóknar og S j álf stæðisf lokksins. (Frh, á 6. síðu.)

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.