Alþýðublaðið - 10.12.1943, Blaðsíða 8

Alþýðublaðið - 10.12.1943, Blaðsíða 8
0 ALÞYfUJBLAÐIÐ Föstudagur 10. desember 1943- BTJARNARBförai Tunglið og fíeyringur (The Moon and Sixpence) Samkvæmt áskorunum. Sýnd kl. 9. Haredan við hafið blátt (Beyondthe Blue Horizon) Frumskógamynd í eðli- legum litum. Dorothy Lamour Kl. 5 og 7 (samkvæmt áskorunum). ____________________ ÞRÖNGT FYRIR DYRUM í kringum áldamótin síðustu var upvi sá maður á ísafirði, er var jámsmiður að iðn. Var hann vel slcýr maður og hagmæltur. í daglegu tali var hann kallað- ur „Kristján kljensmiður“. Hann var maður ölkær, og blót- aði vínguðinn er honum varð ómótt við eldinn, uið að lú járn- ið. Einuhverju sinni verður hon um gengið fyrir búðardyrnar hjá Árna Jónssyni, og vill inn úr dyrunum að fá sér hressingu. En þar var þröng mikil svo eigi gekk. Þá mælti Kristján: ... Á því hef eg ekkert hik , út ég hlýt að fara, hér er ekki hægt um vik, hér er friðlaust augnablik. STOÐAÐI LÍTT Bóndinn: „Mér batnar ekkert af þessum meðulum; getið þér ekki reynt önnur meðul?“ Læknirinn (með þjósti): „Ætlar nú eggið að fara að kenna hænunni: Veiztu ekki, að ég hef lært á tveimur há- skólum.“ Bóndinn (með hægð: „Eg hef UJ^a átt kálf, sem saug tvær kýr, og þó varð ekki annað úr honum en naut.“ :'fi 'Jfi ARFLEIFÐIN Jón: „Nú er hann Bjarni á Seli stokkinn til Ameríku, og hefir arfleitt sveitina að aleigu sinni.“ Hreppstjórinn: „Ætli það sé mikið.“ Jón: „Heilsúlaus kona og 5 börn.“ því, að Mikael mundi dveljast hjá þeim til að aðstoða við út- för Nerós. — Hvílíkur hégómi! sagði hún allt í einu upphátt og starði fram fyrir sig með galopnum augum. Allt í einu var hún stað- ráðin til framkvæmda. í gamla daga hafði Klara kallað þetta að falla í dá. Það var satt, að þýðingarmestu atburðirnir í lífi Marion höfðu átt sér stað fyrir tilverknað svona skyndi- ákvarðana, þegar hún var allt í einu á valdi þeirrar ástríðu að framkvæma. Þá tók hún mikil- vægar ákvarðanir, hugsaði skýrt og gerði upp hina j ákvæ'ðu og neikvæðu hlið hvers eins. Framkvæmdirnar fylgúu þegar á eftir, en þær miðuðu bara æf- inlega í ranga átt. — Þú ættir að vera konan, sem er skotið úr fallbyssu á sveitamarkaði, hafði Martin sonur hennar sagt henni oftar en einu sinni. Kristófer, ástin mín, hugsaði Marion. Mig langar til að tína stjörnurnar af himinum með þér í nótt. Á næsta augnabliki var hún komin inn í herbergi sitt, fleygði af sér fötunum, setti á sig fjalla- skó, klæddist í skíðabuxur, fleygði náttfötunum niður í vað- sekk, þreif leðurjakka af snaga og þeyttist niður stigann í mikl- um flýti. Hún nam staðar andar- tak og hripaði á miða til Mikaels — Milky! Ég er farin til þess að kveðja Mikael. Ég kem aftur annað hvort annað kvöld eða morguninn eftir. Þú getur símað til mín í Arli-sæluhúsið. Það er kalt kjöt og salat í búrinu. Á mogun gieturðu borðað á hó- telinu. Peningarnir eru í efstu skúffunni. Gættu þín vel. Hún stakk lindarpennanum í vasa sinn og smeygði miðanum undir hið ófullgerða líkan af Neró á miðju borðinu, svo að Öruggt væri að Mikael fyndi hann. Klukkan sló eitt. Það var engin rökrétt ástæða til hinnar skyndilegu brottfarar Marion. Það var aðeins það, að allt í einu höfðu þessi fimmtán lár, er aðskildu hana og Kristó- fer, hjaðnað niður í ekki neitt. Allar efasemdir hennar sýnd- ust nú fáfengilegar og ástæðu- lausar, þegar miðað var við þá miklu atbuði, er nú voru að ske í heiminum. í annað sinn man hún staðar frammi fyrir spegl- inum. Og nú virtist henni hrukk urnar í andliti sínu aðeins fá- einar og lítt áberandi. Senni- lega hefði Kristófer aldrei tekið eftir þeim, hugsaði hún. Og ef svo væri, þá þætti honum þær sennilega aðeins til prýði. Sú I var jafnan raunin, að karlrnönn- um þótti mikið koma til alls þess er áfátt var við konur þær, er þeir elskuðu. Hún hvarf bros- andi frá speglinum, þaut á stað, sneri enn aftur til að taka með sér ísöxina, sem hékk á snága í fordyrinu við hlið gasgrímanna tveggja, ásamt kaðli. Hún lagði öxina um öxl sér, skellti hurð- inni í lás og fór leiðar sinnar. Þegar Marion lagði á stað, hafði hún óljósa hugmynd um það, að hún myndi trauðla ná Kristófer áður en hann færi yfir vatnið. Hann hafði talað um að fara klukkan eitt og klukkan var tæpan stundarfjórung geng- in í eitt, þegar Marion kom til hótelsins. En þar var henni tjáð, að herra Lankersham hefði far- ið fyrir um það bil hálfri klukku stund með vélbátnum, sem hefði farið yfir vatnið til að sækja nokkra ferðamenn og væri enn ekki kominn til baka. Þetta var eini vélbáturinn í Staufen, og það eina, sem Marion gat gert. var að láta Hammelin gamla róa sér yfir vatnið í hægðum sínum. Hún hrópaði á hann og bátinn hans, og karlinn skreidd ist út úr hálf dimmum kofanum sínum og deplaði augunum á móti sóLnni. — Ætlarðu yfh’ fjallið? hneggjaði hann, þegar hann sá ísöxina, sem Marion hafði með- ferðis. — Já, og ég er að flýta mér, svaraði hún. — Langar til að ná Englend- ingnum bí'.ium? spurði Harr.rn- elin. Eftir að hara járnað hesta um langa ævi gat. hann með nokkrum hætti lesið í huga' manna. — Já — kannske, svaraði Mar ion hikandi, og gam!i maðurinn deplaði til hennar augunum. Hann kallaði Kristófer aldrei annað en „Englendingurinn hennar Marion“ og gerði sér dátt í geði yfir því. — Englendiigurinn þinn er farinn fyrir fullt og allt, hneggj- aði Hammelin. — Hann kvaddi mig í morgua. Þeir góðu fara en þeir slæmu eru kyrrir. Marion horfði • óþolitimóð á það, hvernig ströndin náigað- ist. Hún greindi umhverfið þar æ skýrar eftir því sem bát- um miðaði áfram yfir vatns- flötinn fyrir löngum og hægum áratogum Hammelins gamla — Það verður fagurt sólar- ■lag í kvöld og gott veður á morg- un, sagði hann eftir að hafa skyggnzt til veðurs. Hann birti Marion veðurspádóm sinn eins og hann væri að færa henni gjöf, og hún tók undir á sama I hátt. BS NYJA biö s í leynipjönnsta Japana („Secret Agent of Japan“) Spennandi njósnaramynd. Preston Foster, Lynn Bari. Börn fá ekki aðgang. Sýnd klukkan 5, 7 og 9. — Þakkir, faðir Hamme'tin, sagði hún um leíð og báturinn tók ndðri á sandrjfi og þaut upp á ströndina áður en gamla manninum vannst tími til að brýna bátnum. , — Ekki er flas til fagnaðar, sagði hann kuldalega. — Ef þú hleypur svona, nærðu honum aldrei. í fjallgöngum er þaul- sæknin happadrýgst. — Já, þakkir. Ég veit það, sagði Marion óþolinmóð. Hamm elin gaf sér góðan tíma til að BS GAMLA BIÖ S „Augu flotans" (FLIGHT COMMAND) Robert Taylor Ruth Hussey Walter Pidgeon Sýnd klukkan 7 og 9. Kl. 3%—6% MAISE í GULLLEIT (Gold Rush Maisie). Ann Sothern . rétta henni vaðsekk hennar. — Leiðsög-umaður hótelsins ætlar að fylgja tveimur ferða- imönnum upp til Arli-sæluhúss- i-ns. Þeir leggja á stað innan. hálfrar stundar. Ef til vill væri. réttara af þér að -bíða og slástx í fylgd með þeim. — Nei ég held ég fari heldur á undan, sagði Marion og skalf af óþolinmæði. — Mér er betra að flýta mér og reyna að ná Englendingnum mínurn, skil- urðu reeAL BLÁEViANNA EFTIR PEDERSEN-SEJERBO Páll undraðist mjög ró og festa Wilsons. — Hann óskaði þess, að hann væri sjálfur gæddur slíkum eiginleikum. Hins vegar gat hann ekki varizt því að láta sér finnast miður um hörku þá og afskiptaleysi, er -hann auðsýndi drengnum, því að Páll hafði hina mestu samúð með honum, þrátt fyrir allt hið illa atferli hans fyrrum. Hann fylgdi Wilson þögull eftir, þar sem hann stikaði stórum niður fjörusandinn. Páll var dálítið aumur í liða- mótunum eftir hrakningana. Að öðru leyti kenndi hann sér einskis meins. Nú leit Englendingurinn um öxl, og röddin var mun mildari, er hann mælti: — Ég kenni í brjósti um drenginn. — Þetta verður harð- ur reynsluskóli fyrir hann. Páli fannst sem hann sæi inn í sál Englendingsins. — Bak við hið hrjúfa yfirbragð sló hlýtt og viðkvæmt hjarta. Rannsókninni lauk með þeim ákjósanlega árangri, að þeir félagar fundu nokkrar birgðir af ágætu skipsmjöli, sem eigi höfðu skemmzt hið minnsta. Einn kassinn reyndist hafa’ að geyma flesk, sem áreiðanlega myndi endast margar mál- tíðir. Annar kassi var fullur af baunum. Þeir fundu og mikið af tvíbökum, sem nær engar skemmdir höfðu á orðið. En brauðin voru alls kostar óæt. Jafnvel hundurinn nartaði í þau af augljósri vanþóknun. Þeir félagar seðjuðu hungur sitt með því að snæða’ tyí- bökur og flesk. Að því loknu færði Páll drengnum góðan málsverð. Hjálmar lá enn fyrir sem fyrr og gerði sig ekki MYNDA- SAGA -P features SOTTO STAy HERB AklP OUTOFSI6HT? MAV6E ONE OFTHESE POOÍ?S... an emfty koom... ^ ponY Movef WHO AfZE YOU? WHAT PO YOU m T WANT? A PFESSIN6-KOOM? MA.YEE ONE OFTHE ENTERT/MNEV6 WOULP HELP ME... ÖRN: „Hér verð ég að vera og reyna að dyljast. Kanske kemst ég einhversstaðar inn í mannlaust herbergi.“ Hann fer inn í eitt herbergið: „Þetta er setustofa. Kanske einhver meðal starfsfólksins geti hjálpað mér.“ UNG STÚLKA birtist að baki honum og hefur byssu í hendi: „Hreyfið yður ekki!“ skipar hún: “Hver eruð þér og hvað viljið þér?“

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.