Alþýðublaðið - 24.12.1943, Síða 4
v.r. 7*»*>
ALÞYÐUBLAÐIÐ
Föstudagur 24. desember 1943
Otgefandi: Alþýðuflokkiuinn.
Ritstjóri: Stefán Pétursson.
Ritstjórn og afgreiðsla í Al-
þýðuhúsinu við Hverfisgötu.
Símar ritstjórnar: 4901 og 4902.
Símar afgreiðslu: 4900 og 4906.
Verð í lausasölu 40 aura.
Alþýðuprentsmiðjan h.f.
Fimmtn strfðsjólin.
ALDREI hefir boðskapur
jólanna um frið á jörðu
átt brýnna erindi til hins hrjáða
mannkyns en einmitt nú. í
fimmta sinn eru haldin heilög
jól meðan sortaský ófriðarbáls-
ins grúfa yfir gervöllu mann
kyni. Enn láta hærra í eyrum
vorum dunur fallbyssnanna og
dynur flugvélanna en hinn
látlausi og sígildi boðskapur
hátíðarinnar, sem í hönd fer.
í brjóstum tugmilljónanna
vakir ein og sama þrá: von um
frið, von um það, að grið verði
sett og vopnin slíðruð. Sama
bænin bærist á vörum allra:
að tekinn verði frá þeim hinn
beiski kaleikur styrjaldarinnar.
Fyrir fórnarlömbum vilh-
mennskunnar hafa orðin „frið-
ur á jörðu“ öðlazt nýtt inntak
nýja fylling. Þau eru takmark
allra þeirra vona, uppfylling
allra þeirra óska. Þau fela í sér
þá enduriausn, sem h:ð hrjáða
og þjáða mannkvn þráir í dag.
En það eru sorglega litlar
líkur til þess, að fylling þess-
ara vona sé í nánd. Engum
fölskva hefir enn slegið á vítis
bál styrjaldarinnar. Hver nýr
dagur geymir í skauti sér nýj-
ar þjáningar nýjar ógnir. Itaust
friðarins er kæfð í dyn válegra
vígvéla.
*
Þó að styrjöldin hafi kraf-
izt fórna af oss Isiendingum, er
þó lífi voru allt öðruvísi iarið
en lífi ófriðarþjóðanna. Vér
efnum til venjulegs jólahalds
tiltölulega áhyggjuiítið. Og vér
höldum meira að segja íburðar-
meiri jól en tíit hefir verið.
Vér kaupum dýrari og íjöl-
skrúðugri gjafir en nokkru
sinni fyrr. Vér höldum oss
betur í fæði og klæðum en áð-
ur. Vér skemmtum oss meira
og eyðum meiri verðmætum en
dæmi eru til áður í sögu vorri.
En þrátt fyrir þetta má óhætt
fullyrða, að þjáningar þeirra
meðbræðra vorra, sem eru fórn
arlömb hins vitfirrta stríðs, iáta
ekki ósnortið hjarta eins ein-
asta íslendings. Hver einasti
maður á íslandi er áreiðanlega
svo alvarlega hugsandi, að
hann mundi ekki hika við að
fórna óhófi jólahaldsins. ef
hann mætti með því stytta
þjáningarstundir mannkynsins.
Hinn óvenjulegi munaður
hefir væntanlega ekki forhert
hjörtu vor. En það má samí
sem áður gera ráð fyrir, að
hans vegna höfum vér beðið
tjón á sálu vorri. Vér höfum
sennilega glatað þeim hæfi-
leika að geta glaðzt yfir litlu.
Það þarf meira en eitt tólgar-
kerti og grjónalummur til að
skapa jólagleði á íslandi í dag.
En eitt er víst: Munaður yfir-
standandi ' tíma skapar ekki
jafn fölskvalausa jólagieði eins
og tólgarkertin og grjónalumm
urnar fyrir 50—60 árum síðan.
Það er umhugsunarefni.
En látum það ekki dreifa
huganum frá sjálfum jólunum.
Sameinlumst heldur í þeirri
ósk, að hátíðin, sem nú fer í
■hönd, verði oss í raun og sann-
leika
GLEÐILEGJÓL!
Aramótadansleikur
stúdenta
verður haldinn í anddyri Háskólans á gamlárs-
kvöld n.k. og hefst klukkan 10 e. h.
Sala aðgöngumiða fer fram í skrifstofu Stúd-
entaráðs þessa dagana:
Fyrir Háskólastúdenta mánudaginn 27. þ. m. kl.
4—6 e. h.
Fyrir candidata þriðjud. 28. þ. m. kl. 4—6 e.h.
Samkvæmisklæðnaður.
Skemmtinefndin.
D ANSLEIKUR
verður haldinn á 2. jóladag í Tjarnarkaffi kl. 10 sd.
D a n s a ð bæði uppi og niðri.
Aðgöngumiðar verða seldir í Tjarnarkaffi á 2. jóla-
dag aðeins frá klukkan 4—6.
Írshátíð 09 jðlatrésfagnaðnr
Stýrimannafélags íslands
verður haldin í Tjarnarkaffi þ. 30. des. Aðgöngumiðar að
skemmtuninni fást hjá:
Þóri Ólafssyni, Miðtúni 15,
Óskari Sigurgeirssyni, Hörpugötu 8,
Pétri Jónassyni, Bergstaðastræti 26 B,
Halldóri Sigurþórssyni, Hringbraut 198,
Ragnari Kjærnested, Grettisgötu 77.
Jólatrésskemmtnn:
heldur DAGSBRUN
fyrir börn félagsmanna í Iðnó dagana 29. og 30. des. n.k. ^
Aðgöngumiðar fást í skrifstofu félagsins í Al-
þýðuhúsinu frá 27. des. — Féiagsmenn sýni skírteini. ^
• í
Dansleikur værður á etfir, þann 29.
Skemmtinefndin.
S. K. T.
DANSLEIKUR
verður haldinn í G.T.-húsinu ANNAN JÓLAOAG.
Aðgöngumiðar seldir frá klukkan 6.30 þann dag.
Sími 3355.
/
Dökk föt áskilin.
Jóladansleiknr
í Alþýðuhúsinu annan jóladag klukkan 10 síðdegis.
Aðgöngumiðar seldir klukkan 6—7 sama dag. —
Sími 2826.
Hljómsveit Óskars Cortes.
TILKYNIING
fil nofenda Hifaveifunnar
Um jólin og nýjárið munu viðgerðarmenn Hitaveit-
I
unnar aðeins sinna kvörtunum um alvarlegar bilanir
eða truflanir.
Kvörtunum vegna slíkra bilana er veitt móttaka yfir
helgidagana í síma 5359.
Hitaveita Reykjavikur
V é'l
Ljósakrónur
Þeir, sem hafa pantað þær hjá okkur, tali við
okkur strax, annars seldar öðrum.
Jón Halldórsson h.f.
Skólavörðustíg 6 B.
Sími 3107.