Alþýðublaðið - 28.12.1943, Blaðsíða 4
«
ALÞYÐUBLAÐIÐ
Þriðjudagur 28. desember 194$
Ctgefandi: Alþýðuflokkurinn.
Ritstjéri: Stefán Pétursson.
Ritstjórn og afgreiðsla í Al-
þýðuhúsinu við Hverfisgötu.
Símar ritstjórnar: 4901 og 4902.
Símar afgreiðslu: 4900 og 4906.
Verð í lausasölu 40 aura.
Alþýðuprentsmiðjan h.f.
Itmrðs að vestan
i aðsigl.
JÓLIN voru engin friðarhá-
tíð á vígvöllunum í ár
frekar en undanfarin ár. Það
var barizt af sömu hörku suður í
fjöllum Ítalíu og austur á slétt-
um Ukraniu og Hvíta-Rússlands
og allar undanfarnar vikur og
mánuði. Styrjaldirnar hafa sitt
eigið tímatal. í þeim eru engir
hvíldardagar, hvað þá heldur
jól.
Það voru þó ekki fréttirnar
frá sjálfum vígvöllunum, sem
mesta eftirtekt vöktu af því,
sem -frá útlöndum spurðist um
jólin, enda virðast engar veru-
legar breytingar hafa orðið á
vígstöðu herjanna yfir hátíðis-
dagana, þrátt fyrir harðvítuga
bardaga og blóðugar mannfórn-
ir. Miklu meiri eftirtekt mun
það hafa vakið, þegar tilkynnt
ar í útvarpinu frá London á
jólanótt, að Eisenhower hers-
höfðingi, hinn sigursæli stjórn-
andi innrásarinnar á Italíu,
hefði verið skipaður yfirmaður
alls hers bandamanna á Bret-
landseyjum, og hinn frægi sam-
herji hans frá Norður-Afríku og
Ítalíu, Montgomery, foringi átt-
unda hersins, samtímis verið
fluttur þangað með honum til
þess að hafa á hendi stjórn
brezka hersins þar, undir yfir-
stjórn hins. Við forystu banda-
mannahersins á Ítalíu og raunar
við allt Miðjarðarhaf, taka í
þeirra stað Mailland Wilson,
sem verður yfirhershöfðingi þar
í stað Eisenhowers, og Alex-
ander, sem tekur við af Montgo-
mery sem yfirmaður brezka
hersins við Miðjarðarhaf.
❖
Það dylst engum, að þessar
tilfærslur á þekktustu og mikil-
hæfustu hershöfðingjum banda-
manna boða mikil tíðindi. Það
er innrás á meginland Evrópu
að vestan, sem nú er verið að
undirbúa.
Þáð er ekki svo að skilja, að
hið nýja hlutverk, sem þeim
Eisenhower og Montgomery hef
ir verið falið þurfi að þýða, að
innrás verði gerð frá Bretlands-
eyjum á næstu dögum eða vik-
um. Það er heldur ekki lokij
fyrir það skotið, að innrás
verði gerð á meginlandið áður á
einhverjum öðrum stað, til
dæmis á Balkanskaga. En hvað,
sem í því efni er fyrirhugað, hef
ir það þótt heppilegt, að birta
nú þegar fréttina um hina nýju
herstjórn bandamanna á Bret-
landseyjum, þar sem aðalinnrás-
arherinn bíður. Það er tauga-
stríð, sem þar með, á að heyja
gegn Þjóðverjum, unz fylling
tímans er komin og innrásin
mikla verður hafin. En að hún
verði gerð að vestan, ffá Bret-
landseyjum, — það mun varla
verða talið álitamál eftir að á-
kveðið hefir verið að flytja þá
Eisenhower og Montgomery
þangað.
Enn einu sinni verða örlög
Evrópu sennilega ákveðin á hin-
um blóði drifnu sléttum Fland-
erns.
Guðmundur G. Hagalín:
Um ,RlfasIóðir‘ og uið
$
Bamlar glœður*
ÞAR sem getið er um völv-
ur í sögum og sögnum, er
stundum eins og meira felist í
frásögninni en sagt er með
berum orðum. Þessar konur
hafa haft til að bera óvenju-
lega hæfileika, og hvort sem
þar hefir verið um að ræða
dulargáfur eða frábærlega get-
spakt ímyndunarafl, þá er
auðsýnilegt, að það hefir ver-
ið skoðun manna, að þær stæðu
í sambandi við æðri máttarvöld.
Hitt er og Ijóst af ýmsum frá-
sögnum, að konur þessar hafa
verið skáld. Þá þekkjum við
það einnig, að margar íslenzkar
ar alþýðukonur hafa verið mjög
vel að sér í braglist og borið
•hið bezta skyn á skáldamál,
kunnað fjöldann allan af kvæð-
um og vísum og sumar jafn-
ve, lað sér í braglist og borið
víst hefir mörgum konum í
alþýðustétt verið lagin sú list,
að yrkja snjallar ferskeytlur
og þulur. Ekki er það þá síður
alkunnug staðreynd, að fjöl-
mörgum íslenzkum konum hef-
ir látið afbrigða vel að segja
sögur, og minnsta kosti flestir
þeirra, sem uppaldir eru í sveit,
munu hafa þekkt fleiri eða
færri slíkra kvenna. Hefir mér
virzt, að um munnlega frásögn
hafi konur yfirleitt borið af
körlum, hafi engu síður en þeir
haft skilning á aðalatriðum
sagnanna, en mun næmari til-
finningu fyrir mikilvægi ýmissa
þeirra smáatriða, sem gefa þeim
lit og blæ hins lifanda lífs.
Allt þetta bendir til þess, að
eigi megi síður vænta bók-
menntalegra afreka frá íslenzk-
um 'konum en körlum og á
síðari áratugum hafa þær fjölda
margar gripið sér penna í hönd
og skrifað sitthvað, sem birt
þefir verið almenningi. Hafa
ýmsar þeirra reynzt mjög vel
ritfærar, og nokkrar hafa gerzt
allafkastamiklir rithöfundar og
unnið sér stóran hóp lesenda
og vina, enda hafa þær margt
vel gert, bæði í bundnu og ó-
bundnu máli. En ég ætla mér
ekki að leggja hér neinn dóm
á verk þeirra yfirleitt, heldur
einungis benda á eitt atriði,
sem mér virðist ástæða til að
íslenzkar skáldkonur í blóma
lífsins taki til vinsamlegrar
yfirvegunar: Hver sá, er les
með athygli skáldrit íslenzkra
kvenna, getur varla komizt hjá
að taka eftir því, að hjá flest-
um þeirra er frekar lítið um
snörp átök og áberandi and-
stæður. Eftir lesturinn gæti
maður ætlað, að þær skorti all-
margar allt í senn: Skaphita,
ástríður, þrótt og raunsæi. En
ég hygg, að vart geti þessu ver-
ið til að dreifa, heldur muni
þessar ágætur konur annað
hvort skorta dirfsku — eða
jafnvel hreinskilni gagnvart
sjálfum sér — og þá auðvitað
ekki síður öðrum. Þeim kann
að þykja það miður hæfandi,
að konur hleypi sér í ham á
ritvellinum, troði eld ástríðna
og birti það öllum þorra manna
í landinu, að þær þekki sitt-
hvað miður göfugt og fallegt,
hagi sér og tali, þegar því er
að skipta, eins og verstu karl-
strákar, svo sem sumar gaml-
ar konur sögðu í mínu ung-
dæmi, þá er þær voru að vanda
um við telpur eða ungar stúlk-
ur. En lífið er nú einu sinni
fullt af andstæðum og knúið
átökum þeirra, og jafnvel sjálf
fegurðin getur virzt svipdauf
til lengdar og gæzkan tannlaus,
kinnfiskasogin og sauðarleg, ef
ekki eru andstæðurnar til sam-
anburðar. Og víst er um það,
að sumar erlendar skáldkonur
kinoka sér ekki við að kynda
bál, sem brennt gæti, bregða
upp svartri skuplu tií skiptis
við hvíta og eíla persónur sínar
til átaka. Er hægt um hönd að
benda á rnestu skáldkonur
þeirrar þjóðar, sem okkur mun
skyldust, þær Amalíe Skram
og Sigrid Undset.
Ég mun nú *fara nokkrum
orðum um tvæ.* nýutkomnar
bækur, senx konur naía skrifað.
Aðeins önnur bókin er skáld-
rit, en í báðum er lýst ýmsum
persónum, körlum og konum.
Höfundur annarrar er kona í
Reykjavík. Hún er í blóma
lífsins, fædd í höfuðstaðnum
og uppalin þar við einhver
þau beztu skilyrði sem hugs-
anleg voru 'hér á landi til bók-
menntalegrar löðunar og skiln-
ings á mikilvægi skáldskapar,
fegurðar og listar. Höfundur
hinnar er sjötug koria norður í
Strandasýslu, alin upp við
margvísleg sveitastörf og síðan
húsfreyja á heimili norður við
Dumshaf; en eins og hin kon-
an naut í æsku hinna beztu
menningarskilyrða, sem höfuð-
borgin íslenzka hafði upp á að
bjóða, eins naut þessi bónda-
dóttir á uppvaxtarárunum alls
hins kjarnbezta í þjóðlegri
heimilismenningu íslenzkra
sveita.
*
Álfaslóðir heitir safn af smá-
sögum og ævintýrum eftir frú
Svanhildi Þorsteinsdóttur Er-
lingssonar. Víkingsútgáfan hef-
ir kostað bók þessa, og er frá-
gangur hennar allur svo sem
bezt verður á kosið, snyrtileg-
ur og vandaður, en prjállaus
og aðlaðandi. Og þá er við les-
um sögurnar og ævintýrin, kom
umst við að raun um, að þarna
er allt á sama veg, hin sama
prjállausa fágun. Málið er
vandað, lipurt, blátt áfram,
sums staðar tigið í einfaldleik
sínum og samræmi, stíllinn allt
að einu, hvergi skerandi tónn
í samhljóm orðanna. Hitt er
annað: Hann er ekki ýkja
persónulegur eða svipmikill,
hljómurinn hvergi sterkur, en
sums staðár er hann innilegur,
endurómar hið innra með les-
andanum — eins og brot úr
lagi, sem hann hefir heyrt, en
varla áttað sig á, að svo sem
nokkuð skildi eftir. Og sög-
urnar láta lítið yfir sér, hvergi
hark, hvergi snörp átök, engir
sterkir litir eða breiðir drætt-
ir. Jafnvel næturknæpan í
París, knæpa glæpamanna og
ævintýralýðs, þar sem lögregl-
an stendur ávallt við dyrnar
skilur ekki ©ftir neitt uggvænt
í huga lesandans. Við munum
aðeins úr heimsókninni þangað
dalaliljurnar og angan þeirra.
„Og það er síður en svo, að
nokkuð liggi nærri Jóhannesar
úr-Kötlum-gosi hjá okkur, þeg
ar við höfum í samfylgd frú-
arinnar komið á hið tómlega
heimili verkamannsins, þar
sem konuna er hvergi að finna
því að hún hefir stokkið á burt
með brezkurn dáta. Við laun-
kímum meira að segja með frú
Svanhildi, þegar við horfum á
verkamanninn, sem situr með
skin kyrrlátrar ánægju í aug-
um, þá er hann hefir látið þess
getið, að kona hans sé komin
heim og brezkur dáti, auðvitað
ekki hennar vinur, heldur
vinur vinkonu hennar, hafi
gert það mikið fyrir sér,
að hann mundi fá að sitja
inni í nokkra mánuði. Og ósköp
er það notalegt af frúnni, finnst
okkur, að nálgast nú þarna með
skilningsbrosi í fyllsta lagi
mannlegar veilur, sem íslenzk-
um kvenrithöfundum kannske
annars ber, samkvæmt al-
mennu velsæmi og bókmennta-
legri hefð, hreint ekki að koma
nálægt nema þá með æ-um og
ó-um.
Annars eru þarna fleiri sög-
ur, sem bera þess vott, að frú
Svaanhildur geti, þegar 'hún
tekur sig til, sýnt okkur þannig
undir yfirborðið, að við mun-
um það, sem við höfum séð.
Fyrsta sagan — um málarann,
ríka manninn og konumyndina
— er haglega gerð og verður
engan veginn væmin, svo mjög
sem þó er leikið þar á strengi
viðkvæmninnar. En samt er
það hressandi að hverfa frá
þessum málara og vakna um
nótt með ungu fólki, svo að
segja fylgjast með því, þegar
blóm ástarinnar springur út,
blað fyrir blað, og brosir við
sól morgunsins með öðrum ilm-
gróðri jarðar — og þótt það
sé visnandi að kvöldi, þá hefir
það samt lifað og angað heilan
sólskinsdag. En Litlu sporin,
— það eru þó þau, sem verða
okkur minnisstæðust. Hve nær-
færnislega og litlaust er ekki
athygli okkar að þeim beint?
En hvílíkt tækifæri fyrir bók-
menntalegan jarðvöðul og gjálfr
VIKUR
HOLSTEINN
EINANGRUNAR-
PLÖTUR
Fyrirliggjandi.
PÉTUB PÍTUR8SW
liierslípun & spepiaperð
Sími 1219. Hafnarstræti 7,
Matsöhibúðin, Mal-
Lausar máltíðir. Smurt brauð
og veizlumatur.
Sími 2556.
ara til að pata og baða út hönd
um og benda með rykugum skó
á hin litlu spor í sandinn, fót-
spor hamingjunnar, sem hefir
kvatt hina ungu, tregandi móð-
ur í hinzta sinn. . . Ævintýr-
in, — jú, víst er það fagurt,
ævintýrið um riddarann, og
víst er þar vit og mannþekking
undir gagnsæjum hjúpi hins
viðkvæma forrns, — en frú
Svanhildur: Börnin hafa ekkí
yndi af svona ævintýrum, ög
hverjir lesa þau þá og njóta
þeirra? Hverjir fást til þess
í ys og þys og skarki og skot-
dunum að skyggnast gegnuna
hjúpinn og festa sjónar á þeim
sannindum, að betra hlutskipti
er söknuður þess, sem hefir
Frh. af 4. síðu.
SÆRINGAR halda áfram
innan Framsóknarflokks-
ins út af þeirri tillögu Egils x
Sigtúnum, að leggja beri niður
Framsóknarflokkinn og stofna
stofna nýjan flokk upp úr hon-
um og hluta af Sjálfstæðis-
flokknum. í síðasta blaði „Bónd
ans“ gerir Egill okkur skil and-
syari „Tímans“ við þessari til-
lögu sinni. Agli farast orð m. a.
sem hér segir:
,,Ég tók það fram í fyrri grein
minni, að svokallað hlutleysi
kommúnista gagnvart stjórn Ól-
afs Thors hefði sleppt dýrtíðinni
lausri til voða fyrir land og lýð.
Ég vítti það í grein minni, að
einmitt eftir að þetta skeði gerðu
þingmenn Framsóknarflokksins sig
seka um það, að ætla að níynda
stjórn með kommúnistum. Ég vítti
þetta strax þá í flokknum, sem ó-
breyttum liðsmaður þar að vísu,
og man ég að óbeit minni á þessu
fytír hugaða samstarfi var ekki
vel tekið af öllum vinum mínum
í þingflokki vorum.
Greinarlíöf. hinnar stærri Tíma-
greinar segir, eins og þingmenn
Framsóknarflokksins hafa oft sagt
áðixr, að þeir hafi aðeins verið að
tala við kommúnista til þess að
taka af þeim áróðursvopnin. Sjálf-
sagt neitar því samt enginn, að
stjórn hefði verið mynduð með
kommúnistum, hefðu þeir gengið
inn á málefnasamning, sem Fram-
sóknarmönnum líkaði. Ég segi
bara að það var meira gæfu okk'ar
en gjörfuleika að þakka, að komm
únistar smugu áður en þeir fengu
tækifæri til þess að svíkja gerða
samninga.
Egill er ekki í miklum vafa
um undirtektirnar, sem flokks-
stofnun hans muni fá. Hann
skrifar um það á þessa leið:
„Þúsundir kjósenda SjálfstæSis-
flokksins af bændum og smá-
framleiðendum bíða þess með 6-
þreyju, að komast í heiðarlegan
framleiðendaflokk, þar sem mál-
efna þeirra er fyrst og fremst
gætt en ekki spilað upp á þau viffi
kommúnista. Það er þetta fólk,
sem mun mynda flokk með okkur
Framsóknarmönnum, fyrr eða síð-
ar, og ég vil bæta því við, að langí
inn í raðir stáratvinnurekenda og
kaupsýslumanna munu menn verða
þar með. Menn, sem fyrir löngu
eru gáttaðir orðnir á loddaraskap
sinna pólitísku foringja.
Þetta fólk gengur seint eða
aldrei í Framsóknarflokkinn. Á-
róður og margra ára væringjar
valda því. Þessvegna þurfum við
að gefa þessu fólki tækifæri til að
sameinast okkur málefnalega und-
ir nýju flokksheiti. Það er sagt
að við þurfum ekki nýjan flokk í
Árnessýslu. Framsóknarflokkur-
inn haldi á okkar málum og geri
það vel. Það er rétt, en Framsókn-
arþingmennirnir eru of fáir og
þeim fjölgar ekki til muna nema
í nýjum flokki, með fólki úr Sjálf-
stæðisflokknum."
,Svona farast Agli í Sigtúnum
orð. Og ekki þarf að fara í graf
götur um það, að þetta er eins
og italað úr hjarta Jónasar frá
Iiriflu, enda áreiðanlega ekki
birt nema í samráði við hann.
Jónas frá Hriflu er ekki á
sama máli og Emil bóndi í Gröf
í Hrunamannahreppi um það,
(Frh. á 6. síðu.)