Alþýðublaðið - 06.01.1944, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 06.01.1944, Blaðsíða 4
4 ALÞYÐUBLAÐIÐ Fimmtudagur 6. jauúar 1944 |Uj>ij5nbUi5ið (ítgefandi: Alþýðuflokkurinn. Ritstjóri: Stefán Pétursson. Ritstjórn og afgreiðsla í Al- þýðuhúsimi við Hverfisgötu. Símar ritstjórnar: 4901 og 49.02. Símar afgreiðslu: 4900 og 4906. Verð í lausasölu 40 aura. Alþýðuprentsmiðjan h.f. Hýjasta feiejkslið i skilnaðarmðliiD. SÍÐAN Bjarni Benediktsson minntist í Þingvallaræðu sinni um sjálfstæðismálið síð- astliðið sumar á „hljóminn, sem þarf að kæfa“, þr e. raddir þeirra mörgu, sem varað hafa við því, að kvika á nokkurn hátt frá hinni öruggu leið ótví- ræðs réttar, velsæmis og dreng- skapar gagnvart sambandsþjóð okkar í skilnaðarmálinu, er það orðið sitt af hverju, sem okkur hefir verið boðið upp á sem sjálfstæðis — eða frelsisbaráttu. Margir af beztu mönnum þjóðarinnar hafa verið bornir þeim sökum að vera föðurlands svikarar af því, að þeir hafa ekki viljað fylla flokk óðagots- liðsins í skilnaðarmálinu; það hefir jafnvel ekki verið skirrzt við því, að saka hundruð, jafn- vel þúsundir ágætra landa okk- ar, sem nú dvelja í Danmörku og ékki hafa neitt tækifæri til þess að svara fyrir sig, um svik við hinn íslenzka málstað af sömu ástæðum. Samtök hafa verið gerð um það af blöðum óðagotsliðins að leyna þjóðina öllum rökum, sem fram hafa ikomið gegn flani þess. Ósvífnar tilraunir hafa ,verið gerðar til þess að bæla niður hlutlausan fréttaflutning útvarpsins um það, sem gerzt hefir í skilnaðar- málinu. Og hreinu og beinu of- beldi hefir verið beitt til þess að hindra, að þjóðin fengi að beyra rök þeirra, sem fresta vilja sambandsslitunum meðan ísland og Danmörk eru hernum- in, eins og þegar Árni Pálsson prófessor, sem verið hefir kenn- ari í sögu þjóðarinnar við há- skólann um þrettán ára skeið, var hindraður í því á hinn rudda legasta hátt, að tala um sjálf- stæðismálið í kvikmyndahúsi háskólans á sjálfan fullveldis- daginn! * »*. Öllum frjálshuga mönnum í landinu hefir fyrir löngu blöskr að slíkur ofstopi óðagotsliðsins í skilnaðarmálinu, enda ótvírætt látið andúð sína í ljós áybola- brögðum þess. Og þó hefir það nú enn gerst í þessu máli, sem langmesta fyrirlitningu mun vekja af öllu því, sem þessar sjálfkjörnu sjálfstæðishetjur hafa leyft sér að bjóða þjóðinni upp á, en það er hin hneyksl- anlega ákvörðun óðagotslíðsins í útvarpsráði, að synja Sigurði Nordal prófessor um leyfi til þess að ræða sjálfstæðismálið í tveimur erindum í ríkisútvarp- inu, þar sem hann hefir svo oft áður talað til þjóðarinnar um helgustu mál hennar. Enda má segja, að þá sé skörin farin að færast upp í bekkinn, og mál- frelsið farið að verða lítið í landinu, þegar Sigurði Nordal prófessor, þessum virtasta og vinsælasta menntamanni þjóð- arinnar, sem um áratugi hefir staðið flestum, ef ekki öllum betur á verði um þjóðleg verð- mæti hennar, er þannig mein- að máls, þegar verið er að ræða örlagaríkar ákvarðanir fyrir Gamall laadvarnarmaður : Hver veröa „ðrlig íslands“ 1944? MARGT bendir á, að árið 1944 verði merkilegt ár sögu þjóðarinnar. Fyrir nokkr um árum, var þjóðin fámenn eins og hún eí enn, og sárfá- tæk. Ríkið skuldaði erlendis ca. 50 milljónir króna, og margir voru áhyggjufullir yfir því, að sá skuldabaggi mundi verða þjóðinni ofurefli, því hagur hennar inn á við var heldur alls ekki glæsilegur. — Nú við þessi áramót er talið að Islend- ingar eigi innstæður erlendis um eða yfir 500 milljónir króna. Fjöídinn af fólkinu virð ist hafa nú, fullar hendur fjár, og sölubúðir í Reykjavík eru næstum óteljandi, allar meira og minna fuilar af þörfum og — óþörfum varningi, sem vafa laust skiptir hundruðum millj. að verðmæti. T. d. var nýlega getið í blaði einu, að öil kvik- indi landsins, tvífætt og fer- fætt, mundu geta gengið í tvennum silkisokkum 1.7. júní á komandi vori. Ég ætlaði eiginlega að minn- ast á annað en þennan glæsi- lega fjárhag þjóðarinnar, en til þess að geta það, hefi ég verið að lesa blöðin um þessar rnund- ir. Þau eru eins og allir vita, ,hin vakandi augu‘! þjóðarinn- ar, og ætlast áreiðanlega til þess að athygli sé veitt því, sem þau flytja lesendunum. ■— Við þennan blaðalestur, varð meðal annars fvrir mér Morg- unblaðið frá 29.' desember s.l. og ég sá þar einn af þessum vandlætingarpistlum, sem það blað flytur oft um þessar mund ir. Pistlar þessir eru vitanlega ekki gagnrýni á gjörðir Sjálf- stæðisflokksins, en eru vöndur vandlætinga, á andstæðinga flokkana og blöð þeirra. Oft hafa þeir verið helgaðir Fram- sóknarflokknum, en nú á síð- ustu dögum einkum Alþýðu- blaðinu, og þeim mönnum, sem oft eru nefndir „undanhalds- menn“ stundum Quislingar, eða biátt áfram föðurlandssvilcarar. — Þjóðviljinn“ virðisí vera í náðinni hjá Mogga um þessar mundir, og sennilega aðstand- endur hans lílca, sennilega á- liínir frelsishetjuv, og hinir sónnu föðurlandsvinir, þó þeir séu uppvísir að því, að hafa fvrirskipanir frá húsbæhdunum í austri, um að undirbúa hér sem bezt jarðveginn undir \aldatöku Bolsévika, í fyllingu iimans, en nóg um það. Þegar ég las þetta datt mér ég áður nefndi, hefir yfirskrift ina: „Ömurlegt hlutskipti“ og þar stendur skrifað: „Örlög ís- lands hafa verið ákveðin, þar verður engu um þokað, ef ís- lendingar fá að ráða málum sínum sjálfir næstu mánuði.“ Þegar ég as þetta datt mér fyrst í hug. Er það „vitsmuna- veran Jón Kjar_tansson“, sem á- kveður „örlög íslands“? Ef svo væri, yrði þlutskipti íslands vafalaust „ömurlegt". Nei, svo er nú ekki sem betur fer. Er það önnur æðri vitsmunavera sem „Örlögum íslands“ ræðum? Síðar í sama oistli er sagt, „að þingið og stjórnin hafi tek- ið ákvarðanir í lýðveldismálinu, og aðrir geti þar engu um þok- að.“ Þetta ber víst að skilja svo, að þingið og stjórnin ráði að öllu leyti, hvenær og hvern- ig lýðelöismálinu verði ráðið til lykta. í áðurnefndu tölublaði Morg unblaðsins, skrifar Jón Sigurðs son alþingismaður nokkrar hug leiðingar um ástand þingsins og segir meðal annars: „Flokksof- stækið, tortryggnin, og óvildin milli þingflokka, og einstakra þingmanna, er að mínu áliti mesta mein þingsins, og stór- hættulegt þjóðinni á þessum viðsjárverðu tímum, aldrei hef ir tortryggnin milli þingflokka og einstakra þingmanna verið meiri innan alþingis.“ Þetta er vitnisburðurinn, sem einn af þingmönnunum gef ur um ástandið í þinginu, og mun enginn skinbær maður, sem hefir haft opin augu og eyru rengja hann, í minnsta heldur telja að hér sé af fullri hreinskilni mælt. Það er þá alþingi í þessu ástandi, sem á að ráða örlögum íslands" í lýðveldismálinu, þess langþráða frelsis og fullveldis, sem marga beztu menn þjóðarinnar hefir dreymt um, og hafa unnið að af alúð og ósérplægni, um lang an tíma. — Þetta þing, sem Jón Sigurðsson lýsir eins og að ofan greinir, ætlar sér að ráða því til lykta, eins og því sýnist, þó það sé á allra vitorði, að mikill fjöldi manna í landinu kýs nokkuð aðrar aðíérðir í málinu, en þingið virðist ætla að hafa, það á ekki að spyrja þjóðina um hennar vilja. ,,Háttvirtu“ alþingismenn, er þetta ekki nokkuð langt geng- ið? Viljið þið eiga á hættu, vegna sæmdar ykkar sjálfra og . málsins vegna, að þjóðin segi, ) „við þolum ekki lengur svona innubrögð“? Þjóðin er í raun og veru hæstiréttur í málinu, þið ættuð að vita það, og eins hitt, að það er stóhhættuíegt ef þjóðin neyðist til að beita slík- um örþrifaráðum. Viljið þið ekki, að minnsta kosti gefa þjóðinni loforð, svo ákveðið, að það VERÐI EKKI SVIKIÐ, fyrir því, að lýðveldisstjórnar- skráin verði svo úr garði gjörð að þjóðin kjósi þjóðhöfðingj- ann, svo hann verði ekki valda laust peð í höndum þingsins eða flokka þess, áður en hún á að kveða upp sinn dóm um gerðir ykkar í málinu. Ég held að þetta séu heil- ræði, sem þið ættuð að ath-uga, áður en lengra er haldið, því ég er sannfærður um, að þó kjósendur séu lítilsigldir, því miður, þá verður því aldrei un- að, að boðið sé upp á annað en að forsetinn verði kosinn á þann hátt að full trygging sé fyr ir því, að hann verði ekki verzl- unarvara milli þingflokkanna. Gætið þess, að flokkaþrælkunin er — sem betur fer, þá og þeg- ar úr sögunni. Gamall landvarnarmaður. sjálfstæði og virðingu landsins út á við. ❖ Menn geri sér aðeins ljóst, ■hvað hér er að gerast: Fjár- plógsmenn, sem ekkert föður- land þekkja annað en heims- markaðinn og gróðann, sem þar er að hafa, eins og Ólafur Thors, pólitískir loddarar og valdabraskarar, eins og Bjarni Benediktsson og Jónas frá Hriflu, og útsendir launaðir erindrekar erlends stórveldis, ieins og Einar Olgeirsson þykjast vera að berjast fyrir frelsi og sjálfstæði þjóðarinnar og taka sér vald til þess, að bæla með hvers konar bolabrögðum niður hverja þá rödd í skilnaðarmál- inu, sem ekki vill vera með í hin um óhyggilegu og drengskapar- lausu aðförum þeirra. Þeir leyfa sér að einoka útvarp þjóðarinnar fyrir áróður sinn og blekking- ar í málinu; það er alltaf nægi- legt rúm á dagskrá þess fyrir blaðrara óðagotsliðsins, hversu ómerkilegir og innantómir, sem þeir eru. En fyrir Sigurð Nor- dal prófessor, ákveðnasta núlif- andi vörð og talsmann ís- lenzkrar þjóðmenningar, er ekkert rúm í útvarpinu, þegar sjálfstæðismál þjóðarinnar er rætt, af því að hann vill fara leið ótvíræðs réttar, velsæmis og drengskapar við sambands- þjóð okkar í því. Honum er vísað frá og meinað máls sam- kvæmt tillögu frá — Einari Ol- geirssyni! Hvílík frelsisbarátta! Hvílík s j álf stæðisbarátta! Athugasemd. Frá Sæmundi Ólafssyni hefir Alþýðublaðinu borizt eftir- farandi athugasemd: AÐ GEFNU TILEFNI vil ég láta þess getið, að á milli okkar Hermanns Guðmunds- sonar í sexmannanefndinni síð- ari var ekki ágreiningur, eins og sézt á bókun þeirri, er Her- mann lét gera, en hún er eftir- farandi: „Þó að ég telji þessa nefnd eigi vera yfirmatsnefnd á störf- um vísitölunefndar landbúnað- arins, vil ég samt að gefnu til- efni láta í ljósi þá skoðun mína að ég tel niðurstöður vísitölu- nefndar landbúnaðarins óhag- stæðar fyrir launþega lands- ins.“ r Ég tel, að við tveir, sem er- um í stjórn Alþýðusambands- Anglpinyar, sem birtast eiga í Alþýðublaðinu, verða að vera komnar til Auglýs- ingaskrifstofunnar í Alþýðuhúsinu, (gengið inn frá Hverfisgötu) fyrir kl. 7 að kvöldi. Sfml 4906. Ég undirritaður annast framtöl til skattstofunnar í Reykjavík. PÉTUR JAKOBSSON Kárastíg 12. Sími 4492. ins og áttum sæti í síðari sex- mannanefndinni, höfum mark- að þar greinilega þá vissu verkalýðsins, að hlutur laun- þeganna hafi verið fyrir borð borinn með niðurstöðum hinn- ar fyrri sexmannanefndar og með öllu dýrtíðarkáki núver- andi ríkisstjórnar. Sæmundur Olafsson. MORGUNBLAÐIÐ hefir nú loks rofið þögnina um stjórnarskrárfrumvarp milli- þinganefndarinnar. Um ákvæði 26. gr. frumvarpsins um vald- svið forsetans, farast blaðinu orð á þessa leið: „Eins og menn sjá af ákvæði greinarinnar, hefir forseti ekki al- gert synjunarvald, heldur aðeins takmarkað. Hefir hann því minna vald en konungur hafði. Forseta er einungis fenginn réttur til að skjóta lagafrumvörpum alþingis undir alþjóðaratkvæði, en frum- varpið öðlast engu að síður laga- gildi þegar í stað. Það fellur fyrst úr gildi, ef það fær ekki meiri- hluta við atkvæðagreiðsluna. Sú hugsun er án efa rétt, að forseti hafi ekki algert synjunar- vald. Ef svo væri umbúið, að for- seti gæti synjað staðfestingu laga, sem alþingi hefði samþykkt, án málsskots til þjóðarinnar, væri valdsvið alþingis þar með orðið svo takmarkað, að óviðunandi væri í lýðfrjálsu landi. En hitt sýnist vera vafasamara, að lagafrumvörp, sem forseti vill skjóta undir þjóðaratkvæði, öðlist gildi þegar í stað. Sýnist vera eðlilegra og meira í samræmi við þá hugsun, sem felst í þessu takmarkaða synjun- arvaldi forsetans og málsskoti, að að slík lagafrumvörp öðlist fyrst gildi, er þjóðin hefði lagt sam- þykki sitt við þeim.“ Svo sem sjá má af framan- greindum. ummælum er Mbl. farið að skiljast það, að eitt- hvað kunni að vera áfáitt við hið flausturslega frumvarp milli- þinganefndarinnar. * Viísir skrifar um það í gær, að „þingflokkunum ætti í rauninni ekki að vera keppikefli að setj- ast að völdum nú í bili,“ með því að ekki séu líkur að heilla- vænlegt samstarf geti tekizt milli þeirra. í framhaldi af þeim hugleiðingum skrifar blafBð: „Alþingi sezt á rökstóla eftir fáa daga. Það verður merkilegt fyrir tvegjga hluta sakir, — af- greiðslu stjórnskipunarlaganna og dýrtíðarinnar. Skjóti flokkarnir sér enn undan beinpi baráttu gegn dýrtíðinni, en hyggist að draga málið á langinn og standa jafn- framt í vegi fyrir framkvæmdum af hálfu ríkisstjórnarinnar, sýnist engin önnur leið fær út úr ógöng- unum en þingrof og nýjar kosn- ingar. Ekkert er líklegra en að til kosninga muni draga þegar á næsta sumri, en áður en að þeim reki muni nýir flokkar og ný sjónarmið komiin til sögunnar. Þetta þarf ekki að þýða aukna sundrung meðal þjóðarinnar, held ur hitt að þau öfl, sem vilja vel, sameinist til baráttu gegn rotnun og aðgerðarleysi. Sennilega þarf mustirishreinsun áður en gömlu flokkarnir átta sig á hyað þeir hefðu átt að gera til þess að halda virðingu og trausti með þjóðinni, og sé hreinsunarinnar þörf verð- ur hún að framkvæmast, hvort sem mönnum líkar betur eða ver. Að þessu hlýtur að draga, nema því aðeins að þingflokkarnir sjálf- ir hverfi frá villu síns vegar, að fullu og heilu samstarfi eða bein- um stuðningi við núverandi stjórn. Ekki leikur vafi á að þingflokk- arnir munu þegar í upphafi þings leita allra bragða til samkomulags sín á milli. Menn óska þess ekki fyrir fram að slíkt samstarf mis- takist, en menn óska heldur ekki eftir fyrir fram dauðadæmdu samstarfskáki, sem til einskis er líklegt nema ills. Menn óska eftir heilindum í þágu lands og lýðs, jafnvel þó slík heilindi séu ekki brennd með aðalsmerki hinna leiknu stjómmálamanna, sem jafnvel getur máðst af við must- erishr'einsun taki þjóðin sinn þátt í henni, og fari um málði hæfilega hörðum greipum.“ Það virðist vera komúaíi igrfeinilegur kosn i ngaskjátfti í kollega Vási!

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.