Alþýðublaðið - 06.01.1944, Blaðsíða 7

Alþýðublaðið - 06.01.1944, Blaðsíða 7
JFimmtudagur 6. janúar 1944 ALÞÝÐUBLAÐIÐ I Bœrinn í dag. | Næturlæknir er í Læknavarð- stofunni, sími 5030. Næturvörður er í Laugavegs- apóteki. ÚTVARPIÐ: 12.10—13.00 Hádegisútvarp. 15.30— 16.00 Miðdegisútvarp. 18.30 Dönskukennsla, 2. fl. 19.00 Enskukennsla, 1. fl. 19.25 Hljómplötur: Álfalög. 19.45 Lesin dagskrá næstu viku. 19.50 Auglýsingar. 20.00 Fréttir. 20.30 Þrettándavaka: a) Lúðra- sveitin „Svanur" leikur (Árni Björnsson stjórnar). b)Upplestur: Þjóðsögur o. fl. c) M-A-kvartettinn syng ur (plötur). d) 21.15 Lest- ur íslendingasagna (dr. Einar Ólafur Sveinsson há- skólabókavörður). e) 21.40 Þjóðkórinn syngur (plötur) 21.50 Fréttir. 2i2.00 Danslög. Hjónaband. Á nýjársdag voru gefin saman í hjónaband Unnur Björnsdóttir (Hanssonar skipstjóra) og Guð- laugur Kristofersson verzlunar- maður Vestmannaeyjum. Heimili ’ungu hjónanna er á Faxastíg 11 í Vestmannaeyjum. Hjónaefni. Á gamlaársdag opinberuðu trú- lafun sína Lóa Kristín Sigurðar-; dóttir og Magnús Árnason kenn- araskólanemi. Náttúrugripasafnið. Síðan í stríðsbyrjun hefir Nátt- úrugripasafnið aðeins verið opið M. 2—3 á þriðjudögum og fimmtu dögum, en framvegis verður það <einnig opið á sunnudögum kl. 1.30— 3 eins og áður. Tækni, útgefandi fél. manna, sem stunda verkfræðistörf er komið út. Er jþetta myndarlegt rit og fróðlegt. Efni þessa heftis er á þessa leið: Eirbrynjaður stálvír, eftir Hösk- uld Baldvinsson, Hvað segir járn- kolefnislínuritið oss? og Flug- póstur eftir Friðgeir Grímsson, Rafsuða eftir Aðalstein Jóhanns- son, Öryggið á hafinu eftir Ólaf Einarsson. Almennar leiðbeining- :ar um meðferð á rafmagnsvélum og Stutt námskeið í rafmagns- fræði eftir Benedikt Biergmann, Lo Mont eimkatlar og steypujárn- ið í iðnaðinum fyr og nú eftir Þórð Runólfsson, Tæknifréttir og Tleira, Hjónaefni. Á gamlaárskvöld opinberuðu trúlofun sína ungfrú Eiín B. Sig- urðardóttir og Sigtryggur Jóns- son, bæði starfandi hjá Vinnufata- gerð Islands. Bridgekeppnin í fyrsta flokki hélt áfram í gær. Úrslit urðu þessi: Sveit Brandar Brynjólfssonar vann sveit Eggerts Gilfers, sveitir Guðm. Ó. Guð- mundssonar og Gunnars Möllers gerðu jafntefli. Sveit Jóns Guðna- sonar vann sveit Guðm. Sigurðs- sonar. Sveit Gunngeirs Pétursson- ar sat hjá. Eftir þessa umferð eru þessar sveitir efstar: Gunngeirs Péturssonar með 8 stig, Eggerts Gilfers 8 stig og Brands Brynjólfs sonar 6 stig. Næsta' og síðasta umferð fer fram þriðjudaginn þ. 11. Þ- na. í húsi V. R- við Vonarstræti.. ÁSKRIFTARLISTI fyrir samsæti Stórstúkunnar á sunnudagskvöld, er í Bókabúð Æskunnar, Kirkjuhvoli. Sími 4235. Dagskrá afmælishátíðar- innar birtist í hlaðinu á morg- mn. Tröji-hestnlDB. Frh. af 3. síðu. ekki lengur haft nein. stjórn á.“ FREKARI BOLLALEGGIN G- AR þýzkra blaða um þessi • mál verða ekki raktar hér, en -nógu er af að taka. Hins geta menn faiið nærri um, að sumir eru farnir að efast um hina óbilandi sigurvissu Göbbels og fullyrðingar hans um óskeikulleik þýzka hers- ins og stjórnarfyrirkomulags nazista. Hinar 12 milljónir Rússa, Tékka, Pólverja, Jú- góslava og Frakka, svo nokkr ar þjóðir séu taldar, geta reynzt tvíeggjað vopn, þótt síðar verði, þótt þær í svip- inn framleiði verðmæti fyrir hina hrörnandi hernaðarvél Hitlers. AUKIN FISKIFRAMLEIÐ SLA í BANDARlKJUNUM. Frh. af 3. síðu. að allmikill fjöldi skipa mun verða gerður út næsta ár. Frá fyrsta júlí hefur verið úlhlut- að efni í 528 skip af öllum gerð um. í sumum tilfellum mun smíði skipanna tefjast sökum skorts á vélum og ýmsum hlut- um, sem flotinn þarf á að halda, vegna aukinnar framleiðslu á innrásarbátum, en þó er álitið, að mestur hluti fiskiflotans verði tilbúinn það snemma, að framleiðslan hækki að mun. . Aðalástæðan fyrir því, að fiskiðnaðurinn náði ekki sett- uon framleiðslu takmörkum fyr ir árin 1942 og 1943, var skort- ur á skipum. Þegar í byrjun sjríðsins, krafðist herinn meir en 700 fiskiskipa, og mestur hluti þeirra er enn í notkun víðsvegar um heiminn. Búizt er við, að framleiðsla niðursoðins fisks muni aukast um 10% frarn yfir framleiðslu ársins 1943. Einnig er búizt við því, að framleiðsla á laxi, sar- dánum og túnfiski frá Maine og Kaliforníu muni aukast mjög. Framleiðsla á ostrum, humar, kröbbum og krækling- um er líklega í vexti, einkum sökum hinnar miklu eftirspurn ar eftir þessum vörum. Pétur Benediktsson sendiherra Islands í London, er dvalið hefur hér í bænum undan- farið er nú komin aftur til Lond- on. Hjónacfni. Á gamlaársdag opinberuðu trú- lofun sína María Sveinsdóttir frá Arnardal og Valdimar Símonson bakarameistari Ljósvallagötu 32. Þakkarávarp. EG leyfi mér hérmeð að þakka íþróttafélagi Reykj avíkur og stjórn þess fyrir hinar rausn arlegu gjafir ,sem þeir færðu mér, núna rétt fyrir jólin, sem var vindmilla og útvarpstæki af vönduðustu gerð. Þessar óverðskulduðu gjafir þakka ég af heilum hug, og vona að guðs blessun fylgi fé- laginu á ókomnum tímum. Ko'lviðarhóli á Aðfangadags- kveld 1943. Valgerður Þórðardóttir NÁTTÚRULÆKNIN GA- STEFNAN Frh. af 2. síðu. hveiti, fáguð hrísgrjón, sagó, súkkulaði o. fl. — veldur óeðli- legri kyrrstöðu í meltingarfær- um og efnaskiptum líkamans, og af þessu leiðir, að mikið af úrgangsefnum, sem mörg eru sterk eiturefni, safnast fyrir í blóhinu og hvarvetna í Ííkam- anum. Þetta er ein helzta or- sök sjúkdóma. Ef hægt er að halda líkamanum hreinum inn- vortis, þá er heilsunni borgið. Lækningaaðferðir náttúru- lækna eru fyrst og fremst fólgn ar í því, að leiðbeina fólki um mataræði. í annan stað eru not- aðar ýmsar aðferðir, til þess að herða og stæla líkamann og hreinsa hann ytra og innra. Má þar til nefna gufuböð, vatnsböð, bæði- heit og köld, loftböð, ljós- böð, sólböð, burstun húðar og mikla hreyfingu. En allt þetta miðar að því, að skapa nýjan og hraustan og betri mann. Sumt af þessum ráðum eru cfl- mennt viðurkennd og mikið notuð, svo sem ljós- og sólböð. Hins vegar er t. d. loftböðum — viðrun líkamans í hreinu og fersku lofti ekki gefinn sá gaumur sem skyldi. Og heit vatnsböð — svitaböð — eru nýj ung í læltnisfræði hér á landi. Sjúklingurinn er látinn liggja í heitu vatni — eins heitu og honum þykir þægilegt — um stund, unz hann svitnar vel, vafinn síðan í teppi, og þar heldur svitastarfsemin áfram. Líkamshitinn hækkar, upp í 38 —9 stig eða meir. Þetta ýtir við hinu syf jaða og hrörnandi lífs- afli. Hjartað slær örar. Hreyfing allra vessa og vökva líkamans verður örari, og hreinsunartæk- in, lungu, húð, nýru og þarmar starfa með nýjum þrótti. Með þessu er hafið nýtt endurbóta- starf í líkamanum, sem ásamt neyzlu lifandi fæðu, hófsemi í mat og drykk og öðrum hollum lifnaðarháttum, endurlífgar og magnar lækningakraft líkamans sjálfs. En um allt þetta er sjálf- sagt að fara eftir leiðbeiningum lækna, ekki sízt varðandi heitu böðin. Það er hæpið, að menn geri það rétt upp á eigið ein- dæmi, og getur jafnvel hlotizt verra af. Svitaböðin eru ein öflugasta lækningaaðferð, sem náttúru læknar hafa yfir að ráða. Enda eru þau notuð á náttúrulækn- ingaheilsuhælum erlendis, svo sem í: Þýzkalandi, Sviss, Banda Nríkjunum og víðar. Svitinn rennur í stríðum straumum, eins og marka má af því, að menn léttast stundum um 2—3 pund í einu baði. Með svitanum hreinsast út úr líkamanum ó- grynnin af skaðlegum úrgangs- efnum, svo að vart er hægt að hugsa sér betri innvortis hreins unaraðferð. Sérstaklega reynast þessi böð vel við hvers konar gigtarsjúkdómum, exemi o. fl. húðsjúkdómum, ristilbólgu, of- fitu o. fl., en þó því aðeins næst fullur árangur, að sjúklingur- inn breyti mataræði sínu jafn- framt á viðeigandi hátt.“ * ' Fimm ára reynsla Jónasar Kristjánssonar af þessum böð- um, bendir ótvírætt til þess, að mikils sé af þeim að vænta hér. Þó hafa hingað til hlutfallslega fáir sjúldingar getað notið þeirra, vegna þröngra húsa- kynna. En nú hefir læknirinn flutt 1 nýtt húsnæði, þar sem hann getur boðið sjúklingum sínum upp á meiri þægindi og fljótari afgreiðslu en áður. Þetta er fyrsta „baðstofan“ af þessu hægi, hér á landi. En til þess að hún nái tilgangi sínum þyrfti að vera matstofa í sambandi við hana, þar sem sjúklingar gætu fengið þann mat, sem læknir- inn ráðleggur þeim. Nú hefir Náttúrulækningafélag íslands mikinn hug á að koma upp slíkri matstofu, og má segja, að ekki standi á öðru til þess en hent- ugu húsnæði. Þetta tvennt, lækningastarf- semi J. K. og matsala Náttúru- Kvæstist áttræðir í aooað sinn. Fyrir nokkru barst sú fregn ,að David Lloyd George, hinn heimsfrægi brezki stjórnmálamaður, hefði kvænzt í annað sinn, áttræður að aldri, og gengið að eiga Miss Franees L. Steenson, sem um 30 ára skeið hefir verið einkaritari hans. Hin nýja frú Líoyd George, sem sést með honum hér á mynd- inni, er nú 55 ára. Fyrri kona hians lézt fyrir rúmu ári síðan. Islendiooar vlð prð pljmáiti I dueríkB. k UNITED PRESS, fréttastof- an, gat nýlega um það, að Halldór Jónsson sé nú sem stendur nemandi við The Mis- souri Botanical Gardens í St. Louis. Halldór er 24 ára að aldri. Hann kom til New York eftir 23 daga sjóferð. Áður en hann kom til The Missouri Bo- tanical Gardens, nam Halldór garðyrkjufræði við Ohio State University. Hann mun dvelja tvo mánuði í St. Louis til þess að rannsaka hydropronics-rækt un jurta í vatni án gróðurmold- ar. Áhugi Halldórs fyrir þess- ari fræðigrein vaknaði er hann las um tilraunir þær, sem fyrst voru gerðar í Kalifornia, til þess að rækta grænmeti í vatni, þar sem náið eftirlit var haft með öllum næringarefn- um. Halldór sagðist álíta, að eftir nokkur ár mætti sjá öllum íbú- um íslands fyrir hita með virkj un hinnar sjóðandi gufu og vatns, sem kemur frá hinum óteljandi eldsvæðum í iðrum íslands. Enn fremur sagði Halldór, að iðnaðurinn væri enn eigi kominn yfir bernsku- skeiðið, en samt hafi verið framleidd árið 1942 um 80 tonn af tómötum í gróðurhúsum, og „bráðlega munu íslendingar rækta ávexti og grænmeti til útflutnings“. Að lokum gat Halldór þess, að mestöll Reykja vík væri nú þegar hituð upp með heitu vatni, sem kæmi frá hverum í nágrenni Reykja- víkur. og ræðu, er Árni Óla heldur á mánudagskvöld. í tilefni há- tíðahaldanna sýnir Leikfélag templara og sjónleikinn Fárið leftir Pál J. Árdál í Iðnó á mánudags- og þriðjudagskvöld. Merkjasála og blaðasala verður og á sunnudag og mánudag. Blómarós lækningafélagsins, þegar hún kemst upp, verður sýnishorn og undirbúningur að rekstri heilsu hælis þess, sem er eitt stærsta framtíðarmál félagsins og nú er verið að safna fé til. Á myndinni sést ung og fög- ur blómarós, sem er klsedd í nýtízku baðföt. /

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.