Alþýðublaðið - 06.01.1944, Blaðsíða 5

Alþýðublaðið - 06.01.1944, Blaðsíða 5
Fimmtudagur 6. jaunar 1944 ALÞYÐUBLAÐIÐ 9 Siðarí grein: Habsborgarættin. KARL, sá er til ríkis kom eítir lát Franz Jósefs ár- ið 1916, var geðþekkur og gervilegur maður og að ýmsu leyti ólíkur hinum fornu Habs- borgurum. Hann hafði eigi síð- ur yndi af söngleiknum „Káta •ekkjan,1 en Adolf Hitler. Kona hans, Zita keisaradrottning, er var niðji annarrar sögufrægrar ættar, Bourbonanna, tók manni sínum mjög fram um strang- tLeik, þrautseigju og metnaðar- igirnd. Þau freistuðu þess þegar að segja skilið við hina þýzku samherja sína og komast hjá frekari þátttöku Austurríkis í styrjöldinni. Zita átti bróður, Sixte prin§ af Parma, er var höfuðsmaður í franska hernum. Clemenceau birti frétt þá opin- berlega, að Austurríkismenn æsktu friðar, er Karl freistaði þess að ná samningum við bandamenn fyrir milligöngu Sixte. Það varð svo til þess, að Þjóðverjar hertu þrælatak sitt á hinum minni máttar vopnabróð ur sínum. Fúnar stoðir einveld isins hlutu því að bresta í stormi mótgangsins. En þjóðin, sem stunið hafði undir okinu margar aldir, fagnaði mjög þeim úrslitum. Síðustu Habsborgararnir. Zita, ekkja Karls keisara hins síðasta af Habsborg, dvaldi fyr- ir stríðið árum saman 1 gamalli höll 1 Belgíu. Þar var þessi mynd tekin af henni, á bak við hana, til hægri á myndinni, sést Ottó, elzti sonur hennar, sem talið er að nú geri kröfu til ikeisaradóms í Austurríki og Ungverjalandi. heimta völd sín að minnsta kösti í Ungverjalandi. Hann gerði tvær tilraunir, sem báðar mistókust. Horthy ríkisstjóri hann hugðist að sönnu koma einræði á í Ungverjalandi, en það skyldi vera einræði sjálfs hans en ekki Habsborgaranna. Þar kóm svo brátt, að banda- menn bjuggu Karli stað á Madeira. Þar veiktist hann af malaríu og dó, en Zita lagði 1-eið sína ásamt börnum sínum til Spánar, Hollands og Vestur- heims. Þegar Dolfuss hafði verið myrtur og ýmsir Austuríkis- menn töldu skynsamlegast að sýna nazismanum vinsemd, ef jaað mætti verða til þess að firra land þeirra þýzkri árás, tóku sumir þeirra að líta Habs- borgarana hýru auga að nýju. Það voru einkum háskólakenn- arar og aðrir menntamenn, sem höfðu hug á að styðja hina fornu keisaraætt aftur til valda. Þeir töldu, að valdataka henn- ar myndi vera bezta lausnin á stjórnskipulagi landsins eins og komið væri, ef allt skyldi ekki láta skeika að sköpum. Illu heilli hafa flestir þeir, er vildu styðja Habsborgana til valda að nýju, dvalizt erlendis. En eigi að síður hafa þeir haft nokkur áhrif meðal austur- rísku þjóðarinnar. Allir eru þeir mjög á öndverðum skoð- anameið við nazista, en vilja búa landi sínu og þjóð sem far sælasta framtíð. Þjóðir bandamanna munu mjög vera þeirrar skoðunar, að því fari fjarri, að hinar fornu einvaldsættir skuli studdar til valda að ráðnum úrslitum hild arleiks þess, sem nú er háður. En því er ekki að neita, að uggs hefir orðið vart, einkum vestan hafs, eftir að frétzt hefir, að Habsborgararnir séu í tengslum við stjórnmálaflokk nokkurn í Úngverjalandi. Stjórnflokkur þessi kvað berj- ast gegn Horthy og hafa að stefnumáli að veita Habsborg- urunum fulltingi til nýrrar valdatöku. En ef einhver kynni að óttast það, að hið forna keis- aradæmi Habsborgaranna verði sett aftur á stofn í ófriðarlok, væri honum skylt að kynna sér afstöðu austurrísku þjóðarinnar til máls þessa. Að hennar dómi er það hlægilegt að gera sér í hugarlund, að ríki Habsborgar anna verði endurreist. Austurriíska þjóðin kvað hafa fagnað mjög þeirri yfirlýsingu Moskvaráðstefnunnar, að Aust- urríki muni endurheimta sjálf- stæði sitt í ófriðarlok. Þau tíð indi hafa valdið því, að hún horfir til framtíðarinnar vermd nýrri von. En hún mun einráð- in í því að skapa sjálf framtíð sína. Og fátt mun henni fjær skapi, er hún skipar málum sínum í framtíðinni, en styðja til valda keisarafjölskylduna, sem bjó henni hin kröppu kjör og lagði hið forna veldi hennar í rúsir. Hún mun hafa allan hug á því að varast víti fortíð- arinnar, en leggja áherzlu á að freista þess af dáð og dug að skapa sér og niðjum sínum sem farsælasta framtíð. Habsborgararnir gátu nú að- eins vænzt þess eins að halda Ungverjalandi. Þar hafði verið efnt til uppreisnar undir for- ustu Karolyi greifa í því skyni að koma lýðveldi á fót, en sú tilraun mistókst. Karolyi greifi dvelst nú í Lundúnum og getur enn svo farið, að hann eigi eft ir að koma við stjórnmálasögu lands síns eins og Sforza greifi b.inn ítalski og fleiri slíkir. Síð ar var efnt til byltingar af hálfu kommúnista, en hún var barin niður með harðri hendi. Þar með hófst valdatími Horthy flotaforingja, er enn sit ur að völdum í Ungverjalandi. En Austurríkismenn voru þess óðfúsir að fá komið á nýrri stjórnskipan í landi sínu. Þeir hörmuðu það bví lítt, þótt valdadögum Habsborgaranna væri lokið. Breytingu þessa töldu þeir áþekka því að flytja úr gömlu og óvistlegu húsi í nýtt og fagurt hús búið ný- físku þægindum. Og Austur- •ríkismönnum varð mikið ágengt I umbótastarfi sáriu. Verkamönn um er aðhylltust jafnarstefnuna bændum og millistéttum lands- iins auðnaðist að efna til farsæll- ar samvinnu og koma á stofn lýð veldi, enda þótt hagur landsins væri hinn erfiðasti og kjör þjóð arinnar næsta kröpp. Byltingin í Austurríki var til lykta leidd, án þess að til blóðsúthellinga kæmi. Þegar Habsborgararnir hrökkluðust frá völdum í Aust rurríki, starfaði þar enginn :stjórnmálaflokkur, er léði keis- arafjiöliskyldunni fylgi og f-ull- tingi. Hins vegar átti Karl keis- ari ýmsa stuðningsmenn víðs 'vegar mn landið, án þess að þeir hefðu með sér skipulagðan fé- lagsskap. Karl hélt með farangur sinn, • gimsteina sína, hina metnaðar- gjörnu konu sína og börn sín öil, til Sviss. Fyrst af öllu missti hann gimsteinana, en það var orsök langvinnra mála- ferla milli hans og fyrirtækis nokkurs í París. Þá var honum talin trú um það af ýmsum ættingjum sínum, að honum bæri skylda til þess að endur- ÚfbreiBið Aiþýliubiaiið. Um ofbeldishneigð, dómur sögumiar, æðikolla og þröng- sýni. — Sjaldan kemur dúfa úr hrafnseggi. —- Kona skrif ar mn hárgreiðslustofu — Hættiun miðvikudagsblástr- inum og rífum loftvarnabyrgin. |7 nn hafa tíðindi gerst í sambandi við deilurnar um skilnaffarmáliS, sem hljóta aff vekja ugg og kvíffa meffal allra þeirra, sem ekki taka þátt í þess- um deilum en eru fyrst og fremst áhorfendur aff því sem gerist og vona í lengstu Iög aff sættir kom- ist á í þessu þýffingarmikla máli: Sigurffi Norffdal, einum besta and- ans manni þjóffarinnar hefir veriff neitaff um leyfi til aff lýsa sinu sjónarmiffi í ríkisútvarpinu. EKKI FINST MÉR ólíklegt að þjóðina hafa þó fyrst og fremst löngun til að heyra hvað þessi kunnasti menningarfrömuður ís- lands nú hafi til málanna að leggja því að þó að hún hlusti oft með athygli á ræður þeirra manna, sem daglega standa í hinu pólitíska stríði þó hlustar hún ekki síður á þá menn, sem ekki standa í eld- inum — og þá ekki sízt á þá, sem fremst standa í menningarbaráttu þjóðarinnar og hafa unnið afrek á þVí sviði. EN ÞEGAR ÞRÖNGSÝNI — og ofsfiæki er annars vegar staðnar allt. Hvers vegna mátti Sigurður Nordal ekki tala? Hvers vegna gátu þeir, sem ekki eru á sömu skoðun og hann ekki valið ein- hvern sinn bezta mann til að lýsa sinni afstöðu? Þetta skiljum við ekki. OG EKKI GET ÉG neitað því að mér finst það táknrænt um allt þetta ástand að það er sam- kvæmt tillögu Einars Olgeirssonar — helsta forystumanns kommún- istaflokksins að hinum íslenzka menningarfrömuði er bannað að tala til þjóðarinnar um sjálfstæðis- mál hennar. Og ekki öfunda ég j Magnús Jónsson og Pál Stein- grímsson af þeim dómi, sem þeir fá í sögu þjóðarinnar fyrir að hafa gerst liðsmenn kommúnistans í að- förinni gegn Sigurði Nordal, í að- förinni gegn lýðræðishugsjón þjóðarinnar og menningu hennar. EN . ÞAÐ . VIRÐIST svo sem brautin sé vörðuð í þessu máli. Það verður reynt að kæfa hljóm- inn með ofbeldi og yfirgangi. Það er svo sem ekki von á góðu þegar íhaldið fer að vinna með komm- únistum. Sjaldan kemur dúfa úr hrafnseggi! Ef frjálslyndis, víð- sýnis og drengskapar hefði verið gætt meðan deilt var um þetta stórmál, þá trúi ég ekki öðru en að sættir hefðu tekist að lokum. I En þessa hefir ekki verið gætt I heldur þvert á móti — og nú örvænta menn um sættir. KOMMÚNISTAR ÆÐIKOLL- AR og gamaldags afturhalds- menn hafa ekki slík sjónarmið — eins og kunnugt er — og hvernig er þá von á góðu, þegar slíkir stjórna fartinni? UNGFRÚ X skrifar eftirfarandi: „Ég get ekki látið það hjá líða að láta óánægju mína í ljós yfir vinnu brögðum þeim er eiga sér stað á sumum hárgreiðslustofunum hér í bæ. ,,Permanent“ hárliðun er af- greidd af svo mikilli vankunnáttu og hirðuleysi, að ég fæ ekki skilið slík vinnubrögð, enda vita gagns- laus eftir einn til tvo hárþvotta, og svo er oft lagningin eftir þessu, — að stúlkurnar virðast alls ekki mega vera að vinna það verk, sem svo er selt dýru verði, eða sam- kvæmt texta án tillits til þess hvað fengið er í staðinn." . ÉG FÉKK í HÁR MITT kalt ,,permanent“ í sumar í hárgreiðslu stofu, sem ég hef altaf skift við með þetta verk, og reyndist þetta alveg gagnslaust verk. Ég hef svo en í vetur gert aðra tilraun með þetta, og svipaður árangur varð. Það var sama vankunnáttan og hroðvirknin. Ég vil taka það fram, að þessi hárgreiðslustofa hefir gengið kaupum og sölum í seinni tíð. Áður voru þar starfandi meðal annars danskar stúlkur, sem unnu verk sitt af kunnáttu og vand- virkni.“ SUMT HÁR þolir alls ekki nema „Kalt Permanent“ og ég hef reynslu fyrir því að það er alveg óþarfi að láta það mislukkast svo mjög sem raun er á, fyrir þetta varð ég þó að borga 65 kr. í fyrra skiftið og 56'kr. í seinna skiftið. Mér er það vel kunnugt að hér er ekki um neitt eins dæmi að ræða. Þetta er algengt, bæði með heitt og kalt „Permanent“. Ég vil nú beina þeirri spurningu til verðlagsstjóra, hvort ekki sé skylt að bæta þessa vinnu að fullu eða að endurgreiða gjaldið?“ „ÉG VIL LÁTA RÍFA NIÐUR loftvarnabyrgin og hætta þessum blástri á miðvikudögum. Ég hygg að allt þetta sé óþarft — og aðeins til leiðinda. Viðhorfin eru breytt — og við eigum að reyna að komast út úr þessu hálfgerða ófriðar- ástandi eins fljótt og mögulegt er. Hannes á horningn. Unglingar óskast strax til að bera blaðið til kaupenda víðs vegar um bæinn. Talið strax við afgreiðsluna. « Alþýðublaðið, sími 4900.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.