Alþýðublaðið - 25.01.1944, Blaðsíða 6

Alþýðublaðið - 25.01.1944, Blaðsíða 6
Á myndinni sést Donald M. Nelson (til vinstri) í samræðu við William M. Jeffers. Nelson er yfirmaður hergagnafram- leiðslunnar í Bandaríkjunum, en Jeffers, sem var fram- kvæmdastjóri Union Pacific járnbrautarinnar, hefir verið skip aður yfirmaður gúmmíframleiðslunnar í Bandaríkjunum. 4 lelð tli sigurs. (Frh. af 5. síðu.) ar, hefir orðið þarna næstum því kyrrstöðuhernaður, sem ekki hefir mikil áhrif í þá átt að skerða afl Þjóðverja. Eden segir, að menn verði að bíöa eftir leikslokum, jafnvel bótt ekki sé hægt að benda á marga leiki, þar sem þriðji þáttur hef- ir bætt upp gallana á tveimur þeim fyrri. En hinn mikli leik- xu:, sem bandamenn munu bráo lega draga tjaldið frá, er ->kici líklegur til þess að enda vel, nema fyrsti þáttur heppnist vel. Brezki flugherinn hildur stöðugt uppi áhrifamiklum að- gerðum. Heilar iðnaðarbofgir eru nú lagðar í rústir í einni Jnft árás. Af seytján stórborgnm í Norður-Þýzkalandi, eru níu frekar taldar rústir en aðsetur fyrir þýzkar verksmið'jur. Og það eru góðar fréttir, að -töð- ugt minnkar hlutfallstala þeirra flugvéla, sem týnast í árásar- ferðum, og fer þó sífellt fjölg- andi þeim sprengjuflugvélum, sem sendar eru yfir sundið, og Þjóðverjar hafa orðið' að ílytja heim flugvélar af öðrum víg- stöðvum til þess að ver ja sig fyrir árásum úr vestri. Brezki flotinn nær stöðugt betri á- rangri í því að verja skip banda manna fyrir árásum. Það getur vel verið, að sagan muni teija það með mestu sigrum banda- manna að ráða niðurlögum kafbátanna. Skipastóllinn er það, sem allt veltur á. Ef bandamenn eiga að berjast í vestri, suðri og austri, þurfa þeir á gífurlega miklum skipa- kosti að halda. Það er ekki að ástæðulausú, að ráðherra her- fluthinganna, Leathers lávarð- ur, fylgir Churchill á fundi leiðtoganna. Hlutverk hans er að hafa upp á öllum þeim skipa- kosti, sem nauðsynlegur er til þess að framkvæma áætlanir bandamanna. Honum mun ekki mistakast, en það verður aldrei of mikið af kaupskipum og skip um handa landgönguliðinu. í Norðurhöfum innikróar heima- flotinn brezki ofansjávarher- skip Þjóðverja. Þar sem ítalski flotinn er úr sögunni, hafa Bret- ar nú öll yfirráð á Miðjarðar- hafi og jafnvel Adriahafi og Eyjahafi. Athyglin tekur að beinast að hinum fjarlægari Austurlöndum. Einn þáttur baráttunnar við Japana er að koma aftur á samgöngum á sjó til Kína, og það er án efa eitt af aðalhlutverkum Louis Mount- battens. Til þess þarf hann að fá aukinn skipakost. Bretar hafa enga ástæðu til þess að vera óánægðir með að- stöðuna nú. Erfiðleikarnir með ýmis sambandsríki Hitlers og hinn breytti tónn í ýmsum hlutlausum þjóðum gagnvart ! bandamönnum og Þjóðverjum, talar sínu máli og sýnir, hvað- an vindurinn blæs. Finnland vill losna út úr stríðinu, Rú- menía og Ungverjaland deila. Kvittur er kominn upp um borg arastyrjöld í Búlgaríu. Því er hvíslað í Evrópu og hvergi á- kafar en í Þýzkalandi, að Hitler muni bíða ósigur og þrátc fyrir allt muni bandamenn sigra. En Hitler á vin enn þá, ekki merki- legan vin, en þó vin sarnt sem áður. Mússólíni hefir endur- nýjað sáttmála hins „ítaiska lýðveldis11 við Þýzkaland og Japan. En árangurinn hefir ekki orðið ákjósanlegur fyrir þá. Tojo hershöfðingi bað fyr- irliða sína að „athuga hina al- varlegu aðstöðu11, og aðalblað nazísta, „Völkischer Beobacht- er“, skrifaði: „Almenningur ósk ar eftir friði, hvað sem hann kostár. Yfirstéttirnar bíða að- eins eftir endalokunum." Þegar her Napóleons hafði reist herbúðir sínar við Bou- logne, hrópaði hann: „Fáið okk- ur yfirráðin yfir Ermarsundi í sex klukkustundir, og við mun- um verða drottnarar alls heims ins.‘“ Þessar sex klukkustundir voru aldrei látnar í té, en stæri lætið í orðum hans var ekki út í bláinn, því herinn, sem hætti við fyrirætlun sína, lagði af stað og sigraði Austurríki, Prúss land og Rússland við Auster- litz, Jena, Ulm og Friedland, fjóra af hinum glæsilegustu sigrum, sem um getur í verald- arsögunni. Og aftur hefir til- vonandi alræðisherra mistekizt að ná yfirráðum yfir Ermar- sundi, og í þetta sinn var það að þakka flugmönnunum, sem börðust í orrustunni um Bret- land. Þegar Napóleon ógnaði Bretum, var íbúatala Bretlands eyja aðeins helmingur á við Frakka, konungurinn hálfbrjál- aður, ráðuneyti, sem logaði í innbyrðisdeilum, einn leiðtog- inn kom eftir annan og ósam- komulag var í þinginu. Nú, þeg ar Bretar eiga í höggi við miklu minni mann, Hitler, telur ALÞYÐUBLAÐIÐ_______ ______ Þriðjudagur 25. janúar 1944. Leikfélag templara: Tárin efiir Pál J. írdal. EINN ÞÁTTURINN í hátíða- höldum góðtemplara hér í bæ í tilefni sextugsafmælis félagsskapar þeirrar var sýn- ing sjónleikjarins Tárin eftir Pál J. Árdal undir stjórn frú Önnu Guðmundsdóttur. Var þessi þáttur næst vel til fund- inn, því að óneitanlega hefir góðtemplarareglan lagt nokkra rækt við þróun leiklistar hér á landi, einkum þó í upphafi starf- semi sinnar. Tárin voru sýnd á vegum hins nýstofnaða Leikfé- lags templara, og er þetta fyrsta leikrit, sem félag það ’hefir tek- ið til meðferðar á opinberu færi. Tárin er fjarri því að vera stórbrotið leikrit, óg skáldskap- argildi þess er engan veginp mikið. Það, sem ber leikritið uppi, er áróðurskenndur boð- skapur höfundarins gegn á- fengisnautn og verður að segja það eins og er, að svart eru myndirnar málaðar.Drykkju- skapurinn er engan veginn þreyttur með aðgát. Þetta er gamla sagan um glötuð auðæfi, glataða hamingju og glataðan sóma vegna ofnautnar áfengra drykkja. Það er sagan um sorg og böl eiginkonu og barns drykkjumannsins. En þegar neyðin er stærst er hjálpin nærst. Hinn glataði sonur snýr frá villu síns vegar, þegar klukkan er langt gengin tólf, og leiknum lýkur með fyrirheiti um nýtt og betra líf. En þrátt fyrir það, þótt Tárin séu áróð- ursleikrit af fyrstu skúffu, er margt gott um leikinn að segja. Páll J. Árdal var gæddur góðri kímnigáfu, og hennar gætir í Tárunum sem öðrum leíkritum hans. Ýmsar persón- ur leiksins — einkum auka- persónur — eru vel úr garði höfundarins gerðar. Meðferð efnisins er að mörgu leyti at- hyglisverðari en efnisvalið sjálft. Og vissulega er þeirri kvöldstund vel varið, sem fer til þess að sjá leikrit þetta. Jón Alexandersson sem Grím- ur verzlunarþjónn. Hér verður ekki tilraun gerð til þess að dæma leik hvers leikanda um sig. Leikurinn bar óneitanlega mjög svip þess, að leikendurnir, nema frú Anna Guðmundsdóttir, eru viðvan- ingar í listinni. En þegar alls er gætt mun óhætt að segja að leiksýning þessi hafi tekizt vel. Kristjana Benediktsdóttir sem Sveita-Solla. Hér er um áhugafólk að ræða, sem fæst hefir stígið á leiksvið fyrri og því ekki heimavant þar að hætti þjálfaðra leikenda. Einkum leysti kvenfólkið hlut- verk sín vel af höndum. Anna Guðmundsd., sem lék Þóru, Sig- þrúður Pétursdóttir, sem lék Björg fóstru hennar og Kristj- ana Benediktsdóttir, sem lék Sveita-Sollu, gerðu allar hlut- verkum sínum dágóð skil. Af karlmönnunum kvað mest að þeim Gissuri Pálssyni, sem lék Helga kaupmann, og Jóni Al- exanderssyni, sem lék Grím verzlunarþjón. Minni hlutverk voru leikin af þeim Kristni Á. Eiríkssyni, Ágústi Fr. Guð- mundssyni, Þórhalli Björnssyni og Einari Björnssyni. Ingibjörg Þ. Stephensen, sem lék Aðal- heiði litlu, dóttur þeirra Þóru og Helga, gerði hlutverki sínu ágæt skil og má mikið vera, ef sú telpa á ekki eftir að koma á leiksvið oftar. Samleikur þeirra Önnu Guðm. mun mörg- um minnisstæður, er sáu. Það er vel farið, að félags- skapur, eins og góðtemplara- reglan sýni leiklistinni nokkra rækt. Eg held, að Leikfélagi templara væri óhætt að ráðast í sýningu fleiri leikrita áður en langt um liði op mætti það þá gjarna velja sér veigameira verkefni en „Tárin“ eru. Hins vegar má félagið vel una þeim árangri, er það náði með sýn- ingu þeirra, og á sextugsafmæli reglunnar átti þetta leikrit vel við. Eg er þeirrar skoðunar, að með hliðsjón af boðun góð- templara sé það jafnvel væn- legra til árangurs að sýna slíkt leikrit en þótt margar og langar bindindisræður séu fluttar, þótt góðar séu. Starf- semi eins og sýning ,,Táranna“ er jákvætt starf og horfir til heilla fyrir félagsskapinn, enda þótt það kosti það, að ágætur fjármálaritari stærstu stúku bæjarins dragi innan af sér 10 flöskur af víni og virðulegir æðstu templarar skáli á al- mannafæri. Tárin verða sýnd annað kvöld vegna fjölmargra á- skorana. Eg efast ekki um það, að sýning sú verði fjölsótt og að Leikfélagi templara sé ó- hættað færa út kvíarnar í framtíðinni. H. S. þess að ráðast að utanríkisráðherra á hinn flónskulegasta og ógeðs- legasta hátt. Fyrir það, að ráðherr- ann gegnir skyldu sinni ;vegna fréttaflutnings, sem varðar við lög, um viðkvæmt utanríkismál, notar ritstjóri Morgunblaðsins aðstöðu sína til þess að skrifa um hann persónulegar svívirðingar. Slík framltoma sem þessi er langt fyrir neðan almennt velsæmi, Löggjaf- inn hefir með hinum ströngu lagaákvæðum sett skorður við því, að menn geti opintaerlega farið með utanríkismál landsins eftir því sem hverjum einum gott þykir. En persóna þess ráðherra, sem fer með þessi viðkvæmu mál, hefir enga slíka vernd, jafnvel ekki er hann gegnir embættisskyldu sinni. Hvað blaðamenn telja sér sæm- andi undir kringumstæðum sem þessutn, er hinsvegar góður mæli- kvarði á menningu þeirra.“ Þessi áminning Vísis til sam- flokksblaðs síns er vissulega ekki að ástæðulausu fram kom- in.Ætti að mega vænta þess, að Mbl. sýndí meiri háttvísi fram- vegis undir slíkum kringum- stæðum og hér er um að ræða. HANNES Á HORNINU Frh. af 5. sí&u. því, að ég las nýlega þrjár smá- sögur eftir Leo Tolstoy, sem birt- ust í þremur jólablöðum. Jóla- blaði Alþýðublaðsins, Tímans og Heimilisblaðs Jóns Helgasonar, Lýsir þetta glöggt hvað Tolstoy er móðins ennþá, þó að hann sé fyrir löngu látinn. Sögur hans eiga er- indi til allra, þær eru einfaldar, en þó þrungnar af speki.“ „S í HORNINU“ skrifar: „Á op- inberum fujndi í Iðnaðarmanna- húsinu fyrra sunnudag skeði þetta: Þegár ég hafði keypt mér aðgöngu miða að fundinum, gekk ég ásamt 2 öðrum konum fram hjá frú einni, sem stóð í anddyrinu og virtist vera í töluvert æstu skapi, enda mun hún hafa verið ósam- mála þeim mönnum, sem að fund- inum stóðu. Hún kallaði til okk- ar, um leið og við gengum fram hjá henni: „skriðdýrsháttur." — Á fundinum lá við upphlaupi, þegar 3 ósiðaðir unglingar hófu óp að einum ræðumanninum, ruddust fram að ræðupalli og einn þeirra kallaði nafn Quislings til hans. Mér var sagt að þessi ungi maður væri sonur framangreindrar frúar. Ég tel framkomu þessara mæðgina freklega ókurteisi, sem ber að víta opinberlega og geri það hér með.“ ENNFREMUR skrifar sami bréf- ritari: „Viðskiptavinir verzlana hafa oft kvartað yfir því, að af- greiðslustúlkur taki erlenda setu- liðsmenn fram yfir íslendinga, þegar um afgreiðslu er að ræða. Ég hefi veitt þessu atriði sérstaka athygli, og því miður virðist það víða vera svo, að hlutur íslenzkra viðskiptavina er fyrir borð bor- inn. Á þetta einkum við í smærri verzlunum. Það er einnig mjög algengt, að hinn íslenzki við- skiptavinur bíður , meðan af- greiðslustúlkan og hermaðurinn ræða einkamál sín, ákveða stefnu- mót o. þ. h. Ekki er það sjaldgæft að heyra samræðuna enda með: „I will see you later.“ „ÞESSI SIÐUR virðist vera sér- rétttindi herklæddra útlendinga, því ekki minnizt ég þess, að hafa séð íslenzka karlmenn hanga yfir afgreiðslustúlkum í verzlunum. Eigendur verzlana ættu að banma þessi einkasamskipti afgreiðslu- stúlknanna og hermannanna á vinnustað. Það er mjög særandi fyrir þá viðskiptavini, sem telja veg íslenzku Iþjóðarinnar hafa vaxið lítið við kynni íslenzkra stúlkna og erlendra hermanna al- mennt, að neyðast til að vera sjón- ar- og heyrnarvottar að því, sem víða á sér stað, á meðan beðið er eftir afgreiðslu. Líklegt þykir mér, að þeir reyni eftir mætti að snið- ganga þær verzlanir, bæði nú og framvegis, sem láta slíkt við- gangast.1 Brezka samveldið fjögur hundr uð og sextíu milljónir þegna, konungsstóllinn er verndaður af þegpunum, sem allir hafa mætur á konungnum, sem gef- ur þjóðinni gott fordæmi, rík- isstjórnin er samhent, þingið snýr sér óskipt að því að leysa stríðsvandamálin og einn leið- togi kjörinn í einu hljóði. Þeg- ar við þetta bætist dugnaður þjóðarinnar, þá eru komin þau atriði, sem munu leiða hana til sigurs. HVAÐ segja hin blöðin? Frh. af 4. síðu. skætingur sá, er Mbl. var með á sunnudaginn í garð utanríkis- ráðherra en hin ótímabæra birting blaðsins á fregninni sjálfri. Um það farast Vísi orð á þessa leið: „Nú héfir mál þetta fyrir nokk- urum dlögum verið gert opinbert af utanríkisráðuneytinu og birt í öllum blöðum. En þá skeður það furðulega, að ritstjóri Morgun- blaðsins notar þetta tœkifæri til

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.