Alþýðublaðið - 25.01.1944, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 25.01.1944, Blaðsíða 3
iÞríðjudagm- 25. jánuar 1944. _____ALÞYÐUBLAÐiÐ 50 þúsund hermenn úr 5. hernum hafa nú gengið á Pær eiga um 4® km. eftir éfarrsa tii foergar- innar. Mótspyraa. ÞJéðverJa er Biarónagicfi. TALIÐ ER, samkvæmt síðustu fregnum frá aðalbækistöðv- um bandamanna á Ítalíu, að iþeim liafi nú tekizt að skipa á land um 50 þúsund manna her, brezkum og amerískum, suður af Róm. Berst þeim stöðugt liðsauki og hafa nú sótt um 7 km. á land upp, en verða fyrir litlu viðnámi Þjóðverja. Mun það vera Kesselring marskálkur, sem stjórnar þýzka hernum á þessum hvað Rommel hefst að. 3 Eisenhower og Clark. Á myndinni sjást iþeir Eisenhower og Clark, sem hafa átt mikinn þátt í undir.búningi landgöngunnar suður af Róm. Clark stjóm- 6 ar 5. hernum, en Eisenhower hefir nú bækistöð í Bretlandi, en þaðan mun hann stjórna innrásinni að vestan. Rússar filkynna töku borganna Push- kin og Pavlovsk suður af. Leningrad B nóv. fengu Rússar S0®.0®0 smálesfir af láns- og leigulagavörum frá Bandaríkjunum. NÝRRI dagskipan, sem Stalin gaf út í gær, var til- -®- kynnt að Þjóðverjar hefðu verið hraktir úr tveimur borgum, er hafa mikla hernaðarþýðingu. Borgir þessar heita Pushkin og Pavlovsk og eru skammt suður af Leningrad. Yfirleytt virðist sókn Rússa á norðurvígstöðvunum fara æ Sharðníandi,. Oijrustuskijpið „Októberbyltmgin“, sem er á Finnlandsflóa, hefir aðstoðað landherinn með skothríð úr hinum stóru fallbyssum sínum. „Með lögum skal land byggja." EKICI ALLS FYRIR LÖNGU voru fimm norskir gislar tekni af lífi. Var þeim gefið að sök að hafa vitað um og stuðlað að því; að slys varð á járnbraut skammt frá Oslo-, þar sem nokkrir Þjóðverjar fórust. Ekki hefir þó enn sannast að neinu leyti, svo vitað sé, að þessir menn hafi á nokkurn hátt verið við þetta riðnir. En atburður þessi vakti hinn mesta viðbjóð allra siðaðra Norðurlanda- . búa og raunar víðar um heim, enda þótt þetta. sé ekkert nýtt fyrirbrigði í ofbeldis- stefnu nazista. Aftökur gisla hefir Þjóðverjum þótt sjálf- sag'ður hlutur í styrjaldar- rekstri sínum, en hafa ein- róma verið fordæmdar þar sem frjáls hugsun má sín nokkurs. MORSKU N AZIST ARNIR jþurftu að reyna að afsaka þennan glæp, en gerðu það á hinn óskynsamlegasta og aulalegasta hátt, sem virðist þeim svo hjartfólginn. Blaðið .5jNationen“, sem að sjálf- sögðu er undir handarjaðri quislingsleppanna birtir grein um morðið á þessum fimm Norðmönnum undir fyrirsögn inni „Gunnar frá Hlíðar- enda“, sem á að veita glæpa- verkum þessum og öðrum svipuðum einhvers konar lög heimild. Blaðið skrifar á þessa leið, í lauslegri þýð- ingu: „Ábyrgðin, samkvæmt norrænum rétti hefir sums staðar komið fram í Njáls- sögu. Á alþingi var rætt um; hver ætti mesta sök, sá, er drýgði glæp, eða sá, er hvatti til hans. Slíkt mál var lagt fyrir alþingi árið 1000 og var á hendur Gunnari á Hlíðarenda. Alþingi kvað upp úr um það, að sá, ■—- 1 er verður fyrir hnjaski, eigi mikinn rétt á hend- ur öllum, en þó mestan á hendur þeim, er stendur að baki glæpaverkinu og hvetur aðra til þess. — Mörgum í Noregi hefir orðið hverft við aftöku hinna fimm manna, eftir spellvirkið á járnbraut- inni. Vér skírskotum til sög- unnar. Þeir; sem beinlínis eru sefcir, hafa ekki fundizt, en þeir, sem stóðu að baki þeirra, hafa náðzt. Þetta getur virzt harðneskjulegt, en stríð er stríð.“ — fSVO MÖRG VORU ÞAU ORÐ Þau varpa skæru ljósi yfir réttlætisvitund þeirra leigu- þýja, sem nú virðast fjalla um lög og rétt með þessari bræðraþjóð vorri. Manni kemur fátt á óvart, er á rót sína að rekja til handbenda Himmlers, en þetta eru sem sé norskir lærisveinar þeirra, er þannig hugsa, og leyfá sér að skírskota til norræns drengskapar og réttarvitund ar, þessir menn, sem með skipulagsbundnum hætti hafa reynt að drepa allt það, er teljast mætti til fyrr- nefndra eiginleika. Frh. á 7. síðu. slóðum, en ekki er kunnugt um, Loflárásir á Vestur- Þýzkaland og Norður- Frakkland í gær. TO> RESKA flotamálaráðu- neytið tilkynnti í gær, að stórir hópar amerískra sprengju flugvéla, nutu fylgdar Thund- erbolt-, Mustang- Lightning- og Spitfire-flugvéla hefðu ráðist á staði á V.-Þýzkalandi, en ekki var nánar tiltekið, hvar árás- irnar hefðu verið gerðar. Þá réðust sprengjuflugvélar af meðalstærð, einkum svo- nefndar Marauder-vélar á ýmsa staði á Frakklandsströndum. — Aðrar flugvélar fóru til árása á N.-Frakkland. Ein brezk or- ustuflugvél skaut í gær niður þrjár þýzkar. Loflárás á Kuril-eyjar. ._j— LUGVÉLAR frá amerísk- um flugvélaskipum hafa gert harða árás á japanska bæki stöð á Kurileyjum, norður af Japan. Talið er, að sumar flug- vélarnar hafi þó komið frá stöðvum á Aleutaeýjum. Jap- anar veittu ekkert viðnám og allar flugvélarnar sneru heilar aftur til stöðva sinna. Var þetta ein mesta loftárásin á japansk ar eyjar á þessum slóðum. * ■ t Búlgarska sfjórnin skipuleggur SS-Sögreglusveitir B ÚLGARSKA stjórnin hefir nú gripið til þess ráðs að koma upp herlögreglu, sem skipulögð er á svipaðan hátt og hinar þýzku SS-sveitir. Nýliðar í þessar lögreglusveitir eru teknir úr hernum, bæði hinum reglulegu sveitum og úr sjálf- boðasveitum. Þetta nýja búlgarska lið mun eiga að halda almenningi í skefjum og öflum, sem fjand- samleg eru ríkinu. Meðal bandamanna er litið svo á, að þetta sé örvæntingarfull til- raun til þess að kæfa sívaxandi mótþróa þjóðarinnar gegn stjórn Frh. á 7. cíðu. ' í Rómaborg má nú heyra skotdrunurnar frá stórskotaliði 5. hersins, sem er nú um 40 km. frá Rómaborg. Sækja bandamenn fram á breiðu svæði en Þjóðverjar eru nú • fyrst farnir að veita öflugt viðnám. Er ekki annað að sjá en land- gariga bandamanna við Anzio og Nettuno á laugardagsmorgun, hafi komið Þjóðverjum alger- lega á óvart. Er síðast fréttist, gekk greiðlega að skipa á land hergöngnum og vistum banda- manna. Borgin Nettuno og um- hverfi hennar en nú örugglega á valdi bandamanna. Til marks um það, hversu ó- viðbúnir Þjóðverjar hafi verið, er þess getið í Lundúnafréttum, að aðeins ein herdeild (batta- lion) hafi verið til varnar, en af henni hafi einn herflokkur (company) verið tekinn hönd- um. Flugher _ bandamanna veitti þeim hina mikilvægustu aðstoð með sífelldum árásum á stöðvar Þjóðverja að baki víglínunni. Allmargar þýzkar flugvélar reyndu að ráðast á skipalest bandamanna við Korsiku, en 8 þeirra voru skotn ar niður, án þess að tækizt að heftá för skipalestarinnar. Ilermálafræðingar telja, að aðstaða Þjóðverja verði mikl- um mun örðugri, er herir þeirra á Garigliano-stöðvunum eigi nú í vök að verjast, þar sem þeir eru í úlfakreppu milli herja bandamanna á Suður-Ítalíu og landgönguhersveitanna að norðan, sér í lagi ef þeim tekst að rjúfa sambandið milli hinna þýzku herja. Eru nú um 110 km. milli herja bandamanna á Norður- og Suður-Ítalíu. Þrátt fyrir undanhald Banda ríkjamanna við Rapido-ána, hefir þetta reynzt Þjóðverjum dýrkeyptur stundarsigur. Bandaríkjamenn náðu aftur á sitt vald öllu því svæði, er þeir höfðu látið af hendi, svo að segja jafnskjótt og þeim hafði borizt vistir og skotfæri. Fregnin um landgöngu banda manna suður af Róm, var birt þýzku þjóðinni 28 klst. eftir að hún átti sér stað. Þá létu for- mælendur þýzku stjórnarinnar í veðri vaka, að Þjóðverjum hefði ekki komið hún á óvart. Var sagt, að bandamenn hefðu brot- izt á land eftir harða bardaga, en verið væri að gera viðeig- andi ráðstafanir, en ekki væri tímabært að ræða málið frek- ar. Borgirnar Pushkin og Pavl- ovks eru um eða innan við 25 km. suður af Leningrad og eru mikilvægir hlekkir í varnar belti Þjóðverja umhverfis borg- ina. Fjórir, geysiöflugir herir Rússa sækja nú fram af mikilli harðfengi og virðist markmið þeirra, að því er fregnritarar telja, að hrekja Þjóðverja alla leið vestur fyrir Peipus-vatn í Estlandi, á öllu svæðinu frá Leningrad til Novgorod. Fyrir norðvestan Novgorod hafa Rússar tekið allmörg varn arvirki Þjóðverja og valdið miklu manntjóni í liði þeirra. Á þessum vígstöðvum einum hafa Þjóðverjar misst um 60 þús. menn undanfarna 10 daga. í Hvíta-Rússlandi verður Rúss- um vel ágengt og eru á einum stað, sem heitir Rudnia, komn- ir fast að pólsku landamærun- um. Blaðið „Pravda“ birtir í gær, ásamt öðrum dagblöðum Moskvu, tölur um hjálp Banda- ríkjamanna við Rússa. í nóvem- ber s. 1. bárust Rússum 500.000 smálestir af ýmsum vörum, samkvæmt ákvæðum láns- og leigulaganna. Af láns- og leigu- lagavörum Bandaríkjanna á þessum tíma, fengu Bretar 60% Rússar 38%, en afgangurinn var sendur til Norður- og Vest- ur-Afríku. Edvard Munch látinn ____ U REMSTI málari Norð- *- manna og einn kunn- asti málari Norðurlanda, EdVard Mundh, lézt að heimili sínu, skammt frá Oslo í fyrradag, rúmlega átt ræður að aldri. Með honum er hniginn í valinn afburða listamaður, sem láta' mun eftir sig djúp spor í menn- ingarlífi þjóðar sinnar. Edvard Munch er fæddur í smáþorpi, skammt norður af Oslo, hinn 12. desember 1863, og varð hann því áttræður í síðastliðnum mánuði. Um hann hefir verið sagt, að hann væri fyrsti norski listmálarinn, sem hefði getið sér heimsfrægðar. Verk hans má nú sjá á listasöfn Frh. á 7. síðu. Frh. á 7. síðu.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.