Alþýðublaðið - 03.02.1944, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 03.02.1944, Blaðsíða 2
2 ALÞYÐUBLAÐIO Fimmtudagpur 3. fehrúar 1944. Öryggið á sjónum: Furðulegar upplýsingar við umræður á alþingi Mastörf skipaskoðunarstjóra, fjórðungs- effiriitsmenn, sem voru skipaðir í janúar, en átti að skipa fyrir mörgum árum! UMRÆÐUR héldu áfram á alþingi í gær um tillögu AI- þýðuflokksmanna um öryggið á sjónum. Upplýstist ýmislegt vtið þessar umræður, sem sýnir vanrækslu og sleifarlag í þessum máliun. Að gefnu tilefni frá Finni Jónssyni um aukastörf skipa- skoðunarstjóra^ og sem skýrt var frá hér í blaðinu í gær, upplýsti Vilhjálmur Þór atvinnumálaráðherra, að skipaskoð- unarstjóri gegndi enn störfum fyrir Eimskipafélag Islands. f ræðu Finns Jónssonar, sem hann flutti á alþingi í fyrra- dag, gerði hann að umtalsefni lögin frá 1938 og reglugerð frá 1922s sem hefði átt að vera húið að endurskoða fyrir 1938. Upplýstist það í umræðunum í gær, að fjórðungseft- irlitsmenn, sem átti að skipa samkvæmt lögunum frá 1938, hefðu ekki verið skipaðir fyrr en í síðastliðnum janúar- mánuði! • • • • Þá upplýstist einnig að enn hefði engin endurskoðun farið fram á reglugerðinni frá 1922! Sýnir þetta hversu mjög hefir verið vanrækt að fara með þessi þýðingarmiklu mál eins og vera her. Má segja að margt ófagurt hafi komið í ljós við þær umræður, sem farið hafa fram undanfarið um öryggið á sjónum. «1 Söma kjör fyrir skóla- meistara og kennara Menntaskólanna í Rvík og á Akureyri a ■ Oryggismál sjómanna rædd á fundi Fiskifé- lagsþingsins í gær Nefnd kosin í málið Jj INGMENNúr öllum flokkum þingsins flytja frumvarp á alþingi um breyt ingu á lögunum um Mennta- skóla á Akureyri. Fjallar það um fjölda kennslustunda, skólameistara og kennara við skólann, og mælir svo fyrir, að í því efni skuli á hverjum tíma farið eftir reglugerð fyrir Menntaskóla í Reykjavík. í greinargerðinni segja flutn- ingsmenn: „Frumvarp það, er hér liggur fyrir, er fram komið vegna mis- munar, er nú á sér stað, á kjör- um kennara við menntaskólana í Reykjavík og á Akureyri. Samkvæmt lögum frá 19. maí 1930, um Menntaskóla á Akur- eyri, ber kennurum þar að inna af bendi 26 stunda kennslu á viku, er lækka má niður í 22 stundir, ef um mikla heima- vinnu er að ræða vegna skrif- legra verkefna. Hins vegar er svo á kveðið í reglugerð fyrir Menntaskólann í Reykjavík frá 8. febr. 1937, 63. gr., að kenn- arar þar skuli kenna 24 stundir á viku með þriggja til fimm stunda afslætti vegna heima- vinnu. Yfirkennarar, þ. e. þeir, er gegnt hafa kennslu í 16 ár, skulu þó eigi skyldir að kenna meir en 22 stundir vikulega og yfirkennarar komnir yfir sex- tugt ^20 stundir. Er þessi mis- munandi ákvæði voru sett um vinnuskyldu kennaranna á Ak- ureyri og í Reykjavík, hagaði svo til, að kennslutíminn árlega Frh. á 7. síðu. P ISKIFÉLAGSÞINGIÐ hefur nú haldið fjóra fundi og hefur þegar tekið allmörg mál til meðferðar og skipað í þau nefndir. Á fundinum í gær voru ör- yggismál sjómanna, fyrsta mál á dagskrá. Hafði Þorvarður Björns'son hafnsögumaður, fram sögu í málinu, og flutti mjög skýrt og fróðlegt erindi um ör-y yggi sjómanna. Yfirleitt hnigu allar umræð- ur í þá átt, að tafarlaust yrði að endurbæta öryggismálalöggjöf- ina og framfylgja henni út í yztu æsar, og sjá svo um, að eftirlit og skoðun skipa yrði sem fullkomnust, og að aukinn yrði björgunarútbúnaður lands manna. Þingið skipaði þriggja manna nefnd til' að athuga gaumgæfi- lega öryggismál sjómanna, og semja álit og tillögur um þau efni. í nefndinni eru: Þorvarður. Björnsson, Arngrímur Fr. Bjarnason og Helgi Pálsson. í dag fellur þingfundur nið- ur vegna minningarathafnar- innar. Upplýsingastöð Þingstúku Reykjavíkur um bind indismál, er opin í kvöld kl. 6—8 í Góðtemplarahúsinu. Óffur Eggerts Síefánssonar til ársins 1944, sem söngvarinn flutti í útvarpið á nýjársdag, er kominn út á forlagi Víkingsútgáf- unnar. Skemmtisvæðið í Laugadal: SJálfsagt að heffast handa, sem allra fyrst. Álit og tillögur nefodar, sem bæjaiv stjórn fól að athuga málið. NEFND, sem bæjarstjórn Reykjavíkur fól að athuga og gera endanlegar tillögur um skipulagningu á væntan- legu íþrótta- og skemmtisvæði Reykjavíkur í Laugadal hef- ur nú lokið störfum og afhent bæjarráði álit sitt. í nefnd hessari áttu sæti Ben. G. Waaee, forseti í. S. í.. Jens Guðbjörnsson, formaður Glímufélagsins Ármanns, Erlingur Páls- son, yfirlöregluþjónn, Gunnar Þorsteinsson, bæjarfulltrúi og Sig- mundur Halldórsson, arkitekt. Nefndin leggur eindregið til við bæjarráð og bæjarstjórn að hafizt verði handa hið allra bráðasta um að koma upp þessu skemmtisvæði í Laugadal og að veitt verði nægilegt fé á fjár- hagsáætlun bæjarins á næstu ár um til þess að hægt verði að vinna að þessu mikla og glæsi- lega mannvirki óslitið, eftir að byrjað hefir verið á því. Álit nefndarinnar fer í heild hér á eftir. „Samkvæmt ályktun bæjar- stjórnar Reykjavíkur frá 19. ágúst s.l., hefur undirrituð nefnd haldið nokkra fundi í því skyni, að gera endanlegar til- lögur um skipulagningu á vænt anlegu íþrótta- og skemmti- svæði Reykjavíkur í svonefnd- um Laugadal og næsta ná- grenni hans. Með nefndinni hefur nú, sem áður, starfað íþróttaráðunautur bæjarjns, hr. Benedikt Jakobs- son. Hefur hann unnið að skipu lagningu svæðisins með nefnd- inni og látið nefndinni í té marg víslegar upplýsingar og mikils- verða aðstoð. Til skilnings- og skýringar- auka á tillögum nefndarinnar hefur hún látið gera sérstakan uppdrátt af Laugadalnum, teiknaðan í mæiikvarða 1:2000, og teiknað inn á þann uppdrátt tillögur nefndarinnar til skipu- lagningar á svæðinu og staðsett á hann þau íþróttasvæði, bygg- ingar og önnur mannvirki, sem nefndin gerir tillögur um að komið verði upp á nefndu svæði í framtíðinni. Til skýringar uppdrættinum og þeim tillögum til skipulagn- ingar og hagnýtingar landsvæð- isins í einstökum atriðum, sem felast í uppdrættinum vill nefndin taka fram eftirfarandi: Við staðsetningu á stærri mannvirkjum svo sem leik- vangi, sundlaug og tennishöll, varð að taka fyrst og fremst til- lit til jarðlags. M. a. af þessum sökum hefur nefndin staðsett þessi mannvirki á vesturhluta svæðisins, en á því er yfirleitt grynnra niður á fast en á aust- ur, en þó einkum miðhluta svæðisins, sem nefndin ætlast til að verði hagnýtt eingöngu eða aðallega sem skemmti- og hvíldarsvæði fyrir borgarbúa. — Vesturhluta svæðisins legg- ur nefndin hins vegar til að verði hagnýtur aðallega sem í- þróttasvæði. — 1. Stærsta og veglegasta í- þróttamannvirkið telur nefndin að eigi að verða fullkominn ný- tízku leikvangur í hæfilegum stærðarmælikvarða miðað við það að á honum geti farið fram keppni í velflestum íþróttum á alþjóðamælikvarða. Eins og uppdrátturinn ber með sér, er hann staðsettur á miðju vestursvæðinu og snýr til norðurs og suðurs. Er þárna tiltölulega grunnt niður á fast, aðeins 2—-3 m. Knattspyrnuvöllurinn er 105 )<; 70 m., hlaupabrautin á að vera 400 m. að lengd samkv. til- lögum nefndarinnar. Beggja megin knattspyrnu- vallarins er komið fyrir at- rennubrautum fyrir hástökk, langstökk, stangarstökk og þrí- stökk. Loks eru kastbrautir á hálfmánasvæðum þeim, sem. myndast innan „skeifunnar“. Með þessu fyrirkomulagi hag nýtist bezt landsvæði sjálfs leikvangsins, auk þess, sem á- horfendur hafa ákjósanleg skil- yrði til að fylgjast með leikum og keppni, þar sem áhorfenda- svæðið myndar sporöskjulag- aða braut í hring um leikvang- inn. Með þessu fyrirkomulagi verður áhorfendasvæðið einnig rúmbetra en ella og er gert ráð fyrir að svæðið geti rúmað allt að 12 þúsund áhorfendur ef það yrði allt hagnýtt. 2. Sundlaugin er staðsett skammt norður af leikvangin- um en þó í hæfilegri fjarlægð frá honum þannig, að hvort- tveggja, — leikvangur og sund- laug — geti orðið notuð til keppni án truflunar frá hinu. Við teljum brýna þörf á að byggð verði fyrirmyndar og fullkomin úti-sundlaug á al- þjóðamælikvarða, þar sem keppni getur farið fram í sundi, dýfingum og sundknattleik. Jafnframt yrði slík sundfaug að sjálfsögðu æfingar- og kennslu- laug fyrir borgarbúa eða megin þorra þeirra. Við teljum að slík laug yrði að vera 60 X 22 m. að stærð, og dýpi hennar 4,65 m.—60 cm. I grynnri enda laugarinnar yrði sjálfstæð kennslulaug að stærð 10 X 22 m. og dýpi þar aðeins Frh. á 7. síðu Alpýðiiflohhsfélagsfundiir: Ástandið I pjððlif- inn, erindi 6ylfa Þ. fiíslasonar. Kosningar í fnlitrúaráð flokksins. A LÞÝÐUFLOKKSFÉLAG ™ REYKJAVÍKUR heldur almennan félagsfund í kvöld kvöld kl. 8.30 í Iðnó uppi. Á fundinum flytur Gylfi Þ. Gíslason dósent, erindi, sem gera má ráð fyrir að vekja muni mikla forvitni, og flokks- menn almennt muni vilja hlusta á. Erindi sitt nefnir Gylfi: Á- standið í þjóðlífinu“ og mun hann koma víða við í ræðu sinni. — Þá fara fram á fund- inum kosningar á 8 viðbótar- fulltrúum í fulltrúaráð Alþýðu- flokksins. Enn fremur verða til umræðu félagsmál og auk þess önnur mál, sem upp kunna að verða borin. Er fastlega skorað á féJags- fólk að fjölsækja fundinn. MiDnin garathðf nin Dm iiina iátnn sjð- menn fer fram í dag. Minningarathöfnin úm skipverjana sem fór- ust með togaranum Max Pemberton fer fram í dag og hefst í dómkirkjunni klukk- an 13.30. . . Séra Bjami Jónsson vígslu- biskup flytur minningarræð- una og framkvæmir athöfn- ina. Aðstandendum hinna látnu sjómanna er ætlað sérstakt rúm í kirkjunni. Fjöldi stórra fyrirtækja í hænum hefur lokað í dag vegna þessarar minningarat- hafnar. Aðalfnndar Dagsbránar: Ahveðið að skrífa sögo félagsins Reg ar gað verðnr 40 ðra. Uppkast stjórnarinnar að samningnm við atvinnurek- enðnr sampykkt. /fc ÐALFUNDUR Verka- mannafélagsins Dagsbrún var haldinn á mánudagskvöld. Samkvæmt skýrslu stjómar- innar var félagatalan um ára- mótin 2980 félagar. Nettó ágóði félagsins á árinu varð kr. 43 816,03, en eignir fé- lagsins námu kr. 241 155,72. Eignaaukning félagsins árin 1942 og 1943 varð kr. 88 356,06. Greiddur skattur til Albýðu- sambands íslands árið 1943 var kr. 22 110,95. Greiddir styrkir til bágstaddra félagsmanna kr, 9050,00. | Stjórn Dasgbrúnar 1944 varð sjálfkjörin eins og hér segir: Sigurður Guðnason formað- ur, Hannes Stephensen vara- formaður, Jón Agnarsson ritari, Árni Kristjánsson gjaldkeri, Eðvarð Sigurðsson fjármálarit- ari. Varastjórn: Erlendur Ólafs- son, Ástþór B. Jónsson, Gunn- ar Daníelsson. Á aðalfundinum voru gerðar ýmsar samþykktir og meðal annars: „Aðalfundur Dagsbrúnar 1944 samþykkir tillögur stjórnarinn- ar sem grundvöll að uppkasti nýrra samninga við atvinnurek- endur.“ „Aðalfundur Dagsbrúnar 1944 felur stjórninni að láta semja ágrip af sögu Dagsbrúnar í til- efni af 40 ára afmæli félagsins árið 1946 og safna myndum af stofnendum þess og öðrum þeim félagsmönnum, er mest hafa komið við sögu félagsins, ásamt öðrum helztu unplýsing- urp um þá. Fundurinn sam- þykkir að heimila stjórninni að greiða í þessu slcyni allt að kr. 1500,00.“ Þá var og samþykkt að árs- gjald skuli haldast óbreytt. Skrifstofur stjórnarráffsins verða lokaðar frá hádegi í dag vegna minningarathafnar um þá, er fórust með b/v Max Pemberton.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.