Alþýðublaðið - 03.02.1944, Blaðsíða 5

Alþýðublaðið - 03.02.1944, Blaðsíða 5
Fimmtudagur 3. febrúar 1944. AUÞYÐIJBLAÐIÐ 5 t Villimennska . . . ? ítalir töluðu mjög um villimennsku Abersínumanna er þeir undirbjuggu og hófu síðan styxj- öld gegn þessar sjálfstæðu og vopnlausu Afríkuþjóð. Þeir, sem töldu sig siðaða, réðust gegn henni með sprengjuárásum, vélbyssum og eiturgasi — yfirleitt öllum hugsanlegustu morðtól- um vísindanna og flugmenn þeirra lýstu með hrifningu hversu mikilfenglegt og dásamlegt það hefði verið þegar hálf naktar konur og börn flýðu í dauðans angist úr strákofum sínum undan sprengjum þeirra. — Hverjir eru viltir? Hverjir siðaðir og hverjir ósiðaðir? —- Myndin hér að ofan sýnir konur og börn í Abessíníu á flótta undan flugárásum ítala. Er ■aðnriBi villtnr eða taiin? VIÐ KVEÐUM þannig að orði; að dýr sé „villt“, ef það fær að lifa lífinu samkvæmt hinu frumstæða eðli sínu. Við kveðum einnig þannig að orði, að kynflokkar eða einstakling- ar séu „villtir“ ef þeir hegða „athöfnum sínum og lífsháttum samkvæmt frumeðli sínu. Þeg-, ■ar við segjum, að dýr sé hús- ■dýr eins og til dæmis hestar og hundar, eigum við við það, að fpað hafi verið svipt frelsi sínu. Það er þá ekki lengur þræll nátturunnar, en hefir í þess stað gerzt þræll mannsins. Það lætur þá ekki lengur stjórn .ast af eðli sínu, lýtur ekki lög- málum náttúrunnar. í ■ þess :stað hefir þáð gengið mannin- um á hönd og lýtur í hvívetna .boði hans og banni. f Ég >er þeirrar skoðunar, að máSurinn sé ekki tamið dýr. Hann er enn villtur og frjáls, ef unnt er að. kveða þannig að orði, að nokkurt dýr sé villt og frjálst. Siðmenningin máir Jburt margt af því, sem voru mest áberandi eigindir í fari mannsins áður fyrr. Hann verð- ur að hverfa frá sínu fyrra eðli og temja sér nýja háttu. En þegar rætt er um þróun s menningarinnar, hlýtur sú spurning að vakna, hvernig á því stendur, að forustuþjóðir hennar, Japanar í Austurálfu, Evrópuþjóðirnar í Norðurálfu og þjóðir þær, sem Vesturheim byggja eru herskáustu, grimm- ustu og villtustu þjóðir, sem getur. Þegar styrjöldin gefur þeim kost á því að fella af sér hlekki siðmenningarinnar, kem ur m'eðal þeirra frumeðli manns ins í ljós. Það er vart hægt að kveða þannig að orði, að slíkar þjóðir séu tamdar. Hvort mun nú reynast auðið eða ekki að breyta eðli manns- ins þannig, að hann verði tam- inn? 1 þessu sambandi er vert að athuga það, hvaða aðferðum maðurinn hefir beitt til þess að temja dýr þau, sem hann hefir gert sér undirgefin. Öll þau dýr, sem hann hefir knúið til hlýðni við vilja sinn, svo sem nautgripir, hestar, sauðfé og REIN ÞESSI er útdrátt tveggja greina eftir hinn frsega mannfræðing Sir Arthur Keith og fjallar um hvort maðurinn sé villtur eða taminn. Greinin er hér þýdd lir tímaritinu World Digest. hundar, eiga það sameigjnlegt, þegar þau lifa lífinu sem villt dýr, að þau eru félagsdýr. Þau halda sig í hjörðum eða flokk- um. Nú eru félagsdýr, eins og maðurinn, gædd tvískiptu eðli. Annars vegar eru þau vingjarn- leg, þekk og auðsveip. Hins vegar eru þau grimm, harð- leikin og blóðþyrst. Maðuririn hefir öld eftir öld unnið að því að afmá hinar síðartöldu eig- indir úr fari þeirra. Óneitan- lega hefir honum orðið mikið á- gengt í þessari viðleitni sinni. En þess er vert að geta, að þeg- ar hann hefir unnið að þ' temja dýrin, hefir hann beitt að ferðum, sem alls ekki bera hon- um sjálfum glæsilegt vitni sem tömdu dýri. Og svo er enn þann dag í dag. EF MAÐUR tekur til dæmis dýr, sem við þekkjum vel til, eins og hundinn, sann- færust við brátt um það, að I maðurinn hefir með því að temja hann deyft marga þá hæfileika hans, sem mest gæt- ir í fari hans sem villidýrs. Má í því sambandi minnast á veiði- fíkn hans og þefnæmi, sem er aðeins svipur hjá sjón í fari hans sem tamins dýrs en villi- dýrs. Hæfileikarnir eru raunar mun fleiri, sem hverfa eða deyf ast, og fer það eftir því, hvaða kyni hundurinn tilheyrir. Það verður víst vart um það deilt, að ef temja á manninn verður að beita hinum sömu aðferðum og hann hefir beitt við að temja dýrin. Eigindir þær, sem einkenna manninn sem villt dýr, verða að hverfa. Við vitum til dæmis, að eitt það, sem einkennir manninn einna mest, er það, að hann þrá ir að fá notið frelsis og sjálf- ræðis. Árið 1871 hélt Sir Francis Galton því fram, að maðurinn myndi verða göfugari og betri, ef hann hætti að vera félags- dýr. Hann taldi, að þetta myndi orka einna mestu í þá átt að temja hann og afmá hið villta I eðli hans. Hann mun vart hafa gert sér þess glögga grein, hversu róttæk þessi tillaga hans raunverulega var. Hún fól hvorki meira né minna í sér en það, að öll þau bönd skyldu rofin, sem tengja menn saman í þjóðfélag og samfélag. Þetta yrði til þess að maðurinn yrði að segja skilið við frelsi það, sem hann nú nýtur. En segjum nú, að unnt reyndist að temja manninn. Það myndi hafa það í för með sér, að ást hans á frels- inu yrði upprætt. En hvers virði yrði lífið manninum án frelsis? Hann yrði þá eins og nautgripur á stalli. Hann ætti sér ekkert takmark í lífinu. Maður, sem á sér ekkert takmark í lífinu, er hins vegar raunverulega hálf- dauður. Nei. Maðurinn er ekki tamið dýr. Og það er ekki lík- legt til heilla, að horfið yrði að því ráði að temja hann, eins og hér hefir verið lýst. EITT ER það ástand mann- legs lífs, sem ég hefi ekki gert hér að umræðuefni. Það er þrælahaldið. Þrællinn geng- ur kaupum og sölu eins og naut gripur. Plato lýsir þrælnum eins og „lifandi verkfæri1. Rétt- ur og frelsi þrælsins er háður eiganda hans í hvívetna. í sam- bandi við þrælahaldið hefir á- hrifa og hagsýni mannsins mjög gætt. Það hefir verið talið vitni um þróun siðmenningarinnar. I stað þess að dreja fjandmenn þá, sem sigraðir voru 1 orrust- um, gaf sigurvegarinn þeim líf — og hneppti þá í þrældóm. Siðmenningin hafði látið sín mjög gæta í heiminum langa hríð, þegar þrælahald tíðkaðist enn í öllum borgum, konungs- ríkjum og keisaraveldum. Það tíðkaðist um gervallan hinn Frh. á 6. síðu. Smjörlíkisframleiðandi tekur til máls um vonda smjör- líkið — Ómögulcgt að fá sömu hráefni og fyrir styrj- öldina. SMJÖRLÍKIÐ er tnikið rætt á heimilunum, smjörleysið veldur því að nokkru, en hið slæma bragð smjörlíkisins á hér og mikinh hlut í. Hjalti skrifaði mér fyrir nokkru um smjörlíkið og óskaði eftir umsögn smjöriíkis- framleiðendanna um hráefnin, sem nú eru notuð. ÉG SKORAÐI á smjörlíkisfram- leiðandann Ragnar í Smára, að senda mér línu um þetta mál sem svo mjög snertir almenning og sendi hann mér svar sitt í gær. Fer það hér á eftir: „ÞÚ SPYRÐ um það úr hverju þetta vonda smjörlíki sé framleitt, og hvort ekki sé unt að framleiða betra. Þessum spurningum er því til að svara, að smjörlíkið er núna sem stendur framleitt úr þeim einu feititegundum sem fáanlegar eru, það er Sojafeiti sem við fáum frá Ameríku og hvalfeiti sem við fáum frá Bretlandi, auk salts, emulutionsolíu, lecitins, aroma og kartöflumjöls. Meðan við fáum ekki önnur efni, er ekki unt að framleiða bragðgott smjörlíki.“ „Á VENJULEGUM TÍMUM er smjörlíki aðallega framleitt úr kokosfeiti ásam't pálmafeiti, pálma kjarnaolíu, jarðhnetuolíu, baðm- ullarfræsolíu eða sojuolíu, og stund um notað nokkuð af nýrri hval- feiti. Kokosfeiti, sem unt er að ná í á friðartímum, hefir þami kost að hún hefir lágt bræðslumark, þ. e. bráðnar við lítinn hita, og er mild á bragðið. Þær feititegundir, sem riú er hægt að ná í bráðna seint og verður smjörlíkið því tólgarlegra og seigara og ekki eins bragðgott.“ „VONDA SMJÖRLÍKIÐ er ein af afleiðingum stríðsins. Góðar smjörlíkisolíur, svo sem kokosfeiti og pálmafeiti fást hér um bil ein- göngu frá Austurlöndum, og er ó- þarft að fjöiyrða um það, að Jap- anar eru ekki líklegir til að senda okkur ofan á brauðið í bili, en von andi fer þetta stríð nú að styttast." „FEITI er ein allra þýðingar- mesta hernaðarvaran og höfum við orðið að gera pantanir okkar með margra mánaða fyrirvara til að koma í veg fyrir að hér ýrði feit- metisskortur. Gengur erfiðlega eins og stendur að fá leyfi Banda- ríkjastjórnar fyrir því magni hfá- efna sem við þurfum á að halda.“ „ÉG SENDI ÞÉR að gamni mínu sýnishorn af livalfeiti og sojafeiti. Eins og þú getur séð eru þetta verulega góðar feititegundir, og ótti sumra manna við að smjörlíki sé hættulegt er áreiðanlega ástæðu laus. Við munum ekki láta á okk- ur standa að ná í aðrar og hent- ugri tegundir þegar viðskiftin breytast aftur, en eins og sakir standa, er fremur lítið útlit fyrir að varan batni.“ „EINS ER RÉTT að geta, fyrst talað er um smjörlíki. Samkvæmt íslenzkum lögum er skylda að vita- minisera allt smjörlíki. Til þess er notað konsentrerað lýsi, sem Rannsóknarstofa Háskólans leggur verksmiðjunum til. Á smjörlíkið þannig að innihalda A. og D. vita- min líkt og smjör. Búast má við að þetta hafi örlítil áhrif á bragð- ið, enda kvarta einstöku menn yfir lýsisbragði. En flestir munu samt á einu máli um að þessu beri ekki áð hætta.“ ÞETTA SEGIR smjörlíkisfram- leiðandinn. Ef Hjalti þarf eitthvað við þetta að bæta, en hann veit skil á mörgum hlutum, þá er rúm- ið tilbúið. Hannes á horninu. UNGLMGA vantar okkur nú þegar til að bera blaðið í eftirgreind hverfi: ? ’ Aeisfurstræti Bræðraborgarstígur ■■f Framneswegur J|‘ Laugaveg neSri ? Báitargöfu f Sélvelli / / Hátt kaup. Talið strax við afgreiðsluna. ÁlþýðuSMð. — Sími 4900. \ AUGLÝSIÐ í ALÞÝÐUBLAÐINU

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.