Alþýðublaðið - 10.02.1944, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 10.02.1944, Blaðsíða 2
;*$■<}>;.1] eíM- {'Ai; . í' :; AL8»YÐUSLAÐ!Ð Fimmtudagur li MMit 1844 Esja brítnr stjríð við brygffin á Bilándal. Ægir sendyr vestyr tiS að hjálpa skipinu hingall til Heykjavíkur. ESJA laskaðist svo mjög snemma í gærmorgun vestur á Bíldudal að hún kemst ekki hjálparlaust hingað til Reykjavíkur og er Ægir nú farinn vestur til þess að hjálpa skipinu. Esja var á leið hingað til Reykjavíkur og átti aðeins eina höfn eftir, Patreksfjörð. Skipið var árdegis á miðvikudaginn að fara frá bryggju á Bíldudal, en svo illa vildi til, að um leið og skipið var að snúa rakst stýri þess í marbakkann með þeim afleiðing- um, að það brotnaði alveg af, en ekki er vitað að aðrar skemmdir hafi orðið á skipinu. Esja komst ekki hjálparlaust hingað til Reykjavíkur, en Ægir fór strax í gær vestur og mun hann hjálpa skipinu hinga. Með Esju voru um 130 farþegar. Ekki er talið að viðgerð skipsins muni taka langan tíma. 'Hí Þingsályktniaartillaga nm Stjórn stndentagarðsins tapar máll fyrir hæstarétti. Skaðabótakrafa á hana vegna her- náms öarðsins. STJÓRN Stúdentagarðs- ins var í gær dæmd í feæstarétti til að greiða Mar- gréti Árnadóttir og Agli Bene diktssyni kr. 3.481.92 í skaða- bætur með 5 % ársvöxtum frá 23. janúar 1942 til greiðsludags. Staðfesti hæstiréttur dóm und irréttar, en hann var eins og að ofan greinir. Var stjórn Stú- dentagarðsins einnig í undirrétti dæmd til að greiða 500 kr. í máls að ffir gæðum ís- lenzka fisksíns. Alþýðublaðinu barst í gær eft irfarandi tilkynning frá utan ríkismálaráðuneytinu. I EINU dagblaðanria í Reykja vík birtist nýlega Reuters- skeyti um að matvælaráðherra Breta hefði sent íslenzku ríkis- stjórninni tilmæli um að íslend ingar sendu betri fisk til Bret- lands. Þar sem utanríkismála- ráðuneytinu hafa eigi borizt neinar slíkar kvartanir hefir mál ið verið athugað nánar, og við þá athugun hefir komið í ljós að hin umrædda Reutersfregn var svohljóðandi: „Með tilvísun til brezkrar sendinefndar, sem hefir farið til Íslands með það fyrir augum að alhuga möguleikaana á að senda . aukið fiskimagn til Bretlands, j hefir Colanel Llewellin bent á það, að íslenzka fiskimenn, eins og fiskimenn Bretlands, Kanada Nýfundnalands og Azoreyja skorti fiskiskip". Eins og sjá má hefir því ekki verið beðið um að betri fiskur yirði sendur til Bretlands, heldur er þess óskað, að þangað verði sendur meiri fiskur. kostnað, en fyrir hæstarétti var málskostnaður látinn niður falla í niðurstöðum hæstaréttar segir: „Björn lögmaður Þórðarson, hefur kveðið upp hinn áfrýj- aða dóm. Áfrýjendur, sem skotið hafa máli þessu til hæstaréttar með stefnu 29. júní 1942, krefjast þess: Aðallega, að stefndi verði dæmdur til að greiða þeim kr. 15.050.00 með vöxtum frá 23. janúar 1942, en til vara kr. 13.247.15 með vöxtum eins og áður greindi. Svo krefjast þeir málskostnaðar úr hendi stefnda bæði í héraði og fyrir hæsta- rétti eftir mati dómsins. Stefndi krefst þess: Aðallega, að héraðsdómurinn verði stað- festur, en til vara að honum verði dæmt að greiða áfrýjend- um kr. 3 634.10. Svo krefst hann og málskostnaðar fyrir hæstarétti úr höndum áfrýj- anda eftir mati dómsins. Áfrýjendur voru ráðnir bryt- ar Stúdentagarðsins frá 15. sept. 1939 til jafnlengda 1940. Höfðu þau vist þar, ásamt starfs liði sínu, og seldu stúdentum fæði. Auk þess leystu þau þar af hendi ýmis önnur störf, svo sem ræstingar, umhirðu, þvotta, o/fl. fyrir stúdenta. Þau skyldu hafa sem gegngjald þessara aukaverka afnot Stúdenta- garðsins frá 1. júní til 15. sept- ember 1940 til veitinga og rekstrar gistihúss, en um sum- artímann mátti nota Garðinn til slíks rekstrar vegna fjarvist- ar stúdenta. Umráð áfrýjenda yfir húsinu um sumarið, voru ekki í skiptum aðilja metin sérstaklega til peningaverðs. Brezka herstjórnin tók Stú- dentagarðinn til sinni þarfa frá 1. júní 1940. Urðu áfrýjendur þá að hverfa þaðan, og stúdent- ar hafa ekki haft not hans frá þeim tíma. íslenzk-brezk nefnd ákveða hinn 5. desember 1940, að brezka herstjórnin skyldi greiða 4300 króna mánaðar- leigu fyrir Stúdentagarðinn og lóð hans. Var þá skráð í fundar- bók greindrar nefndar, að á Frh. á 7. síðu, leggja Flatt af 6 pingmðnnuni tór* premnr vinstrl flokknnnm Nauðsynlegt að hefjast handa eins fljótt og auðið er. SEX ÞINGMENN úr þremur stjórnmálaflokkum Alþýðu- flokknum, Sosíalistaflokknum og Framsóknarflokkn- um hafa horið fram í isameinuðu alþingi tillögu til þings- ályktunar um heimild handa ríkisstjórninni til að veita fé til lagningar Suðurlandsbrautinni um Krýsuvík. Tillagan er svohljóðandi: „Alþingi ályktar að veita ríkisstjórninni heimild til að greiða á þessu ári allt að 2 millj. króna úr ríkissjóði til viðbótar þeirri upphæð, sem veitt er í fjárlögum 1944 til lagningar Suður- landsbrautar um Krýsuvík.“ BJöm Björnsson blaöamaður ler lil í greinargerð fyrir tillögunni segja flutningsmenn: „Undanfarandi mánaðartíma hafa verið óvenjumiklir flutn- inga- og samgönguerfiðleikar milli Reykjavíkur og sveitanna austan fjalls. Snjóalög hafa ver ið svo mikil á Hellisheiði og Mosfellsheiði, að marga daga hefir verið ógerningur að halda leiðum þar opnum, og þá daga, sem brotizt hefir verið yfir á þaim, hefir það kostað mikiö erfiði og stórfé, bæði í vinnu og skemmdum á samgöngutækj um. Eins og kunnugt er, er hér um að ræða fjölförnustu og mikilvægustu samgönguleið landsins. Annars vegar eru mestu landbúnaðarhéruðin, sem byggja orðið framleiðslu sína að langmestu leyti á því að framleiða mjólk og mjólkuraf- urðir til daglegrar sölu, og hins vegar kaupstaðir, þar sem meir en Vz hluti þjóðarinnar er bú- settur og verður að fá mikil- ustu lífsnauðsynjar sínar dag- lega frá landbúnaðarhéruðun- um austan heiðarinnar, auk ann arra margháttaðra viðskipta. Reykjavík ein þarf orðið um 28 þúsund lítfa mjólkur daglega auk annarra mjólkurafurða, og af því magni verður að flytja 16—20 þúsund lítra austan að, þótt allt sé tekið, sem hægt er, af því, sem framleitt er vestan heiðar og í Borgarfirði. Mun Mjólkurbú Flóámanna eitt verða að flytja 40—50 þúsund smálestir yfir heiðina daglega til að fullnægja brýnustu þörf- um bæjarbúa, og varlega áætl- að, að önnur flutningaþörf sé álíka mikil og sennilega meiri, þar sem Reykjavíkurhöfn er eina innflutningshöfnin fyrir allt Suðurlandsundirlendið frá Reykjanesi að Skeiðarársandi. Þá daga, er erfiðast er að flytja þessa leið, hefir verið talið, að verðmæti allra þeirra mjólkur- vara, sem fluttar eru nægi ekki fyrir flutningskostnaði á þeim, en auk þess kostar það ríkið stórfé, þar sem það hefir margt manna og verkfæra við að reyna að ryðja leiðina, þótt oft ast beri það engan árangur og öllu því fé og erfiði þannig á glæ kastað. Það er því alveg víst, að fé það, sem hér fer til einskis árlega, má teíja í hundr uðum þúsunda, auk allra þeirra óþæginda og erfiðleika, sem þessu eru samfara. Talið er, að þegar sé búið að eyða af opinberu fé um 240 þús. króna í rannsóknir einar á því, hversu leiS þessi verði bezt tryggð. Og enn er áformað að halda áfram að eyða fé með þeim hætti um óákveðinn tíma án þess að ráðast í framkvæmd ir. Það er því óhætt að álykta, að sé á málum þessum haldið á sama hátt í nokkur ár enn eins og verið hefir undanfarið, þá verði um milljónaeyðslu að ræða, sem þó færir enga lausn eða bót á málinu sjálfu til fram búðar. Fyrir nokkrum árum var haf in lagning nýs vegar frá Reykja vík til Suðurlandsundirlendis- ins um Krýsuvík. Var talið að leið þessi mundi miklu snjólétt ari, þar sem hún er um helm- ingi lægra frá sjávarmáli, þar sem hæst er, en Hellisheiði og liggur auk þess mjög nærri sjó. Fyrir þrem árum var um Vz leiðarinnar fullger, og var þá lokið við að leggja hæsta hluta vegarins, yfir Vatnsskarð, og einnig mikinn hluta meðfram Kleifarvatni, — en á þeim tveim stöðum var snjóhætta talin mest. Síðan hefir verið fylgzt með, hversu snjóa legði á þessa leið, þegar illfært eða ófært hefir verið um Hellis- og Mosfellsheiði, og rná segja, að þær athuganir hafi leitt í Ijós, að snjólaust, eða svo að segja hafi jafnan verið á þessari leið. í vetur, síðan flutningaörðug- leikarnir byrjuðu um Hellisheiði og í Þingvallasveit, hefir Mjólk ursamsalan nokkrum sinnum látið skoða Krýsuvíkurveginn, það sem komið er af honum, og hefir hann ávallt reynzt með öllu snjólaus og greiðfærari en jafnvel Reykjavíkurgötur sjálf ar. Síðast var hann skoðaður af nokkrum flutningsmönnum þessarar tillögu 1. þ. m„ þegar allt var ófært á efri leiðunum og talið, að ekki mundi takast að opna þær í bráð vegna snjó- þyngsla, og var harm þá auður og snjólaus með öllu. Má því fullyrða, að engir fíuthinga- eða samgönguerfiðleikar væfti um þennan veg núna, þegar báðftr hinar leið'írnar eru ófærar meó öllu. Það virðist því auðsætt, að vegur þessi, ef fullger verður, mundi verða stórkostleg umbót á því áfremdarástandi, sem nú er og haldizt hefir um mörg ár, og allar líkur til, að á fáum ár- urn eyði þjóðin meira fé og verðmætum, ef vegurinn er ekki lagður, heldur en það kost ar að leggja hann og það nú þegar. Auðvitað er til þess ætl- ast, að hér sé aðeins um vetrar leið tíl öryggis að ræða og Hell- isheiðarvegurinn verði bættur og honum haldið við sem /aðal- leið eftir sem áður. Þótt leiðin um Krýsuvík sé nokkru lengri, skiptir það engu máli móts við snjóinn á háfjallaleiðum þeim, sem nú eru fyrir hendi. Upphæð þessar tillögu er miðuð við það, að helmingur vegarins, sem ófullger er, verði a. m. k. lagaður á þessu ári og byrjað sem allra fyrst.“ BlaðamannafélagiS ©g Pjé^ræknisfé- EagifS efna fil sam- sætis fyrir hann. - BJÖRN BJÖRNSSON blaða maður, sem starfað hefir hér fyrir stærsta útvarpsfélag Bandaríkjanna, National Broad- casting Company, og amerískar fréttastofur, undanfarin 2Vz ár er á förum héðan. Fer hann til Stokkhólms og starfar þar sem blaðamaður fyrir fréttastofnanir sínar. Blaðmannafélag íslands og Þjóðræknisfélagið hafa ákveðið að efna til kveðjusamsætis fyr- ir Björn Björnsson. Verður það að Hótel Borg, næstkomandi þriðjudgaskvöld, og hefst með borðhaldi kl. 7.30. Aðgöngumiðar fást í Bóka- verzlun Sigfúsar Eymundsen og hjá Sigríði Helgadóttur í Lækj- argötu 2. Trúnaðarráð Dags- AFUNDI sínum 9. febrúar 1944 kaus trúnaðarráð Dagsbrúnar þessa menn í trún- aðarmannaráð: Aðalmenn: Páll Þóroddsson, Garðarstræti 19, Eggert Þor- bjarnarson, Bergstaðaslræti 30, Björn Guðmundsson Einholti 11, Helgi Guðmundsson, Hofsvalla- götu 20. '■ i Varamenn: Ari Finnsson, Ás- vallagötu 16, Einar Guðbjarts- Sön, Höfðaborg 33, Sveirubjörn Hannesson, Ásvallagötu 65, Val- geir Magnússon, Nönnugötu 1 B. Eins og kunnugt er, hefir trún aðarráð vald, samkvæmt vinnu- löggjöfinni, til þess að lýsa yfir vinnustöðvun fyrir hönd við- fcomandi verkalýðsfélags. Auk ofangreindra manna á stjórn Dagsbrúnar sæti í trún- aðarmannaráði og skipa það því alls 9 aðalmenn. fjinirtosiiiiif í ¥0fl8ÍfÍSféI|li. ÉLÁG húsgagn abó 1 stra ra í Reykjavík hélt nýlega Uð- alfund og baus eftirtalda menii í stjórn: Sigvaldi Jónsson, formaður, Ragnar Björnsson, ritari, Guð- steinn Sigurgeirsson, gjaldkeri. Rakarasvemafélag Reykjavík ur hélt aðalfund í fyrrakvöld. iSambykkti það að hækka félags- gjöld sín úr kr. 15.00 og upp í kr. 120.00 og inntökíugjald úr 'kr. 10.00 og upp í 50 krónur. í stjórn félagsins voru kosnir: Gísli Einarsson, formaður, Pét- ur Pétursson ritari og Sigurður Jónsson, gjaldkeri Verkalýðsfélagið í Stykkis- hólmi hé'lt aðalfund sinn 6. þ. m. og baus sér stjórn. Kosningu hlutu: Ragnar Einarsson, for- maður, Sigurður Skúlason, rit- 'ari og Árni Jónsson, gjaldkeri.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.