Alþýðublaðið - 10.02.1944, Blaðsíða 6

Alþýðublaðið - 10.02.1944, Blaðsíða 6
. ViauMtadagnr II. fekéur 1944 Myndin, sýnir Martin Mariner flugvél í stramdvarnarliði Bandaríkjanna, sem notuð er bæði til baráttu gegn kaf- foátum og til skipafylgdar. Hún er að heÆja sig til flugs á sjónum og lætur eftir sig fallegt kjölfar. Verka maaHanelodir til aðstoðar Dags- brðnarstjðrninni við vaBtaalega samniaga rT' RÚNAÐARRÁÐ Dags- brúnar hélt fund á jmðjudagskvöld til að ræða væntanlegar samningaumleit anir við atvinurekendur um kaup og kjör verkamanna, en Dagsbrún hefir sagt upp samningum sínum frá 22. j). m. Fundurinn samþykkti að kjósa tvær nefndir til að vera í ráðum með stjórninni og til aðstoðar henni við samningaum leitanimar. Þessir félagsmenn Voru kosnir: Nefnd til aðstoðar stjóminni í samningaumleitunum við Vinna veitendafélag íslands. Erlendur Ólafsson, Höfðaborg 28, Skipa- og pakkhúsvinna. Ingimundur Guðmundsson, Flókagötu 1, Skipa- og pakkhús- vinna. Björn Guðmundsson, Ein- holt 11, Skipa- og pakkhúsvinna. Astþór B. Jónsson, Fram. 34, Slyppvinna. Gunnar Daníelsson, Brúnarenda, Togaravinna. Mar- ino Erlendsson, Eir. 17, Kola- vinna. Ingólfur Jónsson, Kapl. 12, Sementsvinna. Kjartan Frið- riksson, . Tjarn. 3, íshúsvinna. Finnbogi Árnason, Bergsstöðum, Ishusvinna. Valdimar Valdimars son, Reyn. 29, Lýsisvinna. Karl B- Laxdal, Bergþ. 15, Vélsmiðju vmna. Skafti Einarsson, Brag. 39» B.yggingarvinna. Ragnar Jónssan, Lindargötu 44, Hita- yeituvinna, Helgi Guðmundsson Hofsvallagötu 20. , Nefnd til aðstoðar stjórninni i samningaumleitunum við Reyk j avíkurbæ. Guðmundur Guðnason, Laug. 27, Bæjarvinna. Sveinbjörn Hannesson, Asvallagötu 65, Bæi arvinna. Sylveríus Hallgrímsson Grett. 34, Bæjarvinna. Siggeir Bjarnason, Hring. 190, Bæiar- vinna. Indriði Jóhannsson, Ás- vall. 10 A, Bæjarvinna. Eggert Guðmundsson, Ásvall. 53, Hafn- argerðin. Víglundur Gíslason, Laug. 84, Hafnarvinna. Guð- brandur Guðmundsson, Bergþ. 15, Hafnarvinna. WASHINGTON Frh. af 5. síðu. bækur væru í safninu. „Það hef ég ekki hugmynd um,“ sagði hann. „Síðast þegar ég frétti voru þær um 12 000 000“. Mun hann þar hafa talið bækl- inga og handrit með, en alls eru til reiðu fyrir almenning yfir 5 milljón bækur. Annar staður, þar sem freist- andi er að staldra við í Wash- ington, er Þjóðlistasafnið eða National Gallery of Art. Bygg- ing safnsins, sem er aðeins fimm ára gömul, er stærsta marmarabygging í heimi og kostaði 75 000 000 króna eftir núverandi gengi. Enda þótt safnið sé ungt, getur þar að líta hinn mesta fjölda frægra listaverka eftir snillinga margra þjóða. Þar eru hol- lenzku meistararnir gömlu, helztu franskir málarar allt fram á þennan dag, margir enskir snillingar og amerískir. Inni í byggingunni eru tveir garðar, þar sem höggmyndir eru sýndar og í þeim eru -oft haldnir hljómleikar, þar sem þekktir listamenn koma fram. * Washington er önnum kafin borg þessa dagana. Þar er varla hægt að þverfóta fyrir stúlk- um í alls konar einkennisbún- ingum, en þær hafa tekið við miklum hluta skrifstofustarf- anna, svo að piltarnir geti farið til vígstöðvanna. Kvenfólkið er álíka miklu fleiri en karlmenn- irnir og karlmenn eru fleiri en konur í Reykjavík, ef allir eru taldir með. Öll hótel eru yfirfull í Wash- ington, og eru húsnæðisvand- ræðin annáluð. Stjórnin hefir látið reisa mikið af bráðabirgða byggingum, sem verða rifnar niður strax að stríðinu loknu. New York og Washington eru ólíkar borgir. Washington er mun fallegar byggð, og virðulegri, og minna um auglýs ingar á öllum húsveggjum aðal- gatnanna. Fólkið er öðru vísi, eða með öðrum svip. I New York er annar hver maður verzlunarmaður, en í Washing- ton er annar hver maður stjórn- arerindreki. Bandaríkj amenn ákváðu að reisa glæsilega höfuðborg, sem öll þjóðin mundi bera virð- ingu fyrir sem slíkri. Mér virð- ist það hafa tekizt með afbrigð- um vel, hvað sem menn segja um þá sem stjórna í þessari borg. ALÞTÐUBLAÐiÐ Hvellnrinn og kðstin fi sjálfstæðismállnn. (Skrifað við kertaljós 18. janúar 1944) G er einn af hinum 270, og ennfremur undir þá synd seldur að hafa dvalið alllengi í Danmörku. En til að víkja frá mér þeim grun að dvöl mín þar í landi sé ástæðan fyrir af- stöðu minni í sambandsmálinu langar mig til að gefa eftirfar- andi skýringu. Löngu áður en fjallræðan var haldin, m. ö. o. á dvalarár- um mínum í Danmörku milli 1920 og 1930, átti ég oft í kapp- ræðum við kunningja mína danska um sambandsmálið. Mér fannst þá ég hafa næg rök, sem mæltu á móti því að halda áfram sambandinu. Þessi rök hafa svo oft komið fram í ræðu og riti fyrr og nú en ég hirði ekki að rekja þau hér. Ég leit svo á þá, að við íslend- ingar hefðum fengið bæði tögl- in og hagldirnar í hendur með sambandslagasáttmálanum, iþannig, að enginn dómstóll í heimi gæti komið í veg fyrir sambandsslitin, ef við aðeins vildum þau sjálfir, og brygðum í engu út af fyrirmælum sátt- málans. — Og ég lít svo á, að þetta atriði sé óbreytt enn. Nú sit ég hér við kertaljós og reyni að velta fyrir mér hrað- skilnaðaraðferðinni. Og hugur- inn hvarflar á milli rafmagns- ins og sjálfstæðismálsins. Hvað veldur rafmagnsbiluninni? Það hlýtur að vera „kortslutning“ eða það sem á íslenzku er nefnt „skammhlaup“. „Skammhlaup“ verður í raf- magni af því, að einhver veila er 1 hverfinu. Venjulega kemur meiri eða minni hvellur, sam- bandið slitnar og rafmagnið streymir vitlausa leið. Nei, nú er víst farið að slá út í fyrir mér. Ég ætlaði að skrifa um sambandsmálið, en ljósleysið leiddi mig afvega. En nú undanfarið hefir vofað yfir skammhlaup í sambandi íslands og Danmerkur. Og ég fer að velta fyrir mér hvar veil- an sé. Því miður hefi ég ekki tæki eins og rafmagnsstjóri, sem setur einhvern galdramæli á línuna og segir svo kaldur og ákveðinn: Bilunin er 3527 m. 13V2 cm. frá Ljósafossi.“ Ég verð því að reyna að notast við útilokunaraðferðina alliunnu. Sambandslagasáttmálinn hafði staðið óhaggaður yfir 20 ár og aldrei verið minnzt á neina veilu þar, sem gæfi ástæðu til að óttast skammhlaup. Sam- band ísl. og Danmerkur er óslit ið enn, og er sáttmálinn því útilokaður. Og þá kemur allt í einu voða hvellur í sjálfstæðis- málinu, ótvírætt einkenni um skammhlaup. Veilan hlýtur því að hafa verið í heila eða taugakerfi hraðskilnaðarmanna, skamm- hlaupsmanna. Ég kem nú að því, sem ætti að vera aðalkjarni þessa máls; og verð ég þá að víkja lítillega að uppruna núverandi Sjálf- stæðisflokks og þátttöku hans í sjálfstæðisbaráttunni. s Stutt sálfræðileg greinargerð. Hugsum okkur að Jón og Ólafur hafi komið sér saman um að hrinda í framkvæmd einhverju arðbæru fyrirtæki, Jón vill hefjast handa strax og róta verkinu áfram jafnvel með dýrum lánum og í tvísýnu, Ólafur vill fara hægt, vinna ér inn peningana fyrst og framkvæma verkið svo- Þarna koma éfeki til greina eiginhags- munir; því báðir hugsa sér að hagnast á fyrirtækinu, en skapgerðin' ræður aðferðinni. Jón er framgjarn, Ólafur aftur- haldssamur. Ef þessir tveir menn verða ekki fyrir sterkum persónulegum áhrifum, mun , Jón fara til vinstri í pólitík- inni og Ólafur til hægri eins örugglega og Skjalda og Húfa rata hvor á sinn bás að haust- inu, þegar í vetrarfjósið kem- ur. Öll þau ár, sem sjálfstæðis- baráttan var háð, skiptust ís- lendingar mjög ákveðið í tvo flokka samkvæmt ofannefndri greiningu; Jónarnir gerðust sjálfstæðismenn en Ólafarnir heimast j órnarmenn. Vegna yngstu lesendanna þykir mér rétt að geta þess að heimastjórnarmennirnir fylktu sér um Morgunblaðið þegar það var stofnað, enda hefir það blað alla tíð átt djúpar rætur í afturhaldi. Fyrsta kast. Þegar sjálfstæðismenn höfðu leitt sjálfstæðismálið farsællega til lykta, þrátt fyrir harðvít- uga andstöðu ekki einungis Dana, heldur einnig afturhalds- ins íslenzka, þá fór þeim eins og ljóninu, sem missir áhug- ann þegar bráðin er hætt að sprikla. En viti menn: Kemur þá ekki afturhaldið í hýenulíki, hoppar upp á hræið með ógur- legu spangóli. „Það var ég, sem drap uxann! Ég er sjálf- stæðið!“ Og þar með var nú- verandi Sjálfstæðisflokkur orð- inn til. En nú var sjálfstæðisbarátt- an ekki til lengur og því ekkert starfssvið fyrir alla sj!álfstæðis- orkuna. Þá var það eina nótt, að formaður Sjálfstæðisflokks- ins liggur milli svefns og vöku eftir að hafa neytt sérlega góðr ar kvöldmáltíðar, og í nautn líkamlegrar og andlegrar vel- líðanar birtist honum stórfeng- leg sýn: Hann sér fram í tím- ann um mörg ár. Ilann lítur virðulegan öldung. Hárið er hvítt eins og geislabaugur um höfuðið. Bakið er að vísu ekki fatt, en virðulega beint. Og hvar sem öldungurinn fer um stræti og torg, lýtur fólkið hon- um og segir: „Sjá hina miklu frelsihetju! Það var hann sem leysti land vort úr ánauð og gaf lýðnum frelsi“. Og öldung- urinn svarar og segir: „Lyftið ásjónum yðar frjálsir menn og konur. Þér eigið ekki að til- foiðja mig. Því ég segi yður, að þótt dagsverk mitt hafi ver- ið farsælt, þá er sál mín bljúg og full auðmýktar, því öll er- um vér aðeins verkfæri í hendi þess, sem máttinn hefir.“ Og hann gengur leiðar sinnar, og fólkið lýtur honum. Allt í einu fannst dreymand- anum hann kannast við öld- unginn, og hann hrekkur upp og er glaðvaknaður, og þá hefst: Annað kast eða hvellurinn Nú þujrfti að láta hendur standa fram úr ermum. Lög- fræðiprófessorar voru kallaðir til ráða. Vanefndakenningin var fundin upp. Hugsum okkur að ég lánaði kunningja mínum fjárhæð. Við gerum skriflegan samning um að hann korni til mín á tilsett- um degi og greiði lánið eða semji um það £ annað hátt. Þennan tiltekna dag hafa ill- ræðismenn misþyrmt kunn- ingja mínum svo að hann ligg- ur þungt haldinn, og hefir auk þess enga getu til að senda aðra til mín til að semja við mig fyrir sig. Mér eru allar þessar ástæður fullkunnar, en samt fer' ég til lögfræðings,"og hef mál á hend- ur kunningja mínum. Því ekki það? í samningum okkar stend- ur skýrum stöfum, að skuldin eigi að greiðast í dag. Ég býst við að ég hafi lagaréttinn al- Nýi hatturinn Ameríska kvikmyndastjarn- an Ann Savage með nýjasta hattinn sinn. I gerlega mín megin. — En ég bið Guð að hjálpa þeim mönn- um (Karli Tull. incl.), sem eiga enga aðra leiðarstjörnu í dag- legu lífi, en kaldan lagabók- staf. í mínu ungdæmi var það góð skemmtun að glíma eða fljúg- ast á. Og maður neytti allrar orku til að koma mótstöðumann inum undir. Stundum varð úr þessu hálfkæringur. En ef haldið var áfram að þjarma að mótstöðumanninum eftir að hann var fallinn, þá þótti það níðingsbragð, og sá sem það gerði fékk allan hópinn á móti sér. Þannig er brjóstvit barna, sem ekki hafa lesið lög. íslenzkir sjálfstæðismenn ■ börðust eins og ljón við Dani fyrir sjálfstæðinu, stundum í hálfkæringi — og sigruðu. Nú hefir Dönum verið kom- ið á kné, að vísu ekki fyrir okk ar tilverknað. Ætlum við að láta kné fylgja kviði? Spyrjið börnin. Línumaður. HVAÐ SEGJA HIN BLÖÐBM? Frh. af 4. síðu. Rússunum. Þegar Rússarnir svo komu, missti öflugur lögreglu- og hervörður stjórn á öllu saman, þv£ að fólkið brauzt inn á flugvöllinn, umkringdi flugvélarnar með há- værum gleðiópum og ætlaði sér að bera þær í heiðursskyni. 'Þegar Rússarnir komust loksins út úr flugvélunum, voru þeir huldir blómum. Önnur hylling var eftir þessu og enn meiri voru þó hyll- ingarlætin, þegar kappleikurinn fór fram. Þjóðviljanum segist svo frá: „Allir áhorfendur hrópuðu fyrir Rússum. En hundsuðu alveg sitt kapplið. Kappliðið í Sofía var sigr- að, þeim til mikillar gleði. Síðan talaði ég við einn af búlg- örsku keppendunum, og hann sagði, að þetta væri í fyrsta skipti, sem hann hefði vonað, að sitt lið: tapaði.“ Þannig lýkur frásögninni í Þjóð viljanum. Það andar alveg á milli línanna, að ritstjórar Þjóðviljans eru innilega sammála Búlgurun- um, sem vildu láta sitt lið tapa fyrir Rússum. Það þarf líka ekki að efa það, að Þjóðviljaritstjór- arnir vilja láta íslendinga tapa, ef við eigum eftir að fá Rússa hingað og jafnvel þótt það væri í alvar- legri heimsókn en til að heyja kn a ttspy r nukeppni. ‘ ‘ Ja, til hvers hafa þeir líka annars fengið hundruð þúsunda til styrktar blaði sínu frá Rúss- um, eins og upplýst hefir verið með opinberum reikningum landssímans? .„j

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.