Alþýðublaðið - 12.02.1944, Blaðsíða 6

Alþýðublaðið - 12.02.1944, Blaðsíða 6
ji A LfrYÐUBLAOif? Laugardagur 13, febrúar 1944. Eins og kunnugt er hafa Bandaríkin hermenn og sjóliða um allar álfur heims, allt frá Grænlandi til Kyrrahafs. Þessir menn eru, að vonum, stundum einmana, og er þeim tilbreyt- ing, þegar þeim berast gjafir eða bréf að heiman. Á mynd- inni sést kona sjóliðsforingja, sem bækistöð hefir einhvers staðar á Kyrrahafi, vera að útbúa jólaböggla handa bónda sínum. HANNES A HORNINU Frh. aí 5. síðn. söfn gætu nú ekki verið í einni og sömu byggingunni? Það findist mér eiga bezt við. „Víkver.ii“ birti fyrir skömmu bréf fró Ara. Vildi hann láta hefjast handa um að koma hér upp „Minningarhöll", þar sem geymdar væru myndir merkra íslendinga úr fortíð og framtíð. Slíkt safn finnst mér hverg'i eiga betur heima en í húsi Þjóðminjasafnsins. Matthías hefir margt að athuga, áður en gengið verður til fullnustu frá uppdrætti hinnar fyrirhuguðu Þjóðminjahallar.“ Hannes á horninu. HVAÐ segja hen bloðin? Frh. af 4. síðu. miðfylking frjálslyndra og um- bótasinnaðra manna getur afstýrt því, að innan skamms haldi stór- fellt atvinnuleysi og blóðug stétta- styrjöld inreið sína á íslandi.“ Já, það er nú þannig með kommúnista, að þeir eru vanir að segja eitt og meina annað. Þeir þykjast vissulega vil.ja fá eignaaukaskatt, þeir þykjast vissulega vilja afstýra atvinnu- leysi eftir stríðið, — en þeir óska í hjarta sínu einskis frem- ur, en að við fáum yfir okkur allar hörmungar atvinnuleys- isins á ný, því að hvað yrði annars úr öllum hinum stóru byltingar- og valdatökudraum- um þeirra? Hollywood. Frh. af 5. síðu. Ég hygg, að fáir muni verða til þess að fullyra það, að Holly wood hafi lagt mikið af mörk- um til þess að við vinnum styrj- öld þá, sem nú geisar. Hvorki þeir, sem heima dveljast né hin- ir, sem heyja hildi á vígstöðv- unum eiga henni mikið að iþakka. Hún er heldur ekki lík- leg til þess að leggja mikið af mörkum til hins nýja heims, sem skapa skal að stríðinu loknu og margir þrá og vona. En ein áfleiðing styrjaldarinnar verður óhjákvæmilegá sú, að motel breýting mun verða á vettvangi kvikmyndaframleiðsl unnar. Það er erfitt að segja fyrir um það, hverjar þessar breytingar verða, en það virðist óhjákvæmilegt, að efnt verði til einhverrar nýskipunar í þess- um efnum. Þannig kann vel svo að fara, að Hollywood hætti fyrr en síðar að verða sú, sem hún nú er. En eigi að síður mun minning þessarar sérkennilegu borgar lengi lifa í sögunni. Tónlistin. Nýlega er útkomið tímaritið .,,Tónlistin“, sem Félag íslenzkra tónlistarmanna gefur út. Er þetta 1.—4. hefti 2. árgangs. Ritið flytur ýmsar góðar og athyglisverðar greinar eftir þekkt íslenzk tón. skáld og tónlistarfrömuði. M. a. má benda á grein eftir ritstjórann, Hallgrím Helgason, er hann nefnir „Hljómandi fósturmold", grein eft ir Björgvin Guðmundsson, tón- skáld, „Áhrif tónlistar". — Auk þeirra eiga þarna fróðlegar grein- ar þeir, Þorsteinn Konráðsson, Baldur Andrésson. Annars flytur ritið fjölmargt, sem ætla má, að tónlistarvinum sé fengur í, svo sem þáttinn Hljómleikalíf Reykja- víkur og ýmis lög eftir íslenzk tón- skáld. Ritið er hið prýðilegasta að öllum frágangi. Rússland. Frh. af 3. síðu. Bardögunum við hinn inni króaða her mun nú brátt lokið. Segir í Lundúnafregnum, að tekizt hafi að kljúfa her Þjóð- verja í tvennt og er aðstaða hans nú miklu verri en áður. Liggja hinar þýzku hersveitir nú víðast hvar á þessum slóð- um undir stórskotahríð Rússa. Sækja Rússar að Krivoirog úr þrem áttum. Á norðurvígstöðv unum hefir Rússum enn orðið nokkuð ágengt og eiga nokkra kílómetra ófarna til járnbraut- arbæjarins Luga. Úfbreiðið Aibíðublaðið. Nýi stúdentagarðurinn i Höfn: Störgjðf dansks félags tll Nýr voldugur stúdentagarður fyrir Norðyr- landastúdenta. Þ RÁTT FYRIR styrjöld, °g efla norræna menningu, sam 'hernám þjóða og landa, ^ygð °§ norrænan anda. Þetta iðnfyrirtæki, sem ekki kúgun og ófrelsi á Norður- löndum er unnið stöðugt að því að efla samstarf nor- rænna þjóða, skilning þeirra á milli og vöxt menningar þeirra. Sýnir þetta, að norræn sam- vinna er ekki aðeins veizluhjal og hátíðaræður, eins og ýmsir hafa dæmt hana af lítilli þekk- ingu heldur er hún lifandi hug- sjón, sem gefur þjóðunum þrek til starfs og dáða á neyðatím- um. í tímariti Norræna félagsins í Svíþjóð, sem út kom s.l. haust, og barst hingað fyrir nokkru, birtist grein eftir danskan lekt- or við háskólann í Uppsölum, V. Blum-Hansen að nafni, um samstarf háskólanna á Norður- löndum. Skýrir hann þar og frá því, að danskt stórfyrirtæki hafi, árið 1941, gefið glæsilega byggingu — nýjan Garð, þar sem Norðurlandastúdentar, sem nema við Kaupmanna'hafnarhá- skóla eiga að búa í framtíðinni. Fer greinin hér á eftir: „Árið 1839 kom fyrst uppá- stunga um það frá nokkrum há- skólamönum að koma á sam- vinnu milli háskóla Norður- landa. Þetta var á fundi nátt- úruvísindamanna, sem haldinn var í Gautaborg. Var þar sam- þykkt að stuðla að samvinnu vísindamanan á hinum þrem Norðurlöndum. Þessi tillaga hefur síðan fengið almenna við- urkenningu á öllum Norður- löndum og verið framkvæmd langa tíð. Samstarfið milli há- skólanna í Uppsölum, Oslo, Lundi og Kaupmannahöfn, hef- ur allt frá þessum tíma stöðugt farið vaxandi og verið til mik- ils gagns og ánægju. Samstarf þetta hefur þannig staðfest hina andlegu einingu Norðurlanda. Á síðari árum hafa háskólarnir í Stokkhólmi, Gautaborg, Ábo, Helsingfors, Reykjavík og Ár- ósum bætzt við í þetta samstarf háskólanna. Enginn lætur sér nú orðið detta í hug, eins og Grundtvig forðum, að stórir almennings- háskólar geti komið í stað hinna ,,latnesku“ háskóla, eins og hann kallaði þá. En enn þá er sú ósk ríkjandi að stofnaður verði stór norrænn háskóli, sameiginlegur fyrir öll Norður- löndin, en ekki að hann komi í stað þeirra háskóla, sem fyrir eru, heldur starfi jafnhliða. En stofnun hins norræna háskóla bíður þess að styrjöldinni ljúki, og að Svíar geri hugmynd þessa að veruleika. (í Svíþjóð var fyr- ir stríðið hafinn undirbúningur að stofnun norræns háskóla.) í Kaupmannahöfn hefur nú verið stigið stórt spor í þá átt að gera Kaupmannahafnarhá- skóla í framtíðinni að hinum norræna háskóla. Stórt iðnfyrir tæki í Kaupmannahöfn, A/S Nordisk Fjerfabrik, ákvað 1941, í tilefni af 40 ára starfsafmæli fyrirtækisins, að byggja stú- dentaheimili fyrir stúdenta frá öllum Norðurlöndum, er stunda nám við Kaupmannahafnarhá- skóla eða aðrar æðri mennta- stofnanir þar. Tilgangurinn er að veita stúdentunum góð lífs- og starfsskilyrði meðan þeir eru við nám, vinna á þennan hátt að kynningu milli hinna norrænu þjóða, skapa samhug á neinn hátt er tengt neinum böndum við háskólana, sýnir með þessu óbilandi trú á gildi menningar og samstarfs hinna fimm norrænu þjóða og áhuga fyrir velferð þessara frænd- þjóða. Heiðurinn af því að hafa átt frumkvæðið að þessari merkilegu framkvæmd ber aðal framkvæmdastjóra A/S Nord- isk Fjerfabrik, Hans Ove Lange aðalræðismanni. Þessi verknað- ur hans mun í framtíðinni hafa mik'ið gildi fyrir Danmörku og hið stærra föðurland hans, öll Norðurlönd. Lange hefur brenn andi áhuga fyrir eflingu frið- samlegs samstarfs allra hinna fimm norrænu landa. Hinn norræni stúdentagarð- ur, sem er á Österbo, er ákaf- lega stór og glæsileg bygging. í stúdentagarðinum eru 135 her bergi fyrir stúdenta. Herbergin eru stór og björt, ljósmáluð með parketgólfi. Húsgögn fylgja: dívan, borð, þrir djúpir stólar, skrifborð , bókahilla og sími. Það er meira að segja séð fyrir myndum á veggina. Við inn- ganginn í hvert herbergi er öðr- um megin baðherbergi og W. C., en hinum megin inn'byggð- ur fataskápur. Á hverri hæð er lítið eldhús. Á efstu hæð eru opnar og innbyggðar svalir. í kjallaranum er ágætur leikfim- is- og badmintonsalur. Fyrir herbergi með öllum þessum þægindum, ljósi, hita og hrein- gerningu, greiðist aðeins 115 kr. á mánuði. Auk stúdentaher- bergjanna eru tvær íbúðir ætl- aðar tveim prófessorum, sem dvelja í Kaupmannahöfn við rannsóknarstörf eða til fyrir- lestrahalds við háskólann. Þá eru auk þess tvær íbúðir fyrir forstöðumann stofnunarinnar og eftirlitsmann. Þetta glæsilega stórhýsi er byggt úr rauðum múrsteini eft- ir teikningu H. J. Kampmanns arkitekts. í forsal byggingar- innar er stór lágmynd úr kera- mik af hinum fimm norrænu svönum, gert af listamanninum Knud Kyhn. Þá eru í bygging- unni matsalur og fyrirlestra- salur og auk þess setu- og skrif- stofa, allt mjög smekklega inn- réttað með fallegum húsgögn- um. Á því er enginn efi, að þetta er sú stærsta gjöf, sem dönskum stúdentum hefur verið gefin, síðan Friðrik II. stofnaði „legat- ið“ í sambandi við byggingu hins þekkta stúdentagarðs „Re- gensen“, sem haft hefur mikla þýðingu fyrir stúdenta frá Nor- egi, íslandi og Færeyjum ásamt danska stúdenta og fyrir öll Norðurlönd. Sökum hins ríkjandi ástands vantar enn þá hina réttu íbúa ,,garðsins“, það er' að segja, stú- dent frá Noregi, íslandi, Finn- landi, Færeyjum og Svíþjóð. En fyrst um sinn búa þar danskir stúdentar eingöngu. Þar ríkir því ekki enn þá sá svipur, sem á að ríkja þar í framtíðinni. Þar eð enn þá er ekki nægi- legt samræmi í kennslu og kennslufyrirkomulagi háskól- anna á öllum Norðurlöndunum, þarf það að breytast og sam- ræmast eftir stríðið, svo að nor- rænir stúdentar geti greiðlega stundað þar námsgreinar sem bezt henta við hvern háskóla. Þá kemur bygging eins og þessi stúdentagarður í góðar þarfir. Þá mún garðurinn koma sér vel á sumin, þegar norræn mót há- skólaborgara verða í Kaup- mannahöfn, sem vér væntum að verði framhald á eftir stríðið. Vér vonum og óskum, að Norræni stúdentagarðurinn verði þýðingarmikill liður í hinni norrænu menningarstarf- semi í framtíðinni, og að hann verði að því gagni fyrir eflingu norræns anda og bræðralags, sem gefandinn hefur ætlazt tiþ að hann verði æsku Norður- landa til heiðurs og gagns.“ Sigurvissa. Frh. af 3. síðu. ar og Þjóðverjar réðust á Rússa. Og nú lækkar „frægð arsól“ Þjóðverja. Menn eins og Wavell og Montgomery eiga drýgstan þáttinn í því, að Afríkusókn möndulveld- anna fer út um þúfur. Banda ríkin láta æ meria til sín taka og bandamenn komast í sókn. GORGEIRINN í þýzka útvarp- inu verður ekki eins áber- andi, unz svo er komið, að Hitler á það til að segja, að Þjóðverjar gefizt aldrei upp. Samt er sagt, sérstaklega í Þýzkalandi sjálfu, að sigur- inn muni falla Þjóðverjum í skaut um það að lýkur og talað um iðnaðarmátt Ev- rópu, leynivopn og annað, er að gagni má koma til þess að blekkja fólk enn um hríð. ÞJÓÐVERJAR SÖGÐU, að ekki mundi muna um Banda ríkin, þar ríkti sundrung, og áður en þeim tækist að senda álitlegan her til Evrópu, væri ófriðurinn á enda. Þær vonir hafa brugðizt. Fjöldi amerískra hermanna berst nú á blóðvöllum Evrópu eða bíð ur skipunar um innrás að vestan og iðnaðarmáttur Bandaríkjanna lætur æ meira til sín taka. Talið er, að stál framleiðsla Bandaríkjanna sé um 50 %' meiri en allra þeirra landa Evrópu, sem Hitler getur notað í þágu Þjóðverja, og vitað er, að stálframleiðsla Breta og Rússa er mjög mikil. Hins vegar meiga Japanar sín miður í þessari grein fram- leiðslunnar. ÞAÐ MÁ VERA FLESTUM LJÓST, að fullyrðingar Göbbels og Dietrichs og ann ara útbreiðslufrömuða þriðja ríkisns, eru blekking- ar einar, til þess eins gerðar að draga stríðið á langinn og ef til vill skapa sér viðunan- legri friðarskilmála en ella, ef bandamenn skyldu þreyt- ast á leiknum, en það er lítt hugsanlegt. SIEG HEIL-ÖSKRIN munu brátt heyra fortíðinni til og kúgun nazismans í Evrópu verður brátt eins og löngu liðin martröð, sem menn munu reyna að gleyma um leið og reynt verður að skapa betri og réttlátari heim. Orð eins og „Lebensraum,“ „Neu ordnung“ og „Macht ist Recht“ munu hverfa úr orða bókum siðmentaðra manna og aðeins geymast í hugskoti fornfræðinga, sem munu kenna mönnum, að til þess eru vítin að varast þau.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.