Alþýðublaðið - 12.02.1944, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 12.02.1944, Blaðsíða 2
ALÞYÐUBLAÐIÐ Laugardagur 13. febrúar 1944.- Norræim stfideDtagarðnr í Khöfn. Fjárhagsáætlun Reykjavíkur: Ihaldlð vill hafa hátekjarnar og eigna- ankningnna fitsvarsfrjálsa eins og áðnr. Tillaga Alþýðuflokksins um nið* urjðfnunina var felld af því — kommúnistarnir sátu hjá. Tillagan um að ieggja allan stríðsgróða- skattinn í framkvæmdasjóð einnig felid Krisuvikurvenurinit: Tiliögnnni nm 2 millj króna fjðrveitingnna visað til 2. nmræðn. Þessi mynd er af nýjum stúdentagarði, sem reistur hefir verið í Kaupmannahöfn. Var hann gefinn af diönsku fyrirtæki 1941. Les- ið grein á öðrum stað í blaðinu. Fjrsti vlðræðafnndir verka maana og atvinnurekenda. Dagsbrún svarar bréfi, sem henni hef- ir borizt frá Vinnuveitendafélaginu. STJÓRN DAGSBRÚNAR og 14 manna aðstoðarnefnd hennar og stjórn Vinnuveitendafélagsins komu sam- an á fyrsta samræðufund sinn í gær kl. 2.30, en af þeim fundi eru engar fregnir. 1 fyrradag barst stjórn Dags- brúnar bréf frá Vinnuveitenda- félaginu og mótmælir Vinnuveit endafélagið þar kröfum Dags- brúnar. Bréfinu lýkur með þessum orðum: „Þó vér, eins og sést að fram- anrituðu, lítum svo á sem þér í nefndu bréfi yðar hafið ekki borið fram nokkra réttmæta á- stæðu fyrir kauphækkunarkröf- um yðar, viljum vér ekki skorast undan að eiga við yður viðtal um málið, og mælumst því til þess að þér 'komið á fund með oss í skrifstofu vorri, Vonar- stræti 10, hér í bænum föstu- daginn lil.öþ. m., kl. 2 Vá e. h. Stjórn Dagsbrúnar svaraði samdægurs þessu bréfi stjórnar Vinnuveitendafélagsins og fer bréf Dagsbrúnar í heild hér á eftir: „Stjórn Vinnuveitendafélags íslands, Reykjavík. Vér höfum móttekið bréf yð- ar, dags. 9. febrúar 1944, þar sem þér svarið bréfi voru frá 3. febrúar 1944. Vér teljum svar yðar furðu gegna, einkum með tilliti til undirtekta yðar við hinar rétt- látu breytingar á grunnkaupi er felast í samningsuppkasti því, er yður var afhent þann 4. þ. m. Munum vér i stuttu máli taka framburð yðar hér til athugunar. 1. Þér fullyrðið í bréfi yðar, að með samningi vorum frá 22. ágúst 1942, hafi dagkaup verka- manna hækkað um 54% — 54 af hundraði og gangið út frá 9 stunda vinnu að jafnaði á dag. Vér lítum á þessa málsmeð- ferð af yðar hendi svo óvand- aða og á svo' villandi forsendum byggða, að ekki verður unnt að rökræða málið á þeim grund- velli. Þér sem samningsaðili vor mættuð það gerzt vita, að dag- vinna telst, samkvæmt gildandi samningi vorum, 8 stundir en ekki 9 stundir, og að þegar um er að ræða hækkun á dagkaupi, er það út í loftið að byggja á einhverjum vissum fjölda yfir- Dagsbrún: Sátlasemjari mun reyna að koma á samkomulagi. C ÁTTASEMJARI ríkis- ^ ins Jónatan Hallvarðsson mun vera í þann veginn að bef ja samkomulagsumleitanir xnilli Dagsbrúnar og Vinnu- veitendafélags íslands. Samtalsfundur þessara að- ila í gær, sem var fyrsti fund- ur þeirra bar engan árangur annan en þann að aðilar urðu sammála um að svo mikið bæri á milli að óþarft væri fyrir þá að ræðast við með þessum hætti. vinnutíma. Enda munu fulltrú- ar vorir á vinnustöðvunum fá tækifæri til þess að skýra yður frá viðhorfi sínu til þessa máls. Ef farið væri eftir reglu yðar við útreikning hækkunar á dag- kaupi, væri ekkert auðveldara en að finna út mörg hundruð prósent hækkun með því einu að bæta við fleirum og fleirum eftir- og næturvinnutímum, sem eitthvert óvenjulegt ástand kynni að skapa. Vér skiljum þennan mál- flutning yðar á þann veg, að þér séuð að reyna að fá oss út í umræður um fráhvarf frá 8- stunda vinnudeginum og enn- fremur sem ríka tilhneigingu af yðar hálfu til þess að þurrka út öll mörk dagvinnu, eftir- vinnu og næturvinnu, en það minnir alltof óþægilega á kjör verkamanna, eins og þau voru fyrir hartnær fjörutíu árum, er félag vort var stofnað. En að ræða nýjan samning á þessum grundvelli yðar er auðvitað fásinna, enda höfum Frh. á 7. síðu. FJÁRHAGSÁÆTLUN Reykjavíkurbæjar var endan- lega afgreidd á bæjarstjórnarfundi í fyrrinótt kl. 4.30. Meirihluti bæjarstjórnar hélt fast við fyrri stefnu sína. Hann felldi tillögur Alþýðuflokksins um að útsvörin skyldu fyrst og fremst lögð á hátekjurnar og eignaaukninguna. Þá var og felld tillaga Alþýðuflokksins um að leggja 3,5 milljónir króna í framkvæmdasjóð. En samþykkt var að leggja það af stríðsgróðaskattinum sem yrði fram yfir 1 milljón í sjóð- inn. Samþykkt var og tillaga Alþýðuflokksins um að leggja í framkvæmdasjóðinn, auk þess sem umfram yrði 1 milljón af stríðsgróðaskattinum, það sem ónotað kynni að verða af fé áætluðu til framleiðslu'bóta og atvinnuaukninga. Þá var og samþykkt að áætla 500 þúsundir kr. til undirbúnings bú- reksturs til framleiðslu barnamjólkur og hagnýtingar jarð- eigna bæjarins. Til bæjarráðs var vísað til- ögu Jóns Axels Pétúrssonar um lánveitingar til sjómanna til kaupa á fiskiskipum og tillög- unni um lóð Hótel ísland. Til byggingarmálanefndar var vís- að tillögunni um rannsókn á því hvað kosta myndi að byggja hús með 50—75 eins og tveggja her- bergja íbúðum. En felldar voru tillögurnar um bæjarrekstur strætisvagnanna og 50 þús. kr. fjárveiting til stofunar dagpen- ingasjóðs innan Sjómannafélags ins, Dagsbrúnar og „Framsókn- ar“. Aákin claffheimili Syr- ir hiirn. Eftirfarandi tillaga, sem Soffía Ingvarsdóttir bar fram, var samþykkt með 8 atkvæðum gegn 2: „Bæjarstjórn Reykjavíkur á- kveður að verja megi allt að 100 þús. krónum til þess að stofna dagheimili fyrir börn í þeim hverfum bæjarins þar sem slík heimili eru ekki fyrir, eins og t. d. í vestanverðu Höfðahverfi, Laugarneshverfi og Grímsstaðaholti. Leitað verði stamstarfs við Barnavinafélag- ið Sumargjöf — og dagheimilin rekin undir þess stjórn.“ Ankin tr|áræht inican bæjai'ins. Þá bar Soffía Ingvarsdóttir einnig fram eftirfarandi tillögu, sem var samþykkt: „Bæjarstjórn Reykjavíkur samþykkir að verja af óviss- um útgjöldum bæjarins 20 þús. kr., til að efla trjárækt til skjóls og prýðis í bænum. Skal leitað til skólastjóra barna- og unglingaskólanna í Reykjavík um að fá ungmenni til að gróð- ursetja trjáplöntur í skemmti- görðum, torgum, við opinberar byggingar og víðar. Unnið skal að þessu í sambandi við garð- yrkjuráðanaut bæjarins og Skógræktarfélag íslands.“ Reykjavfknrbær ocj rekstnr kvikmynda- hásanna. Auk þeirra tillagna, sem nú hefur verið getið, og sagt var frá í blaðinu í gær, að náð hefðu samþykki, bar Árni Jóns- son fram eftirfarandi tillögu, sem var samþykkt með 8 at- kvæðum gegn 4: ..Bæjarstjórn ályktar að kjósa 5 manna nefnd til að at- huga, með sérstöku tilliti til revnslu Háskólans af rekstri kvikmyndahúss, hvort tekjur bæjarins af rekstri kvikmynda- húsa í eigu einstakra manna. séu hæfilegar. Jafnframt sé nefndinni falið að athuga, hvort allri aðgöngumiðasölu að k'^kmyndahúsum bæiarins sé ekki bezt fyrir komið í höndum bæjarins." Árni Jónsson skvrði frá því, er hann bar fram þessa tillögu að upplýst hefði verið að ágóði Tiarnarbíós hefði numið um 400 þúsundum króna. „Þetta hús hefur 387 sæti — og hefur það því grætt 1000 krónur á hverju sæti, eða vel það. Hér í bænum eru tvö önnur bíó. Ann- að þeirra hefur um 500 sæti, en hitt um 600 sæti. Bæði hafa því um 1100 sæti. Tjarnarbíó hefur öll sömu útgjöld og þessi tvö bíó, nema hvað það greiðir ekki útsvar né skatt. Ánnað bíóið greiðir 50 þús. kr. í út- svar og hitt 65 þús. kr. En gróði þessara fyrirtækja nemur, ef dæma má eftir útkomunni hjá Tjarnarbíó um 1,1 milljón króna! Finnst bæjarstjórn ekki að 'hér sé mál, sem þurfi at- hugunar við?“ Nær allir styrkir, sem félög og félagasamtök njóta, voru hækkaðir að verulegu leyti. Hjónaefni. Nýlega hafa opinberað trúlofun sína ungfrú Sigrún B. Ólafsdóttir, Reykjanesbraut 1, og Hilmar E. Guðmundsson, Frakkastíg 24 B. Áheit á Strandarkirkju. Kr. 10.00 frá H. P. Hafnarfjarðarkirkja. Messað á morgun kl. 2, sr. Garð- ar Þorsteinsson. E| INGSÁLYKTUNARTIL- LAGAN um tveggja millf ón króna fjárveitingu til lagn- ingu Krísuvíkurvegarins nú á þessu ári, til viðbótar því fé, sem veitt er á fjárlögum ársins 1944 til sama vegar, var til fyrri umræðu í sameinuðu þingi í gær. Emil Jónsson og Sveinbjöm Högnason mæltu með tillögunni. Ingólfur á Hellu bar sig upp undan því að hafa ekki átt þess kost að gerast meðflutninigsmað ur tillögunnar. Gísli Sveinsson og Eiríkur Einarsson, sem báðir tóku til máls hliðruðu sér sem allra mest hjá að taka afstöðu með eða móti málinu. Hjá Gísla varð þó vart greinilegrar andúð ar í garð þessara framkvæmda. Umræðunni lauk í gær og var tillögunni vísáð til 2. umræðu og fjárveitingarnefndar. Sig- urður Bjarnason frá Vigur greiddi einn þingmanna atkvæði gegn því, að tillagan gengi til. 2. umræðu. Fisksölflsamningani- ir og fitgerðarkesti- aðiinn. FISKIÞINGIÐ hefur gert eftirfarandi samþykkt út af fisksölumálunum: „Fiskiþingið skorar á stjórn Fiskiféiagsins að hún hlutist til um, við núverandi samninga- nefnd fisksölusamninganna, að fullt tillit verði tekið til hækk- unar á útgerðarkostnaði, sem orðið hefur síðan síðasti fisk- sölusamningur var gerður. Enn fremur sé reynt til hins ítrasta, að í hinum nýja samningi, sé tekið til greina ef dýrtíð og út- gerðarkostnaður eykst á samn- ingatímabilinu, og að það at- hugist ársfjórðungslega.11 Samningar um kjðr á fogbátum og ílutn- ingaskipum undirrtf- aðir í gærkveldi. SAMNINGAR voru undirrit- aðir hjá sáttasemjara í gærkvöldi milli sjómannafélag- anna í Reykjavík og Hafnar- firði annars vegar og útgerðar- manna um kjör á bátum með botnvörpu, dragnót, á ísfiskflutn ingum og vöruflutningum inn- anlands, hins vegar. Eru samningarnir að mestu samhljóða kauptöxtum, sem sjó- mannafélögin gáfu út í desem- ber. Mun verða skýrt nánar frá þessum samningum síðar.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.