Alþýðublaðið - 15.02.1944, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 15.02.1944, Blaðsíða 4
4 ALÞTOUBLAÐJP Þriðjudagur 15. febrúar 1944. Önniir grein Árna G. Eylands H u stu rle NÚ mun ég víkja nánar að Krísuvíkurleiðinni og ýmsu í sambandi við hana. Mun ég reyna að sýna fram á, að þeir, sem mest stóryrði nota, til þess að mótinæla vegagerð- inni um Krísuvík, og eins hin- ir, er reyna að tefja framgang málsins með óvirkri andstöðu, eru að berjast vonlausri bar- áttu, eru að berjast við grýlur og vindmyllur, sem þeir þykj- ast sjá, í rökkri þess þröngsýn- is, er gerir vart við sig í þessu máli, en sem ekki eru til í dags- birtu starfslífs þjóðarinnar. Hagkvæmt er að skipta Krísuvíkurleiðinni í þrjá megin kafla, og skulu þeir nefndir í þeirri röð, er ég kýs að ræða þá. 1. Vegurinn af þjoðveginum í Ölvesi að Vogsósum í Sel- vogi 2. Vegurinn frá Reykjanes- braut sunnan við Hafnar- fjörð að Nýjabæ í Krísu- víkurhverfi. 3. Vegurinn milli Vogsósa og Krísuvíkurhverfis. Það mál hvort leggja skuli veg um flatlendi til Selvogs, er í raun og veru miklu víðtæk- ara heldur en svo, að það nái eingöngu til þeirra, sem þar ibúa. Að áhrifamenn leggja út d það að andæfa þess- ari vegalagningu og nefna hana „dellu“, „vitleysu11 o. s. frv., gefur fullt tilefni til þess, að krefja þessa aðila fullra sagna, svo upplýst verði, hvaða sveitir það eru, víðsveg- ar um land, sem þeir vilja af- skipta og leggja í auðn, á næstu árum, með þeim þráfalegu ráð- um, ýmist að úrskurða, að þær þarfnist engra vega, eða að telja hægilegt að þangað séu ruddar slóðir, svo að fært sé, þegar bezt viðrar, með stór- auknum kostnaði um fram það, sem gerist á venjulegum veg- um, jafnvel þótt landslag og vegstæði hindri á engan hátt, að þangað verði lagðir viðun- andi vegir. Þa.ð væri stór fróðlegt fyrir landslýð allan og þó fyrst og fremst þá, er í sveitunum búa, að fá sern fyrst glöggt yfirlit yfir þetta. Þannig væri æski- legt, að þingmenn og aðrir þeir, er mest afskipti hafa af þessum málum, segðu hug sinn allan þar að lútandi, t. d. ríf- legum tíma fyrir næstu kosn- ingar. Leiðin frá austurvegi í Öl- vesi að Vogsósum í Selvogi er 33 km., eftir byggð í Ölvesinu, og um láglendi alla leið. Sel- vogur er veglaus sveit, aðeins hægt að brjótast þangað með bíla, eftir lítt ruddum götuslóð um, þegar þurrast er og bezt til umferðar á sumrin. Allt til þess tíma, er byrjað var á Krísuvíkurvegi, var ytri hluti Ölvesins einnig veglaus, aðeins ruddar götur, bílfærar að sumri til> Nú er búið að legga veg um 12 lcm vestur eftir og þó ekki á byggðarenda í Ölvesi. Þetta er hluti af ,lönguvitleysunni‘, er andstæðingar Krísuvíkurle'iðar- innar kalla hana, og nú má um fram allt ekki halda þeirri vit- leysu áfram og koma Selvogi í vegasamband við aðrar sveitir sunnanlands. Selvogur er eina sveitin á hinu víðlenda Suður- landsundirlendi, sem er alger- leg veglaus og nýtur í raun og veru einkis góðs af vegakerfi þessa landshluta. Hver óhæfa þetta er, og hve merkilegt það er, að slíkt skuli geta átt sér stað, jafnvel áratugum eftir að allar aðrar sveitir á undirlend'- inu eru komnar í sæmilegt vegasamband, sést enn betur, ef það er athugað, að í Selvogi er þannig ástatt um landgæði að framtíð sveitarinnar og veru legs hluta af Ölvesinu veltur alveg á því, að Selvogsbúum verði gert kleift að breyta mjög mikið um búnaðarháttu frá því, sem verið hefir. Draga saman sauðfjárræktina, en auka mjólk urframleiðslu og garðrækt, en fyrir kartöflurækt eru senni- lega betri skilyrði í Selvogi en í nokkúrri annarri sveit á land- inu. Ekki dettur mér í hug að neita því, að búseta í landinu þurfi að breytast frá því sem nú er, og að einhverjar sveitir eða hverfi verði að leggjast í eyði. Það er ekkert við því að segja, en þegar um slíkt er að ræða, er það sjálfsögð skylda, að gánga hreint að verki, flytja fólkið, ef þið vill, og bjóða því lífsskilyrði, þar sem byggð á að haldast, og umfram allt þarf fólkið á ,,dauðadæmdu“ svæð- unum að fá skýrt að vita, að þar sé einkis að vænta frá hendi þjóðfélagsins, af framtíð ar framleiðslu-þægindum. En það tel ég lélega ráða- breytni þingmanna og annarra leiðandi manna og litla þjóð- mála snilli, að svelta fólkið inni eins og melrakka í greni í sveitum, sem geta verið góðar og lífvænlegar, ef þeim er rétt- mætur sómi sýndur, með því að neita þeim um vegi, þar sem auðvelt og eðlilegt er að leggja þá, af þeirri ástæðu einni, að það er „flokksmál", eða tilfinn- ingamál einhverra fagmanna, að um slíkar slóðir þurfi ekki bættar samgöngur. Læt ég nú útrætt um þenn- an kafla Krísuvíkurleiðarinn- ar, og vona að þingmenn þeir, sem eru fulltrúar bænda Suður landsundirlendisins, segi fyrst og bezt til um það, hvort leggja skuli Selvog í eyði, eða leggja jafngóðan veg þangað eins og um aðrar sveitir Árnes- sýslu. Ef hið fyrra verður ofan á, í hug þeirra 'og málaflutn- ingi, ber þeim að bera fram auðnarrökin, og þá veruð upp- lýst um leið, hvers þessi sveit og þessi vegur hefir átt að gjalda undanfarin 10—20 ár. Þá skal vikið að' veginum frá Reykjanesbraut til Krísuvíkur hverfis. Þessi vegalengd er 23,3 km., en 14 km. eru fullgerðir af leiðinni, og þar að auki búið að undirbúa 1,5 km. hjá svo- kölluðum Stöpum við Kleyfar- vatn, suðaustan við Sveiflu- háls. Þótt hinn lagði vegur endi við Kleyfarvatn eins og botn- langi, hefir hann verið tölu- vert notaður, sérstaklegá síðast liðið sumar. Sú notkun er raun- ar sérstæð, en vafalaust hefði hennar verið að einhverju get- ið, ef vindur hefði staðið öðru- vísi í sum segl á þjóðarskút- £U|)í)5nklaMð Otgefandi: AlþýSuflokkurinn. EUtstjóri: Stefán Pétursson. ' Ritstjórn og afgreiðsla í Al- þýðuhúsinu við Hverfisgötu. Símar ritstjórnár: 4901 og 4902. Símar afgreiðslu: 4900 og 4906. Verð í lausasölu 40 aura. Alþýðuprentsmiðjan h.f. Jrððflikenirdagar inn neð birtn og yl‘ MORGUNBLAÐIÐ var óupp litsdjarft á sunnudags- morguninn. Það skýrði frá því eins laumulega og unnt var, að ekki mundi standast síðasta á- ætlun um aukningu Ljósafoss- stöðvarinnar. Því er enn frest- að um mánuð, að aujkningin komi til nota fyrir bæjarbúa. Lengi vel fullyrtu hlutað- eigandi yfirvöld, að viðbótar- virkjunin að Ljósaíossi mundi fullbúin til afnota um síðustu áramót. En þegar leið að ára- mótunum, var áætlunin færð fram um einn mánuð. Aukning- unni var lofað um mánaðamót- in janúar—febrúar, í allra síð- asta lagi. Þá átti myrkrið og kuldinn í híbýlum bæjarbúa að þoka fyrir birtu og yl frá náðar- sól valdhafanna í Reykjavík. Nýja vélasamstæðan að Ljósa- fossi yrði tekin til afnota þá. Myrkrið í íbúðum Reykvíkinga mundi víkja fyrir skjannabirtu frá orkuverinu við Sog. Hús- mæður gætu harmkvælalaust eldað mat handa heimilisfólki sínu. Hitaveitan mundi ekki framar verða að kuldaveitu vegna skorts á rafmagni. Verk- smiðjurekstur og iðnaður í bænum gæti nú loks komizt í viðunandi horf. Þetta voru sældartímar, sem áttu að renna upp að liðnum janúarmánuði. Myrkrið, kuld- inn og hin margvíslegu óþæg- indi, sem fylgdu í kjölfar skorts ins á rafmagninu hurfu eins og dögg íyrir sólu. Jafnvel meira en lítil vandræði með hitaveit- una í janúarmánuði megnuðu ekki að hrella almenning til verulegra muna. Tilhlökkunin yljaði fólki og vonin lýsti upp í svartnætti næturinnar eins og bálandi kyndill, þegar Sogs- virkjunin hætti með öllu að lýsa upp bæinn. — Þetta var þreyttum að þola. — Að enduðum janúarmanuði væri þrengingartímabilið á enda, og ný öld, öld birtu og hlýju, rynni upp í Reykjgvík. Það tók því ekki einu sinni að mögla úr því sem komið var. * En Adam var ekki lengi í Paradís. Þegar leið á janúar- mánuð var gefin út ný dag- skipun: Rafmagnið kemur mán- uði síðar en við var búizt. Við- bótarvirkjunin að Ljósafossi verður ekki tilbúin fyrr en um mánaðamótin febrúar—marz. Verkið gengur seinna en til var ætlazt. Hafið þolinmæði enn um stund! Allar þrautir taka enda um síðir! Og Reykvíkingar biðu. Það var ekki möglað svo teljandi væri. Aðeins öfárir menn, sem ekki gátu fellt sig við að verða að una hlutskipti Hólmfasts, létu í Ijós óánægju og von- brigði. Svo kom 12. dagur febrúar- mánaðar. Engan grunaði annað en þetta væri „síðasti mánuð- urinn“. Engum datt í hug að efast um, að við lok þessa mán- aðar yrði myrkrið gert útlægt úr Reykjavík. En einmitt þessi dagur var til þess, kjörinn að verða dagur hinna miklu von- brigða: Steingrímur Jónsson, rafmagnsstjóri í Reykjavík gaf þá yfirlýsingu, að ,,lausninni“ væri enn frestað um einn mán- uð. Viðbótarverkjunin við Sog yrði ekki tilbúin til notkunar fyrr en 8. apríl 1944. Og nú brá svo við, að það lá alveg ljóst fyrir, hvað töfina orsakaði. Það vantaði tvo sér- fræðinga í uppsetningu véla frá Ameríku. Bæjarráð brá við J skjótt og samþykkti heimild til i handa rafmagnsstjóranum að fá senda með flugpósti frá Ameríku tvo sérfræðinga. En hvað skyldi vanta, þegar líður fram í marzmánuð? Skyldi það ekki verða eitthvað, sem blessaður rafmagnsstjór- inn hefir þurft jafn langan tíma til að átta sig á eins og vöntuninni á sérfræðingunum? Við bíðum og sjáum hvað setur. i ð i r. v unni, viðvíkjandi framhaldi vegarins, en raun hefir viljað á verða. Það eru um 8 km. vegur, sem eftir er að leggja ,til þess að vegarsamband sé fengið við eitt mesta jarðhitasvæði landsins, til þess að hann endi í miðju graslendi Krísuvíkurhverfisins, sem mun vera álitlegasta sam- hangandi graslendi á öllum Reykjanesskaganum. Á þessari leið er sá mikli tálmi, að sprengja þarf mjög mikið af móbergsklöppum á 470 m. svæði. Ennfremur mun í ráði að sprengja veginn niður í 400 m. klapparhrygg á Innri-Stapa, sem vart mun þó hægt að segja að sé af nauðsyn gjört. Hvernig hyggjast þeir þjóð- málamenn að haga búsetu á landi hér, er fram líða stundir, og hverja framtíð hafa þeir hugsað þjóðinni, sem telja að það sé „della“ og „hringavit- leysa“ að fullgera þennan veg til Krísuvíkur -— leggja 8 km. vegarspotta til þess að opna í- búum höfuðstaðarins, Hafnar- firðingum og öðrum er vilja leið að einu almesta og álitleg- asta hitasvæði landsins, sem er algerlega ónumið, í 33—34 km. fjarlægð frá Reykjavík og 23 —24 km. fjarlægð frá Hafnar- EGAR það spurðist, að samkomulagsumleitanir væru hafnar á Álþingi um af- greiðslu skilnaðarmálsins, var því fagnað af öllum hugsandi og velviljandí mönnum, sem á- vallt hafa lagt áherzlu á nauð- syn þess, að þjóðin stæði ein- huga um löglega og sómasam- lega lausn þess máls. En af hálfu kommúnista hefir hvað eftir annað hin megnasta óá- nægja verið látin í ljós yfir sam komulagsumleitununum í skiln aðarmálinu, og má nokkuð á því marka, hve mikil alvara þeim hefir verið með öllu skraf- inu um nauðsyn þjóðareiningar í því. Síðast á sunnudaginn skrifaði Þjóðviljinn: „Einsdæmi mun það vera, að alþingi láti það viðgangast að ör- fáir þegnar þjóðarinnar tefji mál sem þegar hefur verið ákveðið hvernig og hvenær skyldi leyst, og þar sem vitanlegt er að þjóðin öll stendur á bak við þær ákvarðanir sem gerðar hafa verið, að undan- •teknum þessum örfáu sem alltaf finnast meðal hverrar þjóðar þeg- ar á reynir. * *— Og þetta einsdæmi skeður nú ð því herrans ári 1944 í stærsta máli íslendinga, sem varðar frelsi þeirra og fullveldi. Vissulega hefði verið ánægju- legast að hver einasti íslendingur væri jákvæður aðili við afgreiðslu slíks máls, en fyrst einhverjir kjósa að vera ekki með, þá verður án þeirra og eins og ekkert hafi í skor ist að leysa málið. Menn verða að gera sér ljóst að allt dekur og undanlátssemi við undanhalds- mennina í sjálfstæðismálinu er bein ræktun á skemmdarstarfsemi innan þjóðfélagsins. Hér er ekki um nein formsatriði eða la^aleiðir að ræða, eins og lát ið er í veðri vaka af hálfu undan- haldsmanna, heldur hitt hrein- skilnislega sagt að þeir vilja ekki sambandsslit við Dani. Það er mergurinn málsins, og þess vegna er ekki neitt við þá að tala frek- ar en húsbændur þeirra við Eyr- arsund-“ f; iKltfÍ Aæglýsinpr, sem birtast”eiga í Alpýðublaðinu, verða að vera komnar til Auglýs- ingaskrifstofunnar í Alþýðuhúsinu, (gengið inn frá’ Hverfisgötu)] fyrlr 61. .7 að kvðML SíibbI 49M. firði? Og um leið vinnst það, ef svö hátt er reist, að ljúka við þessa 8 km., að opna Hafnfirð- ingum, eða öðrum landnáms- mönnnum, aðgang að all miklu og gróðurgóðu ræktunarlandi. Þótt það sé raunar ekki mikið móts við það, sem víða er ann- ars staðar á landinu, er það mjög mikilsvert eftir því, sem Hafnfirðingar geta átt völ á. Hvað sem öllum austurleið- um líður, er ekki aðeins rétt, heldur sjálfsagt að leggja veg til Krísuvíkur. Ekki veit ég hvort heldur segja skal að mik- il sé vantrú þeirra manna á lán og leiðir þjóðarinnar, eða að mikil sé trúmennska þeirra við Framhald á 6. síðu. Þessi ummæli gefa mönnum ofurlitla hugmynd um, hvað kommúnistar muni hafa lagt til þeirra samkomulagsumleit- ana um skilnaðarmálið, sem fram hafa farið. Fyrir hálfnm mánuði, þegar þær samkomu- lagsumleitanir voru að hefjast skrifuðu þeir stór orð í blað sitt um það, að ekki skyldi verða talað við Dani, að ekki skyldi talað við konunginn og að ekki skyldi verða skeytt um upp- sagnarákvæði sambandslaga- sáttmálans. Hér er því við bætt, að ekki eigi heldur að tala við þær þúsundir íslendinga, sem gert hafa kröfu tií þess, að lög-> legar og sómasámlegar leiðir yrðu farnar við sámbandsslitin. Ef kommúnistar hefðu feng- ið að ráða, hefði það visslega ekki verið gert, en í Þjóðvilj- anum því oftar verið talað um föðurlandssvikara í framtíðinni. Það var sú „lausn“ skilnaðar- málsins, sem kommúnistar vildu fá. Þeirra ráð eru alltaf eins. * L Þjóðviljinn skrifar á sunnu- daginn: „Afturhaldið í heiminum óttast afleiðingar Teheran-ráðstefnunnar. Það hatast við samstarf Bandaríkj- anna, Bretlands og Sovétríkjanna í stríði og friði. Það vill nú stríð: stéttastríð og landvinningastríð." Við lestur þessara orða kem- ur sú spurning fram í huga, hvort Þjóðviljinn sé vitandi vits að gera gys að sjálfum sér? Því hver í röðum bandamanna hefir heimtað landvinninga í þessú stríði nema Rússland? Það hefir, eins og allir vita, þeg- ar gert kröfu til þess að fá öll Eystrasaltslöndin og um það bil helminginn af Póllandi. Væri ekki hyggilegra fyrir Þjóðvilj- ann að fara sem gætilegast í það, að brígzla ,,afturhaldinu“ um landvinninga fyrirætlanir í stríðinu, meðan sjálft átrúnað- argoðið hans, Rússland, hefir ekki hreinni skjöld í þeim efn-

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.