Alþýðublaðið - 15.02.1944, Blaðsíða 7

Alþýðublaðið - 15.02.1944, Blaðsíða 7
S»riðjudagur 15. februar 1944. Næturlæknir ér í nótt í Lækna- rarðstofunni, sími 5030. Næturvörður er í Iðunnarapó- fcki. Næturakstur annast bifreiða- ®töðin „Hekla“, sími 1515. ÚTVARPIÐ: 12.10—13.00 Hádegisútvarp. 15.30—-16.00 Miðdegisútvarp. 18.30 Dönskukennsla, 2. fl. 19.00 Enskukennsla, 1. fl. 19.25 Þingfréttir. ■ 20.00 Fréttir. 20.30 Erindi: Sálkönnun, I (dr. Símon Jóh. Ágústsson). 20.55 Hljómplötur: Rússneskir söngvar. 21.05 Tónleikar Tónlistarskólans: Trío í a-moll, Óp. 50, eftir Tschaikowsky. 31.50 Fréttir. Segja upp samningum. Á fundi skipstjóra- og stýri- mannafélags Reykjavíkur, sem haldinn var 10. þ. m., var sam- þykkt að segja upp samningi við Félag Mnuveiðaskipa og fiskflutn- ingaskipá, um kaup og kjör skip- stjóra og stýrimanna á skipum þess félags, dag. 18. febrúar 1943, en sem gilda átti frá 1. nóv. 1942. Á sama fundi var samþykkt á- skorun til Farmanna- og fiski- mannasambands íslands, um að gangast fyrir almennum umræðu- fundi meðal sjómanna um örygg- ismál sjófarenda. Fundurinn skor- aði á alþingi að samþykkja til- lögur F. S. í. og Alþýðusambands íslands um nefndarskipun til end- urskoðunar laga og reglugerða um ©ryggi á sjó. Þá voru og önnur ör- yggismál sjófarenda tekin til með- ferðar. íslenzkir sagnaþættir og þjóðsög- sögur IV. eftir Guðna Jónsson magister kom út í gær. Rauðar stjörnur heitir ný bók, er út kom í gær. Er hún rituð af Jónasi Jónssyni frá Hriflu og fjallar um ýmsa við- burði í þjóðmálum. Áheit á Strandarkirkju. Kr. 4.00 frá S. Vestfirðir. í samtali því er blaðið birti í fyrradag við Helga Hannesson eru tvær meinlegar prentvillur á 7. síðu, sem leiðréttast hér með: Fyrri málsgreinin er þannig xétt: „Þar á Suðureyri og Flateyri er mikill hugur í mönnum að bæta við skipastólinn og treysta þeir aðstoð þingmanns síns óskiptir í íþeim efnum.“ Og síðari málsgrein- 'in: „Uppstaða fregnanna, venjulega gamla íhaldshatrið á ísafirði og í- vafið þörfin á því að beina hugum rnanna frá rafmagns- og hitaveitu- málum höfuðstaðarins. Finnbogi Arndal gjaldkeri Sjúkrasamlags Hafn- arfjarðar átti 30 ára starfsafmæli í gær. 14. febrúar 1914 þegar Sjúkrasamlag Hafnarfjarðar var stofnað var hann ráðinn gjaldkeri þess og hefir hánn gegnt því starfi síðan. Sjómannasamningarnir. Á einum stað varð villi í frá- sögninni af samningi uni kjör sjó- manna á vélbátum. Upphaf 1. gr. er á þessa leið: „Af heildarafla skipsins (brúttó) greiðist skipverj- um 35% % .... “ STÚKAN ÍÞAKA. Fundur í kvöld. Br. Árni Sig- urðsson, fríkirkjuprestur flytur erindi. K4K>-KHKHK*KHh ÚfbreiðiS Alþýðublaðið. í^KHKHKHKHKHK Hæstaréttardómnr At af hnsnæði. Leigjaodl dæmdnr út úr hús- næði Þvi, sem hann hefur haft | G Æ R var kveðinn *■ upp í hæstarétti dómur í húsnæðismáli. Féllst dóm- urinn á álit húsaleigunefndar og nam uppkveðinn úrskurð úr gildi. í niðurstöðum og dómi hæsta- réttar segir: Áfrýjandi, sem skotið hefir máli þessu til hæstréttar með stefnu 22. des. f. á., krefst þess, að hinn áfrýjaði úrskurður verði úr gildi felldur og honum dæmur málskostnaður úr hendi stefnda í héraði og fyrir hæsta- rétti eftir mati dómsins. Stefndi, Ólafur Jónsson, hefir krafizt staðfestingar úrskurðar fógeta og málskostnaðar úr hendi áfrýjanida fyriú hæsta- rétti eftir mati dómsins. Áfrýjandi, Ásta Hallsdóttir, hefir til íbúðar 2 herbergi og eldhús á neðri hæð húss síns nr. 34 við Vesturgötu og 2 her- tbergi á efri -hæð. Eru öll her- ibergin lítil og þó sérstaklega þau, sem eru ó efri hæð. Á heim ili iáfrýjanda eru Gunnar son- ur hennar ásamt konu -sinni og ibarni, iþrír aðrir synir hennar, 10, 16 og 23 ára að aldri, allir iskólanemar svo og starfsstúlka. Samkvæmt þessu taldi húsa- leigunefnd, að ó-frýjandi hefði ibrýna þörf á húsnæði stefnda og verður að fallast á þann skilning nefndarinnar. Ber því að f-ella hinn -áfrýjaða úrskurð úr gildi og leggja fyrir fógeta að framkvæma útburðargjörð- ina. Eftir þessum úrslitum þykir rétt, að stefndi greiði áfrýjanda kr. 300.00 í málskostnað fyrir hæstarétti. Því dæmist rétt vera: Hinn áfrýjaði úrskurður er úr gildi felldur og ber fógeta að framkvæma útburðargerð þá, sem krafizt er.. Stefndi, Ólafur Jónsson, greiði áfrýjanda, Ástu Halls- dóttur, kr. 300.00 i málskostnað fyrir hæstarétti. Dóminum ber að fullnægja að viðlagðri aðför að lögum. Veiðarfæraskortur. Frh. af 2. síðu. ♦ þess til dæmis, að Bandarikja- menn hefðu selt hingað talsvert af vélum í byrjun ófriðarins, en venjan væri sú, að neitað væri um varahluti í þessar vél- ar. Taldi Finnur Jónsson furðu- legt ef ekki væri hægt að koma Bandaríkjamönnum í skilning um það, að fiskframleiðslan, sem þeir sjálfir viðurkenna að sé þeim nauðsynleg, hlyti að bíða stórkostlegan hnekki ef þessu héldi áfram. Viðskiptamálaráðherra svar- aði og kvað ríkisstjórnina hafa reynt eftir mörgum leiðum að fá úr þessu bætt, en innflutn- ingur á hampi hefði verið skor- inn niður í stað þess að auka hann. Sagði v.iðskiptamálaráð- herra ennfremur, að nú væri verið að reyna að fá úr þessu bætt eftir stjórnmálaleiðum, en enginn árangur hefði enn orðið af þessum tilraunum. Einnig tóku til máls um þetta efni: Pétur Ottessen, Eysteinn Jónsson og Lúðvík Jósefsson og brýndu þeir allir fyrir stjórniinnji að tgera allt, sem unnt væri til þess að fá úr þesgum vandræðum bætt. iBœrinn í dag. ftLPTOUBLAÐlÐ Sjóður Dvalarheimilis sjómanna er nú um Frá aðalfundi fuIStrúa rá8s sjómanna dagsins. Hjartans þakkir fyrir alla auðsýnda hluttekningu og vinar- þel við andlát og útför, mannsins míns, föður og tengdaföður Guðmundar Bjarnasonar, frá Stykkishólmi. Hjörtfríður Elísdóttir, börn og tengdaböm. ÐALFUNDUR Sjomannæ dagsráðsins í Reykjavík og Hafnarfirði var haldinn að Hótel Borg miðvikudaginn 8. febrúar s. 1. í Sjómannadagsráðinu eru nú fulltrúar frá 13 félögum sjó- manna í Reykjavík og Hafnar- firði og bættist eitt við á Aðal- fundinum, Mótorvélstjórafélag íslands. Hvert félag tilnefnir 2 fulltrúa og voru flestir fulltrú- arnir mættir á fundinum. Áður en gengið var til dagskrár minntiist f-ormaður hinna miklu -sjósly-sa og aðstandenda þeirra sem fórust en fundarmenn heiðr- uðu minningu hinna látnu með því að standa upp. Á fundinum gaf stjórnin ýtar lega skýrslu um störfin á árinu og lagði fram endurskoðaða reikninga. Hreinar tekjur af síð- asta sjómannadegi og starfsemi Sjómannadagsráðsins síðasta r-eikningsár, námu 51,575,90, en eignir SjómannadgsÍns í höfuð- stólsreikningi nema nú 106,646,69 krónum. Af því er hrein peningaeign um kr 90,000,00, en allur hagnaður af starfsemi Sjómannadagsráðsins, umfram það sem þarf til rekst- urs sjómannadgs starfseminnar, á að renna til hins fyrirhugaða Dvalarheimilis fyrir aldraða sjó menn, þar að auki hefir svo gj aldkeri F j ársöf nunamef ndar Dvalarheimilisins meðtekið um 550,000 krónur í gjöfum og áheit um til hins fyrirhugaða heimilis og af -því fé hefir 360,000 krón- um verið komið fyrir í opinber- -um verðbréfum til skamms tíma. Þá hefir og Sjómannadagsráð ið varðveizlu á kr. 10,314,46, sem íslenzkir -útgerð-armenn gáfu til fyrirhugaðrar Sjómanna stofu í Fleetwiood, sem ekki hefir ennþá verið ráðstafað. Sjómannadagsráðið vottar dýpsta þakklæti sitt öllu-m þeim, sem gefið hafa fé til Dvalarheim ilis aldraða sjómanna og árnaði þeim heilla. Samþykkt var að fresta að láta fara fram hugmyndasa-m- keppni um híð fyrirhugaða Dval arheimili, meðan allt væri í ó- vissu um hvort Lauganesið feng ist undir heimilið, en lögð á- herzlu á að keppa að hinu eftir sótta marki. Fjársönfunarnefnd var þakk- að fyrir slörf sín og var hún öll endurkosin. Þá -hefir Sjómannadagsráðið barist fyrir að komið yrði upp Sjóminjasafni og á tvo fulltrúa í Sjóminjasafnsnefnd. Viðvíkj- andi Sjóminj-asafninu voru eftir- farandi tillögur samþykktar: Aðalfundur Sjómannadags- ráðsins samþykkir að heimila gjaldkera Sjómannadgsráðsins að a-fhenda nú þegar til hins fyr- irhugaða Sjóminjasa-fns íslands kr. 2,630,00, sem eru e-ftirstöðv- ar frá sýningu Sjómanna 1939 og hagnaður af veðbanka í sam- bandi við kappróðra Sjómanna- dagsins. Enda verði peningun- um varið til að hefja skipulagða söfnun á skipa og áhalda eftir- líkingum í ákveðnum innbyrðis hlutföllum, er sýni söguleg-a þró un íslenzkrar sjómenzku frá upp hafi. Og verði þau hlutföll höfð í sem nánasta samræmi við þá líkön, sem nú eru til af togur- ■um og eknsklpum landsmanna. Sömuleiðis samþykkir aðal- fundur Sjómnnadagsráðsins, að lafhenda n-ú þegar sjóminjasafns nefnd, muni þá, sem sjómanna- dagurinn á -frá Sjómannasýning unni, og nema að bókuðu verði kr. 775,00. Ennfremur ley-fir Sjómanna- Leikfélag Hafnarfjarðar: Ráðskona Bakkabræðra verður sýnd , annað kvöld kl 8,30. Aðgöngumiðar í dag frá klukkan 4—? Ath. Ekki svarað í síma fyrsta hálftímann. dagsráðið sér að skora á Bæjar- stjórn Reykjavíkur að undir- strika góðan hug sinn til Sjó- minjasafnsins samkvæmt fyrri samþykkt bæjarstjórnar, og vei-ta nú á þessu ári ríflegum fjárstyrk til Sjóminjasafnsins, og samþykkir Sjómannada-gsráð ið af -sinni hálfu að sú breyting verði gerð á Sjóminjasafnsnefnd að bæjarstjórn fái þar fulltrúa. Þá skorar Sj-ómannadagsráð- ið ó alþingi að auka nú mjög f jár styrk sinn til hins fyrirhugaða Sjóminjasafns, svo nefndin geti látið sjást einhvern árangur af störfum sínum. Samþykkt var á fundinum að gefa út Sjómannadagsblaðið eins og að undanförnu, og vanda útgáfu -þess eftir mætti. Friðrik Halldórsson lofskeytamaður var ráðinn ritstjóri næsta blaðs. Á f-undinum fór fram stjórnar kosning, og var sama stjórn end- urkosin, en hana skipa Henry Hálfdánarson form., Sveinn Sveinsson ritari, Bjarni Stefáns- son Fjölnisveg 4 gjaldkeri. Vara menn: Guðmundur H. oddsson, Jón Kristófersson og Þor-steinn Árnason. Fundarstjóri á fundin- um var Þorsteinn Árnason. Yfirlýsing. Frá stúdentaráði háskól- ans hefir Alþýðublaðinu horizt ef-tirfarandi yfir- lýsing. í BLAÐINU HVÖT, sem S.B.IS. sér um útgáfu á — en ríkið ber kostnaðinn af — hirlist grein eftir Guðmund Sveinsson stud. theol, sem á að vera svar til Stúdentaráðs, við yfirlýsingu þess varðandi út- varpsræðu, sem stúdent þessi flutti á vegum S.B.S. — 30. jan. s. 1. og fræg er orðin. í grein þessari leggur höfund- ur aðaláherziluna á þrjú eftir- farandi atriði: 1. Að hann hafi efcki flutt ræðuna í þeim tilgangi að sverta skólaf-élaga sí-na né háskólann í augum þjóðarinnar. 2. Að -Stúdentaráð hafi með yfirlýsing-u sinni tekið -upp hanzkann fyrir drykkjuskap og óreglu. 3. Að tfyrrnefnda yfirlýsingu Stúdentaráðs sé ekki að marka, því að lögreglan hefir neit- að Stúd-entaráði um yfirlýsingu þess efnis, að skemmtunin hafi farið sómasamlega fram. Við þetta hefir Stúdentaráð eftirfarandi að -athuga. 1. Enginn stúdentaráðsmaður hefir látið þá skoðun upp, að titfgangur Guðm. Sveinssonar með ræðunni hafi verið sá að rýra áli-t háskólas-túdenta eða háskólans með ræðu sinni, enda mun ómögulegt að ráða það af yfirlýsingu Stúdentaráðs. Þar segir, að Stúdentaráði þyki það miður, að háskólastúdent skuli hafa gert sig sekan í þessu en það hefir Guðm. Sveinsson. vissulega gert, og mun það st-afa af því, að hann hefir ekki gert sér ljóst hvernig umtal ræða hans myndi vekja meðal hjóðarinnar. Hér er því skamm- sýni hans um að kenna, en ekki illgirni, og hróflar það í engu við ytfirlý-singu St-údentaráðs. 2. í yfirlýsingunni er enga vörn að tfinna fyrir drykkjuskap og óreglu. iStúdentaráð gerði að- eins þá skyldu sína að verja stúdenta fyrir óréttmætum á- -burði, sem vissule-ga gat verið skaðlegur hagsmunum þeirra og -heiðri. í yfirlýsingunni legg- ur það áherzlu á, að umrædd skemmtun hafi farið það sóma- samlega tfram, -að umvandanir Guðmundar iSveinssonar og safnaðar hans séu ástæðulausar. 'Hvort þessi skoðun -Stúdenta- ráðs á 'skemmtuninni er -réttari -heldur en ummæli G. S. verður hver að gera upp við sig eftir eigin siðfræði. En til þess að skera ótvírætt -úr um hvor að- ilinn hafi á réttu að standa Iþyrfti réttarrannsókn og síðan dóm. 3. Um yfirlýsingu lögregl- unnar er það að segja, að lö- regluþjónarnir, -sem eftirlit höfðu á dansleiknum tjáðu sig fúsa til að votta, að sk-emmt- unin hafi farið mjög vel fram og með ágætum, ef tillit er tek- ið til fólksfjölda. Sitjórn 1-ögregl- unnar, sem ekki var á skemmt- uninni, bannaði rögreglunni að gefa þess-a yfirlýsingu, — ekki vegna þess að þeir rengdu lög- regluþjónana, — heldur vegna þess, að lögreglan hefir aldrei -gefið yfirlýsingu í hliðstæðum tilfellum, og fþví varhugavert að þrjóta þá reglu. Þetta vis-si G. S. mjög vel, og er það því vægast sagt ódrengilegt að núa Stúdentaráði því um nasir, að það væri -á óviðeigandi hátt að iblanda lögreglunni í þetta mál. Viðvíkjandi „Opnu bréfi“ Helga iSæmundssonar um þetta mál í umgelnu eintaki ,,Hvatar“ til formanns Stúdentaráðs, -sér- ráðið ástæðu til að taka það fram, að það stóð sem einn mað- ur að yfirlýsingunni, en stjórn ráðsins var -falið að ganga end- anlega frá henni í samráði við rektor háskólans og koma -henni til 'birtingar í blöðum og út- varpi. í stúdentaráði háskólans: Páll S. Pálsson, Jónas G. Rafn- ar, Bárður Daníelsson, Björgvin Sigurðsson, Einar Ágústsson, 'Gunnar Vagnsson, Guðmundur V. Jósefsson, Björn Þorþjörn- son, Eiríkur Finnþogason. ‘“sk“r \ i hæsta verði. c UúsoagnaviHnDStor > > BaldursgP' \

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.