Alþýðublaðið - 26.02.1944, Page 6
_ ALÞTÐUBLAÐIÐ_______________________
Þjóðræknisþingið í Winnipeg:
Yeglegasta hátíð Islendinga í
Vesturheimi hingað tii.
Richard Beck prófssor endurkosinn for-
seti Þjóðræknisfélagsins í einu hljóði.
Þessum öpum, sem eru í dýragarðinum í Denver í Banda-
ríkjunum, hefir verið gefin þvottavél. Þykir þeim hún ber-
sýnilega vera forlátagripur.
Skíðafélag Reykiavíkur 30 ára.
15 mánaða fangelsi
fyrir skjalafals.
Fafsaði stolið ávís-
anaeyðublað og
seldi úrsmiði það.
C AKADÓMARINN í Rvík
^ kvað upp dóm í gær yf-
ir 26 ára gömlum manni, sem
liafði öðru sinni verið fundinn
sekur um skjalafals. Var
hann dæmdur í 15 mánaða
fangelsi og sviptur kjörgengi
og kosningarétti.
Maður þessi, sem heitir Mar-
teinn Lúter Alfreðsson, til heim
ilis að Syðri Reykjum í Biskups
tungum fór í þessum mánuði
inn í herbergi manns nokkurs og
stal þar úr ávísanahefti á Útvegs
bankann einu eyðublaði og út-
fyllti það með 3000 krónum.
Falsaði hann nafn ávísanaheftis
eigandans undir ávísunina, en
skrifaði síðan tilbúið nafn á bak
hennar.
Að þessu loknu fór hann með
ávísunina í Útvegsbankann og
reyndi að selja hana í bankan-
um, en vegna þess að ekki var
til innstæða fyrir henni fékk
hann hana ekki borgaða. Fór
hann þá með ávísunina til úr-
smiðs hér í bænum, keypti þar
2 úr fyrir samtals 765 krónur.
Greiddi hann úrin með ávísun-
inni og fékk mismuninn greidd-
an í peningum. Eftir að svikin
komust upp skilaði skjalafalsar-
inn aftur úrunum og greiddi
einnig nokkum hluta upphæð-
arinnar.
Var hann svo í gær dæmdur
í 15 mánaða fangelsi, sviptur
kosningarétti og kjörgengi og
gert að greiða úrsmiðnum tjón
hans.
HVAÐ SEGJA HIN BLÖÐIN
Frh. af 4. síðu.
lægð? Ekki vildi Ohurchill í
öllu falli segja, að stríðinu yrði
lokið á þessu ári. En að vísu
fullyrti hann heldur ekkert um
það að því yrði ekki lokið. Það
mun og svo vera, að bezt sé að
fara varlega í það að spá eða að
trúa spádómum, jafnvel þótt
þeir þykist vera eitthvað annað
og vissara, eins og þessi spá-
dómur Max Werners.
A HUGI unga fólksins í
Reykjavík fyrir skíðaí-
þróttinni hefir aldrei verið
eins mikill og nú í vetur.
Skíðafélag Reykjavíkur hefir
farið 1 skíðaferðir um hverja
helgi síðan um áramót og þátt
takan hefir verið um 700.
^ Allt árið 1943 gengu í Skíða
félagið um 100 nýir meðlimir,
en það, sem af er þessu ári
hafa 80 gerzt félagar.
Þetta sama kemur í Ijós hjá
öðrum íþróttafélögum, sem sýna
skíðaíþróttinni, þessari fögru og
glæsilegu íþrótt, einhverja
rækt. vÞað er sífellt vaxandi á-
hugi fyrir henni.“
Þannig mælti Kristján Ó.
Skagfjörð, hinn silfurhærði og
veðurbitni formaður Skíðafé-
lags Reykjavíkur, á fundi blaða
manna í gær, en hann ræddi við
þá af tilefni þess, að Skíðafélag
Reykjavíkur á 30 ára afmæli í
dag.
Þegar Kristján Skagfjörð
ræddi um sögu félagsins, sem
hann hefur nú veitt forstöðu í
' 5 ár, en átt sæti í stjórn þess í
12 ór, minntist hann hvað eftir
annað á hinn mikla og glæsi-
lega þátt sem L. H. Múller á í
henni. Hann kom hingað til
lands um aldamótin, þá rúm-
lega tvítugur, þaulæfður íþrótta
maður, aðallega þó í skauta-
íþróttinni og skíðaíþróttinni, og
varð ekki lítið undrandi, er
hann fann hér á landi fjalla og
snjóa, en engan áhuga fyrir þess
um íþróttum. Hann fór strax að
safna um sig ungum mönnum
•og fara með þá á skíðum, og
eitt sinn fór hann í 5 daga
ferðalag á skíðum upp á öræfi
og hreppti hina verstu gadd-
bylji. Voru þeir Tryggvi heit-
inn Magnússon og Herlauf Clau
sem með Muller í þessu ferða-
lagi — og urðu stórfrægir fyr-
ir. Vakti það mikla athygli, að
þeir ferðuðust eftir landabréfi
og áttavita, en það var óvenju-
legt í þá daga. Upphaf að skíða-
félaginu varð tij í Ártúns-
brekku. Þar var rætt um nauð-
syn þess að stofna slíkt félag
árið 1914 — og 23. febrúar var
undirbúningsfundur haldinn og
stofnfundur, svo þann 26. Síðan
hefur gengið á ýmsu fyrir fé-
laginu. Stundum hefur verið
mjög mikið líf í því en stund-
um verið heldur dauft yfir
starfsemi þess. Það hefur farið
nokkuð eftir snjónum.
Skíðafélag Reykjavíkur hef-
ur verið brautryðjandi skíða-
íþróttarinnar hér — og skáli
þess í Hveradölum sá fyrsti af
þeim mörgu skíðaskálum, sem
risið hafa upp.
WINNIPEG, 23. febrúar. j
TÆRSTI viðburður á 25. '
afmælishátíð þjóðræknis- |
félagsins í Vesturheimi var
veizla sú, er haldin var hér í
kvöld á Marlborough hótelinu.
Þessi veizla var sú f jölmennasta,
sem nokkurn tíma hefir verið
haldin á vegum íslendinga hér
og varð að taka hliðarherbergi
hótelsins í notkun til að full-
nægja gestafjöldanum.
Útvarpstöðin í Winnipeg CKY
tók á hljómplÖtur eina klukku-
stund af dagskrá veizlunnar.
Það sem eftir var mun verða
tekið sérstaklega á hljómplötur,
svo öll dagskráin verði varð-
veitt. Búizt er við að plöturnar
verði sendar til íslands.
Fyrr þennan dag var tekin á
hljómplötu ræða biskupsins Sig
urgeirs Sigurssonar, er hann
flutti áður en hátíðahöldin byrj-
uðu. Því var lýst yfir að myndir
teknar af atburðinum og hljóm-
platan yrðu send íslenzku ríkis
stjórninni að gjöf til minningar
um heimsókn biskupsins til
Ameríku.
Prófessor Richard Beck, sem
í einu hljóði var endurkosinn for
seti félagsins, setti veizluna með
því að lesa kveðjur og heillaósk
ir frá íslandi: frá ríkisstjórn-
inni, alþingi, háskólanum, Þjóð
ræknisfélaginu á íslandi, Presta
félagi Islands, Iþróttasambandi
Islands og Jakob Gíslasyni for-
stjóra rafmagnseftirlits ríkis-
ins.
I ræðu sinni lagði Beck áherzlu
á grundvallarstefnu Þjóðræknis
félagsins, sem væri byggð á
þeim meginreglum, að þekkja
sjálfan sig og vera trúfastur.
Hann sagði, að til þess að þekkja
sjálfan sig, yrði maður að þekkja
þjóðaruppruna sinn; því skaps-
höfn mannsins mótaðist af þjóð
areðli hvers og eins. Aðeins með
því að vera trúr hugsjónum
þjóðar sinnar gæti maður verið
sjálfum sér trúr.
Ásmundur Benson frá háskól-
anum í Norður-Dakota talaði á
ensku. Hann þakkaði íslenzku
þjóðinni fyrir þann skerf, er hún
hefði lagt til menningar Norður-
Ameríku. Hann drap á sögu ís-
lenzks Iandnánjs í Ameríku, sem
náði hámarki sínu með innflutn
ingi þeirra til Manitoba í Kan-
ada, þar sem nú búa um það bil
nítján þúsundir af þeim þrjátíu
og fimm þúsund Islendingum,
sem eru í Ameríku. Þeir komu
sér vel fýrir og urðu ágætis
borgarar þrátt fyrir örðugleika,
er virtust næstum óyfirstígan-
legir. Þrátt fyrir alla þessa bar
áttu íslendinga hafa þedr lagt
ríka áherzlu á menningu og
menntun, og fylgt þeirri ís-
lenzku venju, að allir menn
skuli vera læsir og skrifandi.
Benson sagði, að margir væru
þeir mikilsmetnir áhrifamenn
— amerískir borgara, og ver-
ið íslenzku þjóðinni til heið-
urs og sóma, á sama tíma, sem
þeir væru að koma sér fyir
sem góðir borgarar í hinu nýja
landi. I þakkarávarpi sínu til
biskupsins sagði hann: ,,Vin-
gjarnleiki og góðvild biskups-
dns hafa unnið hjörtu allra
þeirra, sem hafa hitt hann.
Betri fulltrúa gat Island ekki
sent. Með komu sinni tengir
hann íslendinga í austri og
vestri bróðurböndum.“
Er frú Lincoln Johnson frá
Winnipeg hafði sungið íslenzka
söngva með undirleik Snjó-
laugar Sigurðsson, talaði bisk-
upinn um nauðsyn þess að á-
kveða starfsvið, sem mundi
auka og efla þjóðlíf íslendinga,
því það væri í andans ríki, sem
j Island skyldi vera brautryðj-
andi. Biskupinn sagði: „Fyrir
| drengskap og dáðir vex okkur
hugrekki, og ég er þess fullviss,
að við getum verið okkar eigin
gæfu smiðir, ef við opnum, hug
okkar fyrir áhrifum guðs og
kristindómsins. Ég trúiþví, að
íslenzka þjóðin eigi fyrir hönd-
um bjarta framtíð.“
„Örðugleikarnir, sem eru fyr-
ir dyrum, eru nauðsynlegir til
að auka þrek okkar. Við verð-
um að hafa sameiginlegar hug-
sjónir, því þegar hugsjónir
deyja, deyja og þjóðirnar. Við
á Islandi höfum margt sameig-
inlegt með frændum okkar í
vestrinu. Við höfum okkar sam-
eiginlegu ást á íslandi, og mig
skortir orð til að lýsa hversu
djúpt ég er hrærður af hinni
stöðugu og innilegu ást á landi
mínu, sem ég hefi hvarvetna
orðið var við.“
„Ég hefi einnig veitt athygli
árvekni ykkar um „ að verða
góðir og gegnir borgarar þessa
lands. Einnig er hin sameigin-
lega ást okkar á tungunni, sem
við aldrei hættum að leggja
rækt við, því að hún er lykill-
inn að landi skáldskapar, lista
og ævintýra og töfralykill að
þekkingu á fornöldinni. Þið
munuð ekki gleyma íslenzk-
unni, því alls staðar hefi ég séð
skýrt þá sömu ást á lærdómi,
sem fékk feður ykkar og afa, til
þess að setja allar bækur sínar
niður í kistur og flytja með sér,
er þeir sigldu til Ameríku.“
L;I sega sjóveiki.
(Frh. af 5. síðu.)
hverja hreyfingu og ásigkomu-
lag líkamans. Daufdumbt fólk
hefir ekkert af sjóveiki að segja
Það stafar af því, að allt sam-
band við innra eyra þess er
rofið með öllu. Sjóveikin er nú
talin stafa af truflun á taug-
unum, þegar „sagnarandinn“
ber til heilans boðin um hinar
ýmsu og óregulegu dýfur og
hreyfingar skipsins.
Það varð ekki um það efazt,
að ef sigrast átti á sjóveikinni,
varð með einhverjum ráðum að
rjúfa sambandið milli tauganna
og ,,sagnarandans“. Það mátti
þó ekki verða til þess að sljóvga
manninn að neinu leyti and-
lega eða líkamlega. Sjómenn og
hermenn þurfa allrar heilbrigði
sinnar, andlegrar og líkamlegr-
ar, með. Og nú var hafizt handa
um að freista þess að finna
ráð gegn sjóveiki. Lengi vel
voru þó allar þær tilraunir fyr-
ir gýg unnar.
Loks, eftir langa leit og erf-
iða, auðnaðist vísindamönnum
þeim, er að þessu unnu, að
finna tvö þeirra efna, er með
þurfti. Hið þriðja efnið fannst
svo einnig að lokum. Hvert efna
þessara um sig kom að litlum
notum, en öll saman höfðu þau
undraverð áhrif. Samsetning
þéirra hefir enn ekki verði lát-
in uppi af hernaðarástæðum.
Lyf þetta er tekið inn tveim
klukkustundum áður en lagt er
úr höfn eða þegar versna tek-
ur í sjóinn, og það læknar einnig
þá, sem þegar eru orðnir sjó-
veikir. Áhrifa þess gætir í allt
að átta klukkustundir, en þá
má taka inn nýjan skammt.
Lyf þetta hefir engin deyfandi
eða lamandi áhrif hvorki á lík-
ama né sál. Það læknar öll af-
brigði sjóveiki, hvort heldur
hún stafar af hreyfingum
skips, flugvélar, bifreiðar eða
járnbrautarlestar. En það er
Láugardagur 26, tébráay 194L
Sameming verka
Ijrðsfélaga.
Frh. af 4. síðu
o. fL Allar þessar starfsgreinar
standa svo fast saman um heið-
ur og hag stéttarinnax, að félög
þeirra hefir náð betri árangri
með baráttu sinni en nokkuð
annað félag, eða félög í landinu,
eins og kunnugt er, og á hin ó-
rjúfanlega sameining stéttarinn«-
ar á sinn þátt í því.
Hágkvæmast er að allir
verkamenn séu i einu félagi,
Dagsbrún, án tillits til þess,
hvort þeir vinna úti eða innL
Vera ófaglærðra iðnverka-
manna í Iðju virðist vera mjög
misráðin. í Dagsbrún eru nú
mjög margar starfsgreinar ófag-
lærðra verkamarina, en þar
eiga þeir allir að vera í fram-
tíðinni.
I öndverðu var Verkakvenna
félagið Framsókn stofnað af
konum í fiskvinnu og eyrar-
vinnu, bæði þeim, sem unnu
við blautan fisk og í þurrfiski,
úti og inni. Á þeim tíma bauðst
kvenfólki ekki önnur vinna
utan heimilanna. Þegar fjöl-
breytnin óx í verkakvennavinm!
unni, samhliða því að eyrar-
vinna kvenna hvarf og fiskvinn
an drógst saman, var horfið að
því að stofna ný ýerkakvenna-
félög, í stað þess að láta allar
verkakonur, við inni- og úti-
störf, vera áfram í sama verka-
kvennafélaginu. Þannig voru
stofnuð Starfsstúlknafélagið
Sókn, Sjöfn, félag starfsstúlkna
í veitingahúsum, A. S. B„ félag
afgreiðsiustúlkna í braluðsölu-
búðium, Þvottakvennafélagið
Freyja og Iðja, félag verk-
smiðjufólks, sem að miklum
meiri1 hluta stendur saman af
verkakonum.
Öll hafa þessi verkakvennafé-
lög verið magnlítil, og að það er
eðlilegt, sést brátt, ef félögin eru
skoðuð niður í kjölinn.
Félagskonur eru flestar
ungar, sumar ný-fermdar„ér '
ungar, sumar nýfermdar, er
þær ganga inn í félögin og
þess að þær eru reknar til þess,
en ekki af því að þær skilji eðli
verkalýðshreyfingarinnar eða til
gang. Meiri hlutinn skiptir svo
um atvinnu að litlum tíma liðn
um og hverfur úr félaginu, marg
ar án þess að hafa komið á fund
í því, hvað þá heldur unnið neitt
starf fyrir það. I félögunum eru
engar reyndar, verkalýðssinn-
aðar konur, engum, eða fáum,
endist starfsaldur til þess að
verða það, lausung f jöldans verk
ar lamandi á þær fáu konur, sem
hafa foringjahæfileika, eða með
öðrum orðum, alla félagslega
kjölfestu vantar í félögin. Sú
kjölfesta fæst ekki nema á nokk
uð löngum starfstíma og því að-
eins að í félaginu sé að staðaldri
nokkuð stór hópur félagsvanra
meðlima, sem fara með málefni
félagsins.
í gömlum félögum er alltaf
nokkuð stór hópur af félagsvönu
fólki, sem skapar það félagslega
öryggi og þá festu, sem dregur
ungt, stéttvíst fólk að félögun-
um og laðar það til þess að keppa
að því marki, að verða hlutgeng
ir félagar og komast 1 trúijaðar-
stöður, en slíkt fólk yfirgefur
ekki verkalýðshreyfinguna þótt
það skipti um atvinnu og að því
ber að stefna.
Þar sem ekki hentar að öllu
leyti hið sarna um rekstur verka-
lýðsfélaga í Reykjavík og í kaup
stöðum og kauptúnum úti um
land, verður í næsta blaði gerð
grein fyrir því, frá sama sjónar-
miði, hvernig réttast virðist vera
að sameina verkalýðinn í félög-
um utan Reykjavíkur.
(SíSari greinin, sem ekki fann
náð fyrir ritskoðun kommúnista,
birtist í næsta blaði.)
ólíldegt, að almenningur fái
notið góðs af undralyfi þessu
fyrr en ráðin hafa verið úrslit
hildarleiks þess, sem nú er háð-
ur.