Alþýðublaðið - 01.03.1944, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 01.03.1944, Blaðsíða 2
$ ALPYPUBLAÐIP ggSSB&í 1 /■ ‘ Miðvikndag’ur 1. marz I Háfíðahöld Norræna í filefni af 25 ára afmælinu. .KVÖLD minnist íslands deild Norræna félagsins 25 ára afmælis félagsins í út- varpinu með ræðum, upp- lestri og norrænni músík. Ræður flytja Stefán Jóh. Stefánsson form. félagsins, Pálmi Hannesson rektor og Guðl. Rósinkranz ritari fé- lagsins. Tómas Guðmundsson skáld les upp kvæði orkt í tilefni afmælisins og Vilhj. Þ. Gíslason les upp. Dag- skránni lýkur með því að þjóðsöngvar allra Norður- landa verða leiknir. Á föstudagskvöldið verður veizla að Hótel Borg. Þar flytur. forsætisráðherra. dr. Björn Þórðarson aðalræðuna. Auk þess munu verða fluttar nokkrar ræður. Tvöfaldur kvartett syngur norræn lög og loks verður stíginn dans. Á sunnudaginn verða nor- rænir hljómleikar í Gamla Bíó kl. 1,30. Strengjahljóm- sveit imdir stjórn dr. V. v. Urbanschitsch leikur norræn tónverk, fröken Guðrún Þor- steinsdóttir frá Akureyri syngur einsöng í stað Kjart- ans Sigurjónssonar, sem áður var auglýst að syngi með undirleik Árna Kristjánsson- ar. En hann er forfallaður sökum veikinda. Loks syngur Karlakórihn Fóstbræður und ir stjóm Jóns Halldórssonar. Félagsmenn geta vitjað aðgöngumiða bæði að sam- kvæminu og hljómleikunum í Bókaverzlun Sigfúsar Ey- mundssonar. Þúsundlr Dana sem komlzt haf a til Svíþjóðar, elga viðhágimdl að hóa ——— — -»--------------------- Fjoldl kunnra inanna og mðrg sam- tök gangast fyrir fjársöfnuninni. FJÁRSÖFNUN til hjálpar nauðstöddum dönskum flótta- mönnum, sem komist hafa til Svíþjóðar, er í þann veg- inn að hefjast hér á landi. Fjöldi merkra manna og mörg samtök gangast fyrir þessari fjársöfnun til hinna dönsku bágstöddu bræðra okkar og framkvæmdanefnd hefir verið mynduð, sem stjórnar söfnuninni og þeim málum sem að henni lúta. Formaður nefndarinnar er Sigurður Nordal próf- essor, varaformaður Lúðvík Guðmundsson skólastjóri og gjaldkeri Kristján Guðlaugsson ritstjóri, en auk þeirra eiga sæti í framkvæmdanefndinni: Stefán Jóh, Stefánsson, for- maður Norræna félagsins, Páll S. Pálsson formaður stúd- entaráðs, Ben. G. Waage forseti íþróttasambands íslands og Björn Br. Björnsson tannlæknir. Lögð er mikil áhersla á að þessi f jársöfnun verði sem almenn- ust, það er, að sem flestir landsmenn taki þátt í henni og að hún gangi sem fljótast. Er þörfin ákaflega mikil, brýn og vaxandi og er ætlunin að senda féð jafnóðum og það safnast. Framkvæmdanefndin boðaði blaðamenn á fund sinn í gær- kveldi og hafði Sigurður Nordal orð fyrir henni. Hann sagði meðal annars: „Nefndin mun gefa út ávarp til þjóðarinnar á morgun við- víkjandi þessari fjársöfnun, en ég vil mælast til þess að blöðin skýri þetta mál nú fyrir bjóð- inni. Undanfarið hafa fjölmarg- ir menn rætt um nauðsyn þess að við íslendingar reyndum á éinhver hátt að koma dönsk- um flóttamönnum til hjálpar, sem nú dvelja þúsundum og jafnvel tugþúsundum saman, allslausir í Svíþjóð. Við höfum áður rétt tveim öðrum Norður- landaþjóðum hjálpandi hönd, Finnum og Norðmönnum. Á- stæðan fyrir því, að ekki var fyrr hafin þessi söfnun til danskra flóttamanna, er sú, að Llnnveiðarlnn stérskemmist ínaiB, af eiði. Var í Slippnum til viðgerðar. — Eld- urinn logaði lengi í skipinu. Y ÍNUVEIÐARINN „Ár- ■“■^ mann,“ eign Þorsteins Eyfirðings skipstjóra stór- skemmdist af eldi snemma í gærmorgun, en enginn mað- ur hafði verið í skipinu svo að kunnugt sé frá því kvöld- ið áður, er hætt var að vinna í skipinu. Það var um klukkan 7 í gær- morgun, sem boð komu til slökkviliðsins um eld 1 skipinu og er slökkviliðið kom að skip- inu var kominn upp mikill eld- ur í káetu þess. Var mjög erfitt að komast að eldinum, en slökkviliðinu tókst þó að ráða niðurlögum hans, en þó ekld fyr en hann hafði valdið mjög miklum skemmdum. Brann ká- etan öll, ennfremur ,,keisinn“ og mikið af afturþilfarinu. Slökkviliðsstjóri sagði í sam- tali við Alþýðublaðið í gær, að ekki væri hægt að sjá annað en að eldurinn hafi verið bú- inn að loga lengi í skipinu, er slökkviliðið kom á vettvang, því að svo mikið var brunnið í því. Næturverðir voru í slippnum en þeir urðu einskis varir fyr en í gærmorgun. Rannsóknarlögreglan hefur mál þetta með höndum. Lfkur lil að hægi verði að bjarga Laxfossí. ALLAR líkur eru taldar til þess að hægt verði að bjarga Laxfossi. Hefir verið unnið að björgun skipsins undanfarið og sjá Vél- smiðjan Hamar og Héðinn um á skerinu. Á sunnudaginn tókst verkið. Er nú búið að rétta skipið að ná nær öllum verðpósti úr skipinu og allmiklu af farangri farþeganna. Var þetta í. aftur- lest skipsins. til skamms tíma hefur verið safnað til Norðmanna og þeirri söfnun er alveg nýlokið. Enn- fremur var ekki vel ljóst, hvernig hjálp okkar til handa Dönum gæti komið að sem mestu gagni. En síðan ástandið versnaði í Danmörku, í ágúst síðast liðnum, hafa þúsundir Dana flúið til Svíþjóðar, og þó að þeim hafi verið teldð þar vel af vinum, þá eiga þeir við hin bágustu kjör að búa, alls- lausir í framandi landi. í Sví- þjóð starfar nefnd, sem hefur mál þessara flóttamanna með höndum, og er meining okkar, að það fé, sem hér safnast, verði sent jafn óðum til þessar- ar nefndar og hún sjái að öllu leyti um ráðstöfun þess. Um síðustu jól voru danskir flóttamenn í Svíþjóð taldir vera um 9 þúsundir, en þeim fer sí- fellt fjölgandi, og er ekki hægt að segja, hvað þeir eru nú orðn- ir margir. Flótti þessa fólks er oft ævintýralegur og enginn flóttamannanna veit fyrir fram, hvort flótti þeirra muni takast. En þeir eru að bjarga lífi sínu og legeia bví allt í hættu. Þesr- ar til Svíþjóðar kemur er tekið á móti þeim og beir settir í dvalarbúðir, en síðan er reynt að útvega þeim einhverja at- vinnu, en það tekst ekki nema stundum. Þá hafa verið settir upp skólar, barnaheimili og elliheimili, en meðal þessa fólks er mikið af konum og börnum og gamalmennum. Nefnd sú, sem hefur með mál þessa fólks áð gera í Svíþjóð, hefur lítið fé til ráðstöfunar og við teljum að sjálfsagt sé og skylt fyrir okkur íslendinga að styðja starf hennar, eins og við getum og erutm menn til. Vegna þess, hversu brýn nauðsyn er á hjálp, teljúm við nauðsynlegt að gjafirnar ber- ist skjótt til okkar, og munum við senda féð jafnóðum. Ég og við í framkvæmdanefndinni væntum þess, að íslendingar sýni erm einu sinni höfðings- lund sína og bregðist vel við, er til þeirra er leitað um hjálp handa bræðrafólki í neyð.“ Vonandi tekur þjóðin undir þessi orð prófessorsins. Þess skal getið, að um síðustu ára- mót sneri félag íslenzkra stúd- enta í Stokkhólmi sér til ríkis- stjómarinnar hér og benti á nauðsyn þess, að hér yrði hafin iijálparstarfsemi til handa dönskum flóttamönnum. Þekktu íglenzku stúdentarnir vel nauð- syn slíkrar starfsemi. Danðaleit að raannl se<íj elki var týndnr. ¥ ÖGREGLAN og skátar höfðu í gær um hádegis- bilið leitað að manni nokkrum sem var ekki týndur. Maður þessi hafði farið að heiman frá sér um miðjan dag í fyrradag og er hann kom ekki heim til sín í fyrrinótt sneru aðstandendur hans sér til lög- reglunnar og báðu hana að leita hans. En í gær um líkt leyti og lögregla og skátar voru að hefja leit að manninum kom hann heim til sín og hafði hann ver- ið hjá kunningja sínum. Það er einkennilegt hvað það kemur oft fyrir að fólk hverfi frá heimilum sínum og láti ekk- ert vita, þó að það ætli sér að verða hjá kunningja sínum verða óvenjulega lengi í burtu. Þetta er þriðja tilfellið hér í bænum á stuttum tima. Þiíigsályktunar- tillaga um Rannséhn gufuhver- anna í Fíutt af öllum þing- mönnum Reykja- vfkur. LLIR þingmenn Reykja- víkur, þeir Bjami Bene- diktsson, Magnús Jónsson, Sig- fús Sigurhjartarson, Einar Olgeirsson, Brynjólfur Bjarna- son, Stefán Jóh. Stefánsson, Jakob Möller og Sigurður Krist- jánsson hafa borið fram í sam- einuðu þingi tillögu til þings- ályktunar um rannsókn gufu- hvera í Henglinum. Er hún svohljóðandi: „Alþingi ályktar að skora. á ríkisstjórnina að láta, í sam- viúnu við Reykjavíkurkaupst- .að, hið allra fyrsta fram fara rannsókn á virkjun gufithvera í Henglinum til hita- og raf- magnsframleiðslu. Skal semja við Reykjavíkurkaupstað um skiptingu kostnaðar við rann- sóknir þessar milli ríkissjóðs og Frh. á 7. síða. Setnliðsvlnnan fer iiii @rt miinikanÉi. t 3 % ár hafa p&ssasidir tslesidliigsi íBnnih ati henBaðarmaniBvIrklaisn* --- —a- >: Nú eru í þessari vlnmi aðeins 400 menii TÆPLEGA 3V2 ár hafa þúsimdir fslendinga haft at-t vinnu af hernaðarframkvæmdum í landinu. ? Síðan nokkru eftir að þessi atvinna byrjaði hafa aldrei verið eins fáir við þessa vinnu og nú, eða 401 síðast liðinn laugardag. Þar sem búið er að vinna að ýmsum herná^ virkjum hér, er gert ráð fyrir að heldur muni fara enn að draga úr þessari vinnu. Það var 4. júlí árið 1940, sem brezka setuliðið fór að ráða ís- lenzka verkamenn í sína þjón- ustu og voru þann dag skráðir í virmu hjá því 20 verkamenn. Síðan óx tala íslenzks verka- fólks í þjónustu setuliðanna beggja stöðugt og árin 1941 og 1942 unnu yfir 3000 manns í þjónustu þeirra. Á síðasta ári fór heldur að draga úr þessari vinnu, þar til nú að verka- mennirnir eru um 400. Um tölu verkamanna í þjón- ustu setuliðsins fékk Albvðu- blaðið í gær eftirfarandi til- kynningu frá stjórn setuliðsins: „Við byggingu ýmissa hern- aðarlegrá mannvirkja og við undirbúning annarra verka réðu brezk og amerísk hernáðaryfir- völd, landhers og flota, strax eftir komu sína til íslands, ís- lenzka verkamenn í ’ 1 - sína. Eftir því, sem bpssum verkum miðaði áfram fækkaði Íslendingum við vinnuna. Bæði brezk og amerísk hernaðaryfir- völd hafa gefið nokkuð í skyn hvernig þessum málum er nú komið, með þvi að tilk"r^ síðast liðna 6 mánuði hafi 400 til 500 íslendingar verið í vinnu hjá hernaöaryfirvöldunum og að heildartrla þeirra 26. febrú- ar 1944 hafi verið 401.“ Alþýðublaðiö spurði Vinnu- miðlunarskrifstofuna í gær, hyort farið væri að bera á at- vinnuleysi. Fékk blaðið þær upplýsingar, að nokkra merrm vantaði' atvínnu. Sérstakleg*" mun vera farið að bera á at- vinnuleysi hjá ungum piltum. 1 Magstis 0. Jóossoi sbákmelstar! Bfikar. Fékk 6 V2 vinaiflB, Ea h- mundur Asij. 6 viimmga. 1 " í MAGNÚS G. JÓNSSON frönskukennari hefir unn- ið titilinn Skákmeistari Reykj* víkur. Var síðasta umferðin á Skák þingi Reykjavíkur tefld í fyrra- kvöld með þessum úrslitum: Magnús G. Jónsson 6V2 vinn- ing, Ásmundur Ásgeirsson 6 vinninga, Einar Þorvaldsson og Árni Snævar 5 vinninga hvor (og biðskák), Sturla Pétursson 5, Pétur Guðmundsson 214, Benóný Benediktsson og Óll Valdimarsson 2 og Aðalsteinm Halldórsson 1. Hjónaefni. 25. þ. m. opinberuðu trúlofu* sína, ungfrú Guðrún S. Hólm, mat reiðslukona og Sveinn Egilssoni búfræðingur frá Sveinsstöðum, Skagafirði, bæði til heimilis affi Bessastöðumj Áiftanesi. . Silfurbrúðkaup. 25 ára hjúskaparafmæli eiga J dag Júlíana Sí íg'-dótí ir og Jón Kári Káráson vorkamaður.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.