Alþýðublaðið - 07.03.1944, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 07.03.1944, Blaðsíða 3
Jnsðjwiagijin U7. man -1844. ALÞYBUBUBIÐ M Bágstödd bræðraþjéö. N Ú FYRIR SKEMMSTU hafa verið birt tilmæli um, að íslendingar legðu lið þeim landflótta Dönum, sem nú dvelja um stundarsakir í Svíþjóð. Áður fyrr hafa ís- lendingar brugðizt vel við og látið fé af hendi rakna þegar um var að ræða bág- staddar frændþjóðir okkar, eins og Finna og Norðmenn. Að þessu sinni er þörfin engu síðri. Aðfarir Þjóðverja í Danmörku eru öllum kunn- ar og hafa vakið hrylling allra þeirra Norðurlandabúa, sem nú mega um. frjálst höf- uð strjúka. .AFSTAÐA DANA hefir sætt nokkurri gagnrýni, og hefir verið á það minnzt áður í þessum dálkum, en vitað er, að Danir gátu ekki annað eins og á stóð og hefir fram- koma þeirra og konungsins vakið almenna aðdáun um allan hinn siðmenntaða heim Danir eru manna kurteisast- ir og viðmótsþýðastir og má geta nærri, hvernig þeim hafi liðið, er holskefla styrj- aldarinnar reið yfir þá. Svar Kristjáns konungs við • íilmælum Þjóðverja um að- stoð við Gyðingaofsóknirnar er löngu frægt orðið, er hann sagði: „Ég þekki ekkert Gyðingavandamál í þessu landi.“ ÞJÓÐVERJAR voru þeim undarlegu eiginleikum gædd ir, að þeir fengu einhverja Öfurást á Norðurlandaþjóð- unum, sennilega það, sem þeir myndu nefna á sinni túngu „die rastlose Liebe“, eða hina eirðarlausu ást. Þeir þurfa endilega að „mennta" menn eins og Dani og Norðmenn, kenna þeim „germanskar umgengn- i isvenjur“, enda þótt þessum þjóðum væri það mjög fjarri skapi. Fyrst í stað fóru þeir tiltölulega hægt að Dönum, enda gumuðu þeir af því, að landið væri einhverskonar fyrirmyndar verndarríki á 'Norðurlöndum, sem hægt væri að benda á öðrum til eftirbreytni, en það mistókst, svo sem alkunna er. EN ÞÓ KEYRÐI um þvert bak, er þeir hófu hinar ofboðs- legu Gyðingaofsóknir á hend ur Dönum af Gyðingaætt og meira að segja þótti þeim viðurkvæmilegt að ofsækja og hrjá móður H. C. Ander- sens-fyrirlesarans, Texi- . éres, enda þótt hún væri orð in 102 ára gömul, og senni- lega tiltölulega óskaðleg í þaráttunni gegn nazisman- um. Sagt er, að hún hafi ver- ið tekin föst og flutt í útlegð, þrátt fyrir hinn háa aldur sinn. SVÍAR hafa unnið mikið og gott starf sem bjargvættir þjáðra meðbræðra á Norður- löndum. Þeir hafa safnað fé og greitt götu flóttabarna frá Firmlandi og Noregi, svo og bágstaddra manna í Lenin- grad í Rússlandi, svo ekki Til árásar á Beiiín. > A myndinni sjást brezkir flugmenn vera að koma fyrir tveggja smálesta sprengju í stórri flugvél af Laneastergerð, svonefndri. Síðan er ferðinni heitið til Berlínar. Þeir stefna fil braularinnar ntilli Varsjá og ;ssa 01 fara hratt yfir. Á 2 sóSariiriiigism sóttu peir fram um 5® km TVT Ú DREGIJR til stórtíðinda í Rússlandi. að því, er hermir Á ™ f réttum í gærkveldi. Hafa Rússar nú byr jað sókn á mjög breiðri víglínu og stýrir Zhukov herjum þeirra en Vatutin er sagður veikur. Stefna Rússar til jánbrautarinnar milli Varsjá og Odessa og hafa sótt fram um 50 km. fyrstu tvo sólarhringana, og tekið um 500 þorp og byggð ból, sum þeirra vestan pólsku landamæranna gömlu. Samkvæmt síð- ustu fregnum eru Rússar komnir í skotmál við járnbrautina og fara mjög hratt yfir. Rússar hafa tekið mikið her- fang og hrakið 12 herfylki Þjóð verja á flótta, þar á meðal .4 skriðdrekaherfylki en um 6000 Þjóðverjar féllu í mann skæðum orrustum. Einkum hafa Rússar náð á sitt váld mörgum fallbysum, sem Rúsar tókst ekki tókst ekki að hafa á brott með sér á lUndanhaldinu. Sumir fregnritarar telja, að brátt muni Rússum takast að króa inni hinar þýzku hersveit- ir, s'em enn hafast við í Suður- Rússlandi ogrjúfa samgönguleið ir Þjóðverja vestur á bóginn til Rúmeníu og Ungverjdlands, en til þessa hafa Þjóðverjar ekki getað staðizt áhlaup Rússa og hörfa undan. halda Rússar áfram sókninni og kreppa æ meir að Þjóðverjum í Dniepr-krikanum. Þá hefir Rússum og orðið vel ágengt á Narva-svæðinu. Má nú heita, að Þjóðverjar heyi algera varnar- baráttu á öllum austurvígstöðv- unum. C ANDAMENN hafa skotið niður 30 japanskar flug- vélar í skæðri árás á stöðvar Japana á Hainan-ey undan ströndum Suður-Kína. Þá ber- ast þær fregnir frá Burma,1 að nú sér hlé á bardögum þar eystra, eftir að Japanar fóru hinar mestu hrakfarir nú á Italías Þjóðverjar hafa misst 21.000 menn á Anzio- svæðinu. "O RÁ Ítalíu er fátt frétta og virðist aðstaða herjanna ekki hafa breytzt neitt til muna um helgina. Bandamenn til- kynna, að Þjóðverjar hafi misst 21.000 menn í árásunum á land göngusvæði bandamanna fyrir sunnan Rómaborg, en um það bil 3500 voru teknir höndum. Þjóðverjar flytja lið úr Noregi. ■ T^T Ú HAFA borizt fregnir um, að Þjóðverjar vinni að þeví að flytja herafla á brott úr Norður-Noregi. Er sérstak- lega getið þriggja bæja, Hamm erfest, Tromsö og Harstad. En þetta sett í samband við fyrri fregnir um það, að Finnar vilji hætta þátttöku í styrjöldinni og að Þjóðverjar vilji flytja liðs- afla þaðan til Finnlands, en. fregn þessi hefir ekki verið stað- fest. Finnsk blöð gera sér enn tíð- rætt um vopnahlésskilmálana láta yfirleitt 1 ljós þá skoðun, að þeir séu of harðir. Hins veg ar eru menn í Bretlandi, Banda ríkjunum og Rússlandi næsta harðorðir í garð Finna, og telja, að Finnar verði að samþykkja skilmála Rússa. Meðal annars segir „Times“, að Finnar geti naumast vænzt stuðnings banda manna, ef þeir hafni kröfum Rússa. Hið kunna blað „Christ- ian Science Monitor“ segir, að Finnum hljóti að vera ljóst, að það séu Þjóðverjar en ekki Rússar, sem valdi því, að Finn- ar geti ekki komizt út úr styrj- öldinni. ORÐRÓMUR hefir komizt á kreik um það, að Búlgar- ar hafi enn hernumið þrjú hér- uð Grikklands. Brezk blöð, sem um þetta mál hafa fjallað, segja að ekki skipti máli, hvort nokk- ur hæfa sé í þessu, en hins vegar verði Búlgörum að vera ljóst, að ef þeir vilja fá frið, verði þeir að hverfa brott úr Júgó- slavíu og Grikklandi. Þrátt fyrir slæmt veður hafa flugvélar bandamanna gert skæðar árásir á mörg skip Þjóð verja á Eyjahafi. Fáar fregnir hafa borizt af verkfallinu á Norður-ítalíu, en svo virðist, sem þau hafi farið í vöxt og að Þjóðverjar hafi neyðzt til þess að senda liðsauka til Milano til þess að bæla niður óeirðir. Fyrir suðvestan Krivoi Rog dögunum. verður þeim borin á brýn fjandsamleg afstaða í þessu tilliti. Ekki eru enn fyrir hendi nákvæmar tölur um fjölda danskra flóttamanna í Svíþjóð, en talið er, að þar dveljist nú um 10 þúsund manns, sem sluppu nauðu- lega lUndan ránshendi naz- istanna þýzku. EINS OG VÆNTA MÁ, var ■ erfitt að útvega þessu fólki atvinnu, þótt allt hafi verði til þess gert, en vitað er, að skortur sverfur að þessu fólki, sem nú hefir verið svipt öllu sínu, vonandi ekki nema nú í svip. Er því nokk uð öruggt, að við íslending- ar, sem farið höfum tiltölu- lega vel út úr þessari styrj- öld, bregðumst vel við, þeg- ar iþað er í nauðum statt. Amerískar sprengjuflugvélar fóru fil sfórárásar á Berlín í gær. Grimmilegir terdagar viS þýzkar fSngvélar. IGÆR FÓRU amerískar sprengjuflugvélar af stærstu gerð til árása á Berlín, í annað skipti, sem Bandaríkjamenn ráð- ast á þá borg. Mikill fjöldi orrustuflugvéla var sprengjuflugvélun- um til verndar. Er talið að hér hafi verið um að ræða einhvem mesta flugflota, sem noltkru sinni hafi farið til árása á Þýzkaland frá stöðvum í Bretlandi. Miklir loftbardagar voru háðir, og áttu flugvélar handamanna í sífelldum átökum við þýzkar flugvélar, allt frá því að þær flugu inn yfir Zuiderzee í Hollandi., Veðurskilyrði voru hagstæð og er talið, að árangur hafi orð- ið mikill af árásinni. Þjóðverjar játa og, að margar flugvélanna hafi komizt inn yfir Berlín. Annars eru það einkum brezk- ar flugvélar, sem farið hafa til árása á borgina að næturþeli og varpað á hana þúsundum smá- lesta sprengha. Einn brezku ráðherranna, Dingle Foot, sagði í neðri mál- stofunni í gær, að loftárásir á Þýzkaland nú, væru aðeins for- boði þess, sem koma skyldi. Þá drap ráðherrann á það, að Þjóð verjum skorti mjög ýmisleg hráefni og hefðu tilraunir þeirra til þess að afla sér þeirra frá Japán, brugðizt með öllu. í gær var einnig ráðizt á þýzkar herstöðvar í Frakklandi. Voru það einkum amerískar flugvélar af meðalstærð, sem þar voru að verki.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.