Alþýðublaðið - 07.03.1944, Qupperneq 4

Alþýðublaðið - 07.03.1944, Qupperneq 4
ALÞYÐtlBL&XMD IS«L AlþýSntUkkiriM. Ritstjóri: StaMn Pétnrssoæ. Rltstjérn og aigreiSsla 1 Al- þýðuhúánu viS Hverfiagötu. Stmar rifstjðrnar: 4901 og 4002. Sfmar aigreiSslu: 4900 og 4906. Verð í lausasölu 40 aura. AlþýðuprentsmiSja* h.l Stefán Jéh. Stefánssons TRÚIH HORÐURLÖHD. og synjunar- vald forsetaos. UM EINA GREIN lýðveldis- stíórnarskrárinnar er ris- inn upp ágreiningur á alþingi á síðustu stundu. 'Það er 26. grein hennar, sem fjallár um synjun- arvald forsetans. í stjórnarskrárfrumvarpi milliiþinganefndarinnar í stjórn- arskrármálinu, sem upphaflega var lagt óbreytt fyrir alþingi, var í þessari grein svo fyrir- mælt, að lög, sem forseti synj- aði staðfestingar, skyldu þrátt fyrir það fá lagagildi undir eins, en því næst verða þorin undir þjóðaratkvæði, sem þá skæri úr um það, hvort þau skyldu aftur úr gildi numin eða ekki. Með öðrum orðum: Forset inn átti samkvæmt þessu ekk- ert raunverulegt synjunarvald að hafa; hann gat með því að synja lögum stafestingar aðeins knúið það fram, að þau yrðu borin undir þjóðaratkvæði, en ekki hindrað, að þau kæmu til framkvæmda og yrðu fram- kvæmd þar .til þau hefðu verið felld af þjóðinni sjálfri. En á þessari grein gerði neðri deild alþingis þá breytingu sam kvæmt breytingartillögu frá ríkisstjórninni, að lög, sem for- seti synjaði staðfestingar, skyldu ekki aðeins borin undir - þjóðaratkvæði, heldur og bíða framkvæmda þar til það hefði skorið úr, hvort þau skyldu hljóta íagagildi eða ekki. Með öðrum orðum: Það var vilji neðri deildar, að forsetinn fengi frestandi synjunarvald — gæti með synjun sinni frestað fram- kvæmd laga þar til þjóðarat- kvæði hefði skorið úr milli hans og alþingis. , En nú hefir efri deild breytt bessari grein stjórnarskrár'frum varpsins aftur í sitt upphaflega form og verður það því að fara fyrir neðri deild á ný. • * Það má sennilega deila um það, bvort þingið hefir yfirleitt nokkra heimild til þess að breyta í þetta sinn ákvæðum hinnar gömlu stjórnarskrár um syn junarvald þ j óðhöf ðingj ans. Með viðbótarákvæði því, sem samþykkt var við hana haustið 1942, var heimild veitt til þess að breyta stjórnskipun landsins úr konungdæmi í lýðveldi með einni alþingissamþykkt og eft- irfarandi staðfestingu við þjóð- aratkvæðagreiðslu; en það var til skilið, að á stjórnarskránni yrðu þá ekki gerðar neinar aðr- ar þreytingar en þær, sem þein- línis leiddi af stofnun lýðveld- isins — með öðrum orðum af því, að' forseti kæmi í staðinn fyrir konung. Nú lítur alþingi, þrátt fyrir þetta, hinsvegar ber sýnilega svo á, að því sé heim- ilt að breyta um leið ákvæðum hinnar gömlu stjórrtarskrár um synjunarvald þjóðhöfðingjans; því að konungurinn hefir haft ótakmarkað synjuharvald og getað stöðvað framkvæmd allra laga fyrir fullt og allt með því að synja þeim staðfestingar, þó að sú hefð hafi fyrir iöngu skapazt, að hann neytti ekki þess valds: en á alþingi er nú ÞEGAR langt var liðið á heimsstyrjöldina 1914— 1918, var haldið friðarþing í Stokkhólmi. Hinn mikli friðar- vinur, stórskáldið og snillingur- inn, Matthías Jochumsson, sendi þingi þessu kveðju sína í stór- brotnu kvæði, er hann kallaði „Bandaríki Norðurlanda“. Þrá hins mikla andans manns eftir friði, og hinn heiti norræni hugur hans, andaði úr hverri ljóðlínu. Hann gerði sér þá þeg- ar, flestum mönnum fremur, grein fyrir nauðsyn hinnar nán- ustu norrænnar samvinnu, og eins því, hverjir væru hinir réttbornu aðilar hennar. Á ein- um stað í kvæði þessu, segir hann: „Vér erum fimm — með Finnlands sterku þjóðu, sem frelsuð býst að rétta austri hönd, og höfin nyrzt með Heklulandi fróðu, sem hálft sér tengir Vesturheimsins strönd.“ Þessu fyrra stríði lauk eins og öllum öðrum styrjöldum. Og einmitt upp úr þeim heims- hrikaleik, komu fimm fullkom- lega sjálfstæð norræn ríki. Tvö þeirra áttu stríðinu að nokkru leyti frelsi að þakka. Samhug- ur þessara fimm ríkja efldist, og skilningurinn á þörf auk- innar samvinnu óx með ári hverju. Hinn norræni andi styrktist og efldist. Á þeim trausta grunni risu norrænu félögin, fyrir réttum aldarfjórðungi síðan. Þau fengu 20 ár til friðsamlegra starfa. Og ekki verður annað sagt, en að það tímabil hafi verið vel notað. Það er því vissulega ekki ástæðulaust að minnast þessara starfa, og þess árangurs, er þau hafa borið. Segja má að starfssvið norrænu félaganna hafi verið aðallega á sviði menningarmála; en starfsgrundvöllurinn stækk- ■aði þó eftir því, sem árin liðu, og færði út kvíarnar. Það hefir að vísu verið sagt í gamni, en þó ekki alveg án meinfýsni, að á árunum á milli styrjaldanna, hafi norrænu félögin verið fé- lagsskapur skemmtiferða og veizluhalda. En því fer víðs- fjarri að það hafi verið aðal inntak starfsins. Segja mætti með meira sanni, að störfin hafi verið krydduð þessum mannlega unaði, og átt sinn góða þátt í gifturíkum árangri. Kynningin, hvort sem hún hef- ir skapast á skemmtiferðum eða í mannfagnaði, hefir aukið skilninginn á nauðsyn sam- starfsins, og oft knýtt þau bönd, á milli einstakra manna og stétta í norrænu löndunum, er styrkt hefir og eflt heiHadrjúgt samstarf. Friðartímabilið, á milli hinna tveggja heimmstyrjalda, hefir leitt það í ljós, að norrænu fé- lögin höfðu óteljandi og mikils- verð verkefni að vinna, og að þeim viðfangsefnum voru gerð góð skil, til hagsmuna fyrir öll norrænu löndin, og þá ekki sízt ísland. En sú starfssaga verður hér ekki rakin né nánar rædd. Það verður gert af öðruni að svo milu leyti sem þess þyk- ir þörf. Svo skall heimsstyrjöld sú, er nú geisar, ýfir. Hún varð, er fram liðu stundir, örlagarík og ógnum þrungin fyrir Norður- löndin. Lega landanna og stríðs aðferðir stórveldanna köstuðu flestum Norðurlandanna sinn til hvorrar handar út í stríðs- hringiðuna. Yfir þrjár þessara þjóða gengu hinar ægilegustu hörmungar, er orð fá vart lýst. Og milli þeirra, er áður höfðu verið einlægir vinir og í nánu samstarfi, myndaðist nú múr- veggur. Sumstaðar, þar sem áður hafði ríkt hinn einlægasti samhugur, vaknaði kali og ó- vinsemd, er stundum átti rætur sínar að rekja til óviðráðan- legra atvika, og einnig oft til eðlilegs stríðshita og magn- þrunginni ástríðna þeirra þjóða, er berjast fyrir lífi sínu og tilvist. Er þessu fór fram, heyrðust oft raddir um það, að norræn samvinna væri horfin í bráð, og jafnvel lengd. En svo hefir alls ekki reynzt. Einmitt sú eldraun, er gengið hefir yfir norrænt samstarf, án þess að leggja það í rústir eða búa því banvænt sár í framtíðinni, sannar öllu öðru framar hinn mikla lífsþrótt þess. Og jafnvel á tímum yfirstandandi hörm- unga hefir norræni samhugur- inn í mörgum myndum gefið glæstan árangur, þar sem unt hefir verið að láta hann njóta sín. Gagnkvæm hjálp á milli einstakra Norðurlanda, svo sem gagnvart flóttamönnum og til hjálpar börnum og öðrum lítil- mögnum í þeim löndum, sem harðast eru leikin af hernámi, og undirbúningur til aðstoðar að stríðinu loknu — allt sýnir betta, svo ekki verður um villzt, að hin traustu bönd eru ekki brostin; og þar sem á þau hafa koma bláji>ræðir, er nú unnið að endurnýjun þeirra og efl- ingu. Hrakspárnar hafa orðið sér til þáðungar, og allar líkur benda til, að vonir beirra, er ör- uggast traustið höfðu á lífskrafti norrænnar samvinnu, muni fylli lega rætast. * Sænska skáldið Hjalmar Gullberg, ’nefir fyrir nokkru gefið út kvæðabók, er hann nefnir „Att övervinna várlden.“ Á einum stað í kvæðum sínum talar þetta ágæta skáld um „hina leyndardómsfullu liðs- sveit framtíðarinnar.“ Og ein- mitt á Norðurlöndunum öllum lifir nú og starfat leyndardóms full liðssveit framtíðarinnar, sú' liðssveit, er á eftir að skapa ný lönd og móta nýtt líf. „Ofantligt medlemsantal har vár liga, men ingen af oss vet den andres namn,“ segir þetta sama skáld. Það, sem sameinar hermenn- ina í hinni leyndardómsfullu liðsveit framtíðarinnar, hversu dreifðir sem þeir kunna nú að aðeins deilt um það, hvort for- setinn skuli hafa það takmark- aða synjunarvald, að geta með synjun sinni frestað fram- kvæmd laga þar til þjóðarat- kvæði hefir skorið úr milli hans og alþingis. í umræðunum um þelta á al- þingi hefir forsætisráðherrann réttilega bent á, að í lýðveldis- stjórnarskrárfrumvarpinu sé á öðrum stað ákveðið, að löggjaf- arvaldið sé hjá alþingi og for- seta í sameiningu. Verði nú hinsvegar að því horfið, að svifta forsetann öllu raunveru- legu synjunarvaldi, þannig að hann geti ekki einu sinni frest- að framkvæmd laga þar til þjóð aratkvæði hefir skorið úr milli hans og alþingis, þá fær þetta ákvæði lýðveldisstjórnarskrár- innar um tvískiftingu löggjaf- arvaldsins alls ekki staðizt. Þá hefir forsetinn enga hlutdeild í löggjafarvaldinu, og er þá orðið lítið úr valdi hans yfirleitt, þó að hann eigi að vera kosinn af þjóðinni. Það væri áreiðanlega misráð- ið af alþingi, að ganga þannig frá lýðveldisstjórnarskránni og er vonandi, að til þess komi ekki. HÁTÍÐAHÖLDUM Norræna félagsins í tilefni af aldar- f jórðungsafmæli þess lauk með virðulegri og vel heppn- aðri kvöldvöku í útvarpinu á sunnudagskvöldið. Við það tækifæri flutti Stefán Jóh. Stefánsson, formað-t ur Norræna félagsins hér, eftirfarandi ávarp til íslenzku þjóðarinnar. vera um öll Norðurlönd, er enginn ákveðin kenning, engin stefnuskrá og engin einkennis- föt. Það er trúin á framtíðina, trúin á sigur hins góða mál- staðar, trúin á Norðurlönd. Það eru Norðurlönd í hjörtum vor- um. Það er þessi trú, sem flyt- ur fjöll og hrindir úr vegi öll- um tálmunum og yfirbugar alla örðugleika. Þessa trú má skilgreina á ýmsa lund, en takmark hennar er eitt og hið sama. Ungur Norðmaður, í leyndardómsfullri liðssveit framtíðarinnar, liðs- maður, er féll á verði sínum, hefir lýst henni á einkennileg- an og fagran hátt, með eftir- farandi orðum: „Ég trúi á þann eilífa anda er borið hefir uppi menn- ingu Evrópu — er komið hefir í ljós í fögru lífi hrein- lundaðra manna, í óeigin- gjörnu starfi hugsuða og fræðimanna og draum- um listamannanna. Ég trúi því, að frelsi, kærleikur og sannleikur eigi sér takmark, er liggi utan valdssviðs mannlegs máttar. Ég trúi ekki á frelsi, sem er unnið í eitt skifti handa öllum. Ég trúi ekki á sannleika og kær- leika, sem vér höfum öðlast, án þess að geta misst. Líf mannanna er eilífum hætt- um háð. Afturför og dauði ógna stöðugt. Frelsið verður að vinnast hvað eftir annað, sannleikann verður að sann- prófa og iðka kærleikamx látlaust. Mannkynið hefir ekkert það forðabúr, er hægt sé að grípa til án fyrirhafn- ar.“ Þannig fórust þessum Norð- manni orð. Norræn samvinna er án efa. ekki sígilt hugtak, er sé afmark að og óumbreytanlegt, er sé fengið í eitt skifti fyrir öll, án þess að glatast geti og gengið úr greipum manna. Hún er öllu fremur ósk og trú, studd skyn- sömu viti og eðlilegum lögmál- um um mannlegt samlíf og þroska. En til þess að ná æski- Framhald á 6. síðu. VÍSIR gerir í aðalritstjórn- argrein sinni í gær að um talsefni deilu þá, sem uppi er komin á alþingi um synjunar- vald hins fyrirhugaða lýðveld- isforseta. Vísir skrifar: „Hér er um það deilt, hvort for- setinn skuli hafa neitunarvald, þ. e.* frestandi neitunarvald, og virð- ist gæta helzt til mikillar við- kvæmni af hálfu þingmanna í um- ræðum og afgreiðslu málsins. Þess var getið hér að ofan, að stjórnarskrárnefnd hefði af óskilj- anlegum ástæðum komizt að þeirri niðurstöðu, sem þar er lýst, varð- andi gildistöku laganna. Niður- staðan er svo fjarri allri skynsemi, og þrýtur svo harkalega í bága við framkvæmdina og afleiðing- arnar, sem henni hljóta að vera samfara, að lítil líkindi eru til að nefndin eða þingmenn yfirleitt geti fært nokkur framþærileg rök fyr- ir þeim málstað, að< gera neitun- arvald forsetans að engu. . . . Dæmi mætti nefna af handahófi. Alþingi samþykkir ný skattlög á haustþingi, sem forseti telur svo varhugaverð, að hann treystist ekki til að veita þeim staðfestingu. Þrátt fyrir þetta ganga lögin í gildi. Þjóðaratkvæðagreiðslu yrði væntanlega skotið á frest til vors, einkum ef gera mætti ráð fyrir að liðið væri að jólum, er lögin öðl- uðust slíka staðfestingu þingsins, og yrði þá að framkvæma lögin, leggja á og innheimta skatta sam- kvæmt ákvæðum þeirra. Gera verður ráð fyrir að alla slíka skatta yrði að endurgreiða, ef þjóðaratkvæðagreiðslan gengi í gegn lögunum, en væri þá ekki miklu nær að hefjast ekki handa um álagningu slíkra skatta eða inn heimtu? Þannig mætti nefna fjölda dæma frá hinu ,,praktiska“ lífi, sem ;öll virðast benda í þá átt, að þingmönnum sé ekki alls kpstar ljóst hvað þeir eru gera, er þeir ætla að ónýta neitunarvald for- setans og taka upp nýja og óvenju lega stjórnarháttu og framkvæmd laga. í bezta falli er þetta frum- leg meinloka, en meinloka hlýtur það alltaf að reynast. Dæmin eru deginum ljósari. Efri deild alþingis hefir með eins atkvæðis mun fellt breyting- artillögu forsætisráðherra úr frum varpinu, eins og það var afgreitt frá neðri deild, en hallast í þess stað að tillögu stjórnarskárnefnd- ar. Enginn vafi virðist þó vera á því, að meiri hluti sameinaðs þings myndi fylgja forsætisráðherra að málum. Er hér hins vegar um furðulegt tiltæki að ræða af meiri hluta efri deildar, sem virðist ekki eiga við neina skynsemi að styðjast, en getur dregið störf þingsins enn verulega á langinn og þakað þjóðinni nokkur óþörf útgjöld í því sambandi. Þjóðin sættir sig vel við að forsetinn hafi frestandi neitunarvald, en hinu myndi hún una illa, ef hlutur hans yrði gerður svo rýr, sem ýmsir þingmenn virðast vilja gera.“ Það væri í öllu falli í litlu samræmi við þá ákvörðiin þings ins, að forsetinn skuli vera þjóðkjörinn, að svipta hann öllu synjunarvaldi gagnvart lagasetningum alþingis. ■fi Dagur á Akureyri minnist í aðalritstjórnargrein síðasthðmn fimmtudag á friðarumleitanir Finna og harmasögu þeirra í þessu stríði. Dagur skrifar. „Margar smáþjóðir eiga mjög um sárt að binda af völdum yfir- standandi ófriðar. En af eðlileg- FrVt :i ö siðu

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.