Alþýðublaðið - 08.03.1944, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 08.03.1944, Blaðsíða 4
Miðvikudafiíir 8. inarz ISí.C- ’mm v ant cMh. « 19x0» PkAmP* M^%gJg3T.5U^» fUþ^ðnblaMb Otgeíandi: Alþýðullokkurinn. Ritstjóri: Stefán Pétursson. Ritstjórn og afgreiðsla í Al- þýðuhúsinu við Hverfisgötu. Símar ritstjórnar: 4901 og 4902. : Bímar afgreiðslu: 4900 og 4906. j í Verð í lausasölu 40 aura. \ Alþýðuprentsmiðjan h.t BvaðmeintoÞelr með llöðkjðri forsetans ? VIÐ UMRÆÐURNAR um lýðveldisstjórnarskrána í efri deild og í sambandi við deilur þær, sem þar urðu út af synjunarvaldi ' forsetans, benti Haraldur Guðmundsson á það, hve sjálfsagt og eðlilegt það væri, að forsetanum yrði ætlað nokkurt synjunarvald gagnvart lagasetningum al- þingis, eftir að búið væri að ákveða, að hann skyldi vera þjóðkjörinn; allt öðru máli hefði gegnt, ef ætlunin hefði verið, að hafa forsetann þing- kjörinn — og þá hefði ekki að- eins verið ástæðulaust, heldur og bein rökvilla, að ætla honum nokkurt synjunarvald gagnvart þinginu. En eins og kunnugt er samþykktu í neðri deild að síðustu allir flokkar, að forset- inn skyldi vera þjóðkjörinn, og í efri deild var það einnig sam- þykkt mótatkvæðalaust. í sambandi við afstöðu flokkanna til sjálfs forsetakjörs ins er það því mjög lærdóms- ríkt fyrir þjóðina, að veita því eftirtekt, hverjir það eru, sem nú, eftir á, þegar í stað vilja gera þjóðkjör forsetans að markleysu einni með því að svifta hann öllu synjunarvaldi gagnvart alþingi; þyí að á því má sjá, svo að ekki verður um villzt, hverjir af heilum hug hafa barizt fyrir þjóðkjöri for- setans, og hverjir aðeins í áróð- ursskyni fyrir sjálfa sig. * 1 báðum deildum alþingis voru það fyrst og fremst komm únistar, sem beittu sér gegn frestandi synjunarvaldi forset- ans, — einn kommúnisti greiddi þó atkvæði með því í neðri deild; en við hlið þeirra stóðu í báðum deildum sjálfstæðis menn, með allmörgum undan- tekningum þó, einkum í neðri deild; og tveir sjálfstæðis- menn greiddu atkvæði með frestandi synjunarvaldi for- setans í efri deild, en þar fengu komúnistar í staðinn stuðning eins framsóknar- manns. Alþýðuflokkurinn stóð því einn allra flokka óskiptur með því, að forsetinn fengi frest- andi neitunarvald, þ. e. gæti með synjun staðfestingar stöðv framkvæmd laga þar til þjóðar atkvæði hefði skorið úr milli hans og alþingis. En framsókn armenn voru því einnig lang- flestir fylgjandi í báðum þing- deildum. * Þarna hafa menn prófstein- in á það, af hve heilum hug flokkarnir hafa barizt fyrir þjóðkjöri forsetans. Allir voru þeir því fylgjandi — eftir að vilji þjóðarinnar fór að verða kunnur; það var ekki sigur- stranglegt, að ganga á móti hon um. Og þegar þjóðkjör forset- ans hafði verið samþykkt á þingi, byrjuðu kommúnistar að þakka sér, að svo giftusamlega hefði tekizt! En Adam var ekki lengi í para dís, og kommúnistar ekki lengi að afhjúpa óheilindi sín. Þeg- Þriðja grein Ármanns Halldórssonar: Skólamál á Englandi. IJÚLÍMÁNUÐI fyrra árs lagði kennslumálaráðherr- ann brezki fram allvíðtækar tillögur um uppeldis- og skóla- mál í brezka þinginu „að skip- an hans hátignar“, eins og það er orðað. Tillögur þessar fela ekki í sér röskun á þeirri skóla- skipan, sem fyrir er. Þær gera hins vegar ráð fyrir auknu skólahaldi, endurbótum á starfsskilyrðum skóla og fræðslu- og menningarstarf- semi í þágu unglinga og full- orðinna, sem stunda ekki reglu- legt skólanám. — Margt í til- lögunum er þess eðlis, að því verður ekki komið á í einu vetfangi, heldur verður að hrinda því í framkvæmd smám saman. — Forsætisráðherrann brezki stakk því upp á, að um þessi mál yrði gerð fjögurra ára áætlun. Höfuðefni tillagnanna er sem hér segir: a) reistir verið skól- ar (nursery schools) fyrir börn innan við skólaskyldualdur (þ. e. böm yngri en 5 ára), alls staðar þar sem þeirra er þörf, b) skólaskylda nái undantekn- ingarlaust til 15 ára aldurs og jafnframt verði gerðar nauð- synlegar ráðstafanir til þess að láta hana ná til 16 ára aldurs, svo fljótt sem kostur er, c) haf- izt verði handa um endurbætur og nýbyggingu skólahúsa, svo að húsakostur skólanna fái stað- izt þær kröfur, sem til þeirra verður að gera, d) lögð verði slík áherzla á uppfræðslu í trúai'brögðum, að sú gre'n verði talin einn af höfuðþátt- rnn námsins, e) lögleidd verði fræðsluskylda að nokkuru leyti (partthne education) til 18 ára aldurs, f) gefinn verði kostur á almennri fræðslu fyrir fullorð- ið fólk, g) aukin verði heilsu- vemd barna og unglinga. — Verður nánar vikið að ein- stökum þáttum tillagnanna, sem hafa nú verið taldir. Gert er ráð fyrir, að reistir verði ungbarnaskólar í stórum stíl, en skólaskylda verði ekki látin ná til barna innan 5 ára aldurs. Slíkir skólar hafa starf- að allnokkuð á Englandi, en flestir hafa þeir verið reknir af einstaklingum og félögum, en fáir einir af hinu opinbera. Það er ekki nema lítill hluti barnanna, sem á þess kost nú að sækja þess konar skóla. Það er því mikill ávinningur, ef öll- um börnum þar í landi byðist færi á því, þó einkum þeim börnum, sem verða að hírast í óvistlegum heimkynnum við óþrifalegar götur, farandi á mis við öll tækifæri til að iðka þær athafnir, sem þeim eru eðlileg- astar og vænlegastar til þroska. Enn fremur er það mikill léttir fyrir húsmæður, sem eru störf- um hlaðnar, að geta komið börnum sínum þar fyrir, að ekki séu nefndar þær konur, sem verða að vinna utan heim- ilisins. — Ungbarnaskólinn er nokkurs konar víðavangsskóli. Skólahúsið er venjulega ein hæð með stórum svölum. Kxing- um það er garður með sandköss- um, rólum og öðrum leiktækj- um. Börnin eru látin vera úti, oftast nær þegar veður leyfir. Fyrir aukningu skólaskyld- i unnar eru færð ýmis rök. ' Skyldufræðslan er talin ófull- nægjandi nútímanum, og 14 ára börn séu ekki orðin svo þroskuð, að þau geti tileinkað sér þá fræðslu, sem er nauðsyn- leg hverjum manni, er talizt geti fullgildur þegn. Við þetta bætist, að nú sé alls ekki næg- ur tími til að festa í minni það námsefni, sem skólunum er ætlað að kenna. Reynslan hafi leitt í ljós, að það gleymist furðu fljótt. En aðalröksemdin er sú, að aldursskeiðið 14—16 ára (og raunar miklu lengur) sé svo dýrmætur námstími og viðkvæmt uppvaxtarskeið, að það sé stórkostlegt menningar- tjón fyrir þjóðina, ef því er ekki sómi sýndur, ekki einungis að því er tekur til uppfræðsl- unnar, heldur sé unglingum á þessum aldri eins mikil og jafn- vel að sumu leyti meiri þörf á uppeldislegri handleiðslu og eftirliti með heilsu sinni en á nokkurum tíma öðrum. Húsakostur skólanna hefir verið mikið vandamál á Eng- landi, þótt ýmislegt hafi verið gert til þess til að bæta hann hin síðari ár. Hin eldri barna- skólahús hefir einkum skort margt til þess að standast kröf- urnar um hollustuhætti og enn fremur húsrými og starfsskil- yrði fyrir læknisþjónustu og verklegt nám. Þá vantar víða enn hús fyrir hinn hagnýta unglingaskóla, eins og drepið var á í fyrri grein. Trúarbragðaíræðsla hefir aldrei verið skyldunámsgrein í enskum skólum, og það er ekki gert ráð fyrir, að hún verði það framvegis. Mikil áherzla er lögð á gildi hennar í umræddum tillögum, en þar er jafnframt lögð rík áherzla á hið andlega frelsi. Foreldrum skal ekki skylt að láta börn sín taka þátt í þessari náms- grein né guðræknisstundum, sem ráðgert er, að komið verði á í skólum, þar sem hægt er að koma því við húsakynnanna vegna. Engum kennara skal gert að skyldu að hafa á hendi trúarbragðafræðslu, og ekki mega skoðanir neins kennara í þeim efnum hafa áhrif á það, að hann fái stöðu við skóla. Eitt hinna merkilegustu ný- mæla, sem tillögurnar hafa að flytja, er framlenging fræðslu- skyldunnar til 18 ára aldurs. Það er hugsað á þá lund, að unglingum á aldrinum 15—18 ára (og síðar 16—18), sem sækja ekki skóla, verði gert að skyldu að sækja fræðslumið- stöðvar (young people’s colleges eða ungmennaháskóla) annað hvort einhvern hluta dags eða I árs eða t. d. einn dag í viku. ar til þess kemur við umræð- urnar um synjunarvald forset- ans, að þingið verður að sýna, að eitthvað hafi vakað fyrir þingmönnum annað en lýð- skrum eitt með því að sam- þykkja þjóðkjör forsetans, þá fellur gríman af kommúnistum; þeir vilja ekki láta forsetann hafa neitt synjunarvald; hann á, þrátt fyrir þjóðkjörið, að vera valdalaus áhorfandi að öllu því, sem þingið gerir — á ekki einu sinni að hafa vald til þess að stöðva framkvæmd Uaga þar til þjóðaratkvæði hef- ir skorið úr milli hans og al- þingis! Og við þessum vilja kommúnista segir verulegur hluti sjálfstæðismanna já og amen! Svo mikil var alvara þessara flokka, þegar þeir greiddu atkvæði með því, að forsetinn skyldi vera þjóðkjör- inn, en ekki þingkjörinn! * Nú hefir kommúnistum og sjálfstæðismönnum tekizt að koma því til leiðar, að sam- þykkt neðri deildar alþingis um frestandi synjunarvald forset- ans var aftur tekin út úr lýð- veldisstjórnarskránni í efri deild. En sú afgreiðsla er ekki síðasta orð þingsins um þetta mál. Það verður að fara til neðri deildar á ný, og verður einkar lærdómsríkt fyrir þjóð- ina að sjá, hver endalok það fær. Ætlazt er til, að námstíminn verði talinn til starfstímans, svo að þetta verði þeim ekki til efnalegs tjóns. — Rökin, sem færð eru fyrir þessu ákvæði, eru í aðalatriðunum hin sömu og færð voru fyrir lengingu skólaskyldunnar. Gert er ráð fyrir, að rækilegt eftirlit verði haft með heilsufari og yfirleitt líðan unglingsins, honum verði gefinn kostur á að nema ýmis- legt, sem hann hefir áhuga á og varðar atvinnu hans. Tvær námsgreinar eru þó nefndar sérstaklega og ætlazt til, að þær stundi sem flestir. Þær eru móðurmál og þjóðfélagsfræði. 1 móðurmálskennslunni verði leitazt við að temja unglingun- um að setja hugsanir sínar fram skýrt og skipulega og glöggva og auðga skilning sinn á töluðu og rit'uðu máli. Þjóð- félagsfræðinni er ætlað að gera þeim ljósa skipan mála í því þjóðfélagi, sem þeir eiga að búa við, og vekja áhuga þeirra á málefnum umheimsins. — Þá er fyrirhugað, að einn þáttur í starfi ungmennaháskólans verði að hjálpa unglingunum til að koma á með sér heilbrigðu félagslífi til skemmtunar og menningarauka. Fræðsla fyrir fullorðna þyk- ir nú orðið ómissandi þáttur í fræðslukerfi ríkisins. Þessi menningarstarfsemi hefir eflzt mjög hina síðustu áratugi. Á SNNRAMIVIANIR Getum aftur teMS a0 okkur mynda- og mál- verkamnrammanir. Fljót afgreiðsla. Vönduð vinna. HéSinshöfði h.f. Aðalstræti 6 B. Sími 4958. Englandi hefir fræðslusam- band verkamanna (Workers11 Educational Association) haffe forgöngu um slíka fræðslu, en ýmsir háskólar hafa einnig unnið mikið starf í þessum efnum. Áður hefir verið drepið á, aS tillögumar geri ráð fyrir mjög aukinni heilsuvernd. I því sam- bandi er ætlazt til, að stjórn- endum fræðslumála verði heimilað að verja opinberu fé til að veita börnunum máltíðrr og mjólk endurgjaldslaust eða við vægu verði, og sama máli gegnir um föt, bæði ígangsklæði og skjólfatnað. Hér hafa verið rakin helztu atriði hinna brezku skólamála- ntiillagna. Sá framfarahugur í uppeldismálum, sem þær bera vitni, er einn þáttur þess óska- heims, sem enskur almenning- ur sér í hillingum og væntir að koma muni að styrjöldinni lokinni. Svipað átti sér stað £ síðustu styrjöld, og eftir hana komst mikill skriður á skóla- málin. Skal ósagt látið, hva® gerist nú. A. H. HIRÐULEYSIÐ í FJÁR- MÁLUM heitir aðalrit- stjórnargrein Morgunblaðsins í gær og er þar farið mörgum hörðum orðum um óvarkárni alþingis í fjárveitingum Morg- unblaðið segir meðal annars: „Annars bendir margt til þess, að alþingi sé farið að verða fram úr hófi kærulaust í meðferð fjár- mála yfirleitt. Hefir í þessu efni orðið mikil breyting til hins verra, frá því er var fyrir nokkrum árum. Ef til vill á þjóðin sjálf sök á þessu. Hún sé ekki eins vel vak- andi í þessum málum, eins og hún var. En hér fyrr meir var það svo, að þjóðin fordæmdi það mjög, ef ógætilega var farið með fjármálin og kæruleysi ríkti í með- ferð þeirra. Þá þótti það stærsti kostur frambjóðanda og þing- manns, ef hann var gætinn í fjár- málum. Nú sýnist hitt vera meiri meðmæli, að gera stórar fjárkröf- ur og eyða sem mestu af almanna- fé. Sennilega er það tíðarandinn, sem breytingunni veldur. En ekki verður hún þjóðinni til heilla. Það hefir farið mjög í vöxt á alþi.ngi, í seinni tíð, að samþykkt- ar hafa verið stórfelldar fjár- greiðsiur úr ríkissjóði með þings- ályktunum einum. Hafa þessar greiðslur oft numið milljónum króna — jafnvel tugum milljóna. Þessi aðferð þingsins við fjár- greiðslur úr ríkissjóði er óþolandi með öllu. Afleiðingin af þessu háttalagi verður sú, að þingið missir öll tök á fjármálunum. Áður en varir er það komið með ríkissjóðinn í botnlaust skuldafen, sem erfitt verður úr að losna. Vitanlega á það að vera föst regla, að taka öll gjöld ríkissjóðs, sem vitað er um og sjóanleg eru, upp í fjárlög. Þar fá þau þá einu þinglegu meðfeijð, sem stjórnar- skráin mælir fyrir um. Hin að- ferðin, sem nú tíðkast mjög á al- þingi, að afgreiða fyrst fjárlög me® svo háum útgjöldum, að tekjurnar fá vart staðizt þau, en síðan að bæta þar ofan á milljóna útgjöld- um með einföldum þingsályktun- um, hlýtur að stofna ríkissjóði f greiðsluþrot. Alþingi verður að gerbreyta stefnunni í fjármálunum.“ Undir þessi viðvörunarorS munu margir vilja taka og geta tekið. En ætli það komi ekki ýmsum spánskt fyrir sjónir, að sjá þau í Morgunblaðinu? Því að hverjir hafa sýnt meira kæruleysi og hirðuleysi í fjár- málum á alþiíhgi en flokksmenn þess, sem gerðu ásamt fram- sóknarmönnum þingsályktun- ina frægu, sumarið 1942 um ó- takmarkaðar uppbætur úr rík- issjóði á útfluttar landbúnaðar- afurðir og voru annar hópur- inn af hinufn „tvennum fjórt- án“, sem bundu ríkissjóði álíka gætilegar byrðar á síðastliðnu hausti? Það getur verið gott að» vara við hirðuleysi í fjármál- um; en bezt er, að þurfa ekki samtímis að gera gys að sjálfum sér. Kaupum tuskur hæsta verði. SAsQagaavlaaiisto1' Baldursgöfu 30. Gerum hreioar skrifstofur yðar og íbúðir. 11

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.