Alþýðublaðið - 08.03.1944, Blaðsíða 5

Alþýðublaðið - 08.03.1944, Blaðsíða 5
TVíluvikudagur 8. marz 1044. Heimsókn til Sandgerðis. — Gengið um verbúðir. — Talað um vatnsból, veggjalús, salerni — umgengnis- menningu — og sómasamlegt líf. FYRIR NOKKRU birti ég tvö bréf, sem lýstu aðbúð þeirri, sem sjómenn í Sandgerði ættu við að búa. Þar var gefin lýsing á vatnsbóii þorpsins, skorti á sal- ernum og frá því skýrt að veggja- lús væri í verbúðum sjómanna, ennfremur var þeim lýst sem mjög slæmum vistarverum, liílum og ákaflega köldum. Ég vissi að ver- búðalíf er oft ekki upp á marga fiska og Siefur aldrei verið, en lýs- ingin á þessu þrennu, en raunar vp.r um fleira getið, fannst mér samt ljót. ÉG SKRAPP til Sandgerðis um síðustu helgi að gamni mínu og skoðaði borgina. Þar var mikið að snúast og allir bátar- á sjó. Mok- afli hefur verið undanfarið, jafn- vel svo mikill að elstu menn muna ekki eftir öðrum eins afla. Þar óð allt út í fiski og fiskúrgangi og Ællir menn voru önnum kafnir. Ég skoðaði frysthús, fór um verbúðir, leit á vatnsbólið og kíkti á salern- in. VISTARVERUR aðkomusjó- manna eru ekki stórar og þær eru ekki neinar lúxusíbúðir, en þær voru táhreinar, vel um þær 'geng- ið og betri en ég bjóst við. Þær eru ein stór stofa, með kojum, tveimur í röð, hvor upp af annari, svefnstæði fyrir 14 manns, 13 sjó- menn og fangseljuna. Eldavél er í öðrum endanum og þar er soð- inn matur íbúanna. Sögðu sjómenn mér að það væri jafnvel of hlýtt, þegar eldavélin er heit, en í mikl- uni frostum væri mjög kalt, þegar slokknað væri í vélinni. Sagði ein fangseljan mér þetta einnig, hún var að taka til matinn handa sjó- mðnnunum til þess að hafa hann tilbúinn, þegar þeir kæmu kaldir og svangir af sjónum. ÞAÐ ER RANGT hjá' öðrum bréfritara mínum að veggjalús sé í verbúðunum. Hún var þar fyrir nokkrum árum, en í hitt eð fyrra fékk stjórn eignarinnar Trausta Ólafsson efnafræðing til þess að útrýma veggjalúsinni og það tókst. Varð ekki vart við hana í fyrra og heldur ekki í vetur. Að vísu taldi einn maður í fyrra, að hann hefði orðið var við veggjalús, en sú kvörtun var ekki talin á rökum byggð, því að veggjalúsin leynir sér ekki, ef hún er á annað borð í vistarverum. ÞAÐ ER HELDUR ekki rétt að salerni séu ekki við verbúðirnar. Þau eru þar, en þau eru fyrir neð an allar hellur. Að vísu eru til góð salerni í frystihúsunum, en of fá og verður fjölgað nú, en úti sal- erni eru ýmist lokuð eða ónothæf vegna slæmrar umgengni. Þekkja menn það, hvernig yfirleitt er gengið um salerni í verstöðvum. ÉG SPURÐI forstjóra annarrar útgerðarstöövarinnar í Sandgerði. e:i þær eru tvær, hvort ekki væri hægt að fela sérstökum mönnum að sjá um salernin, en hann kvaðst hafa falið mönnum þetta starf í vertíðarbyrjun, sem áttu hægt með það vegna starfa sinna og yfirráða yfir hreinsunartækj- um. Gerðu þeir þetta fyrst í stað, en hættu svo, neituðu að halda áfram. HINS VEGAR er ekki hægt að láta við svo búið standa. Sand- gerðismenn verða að finna einhver ráð til þess að leysa þetta vanda- mál. Þarna eru 30 skipshafnir og sjómennirnir eru á fjórða hundr- að. Það er alyeg ótækt að menn þurfi kannske að klæða sig upp úr rúmunum í hvaða veðri sem er og fara niður í fjöru. Annars sagði forstjórinn að salerni frystihús- anna væru alltaf opin, en hirða á útisalernunum væri óviðráðan- leg. Þetta mál verður þó að leysa á viðunandi hátt og skil ég ekki, að ekki geti verið hægt að taka . upp samvinnu um þetta mál milli eigenda stöðvanna og til dæmis formanna á bátunum. VATNSBÓLIÐ er alveg eins og bréfritararnir hafa lýst því. Mikl- ir erfiðleikar eru með vatn á Suð- urnesjum og ekki sízt í Sandgerði. Þarna er eitt vatnsból. Steypt skál er umhverfis það og það stendur alltaf opið. Við það liggja nokkrir kaöalspottar, en engin fata. „Af hverju er ekki fata hér?“ spurði ég. „Það er búið að láta ótal fötur hérna, en þær hverfa alltaf“ var svarið sem ég fékk. „En af hverju er þá ekki póstur hér?“ „Hér var póstur einu sinni, en hann var allt af að bila og við höfum reynt að fá póst, en póstar eru ekki fáan- legir.“ ANNARS STENDUR TIL að reyna að ná vatni annars staðar og hafa, útgerðarfélögin boðist til að leggja fram 80% af kostnaði (Frh. á 6. sSBu.) vantar okkur nú þegar til að bera blaðið um Bergþóriigötu HverfSsgötyn Melana. HÁTT KAUP Alþýðublaðið. — Sími 4900. Alaskaþi óðbrautin að vetrarlagi. Vetrarmynd þessi er tekin af Alaskaþjóðbrautinni skammt frá Koidernfljóti á landamærum Alaska og Yukon. Nú hefir veríð lokið við smíði hinnar miklu brautar á gervallri leiðinni frá Fairbanks til Dawson Creek. jóðarma ÞEGAR MAÐUR hlýðir á erindi, er fjallar um sér- stakar vísindaframfarir á vett- vangi sprengiefnaframleiðslu, vefnaðar, skipasmíða eða ein- hverra annarra hagnýtra starfs- greina, dylst manni ekki, að hér er um að ræða mikilvægt mál og næsta girnilegt til fróð- leiks. Hitt er öllu örðugra, að fella dóm um það, hvort fram- farir þessar séu ekki tilviljun ein, hvoi't þær orsakist ekki af því einu, að ljós hafi runnið upp fyrir einhverjum manni af einskærri tilviljun. Hér mun ég leitast við að færa rök að því, að við eigum framfarir þessarar að þakka vísindum þeim, sem verið hafa að þróast síðustu þrjár aldir og jafnaðar- lega eru nefnd eðlisfræði. Hvað er svo eðlisfræði? Hún er rannsókn á eðli hins lífvana efnis. Hreyfingar reikistjarn- anna, uppdráttur gufuvélarinn- ar, olíutekjan, öldurnar, er brotna á sjávarströndu, sam- stæða litanna og frumeindirn- ar, allt eru þetta þættir eðlis- fræðinnar. Allt þetta ber okkur að kynna okkur og rannsaka af tveimur ástæðum. Okkur ber að rannsaka þetta vegna þess, að hér er um merkileg rannsókn- arefni að ræða, svo og vegna þess, að rannsóknir þessara geta reynzt okkur til mikilla heilla. Hið fyrra nefnast „hrein“ vís- indi, en hið síðara „hagnýt“ vísindi. Ég hygg, að hrein vís- indi séu tengd þrá drengsins til þess að taka úr föður síns sundur. Hann mun ekki að öllum jafni gera sér vonir um það, að úrið gangi örugglegar eftir en áður. Það, sem fyrir honum vakir, er hins vegar það að kynna sér sigurverk þess. Tilraunir þær, er þeir Am- pére og Faraday gerðu fyrir heilli öld til þess að komast að raun um það, hvort nokkurt samband væri með rafstraumi og segulmagni, er glöggt dæmi um hagnýt vísindi, þótt ekki væri til þess ætlazt í öndverðu af upphafsmönnunum, að til- raunir þessar myndi hafa hag- nýtt gildi. Hagnýt vísindi or- sakast hins vegar af áhuga fyr- if því að finna endurbætur á rafvélum eða að freista þess að gera sjó hæfan til drykkjar. Það er augljóst, að ekki er unnt I^JREIN ÞESSI, er fjalíar um mikilvægi vísind- anna fyrir þjóðirnar og rek- ur þróun þeirra í stórum dráítum svo og tramiíðar- viðhorf, er eftir E. C. Bull- ard. Var hún upphaíiega flutt sem erindi í brezka út- "S. varpið, en er hér þýdd úr útvarpstímaritiuu The List- ener. að búa til nýja vél nema að fyrir hendi sé grundvölluð bekking á rafstraumum og segul magni, og sá, sem gerði fyrstu rafvélina varð að hafa glögga þekkingu þessa t'il brunns að bera. Fyrir hálfri annarri öld hefði enginn maður getað spáð því, að segulstál myndi verða nauðsynlegur hlutur við hreins un gólfábreiða né í sambandi við síma. Þá var það talið til einskis annars nytsamlegt en að tína upp títuprjóna og í sam- bandi við áttavita. Ampére og Faraday leiddu í ljós, að þráð- ur hlaðinn rafmagni gat fengið segulstál til þpss að hreyfast og þegar segulstál var látið hreyfast til skammt frá raf- hlöðnum þræði, varð það til þess, að segulstálið varð og hlaðið rafmagni. Það er einmitt á þessari uppgötvun, sem raf- magnsiðnaður nútímans bygg- ist. Það er vissulega meira en lítið undarlegt, að svo hagnýt- ur hlutur sem rafmagnsiðnað- urinn skuli þannig til kominn. Slíkt er samt sem áður næsta títt, manni liggur við að segja algengt. Þeir, sem hygígjast gera einhverja hagnýta upp- götvun, eru því aðeins til þess færir, að þeir kunni að byrja á hinni réttu byrjun. Venjulega er því aðeins unnt að gera slíkt, að byggt sé á starfi og athug- unum annarra. J. J. Thomson og lærisveinar hans áttu þess til dæmis engan kost að spá um það, hvaða áhrif til- raunir þær kynni að hafa, er þeir unnu að fyrir fjórum tug- um ára, enda þótt þeir hafi getað gert sér það auðveldlega í hugarlund, að þær myndtt hafa hagnýta þýðingu, er fram liðu stundir. Ég ætla að láta atviks getið, sem bar fyrir mig eigi alls fyr- ir löngu og skýrir þetta nánar fyrir mönnum. Ég sat á tali við stjörnufræðing, sem hafði feng- ið mikinn áhuga fyrir sprengi- efnum, og lét orð falla eitthvað á þessa lund: — Jæja, þér haf- ið með öðrum orðum tekið yður hvíld frá stjörnurannsóknunum. — Ég veit nú varla, hvað ég á að segja um það, svaraði hann. — Mér dylst engan veginn mikilvægi stjörnurannsókna þeirra, sem ég hefi unnið að. En ég hefi sannfærzt um, að sprenging, eftir að hún hefir átt sér stað, er ekkert annað en mökkur af heitu gasi. Sömu sögu er að segja um stjörnurn- ar. Það má því þannig að orði kveða, að hér sé um að ræöa eitt og hið sama. Þetta finnst mér næsta táknrænt dæmi. En það er ekki nægilegt að liveða þannig að orði, að sprenging sé að nokkru leyti áþekkt fyrir- bæri og stjarna. Til þess að unnt sé að skilgreina þessa kenningu verður maður að vera vel að sér í stjörnufræði. Ég vænti þess, að mér hafi tekizt að leiða rök að því, hversu mikils verð hin hreinu vísindi eru í sambandi við hagnýtar uppfinningar og framfarir. Hagnýtra framfara óg nýjunga er lítil eða engin von, nema byggt sé á hinum hreinu vís- indum. Nú er minni áherzla lögð á hrein vísindi en fyrrum var. Þó er á þeim byggt eigi að síður við framkvæmdir hinna hagnýtu vísinda. Og að ráðn- um úrslitum hildarleiksins munu hin hreinu vísindi skipa sinn forna sess að nýju og leggja undirstöðu að áfram- haldandi þróun hinna hagnýtu vísinda. Tilraunir og rannsóknir á vettvangi hinna hreinu vísinda eiga sér mun lengri sögu en margur xnun ætla. Venjulega er því haldið fram, að þau séu aðeins tuttugu til fimmtíu ára gömul. — Fyrstur uppgötvan- ir, sem gerðar voru á vettvangi rafmagnsrannsóknanna, og ég hefi hér að nokkru getið, áttu sér stað á árunum milli 1820 og M. af 6. síöu.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.