Alþýðublaðið - 10.03.1944, Blaðsíða 6

Alþýðublaðið - 10.03.1944, Blaðsíða 6
 AL^V^iiBUeiúr Eins og merin munu minnast af fréttum, varð Winston Churchill veikur á ferðalagi sínu til vígstöðva og bækistöðva bandamanna ■vjið Miöjarðarhaf á dögunum. Mynd þessi var tekinn eftir að hann gat tekið upp viðræður sínar við forustumenn hersins á þessum slóðum að nýju. Dwight D. Eiserihower er maðurinn til vinstri á myndinni, en Sir Harold Alexander er annar maður frá vinstri. Myndin var lekin í bækistöð bandamanna einhvers staðar við Miðjarðarhaf. Risinn af sjúkrabeði. Frh. af 5. síð«.. inn náungi með örótt, grófgert andlií og táknrænn fulltrúi þeirra manna, sem eru í föst- um embættúm. -— Hann hefir verið til staðar í forsetahöll- inni í Wilhelmsstrasse í meira en tvo áratugi og starfað í þjónustu ýmissa þýzkra stjórn- málamanna. Iiann má margs minnast sem stjórnmálamaður, því að hann hefir gegnt störf- um í þjónustu keisarans, Weim- arlýðveldisins og Hitlers. Dr. Hans Heinrich Lammers er sextíu og fjögurra ára gam- all, fæddur í Efri-Slesíu eins og raunar má ráða af útsliti hans, sköllóttur Prússi með vingjarnlegt augnaráð. Hann hefir gengt starfa sem skrif- stofustjóri Hitlers sem ríkis- kanslara allt frá því árið 1933 og hefir haft ýmis tignarstörf með höndum. Franz von Papen er sextíu og’ fjögurra ára að aldri og gegnir nú starfa sem sendi herra Þjóðverja í Tyrklandi. Ég sá hann á hverjum fundi þýzka þingsins áður en styrjöld in hófst. Hann var snyrtilega klæddur, fríour 'sýnum og mátti vel haldá, að hann væri Eng- lendingur. Hann var næsta ó- líkur hinum hundruðum svart- og brúnklæddra bófa ríkis- þingsins. Á dögum Weimarlýðveldis- ins gerðist Papen einn af for- ustumönnum kaþólska mið- flokksins, svo og mikill áhrifa- maður í Júnkarafélaginu, Herr enklub. Hann var skipaður kanslari árið 1932 og Hinden- burg, sem hélt hlífiskildi yf- ir honum. Papen varð til þess að draga lokur frá hurðum lýðveldisins og styðja Hitler til valda. Fyrir þetta er Hitler Papen þakklátur, og hefir það bjarg- að lífi Papens, því að Himmler leggur mikið hatur á hann, en hann veit ,að Papen telur nazista ruddalega uppskafn- inga. Dr. Schacht er sextíu og sjö ára að aldri. Hann var áður fjármálaráðherra og forstjóri ríkisbankans þýzka. Hann er heimskunnur meðal stjórn- málamanna, bankastjóra og iðjuhölda. Á blaðamannafundum í ríkis- bankanum kom Schacht fram í gervi skrifstofumanns. Hann if HifSerl var hár vexti og sperrtur, gekk í svörtum fötum og hafði lonniettur. Hinir háu, stífu lín- kragar hans voru táknrænir fyrir skaphöfn hans. Hann var gott dæmi um þýzku millistétt- ina, sem komst til valda á vel- megunartímabili Bismarcks. — Hann fæddist í Norður- Þýzkalandi, nam í Hamborg í æsku og bar brátt glöggt skyn á alþjóðamál. Ékki er vitað, hvaða opin- beru embætti Sehacht gegnir nú. Honum yar vikið frá em- bætti árið 1939, en var síðar látin hafa einhver lítt mbrki- leg störf með höndum. Erfitt er að hugsa sér nýja stjórn í Þýzkalandi án von Neuraths* baróns sem utanríkis- málaráðherra. Hann er sjötug- ur að aldri, hár, herðibreiður og vel vaxinn. Neurath er gott dæmi um hinn þýzka aðals- mann, sem er þaulkunnugur í höllum og herragörðum Frakk- lands. Neurath var skipaður sendi- herra Þjóðverja á Bretlandi árið 1930, varð síðar utanríkis- málaráðherra Þýzkalands en var vikið úr því embætti árið 1938, þegar hrokagikkurinn Ribbentrop tók við þeim starfa. Um nokkurt skeið var Neurath verndari Bæheims og Mæris, en reyndist ekki nógu skellegg- ur í þjónustu Hitlers, sern kaus heldur hinn samvizkulausa Heydrich í stað hins aldna stjórnmálamanns. tm( ^fUNDÍÍ&MyTÍlKytlNÍmAR FREYJUFUNDUíl í kvöld kl. 8,30 í G.-T.-húsinu niðri. Inntaka nýliða. Kosnir fulltrúar í húsráð og til þingstúkunnar. Br. Jón Árnason: Erindi. S. Ásthildur Þórðardóttir: Upplestur. Útbýtt aðgöngumiðum á út- breiðslufund þingstúkunnar. F.jölmennið stundvíslega. Æðstitepiplar. Úfbreiðið AibÝðubiaðið. Hressingarhælið í Kumbaravogs Framhald af 4. síðu. 1. Það sýnist ekki ástæða til að hafa ráðsmann og ráðs- konu, auk forstöðumanns, fyr- ir 6 eða 7 menn og stundum færri, þar sem ekki er um meiri vinnuafköst að ræða, en að of- an er greint; það er vægast sagt ráðleysa. Þessir menn hefðu ekki nema gott af því, að elda handa sér sjálfir og halda húsinu hreinu; þeir væru ekki iðjulausir á meðan. 2. Á samskonar Hressingar- hælum erlendis er forstöðu- maður læknir, sem hefir fyrir sérgrein að lækna ofdrykkju- menn, og annað starfsfólk er þaulæft í því að umgangast slíka sjúklinga; þar dettur eng- um manni í hug að setja fanga- vörð sem æðsta rnann slíkrar stofnunar; enda líta vistamenn á hann fyrst og fremst sem fangavörð, þó hann að öðru leyti sé góður og gegn maður. Kristinn segir á enium stað í grein sinni. „Við álítum að stofnunin ætti að geta borið sig fjárhagslega“. En ég segi: Þá má eitthvað breytast til batnaðar með stjórnsemina. Ég legg nú satt að segja ekki mikinn trúnað á það, að Krist- inn og meðstjórendur hans meini neitt með þessu, því þeir hefðu þá varla farið að koma þessari stofnun yfir á ríkis- sjóðinn. Ég held, að sú litla reynsla, sem fengin er af þessari stofn- un, gefi ekki góðar vonir um góðan árangur, þó Kristinn haldi fram því gagnstæða. Svona stofnun á ekki að fara á stað með, fyrr en fengnir eru þeir kraftar að stofnuninni, sem nauðsynlegir eru til þess, að hún geti verið rekin með sæmd, en ekki vansæmd fyrir alla aðila. Með samskonar stjórn og á henni hefir verið til bessa, verður ekki langt þar til hún fer sömu leið og stofnun sú, sem rekin var á Kleppjárns- reykjum, og þá er verr farið en heima setið. Kristinn kvartar mjög yfir því, að til hans skuli ekki hafa verið komið til þess að fá upp- lýsingar um Hressingarhælið. Þeir, sem lesið hafa grein hans, hafa séð þær upplýsingar, er hann mundi hafa gefið, en þær eru ekki á þann veg, að úr hefði fengizt bætt. Því að að hans dómi er allt, hvað hælinu viðkemur, í fínu lagi. En það, sem ég hefi sagt hér og í bréf- inu, er sagt með það eitt fyrir augum að úr verði bætt. Þá varar Kristinn blöðin við því að taka gagnrýni á stofnunina af þeim mönnum, er ekki hafi ráðfært sig við hann um það, hvernig gagnrýni ætti að vera. En ég get sagt Kristni það, að ég er einskonar Pétur Sigurðs- son, hvað það snertir, áð ég fæ aðgang að hvaða blaði, sem er, fyrir mínar greinar, og hann er enginn maður til að torvelda það. Að síðustu ætla ég að taka hér eitt dæmi, því það sýnir greinilegar en nokkuð annað, hvernig framkvæmdirnar og istjórnsemin er á umræddu hæli: Daginn fyrir gamlársdag rétt fyrir kl. 18 kemur Helgi Elías- son, fulltrúi hjá fræðslumála- stjóra, niður á Bifreiðastöð ís- lands með mann, sem við skul- um kalla N. N., og setur hann inn í farþegabifreið þá, sem er í þann veginn að leggja á stað austur. Síðan hittir Helgi bif- reiðarstjórann og segir honum, að þarna sitji maður, og til- greinir nafn hans, sem hann ætli að biðja hann að afhenda Jóni Sigtryggssyni í Kumbara- vdgi sjálfum, með kveðju frá sér og beiðni um að taka vel á móti honum. Bifreiðarstjór- inn lofar þess og leggur síðan á stað á tilsettum tíma,- sem venja er til. Vegna ófærðar á Hellisheiði verður bifreiðarstjórinn að fara Þingvallaleiðina og þegar að Kumbaravogi er komið, hefir bifreiðarstjórinn ekið ca. 42 km. Jón stendur úti, þegar bif- reiðarstjórinn kemur; hann ber Jóni kveðjuna frá Helga og N.N., stendur við hlið hans. Það fyrsta, sem Jón spyr um: Eru pappírarnir með? N. N. og bifreiðarstjórinn segja Jóni, að þeir séu í lagi, læknisvottorð og hvað eina sem vistina hér snertir; en þeir geti ekki kom- ið fyrr en á morgun. Jón segir: Þá get ég ekki tekið við mann- inum, ég tek engan hér inn, nema pappírarnir fylgi með. Bifreiðarstjórinn minnir Jón á vin hans, Helga, sem treyst hafi honum til þess, að taka á móti N. N. Bifreiðarstjórinn segist skuli hringja í Helga strax og hann komi heim, svo það sé víst, að pappírarnir verði til á morgun, sem er gamlárs- dagur. En Jón lætur sig ekki, telur bifreiðarstjórann ekki hafa vit á þessum hlutum, snar- ar sér inn og skellir hurðinni í lás. (Þessi framkoma virðist mér styðja mjög umsögn vist- manna, að Jón sé þarna fanga- vörður og ekkert annað, og á þá sé litið sem fanga en ekki sjúkl- inga og það tel ég verr farið.) Bifreiðarstjórinn varð þá að fara með N. N. til Stokkseyrar og koma honum fyrir í gisti- húsinu þar svo að hringja til Helga og láta hann vita um þær prýðilegu viðtökur, sem þeir hafi fengið hjá vini hans Jóni. Síðan er Jón boðaður í síma til viðtals ,en allt kemur fyrir eitt; Jón vill fá pappírana og engan N. N., fyrr en þeir koma. Helgi biður svo bifreiðarstjór- ann að sjá um, að N. N. fari ekki suður með honum næsta jdag. En bifreiðarstjórinn gat vitaplega ekki við þaðvráðið. Um morguninn þegar bifreiðar- stjórinn er að leggja á stað, kemur N. N. og segist ætla að fá sér með honum far suður aftur eftir slíkar viðtökur. Bifreiðarstjórinn er drengur góður og tók auðvitað 'N. N. með. Þegar til Reykjavíkur kom, skilaði bifreiðarstjórinn öllum sínum farþegum og dóti þeirra og þar á meðal N. N. til Helga upp í Arnarhvol. Hvar þar gerðist, er mér ekki kunnugt. En á nýársdag rnn 17 leytið, sem var næsti dagur eft- ir að N. N. kom aftur frá Stokkseyri, rann fólksflutniga- bifreið með hann, ásamt fríðu föruneyti, í gegnum Stokkseyri á leið til Kumbaravogs, og þá ■hafðist það af, að skilja N. N. eftir á þeim stað, er honum hafði áður verið frá vísað sök- um vöntunar á pappírum. Ein- hverjum ráðdeildarmönnum hefði sennilega dottið í hug, að ■láta N. N. bíða til næsta dags og senda hann þá með áætlun- arbíl, svona eins og til að spara þær krónur, sem bifreið kostar frá Reykjavík austur í Kumb- aravog í ekki betri færð, en þá var, enda mun förin ekki hafa tekið minna en 16 til 20 tíma. Kunnugur. EINHLEYPUH kvenmaður óskast til einnar konu. Upplýsingar á Njáls- götu 72, 1. hæð. BALDVIN JÓNSSON H ÉRAÐSDÓMSLÖGMABUR MÁLFLUTNWGUR — INNHEIMTA VBSTUROÖTU 17 SÍMI 5545 Föstudagur 10. marz 1944. Mynd þessi er af nýrri amerískri kvikmyndaleikkonu, er heitir Joan Lawrance, ættuð frá New Yiork. Joan lék eigi.alls fyrir löngu smáhlutverk í kvikmynd nokkurri, og var þá þessi mynd tekin. Henni þótti takast með slíkum ágætum að hún var ráðin til • kvikmyndafélagsins, sem mynd þessa tók, til langs tíma pg með hinum ákjósanlegustu kjörum. E^Af) SEGJA H!N KlChoín Frh. af 4. síðu í niðurlagi greinarinnar seg- ir á þessa leið: „Róleg íhugun sýnir alveg ó- tvírætt, hvílíkur reginmunur er á rússnesku kommúnistunum og manntegund þeirri í öörum lönd- um, sem kennir sig við þá. Aðrir stefna að sterku, voldugu ríki, sem hikar ekki við að ganga á rétt annarra þjóða til að efla sjálft sig. Hinir standa í skjóli erlends valds og stefna að því að sundra ríki því, sem þeir eru borgarar í, selja það undir erlend yfirráð og fá að drottna yfir löndum sínum skjóli erlends stórveldis, sem ætl- að er að veroa yfirþjóð sem flestra annarra ríkja. Aðrir erii þjóðern- issinnaðir í mesta lagi og ætla sínu ríki allt annan og: meiri rétt en öðrum þjóðlöndum. Hinir eru föðurlandslaus upplausnariýou'r, sem þráir svo mjög völdin vald- anna vegna, að þeir hika ekki við að vinna gegn hagsmunum ætt- lands síns. Aðrir nota völdin til að efla ríki feðra sinna. Hinir vilja nota þau til að gera þjóð sína að varanlegri undirþjóð er- lends ríkis. — Þessar augljósu andstæður nægja fyllilega til að taka af allan vafa um það, af hve gerólíku sauðahúsi þeir eru, komm únistarnir á íslandi og rússnesku kommúnistar nir. “ Þessar greinar Þjóðólfs eru mjög hóflega ritaðar, rökfast- ar og skilmerkilegar. Eru þær meðal hins athyglisverðasta efnis, er birzt hefir hér í blöð- unum undanfarið. Undirtektir kommúnistablaðsins sýna líka greinilega, að þessar athyglis- verðu ffreinar Þjóðólfs hafa kíomið óþægilega við kaun þess.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.