Alþýðublaðið - 16.03.1944, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 16.03.1944, Blaðsíða 4
nLPTsyayygio FLmmtudagur Ifi. m&m liM Otgefiandi: ÆlþýíSaílokkarinn. Eitstíóri: Stefóa Pétursson. EitstJÓJsn og afgreiösla í AI- þýöuMsinu viS Hveríisgötu. Símar ritsijórnar: 4901 og 4902. Bímar afgreiðslu: 4900 og 4906. Verð í lausasölu 40 aura. AlþýðuprentanniSjan hJ. Stefán Júliusson: „Landsins forni fjandi.“ ÖMURLEG TÍÐINDI voru sögð hér í blaðinu í fyrra- dag. Það var skýrt frá því, samkvæmt símtali við ísafjörð, að þar, og jafnvel víðar um Vestfirði, væri. yfirvofandi skortur á brýnustu nauðsynj- um, matvælum og eldiviði. Og það er, því miður, ekki ástæðu- laust að óttast, að hin sömu tíðindi kynnu að spyrjast frá ýmsum stöðum á Norðurlandi, ef svo skyldi fara, að samgöng- ur tepptust til verulegra muna af náttúrunnar völdum. * Um nokkurt árabil hefir veð- urfar hér á landi verið óvenju- lega milt. Af þeim ástæðum hefir sú skoðun gripið nokkuð iim sig, að orðin væri varan- leg breyting á veðráttunni. Loftslagið væri orðið hlýrra og mildara og harðindi á fslandi myndu vera úr sögu. Þetta eru vitaskuld mjög grunnfærar ályktanir. Veruleg harðindi á íslandi eru ekki lengra undan en svo, að fjölda margir menn, sem enn eru á lífi, kunna gerla frá slíkum tíðindum að segja samkvæmt eigin reynslu. A árunum eftir 1880 var hallærisástand í land- inu vegna harðinda. Hafís teppti samgöngur með strönd um landsins. A verzlunarstöð- unum var tilfinnanleg vöru- þurrð. Hafísinn lá inni á flóum og fjörðum langt fram á sum- ar. Grasspretta brást með öllu, og nýting varð engin á því litla, sem aflaðist af heyjum. Bústofn landsmanna var ýmist leiddur á blóðvöllinn eða féll úr hor. Hungur ríkti í landinu. Fjöldi manns flúði skortinn og harðréttið og nam land í ann. arri heimsálfu. • Öld eftir öld hafa íslending ar lifað í sífelldum ótta við „landsins foma fjanda“, haf ísinn og harðindin, sem fylgja í kjölfar hans. Það er ekki fyrr en nú á allra síðustu árum að menn virðast hættir að vænta harðinda á íslandi. Tíðarfarið hefir verið milt nú um skeið og samgöngur á sjó og landi stóraukizt og batnað. Af þess- um sökum virðast menn hafa hætt að gera ráð fyrir því, að slík vandræði gætu endurtekizt samgöngur teppzt og harðindi gengið í garð. Þetta er vitaskuld hin mesta fjarstæða. Hér er ekki um var anlega loftslagsbreytingu að ræða. Fjöldi núlifandi manna man eftir hafís, horfelli og hvers konar harðindum. Og sagan sannar, að jafnan hafa verið nokkur kaflaskipti í veð- urfarssögu landsins. Það hafa skipzt á góðviðriskaflar og samfelld harðindaár. Aldagömul reynsla þjóðarinn ar bendir alveg ótvírætt til þess hvílíka varúð henni er nauð- synlegt að temja sér varðandi líf og öryggi landsins barna. Það verður að reikna með „landsins foma fjanda“. Megin kapp verður að leggja á það isékn í fyrirmyndarskéla. ÞAÐ var einn októbermorg- un árið 1941, að við Stein- grímur Arason hittumst á neð- an j arðar j ánbautarstöðinni í 116. götu í New Yorkborg. Ég stundaði þá nám við kennara- deild Columbia-háskólans, og Steingrímur var í þann mund sískrifandi og lesandi um upp- eldismál og hlýddi raunar stund um á fyrirlestra við háskólann. Nú höfðum við mælt okkur hér mót, því að við ætluðum sam- an í heimsókn í skóla. Var ætlun okkar að heimsækja skóla Angelo Patri. — Lestin kom von bráðar, og við stigum inn. Steingrímur fræddi mig á því, að Angelo Patri hefði verið einn af kennurum sínum, er hann stundaði nám við háskól- an tuttugu og fimm árum áður. Síðar hafði hann sagt laugri prófessorsstöðu sinni, því að hann taldi sig ekki taka nógu virkan þátt í uppeldisstarfinu með því einu að kenna við há- skólann. Þá gerðist hann skóla- stjóri við unglingaskóla uppi í Bronx, en svo heitir efsti hluti New York-borgar. Því starfi hafði hann gegnt æ síðan, og var hann nú talinn einn af merkustu skólamönnum. Hafði ég oft heyrt á hann minnst í háskólanum, og í einu dagblaði borgarinar birtust að staðaldri eftir hann þættir um uppeldis- mál og ýmis konar ráðlegging- ar í þeim efnum. — Lék mér því mikil forvitni á að sjá skóla hans, og sama máli var að gegna um Steingrím, því að hann hafði aldrei séð dr. Patri sem starfandi skólamann, en hann hafði aftur á móti lengi haft mætur á honum sem fræði- manni í greininni. Ég sagði Steingrími frá því, sem ég hafði um skólann heyrt, en sumra upplýsinganna hafði ég beinlínis aflað mér til undir búnings heimsókninni. Skólinn er fyrir unglinga á aldrinum 12—14 ára. Skólaskylda í New York ríki er til 18 ára aldurs, og svo er í flestum ríkjum Bandaríkjanna. Er framhalds- skólanum skipt í tvennt, þann- ig, að í yngri deildinni eru unglingar frá 12—14 ára, en í eldri deildinni eru 14 ára ung- lingar og eldri. — Skóli Angelo Patri er því eins konar yngri deild framhaldsskólans, þó að nokkrir nemendur séu þar eldri en 14 ára. Hann er ríkisskóli og undir yfirstjórn fræðslumála- stjórnarinnar í NewYork, en þó er honum ekki þröngur stakk- ur skorinn með námsskrám og fyrir fram gerðum áætlunum um námið. Kemur þetta til af tvennuf Skólum í New York ríki eru yfirleitt gefnar frjálsar hendur í starfsháttum okg vali verkefna, ef þeir uppfylla viss ar lágmarkskröfur, og Angelo Patri er slíkt nafn, að það er talin fullkomin trygging fyrir skólastarfi, sem ekki þurfi að hlutast til um. Skólinn er svo í sveit settur, að umhverfis 'hann býr að langmestu leyti fólk með rýrar tekjur, eða að minnsta kosti ekki meira en í meðallagi. Eru flestir íbúarnir af ítölskum ættum, og dr. Patri STEFÁN JÚLÍUSSON yf irkennari í Hafnarfirði segir í eftirfarandi grein frá heimsókn í fyrirmyndarskóla í. Ameríku,. meðan. hann dvaldi þar við nám í upp- eldisfræði, en hann kom heim þaðan síðastliðið haust. Greinin. birtist. í .nýút- komnu hefti tímaritsins Menntamál, og hefir Alþýðu- blaðið fengið leyfi höfundar- ins til að taka hana upp. er einnig af því bergi brotinn. Kom hann til Ameríku f jögurra ára gamall. Ekki hefir skólinn meira fé til umráða en aðrir opinberir skólar, nema hvað yfir burðir skólastjórans og snilli- bragð nemendanna hafa oft dregið skólanum drjúgan skild- ing, bæði beint og óbeint. Skól- inn stendur vel að vígi í vali á kennurum, vegna þess árang- urs, sem þar hefir náðst. Það er ekki löng leið upp í Bronx og komum við brátt á á- kvörðunarstaðinn. Skólabygging in er gömul og stendur í miðj- um bænum, svo að skólinn get- ur á engan hátt talizt út af fyr- ir sig. Er við komum inn úr dyrunum, var okkur vísað til skrifstofu skólastjórans, en hún er mjög nálægt útidyrunum. Margt gesta var í skrifstofunni, og var stærsti flokkurinn frá kennaradeild Columbia háskól- ans, og vorum við íslending- amir í Iþeim hópi. — En þarna voru einnig gestir annars staðar að, sumir úr öðr- um ríkjum, enda er þangað stöðugur straumur manna til Iþess að skoða skólann. Gamli maðurinn, skólastjórinn, stóð í einu horninu og heilsaði öllum með ljúfu brosi. Framkoma hans var einstaklega hæglát og stillileg. Svo hafði verið ráð fyr ir gert, að hann talaði við okk- ur um starf sitt, er við hefðum gengið um skólann, skoðað hann og kynnt okkur starfsháttu hans og kennslu af eigin raun, að svo miklu leyti sem slíkt er hægt með stuttri heimsókn. Var því gestum strax skipt upp í flokka, og fékk hver flokkur til fylgdar einn af nemendum skólans, sér staklega snytilega stúlku, sem tók þetta hlutverk sitt alvar- lega. Sagði skólastjóri, að þess- ar stúlkur hefðu verið til þess valdar og undirbúnar að vísa gestum veg um skólann og skýra fyrir þeim fyrirkomulag og starfsháttu. Væri skipt um stúlkur öðru hverju. Þessar yngismeyjar leystu starf sitt af hendi með hinni mestu prýði. Voru þær auðsjáanlega vanar að skýra frá og lýsa skóla sín- um. Skólastjóri varð eftir í skrifstofu sinni, og enginn kenn ari skipti sér af göngu okkar um skólann. Fylgdarmærin beindi fyrst athygli okkar að því, að víða á gangaveggjum héngju mál- verk og teikningar gerðar af nemendum, og sums staðar voru líkön og smástyttur, sem sömuleiðis voru eftir þá. Voru sum af verkum þessum mjög falleg og settu skemmtilegan svip á híbýlin. — Við komum fyrst inn í tvær samliggjandi teiknistofur. Margir unglingar voru þar að starfi, og létu þeir sér hvergi bregða við komu okkar, en hóldu ótrauðir á- fram við vinnu sína. Töluvert voru vinnubrögðin ólík- í stof- um þessum, og gat þar að líta margs konar teikningu og myndagerð. Sumir nemendanna unnu kostgæfnilega eftir fyrir- myndum og brugðu lítt út af, en aðrir voru óvenju djarfir í litameðferð og tjáninu. Satt að segja átti ég bágt með að átta mig á sumum myndunum, en ekki voru unglingarnir sparir á að skýra hugmyndir sínar og viðleitni. Dáðist ég oft að á- huga þeirra fyrir starfinu og hve þeir gáfu ímyndunaraflinu óhikað lausan tauminn og voru frumlegir og óþvingaðir. Tveir kennarar voru þarna inni, og sýndust mér þeir vera sinn af hvorum skóla í tilsögn sinni. Úti í einu horninu var drengur, sem blandaði liti í gríð og ergi og bjó til alls konar rósaverk og útflúr á geysimiklar pappírs- lengjur. Ekkert skildi ég, hvað hann ætlaði sér með þessu. Spurði ég hann að því, og sagð- ist hann þá vera að leita að smekklegri gerð á veggfóðri. eíga | AÍþýSubluíJÉba, vetðs a® vora komu&f tíl í AlþýSuhústmi, %esigiS inm M Ehrostís&ijtaJ fyrir kJ. 7 að KvSfdl. Sími m. Lét ég mér þá skiljast, að svo mundi vera. Engu virtist hann taka þetta síður alvarlega en aðrir, sem voru að mála vanda- samar myndir eða teikna eftir erfiðum fyrirmyndum. Næst var farið með okkur inn í svolítið heimili, og fór þar fram hússtjórnarkennsla og eldamennsku. Var þetta stofa og eldhús, og voni þar margar stúlkur önnum kafnar og nokkrir drengir, sem ekkert virtust kunna þar illa við sig. Stofan var sérlega smekklega útbúin, enda var okkur sagt, að sífellt væri verið að laga þar til og breyta um húsgögn, vegg fóður, alls konar púða og ýmsa híbýlaprýði. í eldhúsinu var bakað og eldað og steikt af FVamhald á 6. síðtL að birgja landið ávalt sem bezt af matvörum og öðrum brýn- um nauðsynjum og setja varlega á heyaforðann. Og það er ekki nóg að safna nauðsynjavöru í birgðaskemmur í Reykjavík. Það verður að leggja kapp á að dreifa henni sem mest um landið og hafa tiltækt spm mest vörumagn á hverjum verzlunarstað. Því skal ekki neitað, að nú um sinn hefir þetta verið tals- verðum örðugleikum bundið vegna skorts á skipum til sigl- inga meðfram ströndinni. En fyrir hitt verður heldur ekki synjað ,að um skeið hafa menn lítt gert ráð fyrir því, að f].utn- ingar til hafna úti um land gætu orðið miklum örðugleik- um háðir af völdum náttúrunn- ar. Það er vonandi, að þjöðin verði aldrei of harkalega minnt á það, hvað af slíku tómlæti getur Íeitt. En það er mikið ör- yggi í því fólgið að hætta aldrei til fulls að óttast „landsins forna fjanda“, enda þótt ygli- brún hans kunni að gerast sjaldséðari gestur en oft h^fir áður verið. 'ý' MSAR RADDIR hafa ver- * ið uppi urn það í sumum blöðum landsins í seinni tíð, að hinir gömlu flokkar væru að riðlast og eitthvað nýtt að fæð- ast í þeirra stað. En furðu þokukenndar virðast hug- myndirnar vera um það, hvað það eigi að vera. Vísir tekur undir þessar raddir í gær í að- alritstjórnargrein sinni. Þar segir: „Þær breytingar, sem nú eru að gerast 1 þjóðlífi voru, munu hafa víðtækari áhrif en flesta grunar. Vopnabrak líðandi stundar truflar dómgreind manna Um þá atburði, sem eru að gerast og þeir verða sjaldan séðir í réttu ljósi fyrr en löngu eftir að þeir eru um garð gengnir. íslendingar standa á mót- um nýs tíma og allt þeirra þjóð- líf er í tákni umbreytingarinnar. Stjórnmálin hafa verið í deigl- unni á annað ár, og þótt hinar gömlu flokksbyggingar standi enn, þá er hætt við að dagar þeirra séu taldir í því formi, sem ,þær eru nú. Umbrot hins nýja tíma skelfir þær og skekur. „Ymr aldit tré.“ En þeir, sem ekki sjá að umbreyt- ingin hlýtur að koma, halda sér dauðahaldi í fúatimbrið og telja sér og öðrum trú um, að það sé enn grænt og sveigjanlegt. Þegar menn fara að brjótast undan flokksvaldinu, þá er það venjulega merki þess, að mælirinn sé farinrí að fyllast. Eitt slíkt merkí hefir komiö fram, í út- gáfu á nýju blaði, er nefnist „Bónd inn“. Að því blaði standa ýmsir | forustumenn úr tveimur stærstu stjórnmálaflokkunum. Enginn mun treystast til að halda því fram, að þessir menn gefi blaðið út af ein- skærri ánægju með flokkana, enda hefir Framsóknarflokkurinn tekið þessa útgáfu óstinnt upp. Þeir, sem gefa blaðið út, hafa brotizt út úr fylkingunum, undan flokks- aganum, til þess að segja sínum eigin flokksmönnum og öðrum hvað þeim býr í brjósti og hverju þeir telja ábótavant. Þetta er eitt af fyrstu merkjum þeirrar póli- tísku breytingar, sem hér er í að- sigi' Fleiri munu vafalaust á eftir koma.“ Máske ritstjórar Vísis herði eitthvað upp hugann og hætti að láta Morgunblaðið hirta sig eins og óþekk börn á heimlli Sjálfstæðisflokksins! Eða halda þeir, þrátt fyrir þessi hreysti- yrði, eftir sem áður „dauða- haldi í fúatimbrið“? * Töluverð óánægja kemur fram í ýmsum blöðum með þá afgreiðslu, sem lýðveldisstjóm- arskráin fékk að síðustu á al- þingi, þegar ákveðið var, að forsetinn skyldi ekkert synjun- arvald fá gagnvart alþingi, enda er lítill efi á því, að sú á- kvörðun hefir gengið þvert í gegn þjóðarviljanum. Þjóðólf- ur birtir grein um þetta í gær og krefst þess, að þessi bráða- bir-gðastjórnarskrá verði tekin til endurskoðunar hið allra fyrsta. Þar segir: „Setning nýrrar stjórnarskrár til frambúðar er hið brýnasta og mest aðkallandi úrlausnarefni í ís- lenzkum þjóðlélagsmálum eins og nú standa sakir. Þýðingarmestu nýmæli þeirrar stjórnarskrár hljóta að verða ráðstöfun þjóðar- valdsins og aðskilnaður löggjafar- valds og framkvæmdavalds. Þjóðin verður að fylkja sér ein- huga um þá kröfu, að þetta verk verði urnrið hið bráðasta og af fullri kostgæfni. Alþingi er ekki treystandi til að leysa það af hendi eins og nú er málum komið. Enda liggur það nokkuj-n vegirm full- ljóst fyrir, að innan flokkanna og alþingis eru starfandi sterk öfl, sem alls ekki vilja, að landinu sé Sett viðhlítandi stjórnarskrá. Þau öfl jmunu hugsa sér að leitast við að láta firnast yfir fyrirheit flokk- FftðHflSOia á 6. sftfe.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.